Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Með verksmiðjunni
á Möltu er Actavis í
lykilstöðu til að verða
fyrst á markað með
lyf þegar einkaleyfi
frumlyfja rennur út
Steinþór Pálsson, framkvæmdastjóri Lyfjaverksmiðju Actavis á Möltu
Útrás
Actavis
á morgun
„ÞARNA er Ingvi
Hrafn hreinlega að tala
gegn betri vitund,“ segir
Arnþrúður Karlsdóttir,
útvarpsstjóri Útvarps
Sögu, og vísar þar til
ummæla Ingva Hrafns
Jónssonar í Frétta-
blaðinu í gær þar sem
hann sagði það dapurleg
örlög að sínu mati að Út-
varp Saga skyldi „vera
að deyja skuldum og
vanskilum vafin“. Að
sögn Arnþrúðar má
Ingva Hrafni vera full-
ljóst að Útvarp Saga
hefur aldrei staðið betur
fjárhagslega en um þessar mundir.
„Hvernig má það annars vera að
Ingvi Hrafn hefur ítrekað látið lög-
mann sinn gera tilboð í minn hlut í
stöðinni, nú síðast fyrir rúmum mán-
uði, nema af því að hann vissi einmitt
hversu vel fyrirtækið stendur?“
Aðspurð segir Arnþrúður rekstur
útvarpsstöðvarinnar hafa verið mjög
þungan og gengið illa þegar hún tók
við stöðinni í byrjun september. „Síð-
an þá hef ég unnið myrkranna á milli
við að rétta reksturinn við og er búin
að því, enda er félagið núna farið að
skila hagnaði. Þannig að þetta er
ótrúlegur rógur af hálfu Ingva
Hrafns og ekki honum
sæmandi að tala
svona.“
Líkt og fram hefur
komið í fjölmiðlum
rann samningur Ingva
Hrafns við Útvarp
Sögu út nú um áramót-
in og hefur hann ekki
verið endurnýjaður.
Aðspurð segir Arn-
þrúður ýmsar ástæður
liggja að baki því að
hún ákvað að ráða hann
ekki áfram. „Í fyrsta
lagi ber auðvitað að
nefna að Ingvi Hrafn
tók þátt í árásum á mig
og reyndi að eyðileggja reksturinn.
Hann stórskaðaði þannig bæði fyrir-
tækið og mig persónulega. Í öðru lagi
hafði verið kvartað gríðarlega undan
honum og margir auglýsendur hafa
ekki treyst sér til að eiga viðskipti við
okkur meðan hann var hér innan-
borðs. Þess má raunar geta að enn
hefur ekki verið gengið að fullu frá
lokauppgjöri við Ingva, sem kemur til
af margra mánaða bókhaldsvinnu og
skoðun á meðhöndlun hans á fjár-
munum fyrirtækisins.“
Aðspurð hvernig í hana leggist að
fá samkeppni í útvarpsrekstrinum, en
fyrirhuguð er stofnun nýrrar talút-
varpsstöðvar í eigu Íslenska útvarps-
félagsins á næstu vikum, segist Arn-
þrúður alls ekki hrædd við
samkeppnina. „Ég tel samkeppni
mjög svo af hinu góða, enda vil ég
ekki sjá að eitthvert eitt fyrirtæki eigi
alla fjölmiðla í landinu,“ segir Arn-
þrúður og vísar þar til tilrauna Norð-
urljósa til að komast yfir Útvarp
Sögu. „Meðeigendur mínir þrýstu
mjög á mig um að selja Norðurljósum
minn eignarhluta, en Gunnar Smári
Egilsson lagði mikið upp úr því að ná
þessari stöð og reyndu meðeigendur
mínir í tvígang að stöðva reksturinn í
þeim tilgangi að neyða mig til að selja.
Það hefur læðst að mér að ef ég hefði
látið undan og rétt Gunnari Smára
fyrirtækið hér á silfurfati þá ættu þeir
nánast allar útvarpsstöðvar í landinu.
Raunar fæ ég ekki skilið enn þann
dag í dag hvernig aðkoma Gunnars
Smára var í reynd að þessu máli.“
Arnþrúður segist aðspurð líta
framtíðina björtum augum. „Við höf-
um komið feikilega vel út úr skoðana-
könnunum, erum fjórða stærsta út-
varpsrásin á höfuðborgarsvæðinu.
Stöðin hefur þannig aldrei staðið bet-
ur að vígi og dagskráin aldrei verið
betri,“ segir Arnþrúður en stöðin hef-
ur hafið samstarf við Skjá einn og í
gær hófust útvarpssendingar stöðv-
arinnar á Akureyri.
Útvarp Saga aldrei
staðið betur að vígi
Arnþrúður Karlsdóttir
JÓHANN Ásmunds-
son, safnstjóri Minja-
safns Egils Ólafsson-
ar, Hnjóti, Örlygs-
höfn, lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi, 31. desember.
Jóhann var á 43. ald-
ursári, fæddur 12. júlí
1961 í Reykjavík.
Foreldrar Jóhanns
voru Ásmundur Jó-
hannes Jóhannsson
byggingartæknifræð-
ingur og Bergþóra
Benediktsdóttir smur-
brauðsdama. Jóhann
lauk sveinsprófi í húsasmíði 1981,
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti 1986 og BA í fé-
lagsfræði og mannfræði frá HÍ
1994. Hann stundaði nám í kerf-
isfræði við TVÍ 1992 og í tölv-
unarfræðum við HÍ 1993.
Jóhann lék handknattleik með
Fylki frá 12 ára aldri og með
meistaraflokki félagsins 1978–82.
Jóhann vann við húsasmíðar frá
1977 þar til hann fór í framhalds-
nám. Hann var starfsmaður Úti-
deildar Reykjavíkurborgar 1991–
1992 og starfsmaður Þjóðminja-
safns við fornleifauppgröft á
Bessastöðum 1993. Frá 1994 vann
Jóhann að skráningu safnmuna
með Agli Ólafssyni, safnamanni og
safnstjóra á Hnjóti. Jóhann vann
við endurskoðun og
verkstjórnarþátt nám-
skráa menntamála-
ráðuneytisins fyrir
grunn- og framhalds-
skóla upplýsinga-
tækni og lífsleikni á
árunum 1995–1999.
Árið 1999 tók
Jóhann við safnstjórn
Byggðasafnsins á
Hnjóti og sinnti því
starfi til dauðadags.
Jóhann var mikil-
virkur í félagsstörfum
tengdum ferða- og
safnamálum. Hann
var formaður í FÍSOS félagi
íslenskra safna og safnamanna,
formaður Sögufélags Barðstrend-
inga, formaður ferðamálasamtaka
Vestfjarða, formaður ferða-
málafélags suðursvæðis Vest-
fjarða. Hann sat í stjórn félags um
varðveislu Maríu Júlíu, sat í
stýrihópi um dreifmenntun í Vest-
urbyggð og Tálknafirði og sat í
stjórn safnaráðs sem fulltrúi
FÍSOS, einnig fulltrúi safna í
SARPI vegna minjaskráningar.
Jóhann var einnig fulltrúi Íslands í
NORDEM, strandmenningarverk-
efni.
Eftirlifandi eiginkona er Magn-
ea Einarsdóttir og stjúpsynir eru
Árni og Einar Dagfinnur Klemens-
synir.
Andlát
JÓHANN
ÁSMUNDSSON
EFNIÐ „Hvernig verður þjóð til?“
sem margmiðlunarfyrirtækið Gagar-
ín framleiddi fyrir og í samstarfi við
Þjóðminjasafn Íslands hefur hlotið
tilnefningu til Norrænu Möbius-
margmiðlunarverðlaunanna árið
2005. Í fréttatilkynningu frá Gagarín
kemur fram að tilnefningin er mikil
viðurkenning fyrir fyrirtækið sem
hefur einbeitt sér að framleiðslu á
menningartengdu margmiðlunarefni
síðastliðin ár og hefur áður hlotið nor-
ræna viðurkenningu fyrir framleiðslu
sína. Efnið er tilnefnt í flokknum
menningararfleifð og listir, en tilnefn-
ingar fyrir menningartengt efni eru í
fjórum efnisflokkum: Vísindi, Náms-
efni, Menningararfleið og listir og
Sköpun og skáldskapur.
Fimmtán kynningar
Margmiðlunarefnið samanstendur
af fimmtán sjálfstæðum kynningum
sem ætlað er að varpa skýrara ljósi á
sögulegt og pólitískt umhverfi á Ís-
landi frá landnámi. Efninu er þannig
ætlað að styðja við sýningargripina í
sýningu Þjóðminjasafnsins, og setja
þá í nýtt og óvenjulegt samhengi við
söguna. Meðal annars eru manntal-
inu 1703 gerð skil, kristnitökunni og
siðaskiptunum, þróun húsagerðar
rakin og landnámi Íslands lýst á
myndrænan hátt. Sérfræðingar Þjóð-
minjasafnsins og fleiri sérfræðingar á
þeirra vegum sáu um handritsgerð og
söfnun myndefnis en Gagarín um
hönnun og samsetningu efnisins.
Fulltrúar Gagarín munu kynna
verkefnið í Finnlandi í lok janúar en í
framhaldi af þeirri kynningu verða
veitt verðlaun fyrir besta gagnvirka
menningartengda efnið sem framleitt
var á Norðurlöndunum árin 2003–
2004. Möbius-verðlaunin eru upp-
runnin í Frakklandi árið 1992, en árið
1998 varð samkeppnin alþjóðleg og
árið 2003 voru ellefu lönd þátttakend-
ur.
Íslenskt
margmiðl-
unarefni
tilnefnt til
verðlauna
TENGLAR
.....................................................
www.prixmobiusnordica.org og
http://www.prix-mobius.net/
nouveau/actu.htm
ÞAÐ hefur verið afar fróðlegt, en um
leið skelfileg reynsla, að kynnast
hersetunni sem er aldrei fjarri
manni,“ segir Ögmundur Jónasson,
alþingismaður og formaður BSRB,
en hann og Eiríkur Jónsson, formað-
ur Kennarasambands Íslands, eru á
ferð um Palestínu í boði palestínsku
verkalýðshreyfingarinnar. Þeir
komu til landsins á sunnudag og hafa
verið í Nablus þar sem þeir hafa hitt
menn úr verkalýðshreyfingunni og
frá palestínskum læknasamtökum.
Ögmundur segir að Ísraelsher
torveldi ferðir manna um svæðið og
hann verði sífellt að sýna vegabréf.
Ögmundur segir að kosningarnar
á sunnudag setji mjög svip sinn á allt
mannlíf í landinu. „Hér eru vegg-
spjöld uppi og allt tal manna snýst
um kosningarnar,“ segir hann og
bætir við að Mahmoud Abbas, leið-
togi Frelsissamtaka Palestínu, sé
talinn sigurstranglegastur. Á næstu
dögum munu Ögmundur og Eiríkur
fara um Vesturbakkann og kynna
sér ástand mála en jafnframt vonast
þeir til að komast til Gaza.
„Afar fróðlegt en
skelfileg reynsla“