Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 45 NEIL Hannon er skrítin skrúfa, kenjóttari poppari en þeir flestir. Listamaður sem er lifandi og starf- andi þversögn. Þjakaður af mik- ilmennskubrjálæði um leið og hann er með óstjórnlega minnimátt- arkennd. Vegna þessa er hann rót- laus með afbrigðum, jarðbundnastur allra sveimhuga, sem maður veit aldrei hvar maður hefur. Kamm- erpopp nefndi einhver þá útpældu – á stundu ofpældu – tónlist sem hann hefur fengist við síðasta áratuginn en hún er nokkru stærri en kamm- ersveit hljómsveitin sem hann hafði sér til fulltingis á tónleikunum sem hann hélt í London Palladium, 26. apríl á þessu ári. Að upplagi var til- efni tónleikanna útkoma nýrrar plötu, hinnar prýðilegu Absent Friends, og eru því flest hinna 19 laga ættuð þaðan. Hin lögin koma af mörg hver af Fin de Siecle en einnig af Casanova og jafnvel eitt af fyrstu plötunni Liberation („Three Sist- ers“). Ég saknaði hinsvegar sárlega laga af hinni frábæru en sárlega vanmetnu Regeneration, hljómsveit- arplötunni hans frá 2001, sem meira að segja hann sjálfur virðist farinn að vanmeta. En fyrir unnendur Divine Com- edy er það smávægilegur annmarki á magnaðri kvöldstund með nánum vini og er hreint unaður að heyra lög hans flutt af annarri eins stórsveit í sínum tilkomumestu útsetningum. Þá er á mynddisknum ágætis heim- ildarmynd um gerð Absent Friends og aðdragandann að tónleikunum. Í nálægð vinar TÓNLIST Mynddiskur Divine Comedy - Live At The Palladium  Skarphéðinn Guðmundsson                                                                                 ! " # $  %  & '' ()  &#+    & ## $ #+# , ! '' - # # +'' %& !.    -  / #/ 0''' 1      /  Það er aldrei of seint að hefja nýj-an feril, jafnvel þó þú sért 96 ára og nýja starfið sé fyrirsætustarf. Irene Sinclair, ellilífeyrisþegi ættuð frá Guyana, sem er búsett í London, verður á auglýsingaskiltum víða um Bretland í mánuðinum. Eins og gef- ur að skilja er Irene hrukkótt en andlit hennar er á skiltunum til að selja andlitskrem frá Dove. „Mér hefur aldrei á ævinni fundist ég falleg en mér finnst ég falleg núna,“ var haft eftir gömlu konunni í dagblaðinu Daily Mirror. „Þetta snýst allt um að endast með reisn.“ Hvert skyldi vera leyndarmál hennar? „Ég er ekki mikið inni við. Ég reyni að fá mér ferskt loft eins oft og ég get með því að fara í göngu- túra.“ Nýverið tók hópur „raunverulegra kvenna með raunverulegar línur“ þátt í auglýsingu fyrir Dove. Fyr- irtækið vill kynna sig fyrir konum sem finnst sú hugmynd að aðeins mjóar ofurfyrirsætur séu aðlaðandi mjög fráhrindandi. Á síðasta ári gerði Dove könnun á meðal 3.200 kvenna í tíu löndum og komst að því að 31% fannst það líta „eðlilega“ út og 29% „venjulega“. Aðeins 2% kvenna skilgreindu sig sem falleg.    Söngkonan Madonna og eig-inmaður hennar, Guy Ritchie, hafa endurnýjað hjúskaparheit sín. Það gerðu þau við leynilega athöfn á brúðkaupsdegi sínum. Athöfnin var í anda Kabbalah-trúar og skiptist par- ið á nýjum dýrum hringum við hana. Hringurinn sem Guy gaf Madonnu kostaði 100.000 pund að því er Sun greinir frá. Það samsvarar um 11,8 milljónum króna. Nýliðið ár reyndist Guy og Madonnu, sem er 46 ára, erfitt að sumu leyti. Meðal annars hné söng- konan niður þeg- ar hún var á tón- leikaferðalagi. Hjónin ákváðu að endurnýja heit sín þegar þau héldu upp á fjögurra ára brúðkaupsafmæli sitt. Heim- ildamaður sem þekkir vel til parsins sagði: „Madonna og Guy eru nánari nú en nokkru sinni fyrr. Þau hafa verið lengi saman og fannst tími til kominn að endurnýja heit sín.“    John Galliano hefur skorið boðs-listann fyrir næstu hátískusýn- ingu Christian Dior í París niður um meira en helming. Samkvæmt tísku- húsinu var ákvörðunin um að stytta þennan eftirsótta gestalista svona mikið ekki tekin til að gera Dior enn eftirsóttara. Þeta er gert vegna þess að Galliano ætlar að hafa öðruvísi sýn- ingu en áður og verður aðeins pláss fyrir um 500 gesti. Áður hefur gestafjöldinn verið um 1.200 þannig að útkoman er samt sem áður sú að boð á hátískusýningu Dior hefur sjaldan verið eftirsóttara.    Jennifer Lopez vill að allir hættiað kalla sig J.LO. hún sé nefni- lega engin J.Lo heldur Jennifer. „Ég er ekki J.Lo, hún er ekki til í alvöru. Hún var bara grín sem varð dálítið klikkað. Ég hef aldrei verið önnur en Jennifer,“ sagði hún. Hún vill að allir gleymi hugtakinu J.Lo og Jenny gengur heldur ekki þrátt fyrir að hún hafi eitt sinn gert lag um sig sem hét „Jenny From The Block“. Þetta skiptir hana svo miklu máli að hún var næstum því búin að skýra nýjustu plötu sína Call me Jennifer eða Kall- ið mig Jennifer. „Ég ætlaði að láta plötuna heita Call me Jennifer því þannig hefði ég getað sagt bless við allt þetta J.Lo dót. En Rebirth er fullkomið því það þýðir miklu meira,“ segir söng- konan. Jennifer er nú komin í útvalinn hóp stjarna sem breyta stundum nafni sínu, en í honum eru meðal annars fyrrverandi kærastinn P. Diddy sem hét einu sinni Puff Daddy. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.