Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fá kynferðisbrot kærð Hátt hlutfall kynferðisbrotamála er fellt niður hjá ríkissaksóknara vegna skorts á sönnunum. Minna en fjórðungur slíkra mála sem vitað er um er kærður til lögreglu og aðeins örfá enda með sakfellingu. Séu tölur frá Barnahúsi, Stígamótum og Neyðarmóttöku vegna nauðgunar bornar saman er ætlað að 400–500 manns að lágmarki hafi greint í fyrsta skipti frá kynferðisofbeldi á árinu 2003, hvort sem ofbeldið átti sér stað á því ári eða áður. Meira selst af kindakjöti Umtalsverð aukning varð í sölu á kindakjöti á síðasta ári en salan jókst um 13,5% frá árinu á undan eða um 860 tonn. Töluverður kraftur hefur verið settur í að ná til yngra fólks þar sem kannanir hafa sýnt að það hefur verið sá hópur sem minnst neytti af lambakjöti. Nú virðist sem þetta hafi borið árangur og að lambakjötið njóti aukinna vinsælda á borðum ungs fólks. 19 þúsund tölublöð á Netinu Allt að nítján þúsund tölublöð af Morgunblaðinu, frá 2. nóvember 1913 til októbermánaðar 1972, hafa nú verið mynduð, sem gerir kleift að nálgast þau á Netinu í gegnum gagnasafn Morgunblaðsins á mbl.is og á vefjunum hvar.is og timarit.is. Lofar friðarviðræðum Mahmoud Abbas tók við embætti forseta Palestínumanna í gær og lof- aði friðarviðræðum við stjórnvöld í Ísrael. „Við beitum okkur fyrir vopnahléi til að binda enda á þennan vítahring ofbeldis,“ sagði hann og fordæmdi ofbeldisverk Ísraelshers og herskárra hreyfinga Palestínu- manna. Hann kvaðst ætla að fela Ahmed Qurei að mynda nýja stjórn. Dæmdur fyrir pyntingar Herréttur í Texas í Bandaríkj- unum hefur dæmt herlögreglu- manninn Charles Graner sekan um að hafa misþyrmt föngum og niður- lægt þá kynferðislega í Abu Ghraib- fangelsinu í Írak. Er hann fyrsti bandaríski hermaðurinn sem sak- felldur er fyrir illa meðferð á föng- um í Írak. Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgja Auglýsingablöð frá Heimsferð- um og Terra Nova. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Myndasögur 42 Hugsað upphátt 23 Dagbók 42/44 Forystugrein 38 Listir 45/47 Reykjavíkurbréf 28 Fólk 48/53 Umræðan 30/35 Fólk 48/53 Hugvekja 35 Sjónvarp 54 Minningar 36/39 Veður 55 * * * ÞAÐ hefur vart farið fram hjá veg- farendum í Reykjavík við austur- enda Laugavegar við Snorrabraut að undanförnu að þar standa yfir framkvæmdir á svonefndum Stjörnubíósreit, sem er í eigu borg- arinnar. Til stendur að reisa þar bílakjallara á þremur hæðum sem tekinn verður í gagnið á haustmán- uðum. Að sögn Stefáns Haralds- sonar, framkvæmdastjóra Bíla- stæðasjóðs, er gert ráð fyrir 229 bílastæðum, þar af er á fjórða tug of- anjarðar. Samhliða framkvæmdum við bílakjallara áformar Ístak, sem er verktaki við framkvæmdirnar, að reisa 800 fermetra verslunarhús- næði á jarðhæð með 31 íbúð á 2., 3. og inndreginni fjórðu hæð. Að sögn Gísla Pálssonar, staðarverkfræðings hjá Ístaki, er stefnt að því að ljúka við húsið vorið 2006. Morgunblaðið/Árni Torfason Bílakjallari tilbúinn á haustmánuðum 800 fermetra verslunarhús- næði og 31 íbúð reist ofan á RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI varar enn á ný við gylliboðum sem berast fólki í pósti eða með tölvupósti þar sem tilkynnt er að viðkomandi hafi unnið verulegar fjárhæðir í erlend- um lottóum eða happdrættum. Mikið hefur borið á slíkum sendingum und- anfarið frá aðilum á Spáni og í Hol- landi, m.a. frá aðilum sem nefna sig La Primitiva Loteria Y Apuestas og El Gordo. Nýlegt dæmi er um að Íslending- ur hafi tapað hálfri milljón í svona svikamyllu og þess eru dæmi að Ís- lendingur hafi tapað um 1,5 milljón- um. Högni Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, segir tals- vert um að slík svikabréf berist til landsins um þessar mundir og ítrek- ar að fólk eigi aldrei að taka mark á svona bréfum. Aðferðirnar séu mis- munandi en svikin felist yfirleitt í því að fólk sé fyrst beðið um að senda ýmsar upplýsingar um bankareikn- inga og persónulega hagi. Síðan sé farið fram á greiðslu vegna skatts eða sendingarkostnaðar, stundum um 80.000. Ef fólk borgar þetta, eins og dæmi eru um, heldur peninga- plokkið áfram og er fólki t.d. sagt að því miður hafi reikningnum með vinningnum verið lokað og leggja þurfi fram meira fé til að opna hann á nýjan leik. „Það sem vakir fyrir þessum mönnum er að fá fólk til að leggja fram einhverja upphæð í upp- hafi og fá það síðan til að leggja sí- fellt meira fé fram til að verja þá upphæð sem þegar hefur verið greidd,“ segir Högni. Það sé á hinn bóginn engin leið að endurheimta þetta fé, það sé glatað um leið og það sé sent svikahröppunum. Ríkislögreglustjóri hefur margoft varað við lotterís- og happdrættis- bréfum sem og svokölluðum Níger- íubréfum þar sem fólk er beðið um aðstoð við að millifæra háar fjárhæð- ir. Högni segir að eini tilgangurinn með þessum sendingum sé fjársvik og hann minnir á að frumskilyrði þess að vinna í lottói eða happdrætti sé að fólk hafi keypt sér miða. „Ég bið fólk bara um að vara sig á öllu svona löguðu,“ segir hann. Fólk sem fær svikabréf er beðið um að framsenda tölvupóst á he- @rls.is eða senda hann til ríkislög- reglustjóraembættisins. Vara við gylliboðum um happdrættisvinninga Svikabréf til 10 ára stúlku TÍU ára gömul dóttir blaðamanns Morgunblaðsins fékk fyrir nokkrum dög- um bréf frá La Primitiva. Bréfið var stílað á hana og var henni tjáð að hún hefði verið dregin út í happdrætti og hefði um 10% möguleika á að vinna 515.819 evrur, rúmlega 42 milljónir íslenskra króna, ef hún hefði samband við fyrirtækið. Í bréfinu er henni sagt að ræða við Mariu Sanchez í símanúm- eri sem gefið var upp, blaðamaður hafði samband og var tjáð að fjölskyldan væri gríðarlega heppin. Til þess að fá peningana þyrfti reyndar að senda strax upplýsingar á faxi um bankareikning á Íslandi og aðrar persónu- upplýsingar. Sá sem rætt var við reyndi að láta líta svo út að hann væri á kafi í samtölum við fólk í kringum sig og var að svara í aðra síma meðan á samtal- inu stóð. Maðurinn var spurður að því hvar hann hefði fengið nafnið á dóttur- inni og sagði hann að hún hefði verið í símaskránni, 10 ára gömul stúlkan. Talsvert hefur verið um að fólk á Suðurnesjum hafi fengið bréf frá La Primitiva og þótti lögreglunni í Keflavík ástæða til að vara við fyrirtækinu með tilkynningu í gær. Úthlutar styrkj- um til mannrétt- indamála DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt að ráðuneytið ætli að út- hluta fjárveitingum til mannrétt- indamála, sem ákveðnar voru á fjárlögum, á grundvelli umsókna. Umsóknir skulu berast ráðuneytinu fyrir 1. febrúar nk. Samkvæmt fjárlögum hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið 4 milljónir króna til ráðstöfunar vegna starfa að mannréttinda- málum. Fær 1,8 milljónir í skaðabætur fyrir uppsögn ÍSAFJARÐARBÆR mun greiða Pálínu Garðarsdóttur, fyrrver- andi gjaldkera bæjarins, 1,8 millj- ónir króna í skaðabætur vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar í desember 2003. Í frétt Bæjarins besta á Ísafirði um málið kemur fram að Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra hafi verið falið af bæjarráði að ganga frá greiðslu skaðabótanna til Pálínu. Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í sumar og átti aðal- meðferð að fara fram í næsta mánuði. Skaðabæturnar sem sæst hefur verið á nema um 1,8 millj- ónum, ígildi 9 mánaða launa. Pál- ínu var á sínum tíma vikið úr starfi vegna „fyrirhugaðra skipu- lagsbreytinga“, eins og það var orðað. Formaður félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum taldi uppsögnina vera ólögmæta en fjármálastjóri bæjarins taldi upp- sögn Pálínu hafa verið í samræmi við gildandi kjarasamninga. Ekki fallist á sáttatillögu lögreglustjóra HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær rúmlega fertugan mann til 205 þúsund króna sektar og þriggja ára ökuleyfissvipt- ingar fyrir ölvunarakstur í októ- ber 2003 í Kópavogi. Við mælingu reyndist vínandamagn í blóði 1,79 prómill. Hann var án öku- skírteinis er akstur hans var stöðvaður. Við fyrirtöku málsins bauð lög- reglustjórinn í Kópavog ákærða að ljúka málinu með viðurlaga- ákvörðun, þannig að hann greiddi 200 þúsund krónur í sekt til rík- issjóðs og sætti sviptingu öku- réttar í 4 ár. Dómari taldi þau málok í and- stöðu við dómvenju að því er varðar lengd ökuréttarsviptingar og samþykkti þar af leiðandi ekki að veita atbeina sinn til að málinu lyki samkvæmt tillögu lög- reglustjórans og var málið því tekið til dóms. Þótti dómara refsingin hæfilega ákveðin sekt að fjárhæð 205 þús- und krónur og jafnframt svipti hann manninn ökurétti í þrjú ár. Kemur fangelsi í 32 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Ólöf Péturs- dóttir dómstjóri dæmdi málið. Kviknaði í út frá kerti ELDUR kviknaði út frá kerti á eld- húsborði í íbúð í Hafnarstræti 100 á Akureyri seint á föstudagskvöldið. Einn íbúi var í íbúðinni og var hann fluttur á sjúkrahús með minni hátt- ar reykeitrun, skv. upplýsingum lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu litlar skemmdir af hans völdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.