Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 21 DAGLEGT LÍF Missir flúaf milljónum í hverri viku Kauptu mi› a núna! Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 -dregi› í hverri viku ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 24 43 6 04 /2 00 4 Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir! Ragnar Sær Ragnarsson,sveitarstjóri í Bláskóga-byggð, og Hilmar ÖrnAgnarsson, tónlistar- kennari og organisti Skálholtskirkju heimsóttu fyrir nokkru grunnskóla og leikskóla í Japan, bæði einka- rekna og ríkisrekna og kynntu sér einnig starfsemi tónlistarskóla. Þeir fengu ferðastyrk frá Sasakawa Foundation til að kynna sér mennt- un barna og ungmenna í Japan. „Kyotoborg undirbjó og skipulagði ferðalagið. Japanskur fulltrúi á veg- um Kyotoborgar fylgdi okkur allan tímann og það var skemmtileg lífs- reynsla að upplifa allar þær ser- imoníur og hefðir sem þarna tíðkast í mannlegum samskiptum.“ Börn kunnu hækur í hundraðavís „Í einum þeirra leikskóla sem við heimsóttum var píanó í hverri kennslustofu. Í þessum skóla var boðið upp á aðstöðu til samveru með foreldrum og þarna var mikið af sjálfboðaliðum en það var nokkuð framandi fyrir okkur þar sem sjálf- boðavinna í skólastarfi þekkist vart hér á landi.“ Þeir heimsóttu líka Su- zukileikskóla í Tókýó sem er í raun bæði leikskóli og tónlistarskóli. „Þar urðum við vitni að því þegar þriggja til fimm ára krakkar hlustuðu á tón- list og spiluðu undir á „loftfiðlu“. Þessi samstilling var alveg mögnuð og frábært að sjá svona samspil án hljóðfæra,“ segir Ragnar Sær heill- aður. Hilmari fannst athyglisvert að í þessum sama skóla voru börnin lát- in læra utan að hækur, en það eru stutt ljóð að japönskum hætti. „Þetta er gert til að þjálfa hugann og sett fram sem minnisleikur. Við vor- um alveg undrandi á því hvað svona ungir krakkar höfðu lært margar hækur utan að. Eitt barnið kunni til dæmis þrjú hundruð hækur. Við mættum kannski gera meira af því hér á landi að láta börn læra ljóð ut- an að frá unga aldri.“ Lítið líf utan skólans Það sem kom Ragnari Sæ og Hilmari mest á óvart í skólahaldi í Japan var „skóli eftir skóla“ eða svo- kallaður „prófskóli“ (Cram schools for examinations). „Þetta eru einka- skólar sem liggja utan við kerfið og þarna fer fram mikil ítroðsla þar sem börnin þjálfa sig í að taka próf til að þau komist í góða menntaskóla og síðan áfram í háskóla. Börnin fara á hverjum degi beint úr „venjulega“ skólanum í „prófskólann“ og þar eru þau jafnvel til klukkan ellefu á kvöldin. Þetta finnst okkur Íslend- ingunum hálfgert ofbeldi og við ótt- umst að þetta geti haft mjög nei- kvæð áhrif. Þessi börn eiga lítið líf utan skólans og okkur varð í þessu samhengi hugsað til hárrar sjálfs- morðstíðni hjá ungu fólki í Japan.“ Kennarinn er meistarinn Agamálin í skólum í Japan eru ekki í neinum ólestri, að minnsta kosti ekki í þeim skólum sem þeir Ragnar Sær og Hilmar heimsóttu. „Við upplifðum mikla reglu á hlut- unum og góðan aga sem kemur líka til af því að hjá Japönum er sú hugs- un mjög sterk að kennarinn sé meistarinn og fyrir honum bera nemendur ótakmarkaða virðingu. Kennarar eru hátt skrifaðir í Japan og þeir eru vel launaðir.“ Þeir heimsóttu menntaskóla í Kyoto með sérstaka áherslu á tón- list. „Þarna var öll áherslan á vest- ræna tónlist og nemendur voru til dæmis að æfa Tchaikovsky-píanó- konsert og kórverk eftir Puccini. Japanir eru mjög uppteknir af vest- rænni menningu, sem er óþarfi, því Japanir eiga svo frábæra tónlistar- hefð. Ég vildi óska að þeir legðu meiri rækt við eigin tónlistararf,“ segir Hilmar. Hljómur úr fornum steinum Einn fyrrverandi nemandi þessa virta tónlistrarmenntaskóla er lista- maðurinn Stomu Yamash’ta. „Stomu er vinur Halldórs Ás- geirssonar listamanns sem býr hluta úr ári í Japan, en við gistum hjá hon- um og kynntumst Stomu í gegnum hann. Við fórum á tónleika hjá Stomu í Kyoto en hann hefur í tón- smíðum sínum til margra ára verið að þróa sérstaka ásláttartækni frá Japan þar sem hann spilar með mörgum kjuðum í einu. Hann spilar á japanska steina sem eru þriggja milljóna ára gamlir. Stomu hefur spilað með ólíkustu hljómsveitum, t.d Rolling Stones, og þá hefur hann einnig unnið með Ragnhildi Gísla- dóttur í Japan.“ Hilmar og Ragnar Sær segjast vera að vinna í því að fá Stomu hingað til Íslands á Listahá- tíð á næsta ári og þeir stefna að því að hann verði með tónleika í Skál- holti í samvinnu við íslenskt tón- listarfólk. Rætast draumar Einars Ben.? Ragnar Sær og Hilmar segja að eftir að íslenskt sendiráð var opnað í Japan þá hafi samskiptin milli land- anna aukist gífurlega. „Ingimundur Sigfússon sendiherra hefur látið til sín taka á sviði menningar og við- skipta og Halldór Ásgeirsson hefur unnið að stórauknum samskiptum íslenskra og japanskra listamanna. Við eigum hiklaust að gera okkur mat úr auknum áhuga Japana á Ís- landi. Japanir eru til dæmis ótrúlega veikir fyrir norðurljósum og við Ís- lendingar eigum að notfæra okkur það í ferðamennskunni. Við eigum að láta drauma Einars Ben. rætast með því að selja aðgang að norður- ljósunum. Þau eru vannýtt auðlind,“ segja þeir Hilmar og Ragnar Sær og það er augljóslega hugur í þeim eftir Japansförina góðu.  MENNTUN | Í Japan eru sérstakir prófskólar þar sem nemendur eru þjálfaðir í að taka próf Börnin læra utanað til að þjálfa hugann Ragnar Sær Ragnars- son og Hilmar Örn Agnarsson skruppu til Japans að kynna sér menntamál. Kristín Heiða Kristinsdóttir þáði sake og spjallaði við þá um ferðina. khk@mbl.is Morgunblaðið/Kristín Heiða Japansfararnir Hilmar Örn og Ragnar Sær komnir heim og dreypa á Sake. Japanskir krakkar leika á loftfiðlu í Suzuki-leikskóla í Tókýó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.