Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna „GRÁR“ innflutningur á bílum, þ.e.a.s. innflutningur framhjá umboð- unum, jókst mikið á síðasta ári vegna lágs gengis á dollara og evru. Ekki er þó öllum ljóst að þótt spara megi stór- ar upphæðir í innkaupsverði bíla með slíkum innflutningi frá Bandaríkjun- um geta menn tapað stórum upphæð- um ef alvarlegar bilanir koma upp. Ástæðan er sú að verksmiðjuábyrgð fellur úr gildi ef bílar fyrir Ameríku- markað eru seldir í Evrópu og sömu- leiðis eru þeir bílar skráðir sem not- aðir og falla því um 10% í verði um leið og þeir seljast hérlendis. Lægra inn- kaupsverð en óljóst með ábyrgðir  Evrópskir / C2 GRÍÐARSTÓRT snjóflóð úr Hraunsgili í Hnífsdal olli milljónatjóni í gærmorgun þegar það féll á spennistöð Orkubús Vestfjarða og eyðilagði stöðvarhúsið. Flóðið, sem talið er hafa verið um 600 metra breitt, eyðilagði þá gamla bæinn að Hrauni og olli einnig skemmdum á nýrra íbúðarhúsi þar. Þá rann það á íbúðablokk og raðhús við Árvelli. Þar brotnuðu gluggar og fór snjór inn um allt, samkvæmt tilkynningu almannavarnanefndar Ísafjarðabæjar. „Risið af bænum er það eina heillega sem stendur eftir,“ segir Hjálmar Sigurðsson, bóndi á Hrauni. „Þetta var ljómandi gott hús,“ segir Hjálmar, en hann telur að elsti hluti þess hafi verið frá árunum í kringum 1860. Síðast var það endurbætt um miðjan tíunda áratuginn. „Það var hægt að búa í þessu húsi,“ bætir hann við, en enginn hefur þó búið í því síðustu miss- erin. „Maður saknar bæjarins.“ Nýi bærinn á Hrauni slapp mun betur, en snjór komst þó inn í hann í flóðinu og fyllti eld- húsið. Hjálmar býr í nýja bænum ásamt eig- inkonu sinni og syni. Enginn var þó í bænum þegar snjóflóðið varð, þar sem þau þurftu að rýma hann í fyrrakvöld skv. ákvörðun al- mannavarnanefndar, vegna snjóflóðahættu. „Ég hefði þó sloppið, hefði ég verið í bænum, því það kom ekkert á svefnálmuna,“ segir Hjálmar. Hann segir að fjárhúsið skammt frá bænum hafi einnig sloppið. „Við erum með rétt innan við hundrað kindur. Það kom ekkert fyrir hjá þeim.“ Fjárhagslegt tjón af völdum snjóflóðs- ins hefur enn ekki verið metið og segist Hjálm- ar ekki vita hvenær þau geti flutt inn í nýja bæinn. Fyrst þurfi að moka snjónum úr húsinu og gera við skemmdir. Lítið heillegt eftir Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Milljónatjón í stóru snjóflóði í Hnífsdal í gærmorgun  Hreif með/4 ALÞÝÐUSAMBAND Íslands segir laun erlendra starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun, sem þar starfa fyrir milligöngu tveggja portúgalskra starfsmannaleigufyrirtækja, að jafn- aði um 50.000 krónum lægri á mánuði en lágmarkskjör samkvæmt virkjun- arsamningi. Forsvarsmenn ASÍ fund- uðu með félagsmálaráðherra í gær um ráðningar- og kjaramál erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun en ASÍ hefur gagnrýnt harðlega þá málsmeðferð sem umsóknir fyrirtæk- isins um atvinnuleyfi hafa fengið hjá Vinnumálastofnun. Upplýsingar ASÍ byggjast m.a. á launaseðlum og tímaskýrslum sem Impregilo lét yfirtrúnaðarmanni í té í nóvember sl. Í minnisblaði ASÍ segir að um sé að ræða alvarleg brot á virkj- unarsamningi og um verulegar fjár- hæðir sé að ræða og að allt bendi allt til að brotin hafi viðgengist a.m.k. frá upphafi árs 2004. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoð- arframkvæmdastjóra ASÍ, var ráð- herra gerð grein fyrir þessum upplýs- ingum og afstöðu sambandsins um að veiting atvinnuleyfa nú brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar ís- lenskra stjórnvalda, lög og verklags- reglur, sem önnur fyrirtæki búi við. „Í fyrsta lagi teljum við að það sé ekki fullreynt að það fáist starfsmenn á ís- lenskum vinnumarkaði til þess að vinna þessi störf,“ segir Halldór. ASÍ hefði gert ráðherra grein fyrir því að Impregilo hefði m.a. ekki sinnt þeim ábendingum sem fram hefðu komið varðandi aðbúnað og vinnuskipulag á Kárahnjúkasvæðinu. Þá hefði nú komið í ljós að fyrirtækið ætlaði ekki að uppfylla lágmarksákvæði kjara- samninga sem sýndi að það ætlaði sér ekki að starfa á íslenskum vinnu- markaði eða lúta þeim almennu reglum, lögum og aðstæðum sem hér giltu. Ágreiningur í öllum tilvikum Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðar- maður við Kárahnjúkavirkjun, segir ekki rétt að hann hafi staðfest að laun séu greidd samkvæmt virkjunarsam- ingum, eins og talsmaður Impregilo hér á landi hélt fram í frétt Morg- unblaðsins í gær. Uppi sé ágreiningur um hvort fyr- irtækið greiði starfsmönnum laun skv. gildandi samningum í öllum til- vikum. Fá 50 þúsund undir lágmarkstaxta ASÍ sakar Impregilo um alvarleg brot á samningi Morgunblaðið/Golli Ráðherra ræddi við forystu ASÍ. EF rétt er þá er það grafalvarlegt,“ segir Árni Magnússon félagsmála- ráðherra um þær upplýsingar sem ASÍ kynnti honum, að laun erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun séu í einhverjum tilvikum um 50 þús- und krónum undir lágmarkstaxta skv. virkjunarsamningi. „Við höfum á undanförnum ára- tugum verið að byggja hér upp vel- ferðarkerfi, ekki síst með fulltingi aðila vinnumarkaðarins. Það á ekki og má ekki líða það að menn virði ekki þá kjarasamninga og þau lög sem í landinu eru,“ segir ráðherra. Niðurstaða um veitingu atvinnuleyfa liggur ekki fyrir Að sögn Árna hefur ákvörðun ekki verið tekin um útgáfu atvinnuleyfa til Impregilo. Málið sé til umfjöllunar hjá Vinnumálastofnun og niðurstaða muni væntanlega liggja fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. „Ég hef beðið fulltrúa ASÍ að setja niður á blað og senda mér til að við getum farið nákvæmlega yfir það hvað það er í þessu sem þeir telja að sé ábóta- vant og við munum gera það fljótt og örugglega,“ segir ráðherra. Grafalvar- legt ef rétt reynist ÁÆTLAÐUR hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á þessu ári er 4.784 milljónir króna fyrir fjármagnsliði, skatta og af- skriftir. Þetta upplýsti Alfreð Þorsteins- son, stjórnarformaður Orkuveitunnar, á fundi borgarstjórnar í gær. Borgar- fulltrúar deildu um fjárfestingar opin- berra fyrirtækja í fjarskiptafyrirtækjum og arðsemi þeirra. Var samþykkt að láta gera óháða úttekt á fjárfestingum fyrir- tækja sem Reykjavíkurborg á verulegan hluta í eins og OR og Landsvirkjun. /6 Um 5 milljarða hagnaður OR NÆRRI 100 manns á Patreksfirði og Tálknafirði fengu að fara til síns heima í gær eftir að almannavarnanefndirnar þar afléttu hættuástandi á sínum svæðum. Al- mannavarnanefndin á Ísafirði taldi ekki óhætt að aflétta hættuástandi í bænum og bíða 43 íbúar eftir því að komast heim. Nefndin mun hittast klukkan sex árdegis í dag til að endurmeta aðstæður. Á svæðinu var spáð norðan og norðaust- an 8–15 m/sek. í éljagangi í dag. Á Austur- landi var gert ráð fyrir aftakaveðri í nótt en lægja átti með morgninum. Lægðin sem hefur valdið hættuástandinu á Vest- fjörðum fór rangsælis hring yfir Vest- fjörðum og stefndi síðan suður á bóginn. Hættuástandi aflétt á tveim- ur stöðum    !""#  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.