Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ R ótin að þessum vanda, að mati rektors Tæknihá- skóla Íslands, er að ekki er lögð nægjanleg áhersla á stærðfræði- og aðra raungreina- kennslu í grunnskóla sem leiðir til þess að nemendur velja síður raun- greinanám þegar kemur í framhalds- skóla. Stefanía stendur nú í eldlínunni ásamt fleirum við það stóra verkefni að sameina Tækniháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þar er í mörg horn að líta en jafnframt telur Stef- anía að nauðsynlegt sé að fram komi heildarsýn á stöðu raungreinamennt- unar í landinu því að henni sé sótt úr mörgum áttum. Fyrir liggur á Alþingi stjórnar- frumvarp um sameiningu Tæknihá- skólans og Háskólans í Reykjavík og hafið er síðasta skólaár þessara stofn- ana í þeirri mynd sem þær eru nú starfræktar. Næsta haust tekur við nýr sameinaður háskóli sem fyrst um sinn verður í sama húsnæði og nú er, þ.e. á Höfðabakka og í Kringlunni, en uppi eru um hugmyndir um að nýr sameinaður háskóli verði undir sama þaki um mitt ár 2007. Það er verið að horfa til þess að hinn nýi skóli byggist jafnvel upp í sambýli við aðra í svo- kölluðu háskólaþorpi eða „kampus“. Höfum nánast staðið í stað Stefanía segir að mikil umræða sé í háskóla-, rannsókna- og fyrirtækja- umhverfinu um hinn sameinaða há- skóla og menn spyrji sig gjarnan hvers konar háskóli verði til úr sam- einingunni. Þar hefur hún sterkar skoðanir og vill hlut stærðfræði-, raungreina- og tæknimenntunar sem mestan. „Menntunarstig þjóðarinnar hefur hækkað mikið en við höfum ekki bætt nægjanlega stöðu raun- greina- og tæknimenntunar. Þar hef- ur útskrifuðum nemendum ekki fjölg- að að ráði. Fjölgunin hefur orðið mest í hugvísindagreinum, m.a. viðskipta- og lögfræðigreinum,“ segir Stefanía. Hún segir að ástæðuna fyrir þessu megi finna alla leið niður í grunn- skólakerfið. „Er líklegt að krakkar sem koma upp úr grunnskólanum með slaka kunnáttu í stærðfræði velji sér nátt- úrufræði- eða stærðfræðibraut í framhaldsskóla? Er líklegt að þau fari í verkfræði- eða tæknifræðinám? Þeir sem koma með sterkan grunn úr stærðfræði í grunnskóla eru líklegri til að halda áfram í raungreinanámi. Það má lesa líkurnar á því að nemandi fari í háskólanám tengt raungreinum strax út úr einkunnum á samræmd- um prófum í 7. bekk grunnskóla og jafnvel úr samræmdu prófunum í 4. bekk. Það er eitthvað bogið við kerfið þegar svo lítið hlutfall nemenda fer í raungreinanám í framhaldsskóla og í háskóla.“ Stefanía bendir á að Íslendingar verði áfram að byggja hús og brýr, leggja rafmagn og virkja náttúruauð- lindir og hugvit þjóðarinnar. En til- hneigingin er sú að iðn- og starfs- menntagreinar eiga einnig undir högg að sækja. Í Danmörku, þar sem sömu tilhneigingar gætir, er sú skoð- un ríkjandi meðal sérfræðinga að einn af megin áhrifaþáttum í vali nemanda á námi sé móðirin. „Þetta er ekki svo galið. Við fyrstu athugun sæi ég sjálf varla fyrir mér að dóttir mín færi í rafvirkjun. Í mörgum tilfellum er móðirin líkleg til þess að horfa á það starfsumhverfi sem hún þekkir best og hafa þannig áhrif á námsval barna sinna. Ég held að einkum tvennt ráði því hve lítil sókn er í raungreinanám og hefð- bundnar iðn- og starfsmenntagrein- ar; annars vegar skoðanamyndun og kúltúr í umhverfinu og hins vegar undirbúningur nemenda. Það hefur lengi verið rætt um þetta og ástandið skánar lítið sem ekkert. Aðsóknin í ákveðnar iðngreinar er skelfileg. Ég sé til að mynda fyrir mér mikinn skort á iðnaðarmönnum eftir fáein ár hér á landi.“ Fyrirtæki verða til vegna rannsókna, nýsköpunar og þróunar Stefanía var sjálf nemandi í Tækni- skólanum 1987 og fór þá í fyrirtækja- heimsókn upp á aðra hæð í húsi á Hverfisgötu. Hún lýsir því hvernig hún datt inn í skipulagslaust umhverfi lítils sprotafyrirtækis sem nú er orðið eitt hið sterkasta á íslenskum hluta- bréfamarkaði og heitir Össur hf. Þarna byrjaði fyrirtækið sem frum- kvöðull en er nú orðið heimsveldi á sínu sviði. „Þetta þurfa Íslendingar að gera í ríkari mæli. Það má nefna fleiri ís- lensk fyrirtæki af þessu tagi, eins og t.d. Marel, Flögu og Marorku. Fyr- irtæki af þessu tagi verða ekki til ef einstaklingar velja í ríkara mæli hug- vísindamenntun í stað tæknimennt- unar. Fyrirtækin verða til vegna rannsókna, nýsköpunar og þróunar, og þarna koma við sögu tæknimennt- aðir einstaklingar. Það er oft sagt að þeir sem hafa öflugan raunvísinda- bakgrunn eigi auðvelt með að skipta yfir í viðskiptabakgrunn og bæta við sig menntun á því sviði, en erfiðara sé fyrir hugvísindamenn að skipta yfir í raunvísindin. Við þurfum að efla tækni-, verkfræði- og stærðfræði- menntun en einnig rannsóknir og ný- sköpun. Við verðum að standa þannig að málum að sprotarnir nái að vaxa með því að efla rannsóknir. Úr þeim verður til þróun og síðan nýsköpun og loks fyrirtæki sem geta orðið heims- veldi, eins og Össur og Marel. Það er líklegra að þeir sem hafa réttan bak- grunn, menntun og reynslu nái lengra á þessu sviði.“ Verður að búa til kennarana Stefanía segir ljóst að byggð verði upp öflug tækni- og verkfræðideild innan sameinaðs háskóla en jafn- framt sé ljóst að ekki verði unnt að byggja upp fjölmennt masternám á skömmum tíma í þessum greinum. Hængurinner sá að erfitt er að fá kennara í sumar greinar. „Okkur vantar doktorsmenntað fólk í tækni- og verkfræðigreinum hér á Íslandi til kennslu í háskólun- um. Það eru það fáir með slíka mennt- un í þessum greinum og fáir sem koma með þennan grunn upp úr skólakerfinu. Þess vegna er mikil- vægt að búa til fleira fólk í landinu á þessu sviði svo ekki þurfi að byggja of mikið á gestakennurum erlendis frá. Þarna er því um nokkurra ára ferli að ræða.Verkfræðideild Háskóla Ís- lands hefur bent á að erfitt geti orðið að hafa verkfræðideild innan hins nýja sameinaða háskóla því skortur sé á kennurum. Einnig er bent á að takmarkaður fjöldi nemenda sæki nám í verkfræði. Þetta er að mörgu leyti rétt ábending. 37% framhalds- skólanema af um 4.000 nemendum stunda einhverskonar raungreina- tengt nám og þegar komið er upp í háskóla er þetta hlutfall um 29%. Þessi hópur dreifist síðan á margvís- legar greinar, eins og t.d. læknis- fræði, lyfjafræði, verkfræði, tækni- fræði og viðskiptafræði. Ef vel ætti að vera þyrftu mun fleiri nemendur að koma betur undirbúnir í raunvísinda- greinum upp úr grunnskólanum svo raunhæft væri að þeir veldu raunvís- indagreinar í framhaldsskóla. Þá fyrst mætti binda vonir við það að fleiri sæktu háskólanám á raunvís- indasviði og fleiri lykju doktorsnámi í raunvísindagreinum, sem síðan myndu skila sér aftur inn til kennslu á háskólastigi. Núna er staðan sú að sá sem lýkur doktorsprófi t.d. í stærð- fræði sést varla inni í háskólunum. Ástæðan er ekki síst yfirboð frá hin- um almenna markaði. Bankarnir eru til að mynda mannfrek atvinnugrein á Íslandi fyrir hámenntað fólk t.d í stærðfræði. Háskólarnir eru ekki allir jafn samkeppnishæfir og fá því ekki þessa einstaklinga til starfa, sem þó er háskólunum algjörlega nauðsyn- legt.“ Eina leiðin sé því að búa til kennara með öflugan bakgrunn. „Við í Tækniháskólanum höfum ráðið inn kennara með masterspróf sem fara beint í doktorsnám samhliða kennslu og þar með er hann kominn í rann- sóknir og þróunarstarf og bætir við sig menntun í leiðinni. Ólíkir háskólar — ólíkt bakland Stefanía segir að það sé ekki áhlaupaverk að sameina tvo háskóla með ólíkar hefðir. Verið sé að sameina ólík viðmið og sjónarmið. „Verslunar- ráð Íslands er bakland HR en ríkið hefur rekið THÍ en við höfum litið svo á að bakland Tækniháskólans sé Samtök iðnaðarins og Samtök at- vinnulífsins. Tenging Tækniháskól- ans er m.ö.o. fyrst og fremst við at- vinnulífið sem við höfum unnið mikið með.“ Stefanía segir að hinn nýi samein- aði háskóli geti orðið gríðarlega öfl- ugur í tækni- og verkfræðigreinum og sinnt með því þörfum atvinnulífs- ins. Atvinnulífið kallar eftir raungreinamenntuðu fólki á tæknisviði en menntakerfinu hefur ekki tekist að sinna þessum þætti nægjanlega. Samt eru allir sem málið varðar meðvitaðir um nauðsyn eflingar raungreina-, tækni- og verkfræðikennslu og rannsókna því tengdu. Þetta er grundvallarvandamál hér á landi, að mati Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, rektors Tækniháskóla Íslands, sem segir í samtali við Guðjón Guðmundsson að afar mikilvægt sé að vægi raungreina sé rétt innan nýs háskóla sem verður til úr sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Skortur á fólki með raungreinamenntun Morgunblaðið/Golli Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands, segir menntun í raungreinum ábótavant á Íslandi.  ! "#$%& ()*+,) ! -.)/ $" !   ! " #  #"  $   %  0  0  0 0  0  0  &     # #" '( % &  ' ( ' 12 3 32    2  2 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.