Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING O rðuveitingar forseta Íslands vekja jafnan eftirtekt. Þeir sem starfa að menningar- málum vinna gjarnan afar óeig- ingjarnt starf og oft við bæði erf- iðar aðstæður og lág laun. Hugsjónafólk í þessum greinum er margt, og reyndin er sú að oft er mesta umbunin fyrir slík störf að sjá eigin sköpun lifna við, hug- myndir verða að veruleika, og hreint ekki gefið að áralöng ástundun skili sér á sama hátt og hjá venjulegu launafólki. Þótt skoðanir fólks á orðuveit- ingum og opinberum borðalegg- ingum séu misjafnar, getur við- urkenning af því tagi þó haft mikið að segja, ? ekki síst fyrir þá sem starfa að hvers konar hugsjónastörfum, listum og menn- ingu. Það var tímabært að jafnvinsælir listamenn og Eiríkur Smith og Ragnar Bjarna- son fengju slíka viðurkenningu, enda báðir búnir að skila ærnu dagsverki. Edda Heiðrún Back- man er sömuleiðis löngu búin að ávinna sér heiður sem einn mesti listamaður þjóðarinnar; ? ekki bara í leiklistinni, heldur líka í tónlist. Ein allra besta barnaplata síðari ára er frá henni komin og hefur að geyma lög eftir Atla Heimi Sveinsson, í framúrskar- andi útsetningum og frábærum flutningi Eddu og félaga hennar í listinni. L50098L50098L50098 Þ að er sennilega komið hátt í hálf öld síðan Birgir D. Sveinsson hafði frumkvæði að stofnun Skólahljómsveitar Mos- fellssveitar og allan þann tíma hefur hann staðið í brúnni og kennt krökkum að blása í hljóð- færin sín og stjórnað sveitinni með myndarbrag og metnaði. Hljómsveitin er sprottin úr skóla- starfi, en hefur jafnframt gegnt þýðingarmiklu hlutverki í bæj- arlífinu í Mosfellsbæ. Viðurkenn- ing til Birgis er um leið við- urkenning á þýðingu listuppeldis barna, og jafnmikilvæg fyrir alla þá sem sinna slíkum störfum, ? oftar en ekki í hjáverkum frá öðru brauðstriti. Tveir orðuþegar, þeir Ásmund- ur Jónsson og Örlygur Kristfinns- son, hafa báðir starfað að menn- ingarmálum á ákaflega óeigingjarnan máta en á ólíkum sviðum. Örlygur Kristfinnsson er hugmyndasmiðurinn og drífand- inn að stofnun Síldarminjasafns- ins á Siglufirði. Safnið hefur stækkað ört, og mikill metnaður liggur að baki uppbyggingunni og þróunarstarfinu sem þar hefur verið unnið, og mikil vinna hefur verið lögð í að gera safnið lifandi og aðgengilegt almenningi. Fyrir vikið er safnið eitt það áhuga- verðasta á landinu, og hefur sóp- að að sér verðlaunum og við- urkenningum á síðustu misserum, meðal annars Evrópsku safn- averðlaununum. Á smundur Jónsson sem margir kenna enn við útgáfufélagið Grammið sem var og hét, fékk riddarakross fyrir framlag sitt til nýsköpunar í tónlist. Ásmundur hefur verið framkvæmdastjóri Smekkleysu frá upphafi, en eitt af helstu verkefnum þess félags er útgáfa á íslenskri tónlist. Það er ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé að Ásmundur hafi staðið öðrum fremur í metnaðarfullri tónlistar- útgáfu. Smekkleysa hefur gefið út margt það sem áhugaverðast hef- ur þótt í ýmsum greinum tónlist- ar; ? dægurtónlist, djassi, og ekki síst í sígildri tónlist og samtíma- tónlist. Það kann að vera ágætis afkoma af því að gefa út vinsæla tónlistarmenn eins og Björk og Sigur Rós, en varla verður það sama sagt um tónlist íslenskra tónskálda, sem hafa fámennari hlustendahóp. Þar hefur Ásmund- ur sýnt bæði kjark og áræði og gríðarlegan metnað fyrir hönd ís- lenskrar tónlistar og tónlistar- manna. Vissulega er sumt í út- gáfu Smekkleysu unnið í samstarfi við tónlistarmenn, að- standendur þeirra, og jafnvel stofnanir eins og Íslenska tón- verkamiðstöð og Ríkisútvarpið, en það breytir ekki því að Smekk- leysa með Ásmund í brúnni, hefur verið sá vettvangur sem þurft hefur til, svo að þessi útgáfa gæti orðið að veruleika. Fyrir nokkr- um árum hófst Ásmundur handa við heildarútgáfu á verkum Jór- unnar Viðar, sem er afskaplega vönduð og falleg. Nú í haust var hafist handa við heildarútgáfu á verkum Sigvalda Kaldalóns sem lofar mjög góðu um framhaldið. Útgáfa á verkum yngri íslenskra tónskálda hefur verið öflug og þar hefur borið hæst samstarf við Kammersveit Reykjavíkur. Útgáfa á rímnakveðskap af silfurplötum kvæðamannafélagsins Iðunnnar er tvímælalaust mesta útgáfuaf- rek ársins, og á eftir að standa lengi sem ómetanlegt framlag til íslenskrar tónlistarmenningar. L50098L50098L50098 O g nú þegar frumkvöðull með- al íslenskra tónskálda, Magn- ús Blöndal Jóhannsson er allur, er það enn Smekkleysu að þakka að til er nýleg plata með öllum helstu rafverkum hans. Jú, fálkaorðan er mikilvæg, ekki síst ef viðurkenningin sem í henni felst getur orðið til þess að auðvelda atorkufólki eins og því sem að ofan er nefnt störf sín, og vekja athygli annarra, innan lands og utan, á því sem vel er gert. Riddarar menningarinnar ? Viðurkenning til Birgis er um leið viðurkenning á þýðingu listuppeldis barna, og jafnmikilvæg fyrir alla þá sem sinna slíkum störfum. ? AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Birgir D. Sveinsson Örlygur Kristfinnsson Ásmundur Jónsson BIRNA Pálsdóttir, deildarstjóri húsgagnadeildar hjá Pennanum, af- henti á dögunum Hönnunarsafni Íslands þrjá plaststóla frá Vitra- samsteypunni, sem fyrirtækið hef- ur umboð fyrir, ásamt með nýrri bók um samsteypuna. Vitra hefur sérhæft sig í framleiðslu á sígildum nútímahúsgögnum, einkum og sér í lagi stólum, í samvinnu við höfunda þeirra eða fjölskyldur þeirra. Auk þess hefur Vitra verið með ýmsa unga og efnilega hönnuði á mála í styttri eða lengri tíma. ?Endurgerðirnar frá Vitra eru yfirleitt framleiddar í takmörkuðu upplagi og eru eftirsóttar bæði af einkaaðilum og söfnum. Vitra rek- ur sjálft a.m.k. tvö hönnunarsöfn þar sem endurgerð og upprunaleg húsgögn nútímahönnuða eru í önd- vegi,? segir Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðumaður Hönnunarsafnsins. Hér er um að ræða stóla eftir þrjár kynslóðir hönnuða, banda- rísku hjónin Charles Eames (1907? 1978) og Ray Eames (1912?1988), danska snillinginn Verner Panton (1926?1998) og loks fulltrúa hinnar frjóu kynslóðar breskra hönnuða, Jasper Morrison (f. 1959). Framlenging á ?plastbyltingu? ?Stóll Eames-hjónanna er eft- irgerð svonefnds DAR, Dining Armchair Rod-stóls, frá 1948?50, en það var fyrsti staflanlegi stóll úr fíbergleri sem steyptur var í einu lagi og fjöldaframleiddur. Fíberset- an er fest ofan á krómhúðaða stál- grind. Stóll Pantons, svokallaður ,,Panton? 1959?60, er síðan fram- lenging á ,,plastbyltingu? Eames- hjónanna, þar sem hann er steypt- ur í einu lagi, sem frístandandi ein- ing, úr svokölluðu þermóplasti, en auk þess má stafla honum í það óendanlega. Vitra-eftirgerðin er frá árinu 1990. Stóll Morrisons er hins vegar ný- sköpun fyrir Vitra, stílhreinn, þokkafullur og harðgerður stóll frá 2001 með plastsetu og baki og krómhúðuðum stálfótum, sömu ættar og ,,Stacco? stóll Péturs Lútherssonar. Þessir stólar eru mikilsverð við- bót við þau húsgögn eftir nokkra af helstu hönnuðum 20stu aldar sem Hönnunarsafnið hefur þegar kom- ist yfir, þ. á m. eftir Arne Jacob- sen, Hans J. Wegner, Börge Mo- gensen, Erik Magnussen, Alvar Aalto, Ron Arad, Philip Starck og Marcel Breuer. Húsgögn þessara frumkvöðla gera safninu brátt kleift að efna til fræðandi sýninga um eðli og framvindu alþjóðlegrar hönnunar á 20stu öld,? segir Að- alsteinn. Hönnun | Hönnunarsafninu afhentir þrír plaststólar frá Vitra ?Mikilsverð viðbót? Ljósmynd/Sóla Birna Pálsdóttir, deildarstjóri hjá Pennanum, og Aðalsteinn Ingólfsson, for- stöðumaður Hönnunarsafns Íslands, með stólana frá Vitra-samsteypunni. ÁRNI Larsson gaf út sína fyrstu ljóðabók fyrir 30 árum og hét hún því skáldlega nafni Leikfang vindanna. Löngutöngin í mannþrönginni er átt- unda ljóðabók hans. Skáldskapur Árna endurspeglar tímana sem við lifum á, hann er félagslega þenkjandi skáld og oft má finna ádeilutón í ljóð- um hans, jafnvel beinskeytta gagn- rýni á óréttlæti, valdhroka og þröng- sýni samtímans. Ljóð hans eru oft fremur hnitmiðuð og hann bregður gjarnan á leik með tungumálið. Sem dæmi má taka eftirfarandi ljóð er nefnist ?The War on Terror.? lygin streymir um heiminn stundvíslega út um sturtu hausa fjölmiðlanna lygin ál máttuga almáttuga Þetta stutta ljóð gefur nokkuð góða mynd af tækni Árna, hraður stíll og skipt milli lína í miðju orði og reynt á þanþol tungunnar. Skoðanir skálds- ins fara heldur ekki á milli mála, hann er ómyrkur í máli um stríðið gegn hryðju- verkum, um lygina sem dreift er af miklum krafti um heimsbyggð- ina. Munn sannleikans (bocca della verità) er hins vegar að finna í Róm eins og segir í ljóð- inu Munnsöfnuðir tíð- arandans IV og skáldið hugsar sér ?munn/sem kenndir hreyfa...// tungu/sem opnar vængjahurðir út í tóm- ið//tungu/sem driplar þanka//hnetti/um vetr- arbrautir?. Það er djúp hugsun í þessu ljóði, einlæg þrá eftir þekkingu á hinu óþekkta. Í þessu ljóði sýnir skáldið styrk sinn og tjáir hreina, háleita hugsun. En stundum er honum svo mikið niðri fyrir að hann verður orðljótur og getur ekki hamið sig. Sem dæmi má taka ljóðið Hvíslað í vígðar hlustir en þar stend- ur meðal annars:?mér hugnast ekki// wall street/rokkið//helvítis djöfuls wall street/fokkið?. Hér notar Árni meira segja rím til að leggja enn meiri áherslu á ádeiluna en að mati undirritaðs fer skáldið hér offari frá listrænu sjónarmiði. Margt er hnytti- lega orðað hjá Árna í þessari nýju bók og hann dregur stundum upp skemmtilegar myndir eins og t.d. í ljóði sem nefnist Afdrep II ?víðsýn- asta fuglinn vil ég smíða/lang- förulasta hestinn//fugl úr fiskbeini djúpsins/ hest úr faxi ljóshrað- ans?. En skáldið slær einnig á persónulega strengi í sumum ljóðanna sem tjá heitar tilfinningar í þeim flokki er fallegt ljóð sem heitir Orkuforkar en lok þess eru svo- hljóðandi: mér veitir ekkert af þéttu faðmlagi handleggja þinna í stormi af víndropum brjósta þinna í sæluhúsi af hlýju viti augna þinna í óreiðunni Árni Larsson yrkir oft skemmti- lega í Löngutöngin í mannþrönginni. Hann er gagnrýninn á samtímann og sparar ekki alltaf púðrið. Stundum líða ljóð hans fyrir það að hann fer fullgeyst. Hann hefur góða máltil- finningu og leikur sér oft með tungu- málið, stíll hans hraður og ákafur en hann slær einnig á mýkri strengi og yrkir þá vel um mannlegar tilfinn- ingar. Það er kraftur í þessari ljóða- bók en heildarsvipurinn hefði kannski mátt vera sterkari, það er dálítið um miðlungsljóð og skringileg er ball- aðan í miðhluta bókarinnar um pú- andi kúreka. BÆKUR Ljóð Árni Larsson. Ljóðasmiðjan sf. 99 bls. Reykjavík 2004. Löngutöngin í mannþrönginni Árni Larsson Guðbjörn Sigurmundsson Skáld mannlífsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.