Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ V arlega má áætla að um 400–500 manns, fullorðnir og börn, hafi greint frá kynferðislegu ofbeldi á árinu 2003 hvort sem það eru brot sem áttu sér stað á því ári eða áður. Þá er annars vegar átt við þau brot sem í daglegu tali eru kölluð nauðgun og hins vegar kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ofbeldistilvikin sem þetta fólk greindi frá eru þó öllu fleiri þar sem ein manneskja segir oft frá fleiri en einu broti. Að hámarki tuttugu mál af þeim 125 sem bárust ríkissaksóknara á þessu sama ári leiddu til dóms yfir sak- borningi. Það er því augljóst að fæstir kyn- ferðisofbeldismenn þurfa að gjalda fyrir brot sín. Þegar lögð er fram kæra í kynferðisbrota- máli er það gert hjá lögreglu. Lögreglan rann- sakar málið og vísar því áfram til embættis ríkissaksóknara. Þar er málið skoðað og tekin ákvörðun um hvort ákært skuli í málinu en ríkissaksóknari fer með málið fyrir rétti. Sigríður Jósefsdóttir, saksóknari hjá Rík- issaksóknara, bendir á að það sé bundið í lög að mál skuli fellt niður ef það þykir ekki nægi- lega líklegt til sakfellingar. Hún segir að vana- lega hafi einn aðili umsjón með málinu en leiti álits hjá öðrum ef það er vafi um hvort eigi að ákæra. „Það eru undantekningartilvik að að- eins einn fari yfir mál sem er fellt niður,“ segir Sigríður og bætir við að ýmsar ástæður geti verið fyrir niðurfellingu. Sönnunarbyrðin sé oft erfið í þessum málum. Oft standi aðeins orð gegn orði og jafnvel engin vitni eða gögn sem styðji framburð kærandans. 6,2% leiddu til sakfellingar Í ársskýrslu Ríkissaksóknara kemur fram að þangað bárust 125 mál varðandi nauðganir¹ eða kynferðisofbeldi gegn börnum árið 2003. Það er minna en fjórðungur þeirra mála sem ætla má að hafi komið upp. 66% þessara mála voru felld niður og fóru því aldrei fyrir dóm. Hlutfall mála sem leiddi til sakfellingar var að hámarki 16% en Hæstiréttur átti eftir að dæma í fjórum þegar skýrslan kom út. 65 mál sem bárust ríkissaksóknara vörðuðu brot sem í daglegu tali kallast nauðganir. Af þeim voru 49 felld niður en ákært í sextán málum. Aðeins fjórum þeirra lauk með sak- fellingu en það þýðir að aðeins 6,2% kæra í „nauðgunar“málum leiddu til dóms yfir sak- borningi. Meira en helmingur 60 mála varðandi kyn- ferðisofbeldi gegn börnum var felldur niður. Tólf málum lauk með sakfellingu en þegar ársskýrslan kom út var enn ódæmt í fjórum málum. Hlutfall mála sem leiddu til dóms vegna brota á börnum var því ívið hærra eða að hámarki 27%. Stígamótum bárust 338 ný kynferðisofbeld- ismál frá 251 einstaklingi á árinu 2003. Til Stígamóta leitar bæði fólk sem hefur verið nauðgað og fólk sem var beitt kynferðislegu ofbeldi sem börn. Níu af hverjum tíu þessara mála rötuðu aldrei til opinberra aðila og aðeins var sakfellt fyrir tæplega 1% brota. Í Ársskýrslu Stíga- móta segir að ástæðurnar geti m.a. verið þær að málin voru fyrnd, að fólk treysti sér ekki í gegnum yfirheyrslur eða að það hafi ekki trú á réttarkerfinu. Neyðarmóttaka vegna nauðgunar tók á móti 118 konum og einum karlmanni árið 2003. Tæpur helmingur þeirra lagði fram kæru en fólk kemur venjulega á Neyðarmót- tökuna stuttu eftir að brotið átti sér stað. Í 39 af þessum 119 málum var fórnarlambið veru- lega ölvað og því um misneytingu að ræða (196. gr). Barnahús hafði afskipti af 233 nýjum mál- um árið 2003. Í sjötíu þeirra var óskað eftir opinberri rannsókn. Eva Björk Valdimars- dóttir hjá Barnahúsi segir líkur á að um of- beldi hafi verið að ræða í fleiri en sjötíu til- fellum. Í mörgum málum sé ekki lögð fram kæra. Stundum var gerandi óþekktur eða ekki sakhæfur vegna ungs aldur en í öðrum til- fellum var aðeins um óljósan grun um ofbeldi að ræða. Í 32 tilvikum greindu börn frá þátt- töku sinni í kynferðislegum leikjum og í fram- haldinu þótti ástæða til að athuga hvaðan þau fengu hugmyndir að slíkum leikjum. Málin fleiri en manneskjurnar Sjö þeirra sem leituðu til Stígamóta höfðu leitað áður til Neyðarmóttöku og jafnmargir til Barnahúss. Hjá Neyðarmóttöku fengust þær upplýsingar að mjög fáir þeirra sem þangað leituðu hefðu farið í Stígamót áður eða innan við fimm manns. Það er því ekki mikil skörun milli þessara þrennra samtaka og stofnana sem taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Skörunin hjá Stígamótum og Neyðarmóttöku ætti ekki að vera meiri en 12 mál, sjö sem Stígamót vita um og að há- marki fimm sem Neyðarmóttakan veit um. Kynferðisbrotamenn gjalda sjaldnast fyrir brot sín Umræða um kynferðisofbeldi blossar reglulega upp í samfélaginu og þá oft í tengslum við dóma sem falla og þykja heldur vægir. Halla Gunnarsdóttir kynnti sér hversu hátt hlutfall kynferðis- brotamála ratar upp á yfirborðið og leitaði álits hjá sérfræðingum um hvort breytinga sé þörf. norsku lögunum sé ekki gerður greinarmunur á misneytingu og nauðgun eins og í íslenskum lögum heldur teljist hvort tveggja nauðgun. „Íslensku lögin taka í raun ekki mið af því sem er verið að vernda, þ.e. kynfrelsi. Miðað við þá skjólstæðinga sem ég hef haft þá eru afleiðing- arnar af misneytingu ekkert minni en af nauðgun. Lögin eru í raun að endurspegla allt annan raunveruleika. Þessi mynd af óþekkta glæpamanninum sem ræðst á saklausa konu í húsasundi er ekki raunveruleg.“ Sif segir að hverfa þurfi frá þeirri ofur- áherslu sem er á verknaðaraðferðina í íslensk- um lögum, þ.e. hvernig ofbeldið er framið, nálgun sé ekki möguleg í réttarríki enda er það grundvallaratriði að manneskja teljist saklaus uns sekt hennar er sönnuð. Á að hækka samræðisaldur? Kynferðisbrotakafla norsku hegningarlag- anna var breytt árið 2000 eftir veigamikla end- urskoðun. Sif Konráðsdóttir, hrl., segir að slík heildarendurskoðun sé bráðnauðsynleg hér á landi. Norsku lögin taki nú mið af þeim breyt- ingum sem hafa orðið þar í landi og eru að mörgu leyti þær sömu og hér. Sif bendir á að tilkynntum misneytingar- málum (196. gr.) hafi fjölgaði gríðarlega. Í Gjörbylting hefur orðið á þekkinguá eðli og afleiðingum kynferðis-legs ofbeldis síðustu tvo áratugi.Hins vegar hefur engin heildar-endurskoðun á lagaákvæðum varðandi þessi brot farið fram síðan 1992 eftir að nauðgunarmálanefnd skilaði niðurstöðum sínum en hún starfaði frá 1984–1988. Á svip- uðum tíma varð mikil vitundarvakning í sam- félaginu. T.a.m. var vinnuhópi gegn sifjaspelli komið á laggirnar, Stígamót tóku til starfa árið 1990 og í samræmi við tillögur nauðgunar- málanefndar opnaði Neyðarmóttaka vegna nauðgunar árið 1993. Það er auðvelt að benda á að víða sé pottur brotinn í meðferð kynferðisofbeldismála en erfiðara að gera sér grein fyrir hverju er hægt að breyta. Viðmælendur sem Morgunblaðið leitaði til voru flestir sammála um að þyngri refsingar væru ekki endilega til þess fallnar að draga úr kynferðisofbeldi. Refsihámark í lögum um kynferðisbrot er ekki talið of lágt en hins veg- ar eru menn afar sjaldan dæmdir í langt fang- elsi í þessum brotaflokki. Hugmyndin um öfuga sönnunarbyrði kem- ur upp af og til. Það þýðir að sé maður ákærð- ur fyrir nauðgun þarf hann að sanna sakleysi sitt í stað þess að sýna þurfi fram á að nauðg- unin hafi átt sér stað. Viðmælendur Morgun- blaðsins voru einnig sammála um að þessi bæði hvað varðar ákvæði um nauðganir og um kynferðisbrot gagnvart börnum. Hún bendir á að í 202. grein hegningarlaga sé annars vegar talað um samræði og kynferðismök við barn yngra en 14 ára en hins vegar um kynferðis- lega áreitni en við henni er mun lægri refsing. „Þarna er einhver ofuráhersla á að skilgreina hvernig eitthvað gerðist nákvæmlega sem augljóslega er kynferðisbrot. Það eru alltof mörg dæmi um alvarleg brot sem er ekki nógu skýrt að falli undir þetta alvarlegra ákvæði,“ segir Sif og tekur sem dæmi að í einu máli hafi snerting kynfæra ungrar stúlku flokkast sem kynferðisleg áreitni þar sem barnið hafi ekki getað fullyrt að farið hafi verið inn í leggöngin en að það sé þó ekki skilyrði samkvæmt laga- ákvæðum. Árið 1998 var gerð lagabreyting sem fól í sér að fyrningarfrestur tekur ekki gildi fyrr en barn er orðið 14 ára gamalt. Brot sem áttu sér stað fyrir 1998 byrjuðu þó að fyrnast um leið og þau voru framin. Sif bendir á að mörg al- varleg brot séu fyrnd vegna þess að þau flokk- ist sem kynferðisleg áreitni en hámarksrefs- ing við henni er 4 ár. Ef þyngsta refsing við broti er fjögur ár fyrnist málið á fimm árum en á tíu árum ef þyngsta refsing er tíu ár. Í norsku lögunum er samræðisaldur sextán ár og allt kynferðislegt atferli með börnum undir þeim aldri því refsivert. Hér á landi er samræðisaldur hins vegar 14 ár en Sif bendir á Björn Bjarnason Jón Þór Ólason Sif Konráðsdóttir Lagakaflinn ekki í samræmi við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.