Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur á tilboði TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 89.900.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Ásunnudaginn kemur ætlasjömenningar með hug-sjón að opna allsérstættkaffihús við Laugaveg 21. Þar var Hljómalind eitt sinn til húsa og því þótti þeim vel við hæfi að láta kaffihúsið heita Kaffi Hljómalind. Helena Stefánsdóttir er ein þeirra sem standa að þessu menningarlega kaffihúsi, en leiðir sjömenninganna lágu fyrst saman í jóga. „Við kynnt- umst öll á sínum tíma í gegnum jóga og þessi hugmynd okkar að öðruvísi kaffihúsi er nokkurra ára gömul. Okkur langaði að stofna kaffihús sem væri áfengislaust og reyklaust, því við viljum stuðla að breyttri stemn- ingu í miðborginni þar sem áfeng- isneysla hefur því miður verið aðal- einkenni að kvöldlagi og þá sérstaklega um helgar. Okkur lang- aði líka að opna kaffihús þar sem ein- göngu væri boðið upp á lífrænt rækt- aðan mat. Og nú er þessi draumur loks að verða að veruleika.“ Unglingar sérstaklega velkomnir Helena segir að þau ætli að hafa Kaffi Hljómalind eins mikið „lifandi“ kaffihús og mögulegt er. „Hér verð- ur vettvangur fyrir lifandi sam- félagsumræðu, námskeið, rökræður og fyrirlestra. Auk þess verður kaffi- húsið vettvangur fyrir grasrótarlist, hvort sem það eru kvikmyndir, ljóða- lestur, tónleikar, myndlist, dans, leikhús eða eitthvað annað. Einnig er hugmyndin að halda hér námskeið í andlegri ræktun, jóga og hugleiðslu sem og að vera með fyrirlestra tengda því. Við tökum fegins hendi við hugmyndum um uppákomur frá fólki utan úr bæ því okkur finnst gaman að hitta fólk í lífinu sem lang- ar að gera skemmtilega hluti með okkur.“ Helena segir að þau bjóði unglinga sérstaklega velkomna á Kaffi Hljómalind, því þeir missi oft af skemmtilegum viðburðum sem fram fara á vínveitingastöðum, þar sem þeir mega ekki fara inn. „Ég er sjálf unglingamóðir og mér hefur oft fundist dapurlegt að geta ekki tekið krakkana með þegar uppáhalds tón- listarfólkið þeirra er að troða upp, af þeirri ástæðu að það gerist iðulega á vínveitingastöðum þar sem er ald- urstakmark. Íslenskir unglingar eiga annað og betra skilið. Við leggjum því áherslu á að hér er ekkert aldurs- takmark, af því að við seljum ekki áfengi.“ Á Kaffi Hljómalind verður ein- ungis boðið upp á „Food for thought“ sem þau kalla „Andans fæði“ á ís- lensku. „Það er matur sem búinn er til úr lífrænt ræktuðu hráefni og ekkert kjöt, fiskur, egg, laukur eða sveppir eru þar á meðal. Þetta er fæði sem ekki síður er gott fyrir hug- ann en líkamann, enda er nauðsyn- legt að rækta hugann. Food for thought er þekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum og á Bretlandi og þar eru heilu matsölustaðakeðjurnar sem eingöngu bjóða upp á slíkt fæði. Ég veit ekki betur en að við hér á Kaffi Hljómalind séum fyrsta kaffi- húsið á Íslandi sem eingöngu býður upp á slíkt fæði.“ Filippseyski jóga- munkurinn Dada Turiiyananda mun sjá um að matreiða andans fæði eftir kúnstarinnar reglum í hádeginu, en eftir það er kaffi og brauðmeti á boð- stólum og allt lífrænt ræktað, að sjálfsögðu. Samvinnurekið fyrirtæki Tónninn fyrir komandi starfsemi verður gefinn á sunnudagskvöldið næstkomandi þegar formleg opnun verður. Dagskráin það kvöld er óneitanlega spennandi, þar ætlar Erpur Eyvindarson að rappa, Djass- tríóið Flís stígur á stokk, hljóm- sveitin Bacon flytur raftónlist og reggiehljómsveitin Hjálmar lætur í sér heyra. Þá mun bandarískur jóga- munkur einnig halda stutta tölu. „Hann heitir Maheshvarananda og er prófessor í friðarfræðum og ætlar að segja frá því hvernig stofna skal til samvinnurekins fyrirtækis, þróa það og reka, en Kaffi Hljómalind er einmitt samvinnurekið fyrirtæki. Þetta er sérstök stefna í viðskiptum sem þekkist vel erlendis og heitir „co–operative business“ og gengur m.a út á það að enginn einn eigandi á fyrirtæki. Við sem vinnum hérna á kaffihúsinu eigum það því öll saman. Við viljum sýna fordæmi í heiðar- legum viðskiptaháttum „fair trade“, sem þýðir til dæmis að við stefnum að því að kaupa allt okkar hráefni milliliðlaust beint frá framleiðend- um. Auk þess fer allur hagnaður rekstursins umfram kostnað til góð- gerðarmála. Þetta er því ekki stofnað eða rekið með gróðahyggju að leið- arljósi. Við fáum auðvitað okkar laun fyrir að vinna hérna, en látum aðra njóta gróðans. Öll innkoma á opn- unarkvöldinu mun til dæmis renna í styrktarsjóð vegna náttúruhamfar- anna í Asíu,“ segir Helena sem á og rekur Kaffi Hljómalind ásamt Arnari Steini Friðbjarnarsyni, Einari Rafni Þórhallssyni, Sunnu Jóhannsdóttur, Jóni Gauta Árnasyni, Ásgeiri Jóel Jacobson og Þrúði Svavarsdóttur.  KAFFIHÚS | Samvinnurekið fyrirtæki þar sem hagnaður rennur til góðgerðarmála Jógamunkur sér um andans fæði Kaffi Hljómalind á Laugavegi 21 opnar sunnudaginn 9. janúar. Boð- ið verður upp á lifandi tónlist: Erp- ur Eyvindarson, Bacon, Djasstríó- ið Flís og hljómsveitin Hjálmar. Aðgangur er ókeypis og ekkert aldurstakmark. Húsið opnar kl. 20:00 og dagskrá- in hefst kl. 21:00. khk@mbl.is Allt á fullu síðustu metrana: Helena leggur hér til nokkur lokahandtök. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samvinna: Allir hjálpast að við að leggja lokahönd á verkið fyrir opnun. Ásgeir á fleygiferð og skrautlegur veggur um það bil tilbúinn. Gróðahyggja ræður ekki för hjá þeim sem stofnuðu Kaffi Hljómalind. Kristín Heiða Kristins- dóttir fræddist um áfengislaust kaffi- hús þar sem hlúa á að grasrótarlist. LÍFSLÍKUR fólks sem greinist með krabbamein að sumri eru mun meiri en lífslíkur þeirra sem fá krabbamein að vetri til, að því er fram kemur á vef Berlingske Tid- ende. Ef sólin skín of mikið á okk- ur eigum við á hættu að deyja úr húðkrabba- meini. Ef við erum of lítið í sólinni eigum við á hættu að deyja úr ann- ars konar krabbameini. Norsk rann- sókn leiðir í ljós að sólin er bæði góð og slæm þegar krabbamein er annars vegar. Sólargeislarnir eru nefnilega jákvæðir fyrir þá sem t.d. hafa krabbamein í brjóstum eða blöðruhálskirtli. Sólargeislarnir gera það að verkum að húðin býr til D-vítamín en það er mikilvægt í bata eftir krabbamein. Norsku vís- indamennirnir ákváðu því að rann- saka hvort þeir Norðmenn sem voru meira í sólinni en aðrir ættu meiri möguleika á að læknast af krabbameininu. Tilgátan var að íbúar Suður- Noregs ættu meiri möguleika en íbúar Norður-Noregs en það kom á óvart að möguleikarnir á að lifa krabbameinið af voru u.þ.b. jafn- miklir í suðri og norðri. Í suðri fengu íbúarnir meiri sól en í norðri var það bætt upp með mataræðinu, þ.e. fiski sem inniheldur mikið D- vítamín. Hins vegar sýndi það sig að það skiptir máli fyrir lífslíkurnar er hvenær ársins maður greinist með krabbamein. Líkurnar á að krabba- meinsmeðferðin virki, eru 30% meiri ef sjúkdómurinn greinist í lok sumars, þegar líkaminn er fullur af D-vítamíni, en seint að vetri. Vísindamennirnir benda á að gera þurfi frekari rannsóknir á þessu sviði og ekki sé hægt að full- yrða um hvort þáttur D-vítamíns sé eins stór og ætla mætti. Því er enn nokkuð í land að D-vítamíngjafir verði hluti af krabbameinsmeð- ferðum. Enginn veit hversu mikil sólböð eru hæfileg til að byggja upp D-vítamínbirgðir, en vitað er að of mikil sólböð auka hættuna á húð- krabba. Hinn gullni meðalvegur er bestur. Sólin bæði jákvæð og neikvæð  HEILSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.