Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ævintýraheimur Verð262.000kr. ámann í tvíbýli...allt innifalið! Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A 24.mars -7. apríl ‘05 5.-19.maí ‘05 9.- 23. september ‘05 K Ö -H Ö N N U N /P M C s: 570 2790www.baendaferdir.is hið sama ekki um yngstu kynslóðina. Að minnsta kosti skemmtu þessi börn við Melaskóla sér vel á svellinu sem þar er og létu stöku byltu ekkert á sig fá. ÞÓTT mörgum eldri borgaranum sé líklega meinilla við að þurfa að vera mikið á ferðinni á svellinu sem nú er víða á götum og gangstéttum gildir slíkt Morgunblaðið/Árni Torfason Kjarkmenn að leik á svellinu MIKLAR hækkanir verða á fast- eignasköttum og holræsagjöldum Reykvíkinga þó að boðaðar hækk- anir R-listans á álagningarhlutfall- inu verði teknar aftur, að sögn Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Samþykkt var í borgarráði á fimmtudag að vísa tillögu borgar- stjóra um að hækka ekki álagning- arprósentu skatta í ár úr 0,320% í 0,345% til borgarstjórnar. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks segja hins vegar að fasteignaskattar og holræsagjald hækki engu að síður um allt að fimmtung á árinu. Leggja til að álagningar- hlutfall verði lækkað „Hið rétta er að bæði fasteigna- skattar og holræsagjald, sem Reykvíkingar þurfa að greiða, mun hækka um allt að fimmtung á árinu 2005 eða langt umfram þróun verð- lags og launa í landinu. Ástæðan er sú að fasteignamatið í Reykjavík hækkaði um 13% í fjölbýli og 20% í sérbýli núna um áramótin og þar sem fasteignaskatturinn og hol- ræsagjaldið sem borgarbúar þurfa að greiða tekur mið af fasteigna- mati húss og lóðar þá hækka þessi gjöld í samræmi við hækkun fast- eignamatsins,“ segir Vilhjálmur. Í tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra um lækkun álagningarhlut- falls fasteignaskatts og holræsa- gjalds, sem lögð verður fram á borgarstjórnarfundi nk. þriðjudag, er lagt til að samþykkt verði að endurskoða álagningarhlutfallið með það fyrir augum að fasteigna- skattar og holræsagjald á eigendur íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hækki ekki meira á árinu 2005 en sem nemur áætlaðri hækkun launavísi- tölu á milli áranna 2004 og 2005, eða um 5–6%. Að óbreyttu muni eigendur íbúð- arhúsnæðis í Reykjavík hins vegar „finna óþyrmilega fyrir hækkunum fasteignaskatta og holræsagjalds vegna hækkunar fasteignamats- ins“, eins og segir í greinargerð með tillögunni, og sem kemur verst niður á tekjulágum hópum, ekki síst öryrkjum og eldri borgurum sem búa í eigin húsnæði. Tekin eru dæmi um hækkanir á fasteignasköttum og holræsagjaldi, t.d. á eigendur íbúða í fjölbýli þar sem fasteignamat var 15 milljónir króna árið 2004 og hækkar það um 8.500 kr. Skattar á eigendur íbúða í fjölbýli þar sem fasteignamat var 25 milljónir króna árið 2004 hækka um 14.000 kr. og á eigendur íbúða í sérbýli þar sem fasteignamat var 20 milljónir króna árið 2004 um 17.400 kr. og um 26.100 krónur á eigendur íbúða í fjölbýli þar sem fasteignamat var 30 milljónir króna árið 2004. Borgarfulltrúar D-lista segja fasteignaskatta og holræsagjöld á borgarbúa hækka þrátt fyrir allt Allt að fimmtungs- hækkun á árinu LÆKNADEILD Háskóla Íslands fagnar yfirlýsingu Davíðs Oddsson- ar, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, um að nota mætti söluandvirði Landssímans til þess að byggja nýtt háskólasjúkra- hús og telur að slík aðgerð myndi valda tímamótum í sögu heilbrigð- isþjónustu á Íslandi. Skorar lækna- deildin á ríkisstjórnina að gera það að veruleika að byggt verði nýtt há- tæknisjúkrahús með aðstöðu til menntunar allra heilbrigðisstétta þjóðarinnar á næstu tíu árum. „Ef viðhalda á þeim staðli sem er á þjónustu lækna og annarra heil- brigðisstétta á Íslandi er mjög brýn þörf á að byggja nýtt hátæknisjúkra- hús sem svari kröfum nútímans og næstu áratuga. Ekki er vafamál að slík fjárfesting mun skila sér til þjóð- arinnar aftur í formi aukinna lífs- gæða og getur orðið ein arðsamasta fjárfesting okkar á þessari öld,“ seg- ir í yfirlýsingu læknadeildarinnar. Þá er bent á það að nálægðin við HÍ og fyrirliggjandi áætlanir um byggingu vísindagarða og rann- sóknastofnana eins og Keldna á svæðinu veiti kennslu- og fræðahlut- verki Landspítala – háskólasjúkra- húss mikilvægan stuðning og efli um leið þjónustu við sjúklinga. Hátækni- sjúkrahús innan tíu ára NÆRRI nítján þúsund tölublöð af Morgunblaðinu frá 2. nóvember 1913 til októbermánaðar 1972 hafa verið mynduð og er hægt að nálg- ast þau í gegn- um gagnasafn Morgunblaðsins á mbl.is og á vefjunum hvar.is og timarit.is. Er þar hægt að fletta myndum af síðum blað- anna. Einnig er hægt að framkvæma orðaleit í þessum blöðum. Aðgangur er ókeypis almenningi. Sveinn Ólafsson, umsjónar- maður landsaðgangs að gagna- söfnum og rafrænum tímaritum, sem sér m.a. um vefinn hvar.is, segir að markmiðið sé að mynda öll tölublöð Morgunblaðsins fram til ársloka 2000. Líklegt sé að hægt verði að ljúka því verki innan tveggja ára. Greinar sem birst hafa í Morgunblaðinu frá árinu 1987 er jafnframt hægt að nálgast í textaformi á gagnasafni Morg- unblaðsins. „Myndað Morgunblað er stór brunnur um sögu Íslands á 20. öld- inni,“ segir Sveinn. „Þar felast miklir möguleikar fyrir hvern sem er til að hafa gagn og gaman af. Fólk getur skoðað sögu ættar sinnar, héraðssögu sína, eða jafn- vel eldri fréttir sem tengjast þeim sem enn þá eru í fréttunum, til dæmis Bobby Fischer,“ segir hann. „Nú er búið að mynda Morg- unblaðið fram til loka september 1972, þannig að atburðir sem gerð- ust á þeim tíma, eins og skákein- vígið milli Spasskís og Fischer eru í fersku minni hluta þjóðarinnar.“ Eins og áður sagði er hægt að framkvæma orðaleit í þessum blöðum og segist Sveinn hafa í gamni sínu flett upp á orðunum: „Robert Fischer“ og „Bobby Fischer“ í orðaleit. „Fyrst er minnst á hann í mars 1958. Þá er forsíðufrétt í Morgunblaðinu með mynd þegar hann, 14 ára, vann tit- ilinn skákmeistari Bandaríkjanna. Hann hefur því verið nær hálfa öld fréttaefni á borðum landsmanna.“ Sveinn nefnir fleiri möguleika: „Til dæmis væri tilefni að líta á gamlar síður þegar minnst er stór- atburða. Hinn 23. janúar í ár verða 32 ár liðin frá upphafi goss í Heimaey. Einhverjir vildu kannski sjá fréttaumfjöllun frá þessum dög- um?“ Sveinn segir að hver og einn verði þó að finna hvað þeim þyki forvitnilegt „en í myndaða Morg- unblaðinu og gagnasafni þess eru fréttir af öllu landinu allt frá 2. nóvember 1913, þegar Morgun- blaðið kom fyrst út.“ Þarf að hlaða niður sérstöku forriti Vefurinn hvar.is, er „vefur landsaðgangs að rafrænum gagna- söfnum og tímaritum,“ að því er fram kemur á forsíðu vefjarins. Í gegnum vefinn er m.a. veittur að- gangur að gagnasöfnum, tímarit- um og alfræðisöfnum. Bókasöfn, stofnanir og fyrirtæki hafa þegar greitt fyrir aðganginn. Þegar komið er inn á forsíðu vefjarins, þarf að smella á „Mynd- að Morgunblað“ til að komast í tölublöðin frá árinu 1913. Sveinn bendir á að til að skoða gömul eintök af Morgunblaðinu þurfi notendur að hlaða niður sérstöku forriti, DjVu, en leið- Nærri nítján þúsund tölublöð af Morgunblaðinu hafa ve Stór brunnur um sögu Íslands á 20. öldinni Sveinn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.