Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ H ryðjuverka- árásirnar í Bandaríkjunum 11. september árið 2001 beindu athygli manna að kon- ungsríkinu Sádi-Arabíu enda hryðjuverka- mennirnir 19 flestir þaðan eins og fyrirliðinn, Osama bin Laden. Eftir 11. september hafa spjótin staðið á konungsstjórninni úr öllum áttum. Ástand í anda þráttahyggju Hegels ríkir þar sem frjálslyndir umbóta- og lýðræðissinnar, afturhaldssamir trúar- og konungssinnar, róttækir umbóta- og rétttrúnaðarsinnar og hryðjuverkamenn takast á um fram- tíð ríkisins. I. Hryðjuverk og tímamótakosningar Alls fórust 52 manns í sjálfs- morðsárásum al-Qaeda-samtaka Osama bin Ladens í Sádi-Arabíu ár- ið 2003. Sl. ár féll svipaður fjöldi í valinn og mun fleiri særðust. Skot- mörk hryðjuverkamanna hafa verið vestræn, einkum bandarísk. Það þótti því sæta tíðindum að mati greinarhöfundar The Economist þegar árás var gerð á sádi-arabíska stjórnarbyggingu á síðasta ári þar sem fjórir menn létust og 150 særð- ust. Grein var birt undir fyrirsögn- inni „bin Laden hatar líka Sádi- Araba“ (24.–30. apríl 2004 bls. 42). Fyrirsögnin ber með sér að þangað til hafi verið talið að raunin væri önnur. Það er mikill misskilningur. Osama bin Laden og hans menn hata ekki alla Sádi-Araba, en þeirra stefna er að kollvarpa konungs- stjórninni. Þannig hafa beinar árásir á bandarísk skotmörk frá upphafi verið óbeinar árásir á konungs- stjórnina. Árásirnar hafa miðast að því að grafa undan konungsveldinu með því að ráðast á mikilvægasta bandamanninn, sem stjórnin á sterka stöðu sína mikið að þakka. Árásin 11. september 2001 var há- punktur árása á bandarísk skot- mörk. Hún olli því að samskipti bandarískra stjórnvalda og kon- ungsstjórnarinnar urðu mjög stirð. Þar með var tilganginum náð. Hryðjuverkaárásir undanfarin tvö ár í Sádi-Arabíu eru í rökréttu fram- haldi af árásum á bandarísk skot- mörk erlendis. Markmiðið eitt og hið sama. II. Fall óvinar, fæðing óvinar Konungsstjórnin hefur lýst yfir stríði á hendur hryðjuverkamönnum í landinu og samtímis heitið því að halda áfram á vegi umbóta á sviði stjórn- og efnahagsmála, sem hófust fyrir um áratug. Haustið 2003 var það tilkynnt að halda ætti sveitar- stjórnarkosningar að ári. Kosning- um, sem upprunalega áttu að fara fram í október 2004, var frestað um mánuð og síðan aftur til ársins 2005. Nú liggur fyrir að kosningarnar eigi að fara fram í þremur áföngum á tímabilinu 10. febrúar til 21. apríl. Kosið verður um helming þeirra fulltrúa, sem sæti eiga í alls 178 ráð- um í 13 héruðum landsins. Hinn helminginn auk héraðsstjóra mun konungur landsins áfram skipa. Kosningar þykja marka merk tíma- mót í sögu konungsríkisins. Þó eru margir sem óttast að hugur muni ekki fylgja máli eins og fordæmi eru fyrir og vikið verður nú nánar að. Hatur og heift í garð stjórnvalda, sem í sinni öfgafyllstu mynd kemur fram í hryðjuverkum, er mikið til stjórnarfarinu í Sádi-Arabíu að kenna. Stjórnvöld viðurkenna það vitaskuld ekki og firra sig allri ábyrgð á tilurð hryðjuverkasam- taka. Það gera þau m.a. með því að skella skuldinni alfarið á Bandaríkin eins og formaður sendinefndar ráð- gjafaþings Sádi-Arabíu gerði í við- tali í Morgunblaðinu þegar nefndin var hér að kynna sér reynslu Íslend- inga af lýðræði. Vitnað er í ummæli formannsins í leiðara Morgunblaðs- ins 2. apríl sl. þar sem hann segir að „[þ]að var stuðningur Bandaríkj- anna við bin Laden, sem gerði hann að því, sem hann er“. Vissulega voru bandarísk stjórnvöld samverka- menn yfirvalda í Sádi-Arabíu í því að ala af sér hryðjuverkamenn. Sigur Bandaríkjanna á óvini sínum í borg- arastríðinu í Afganistan á tímum kalda stríðsins frá 1979 til 1989 var unninn með liðsinni manna frá Sádi- Arabíu eins og Osama bin Ladens. Óvinur nútímans fæddist í rústum sigursins án þess að nokkur gæfi því gaum í algleymi sigurvímunnar. Eitt af því sem ekki var hugsað út í var að „bandamenn kalda stríðsins“, múslimar frá Sádi-Arabíu og Banda- ríkjamenn, voru ekki að heyja sama stríðið. Stríð múslíma gegn innrásarliðinu úr austri var heilagt í nafni islam en stríð Bandaríkja- manna var í nafni afhelgaðra og frjálslyndra hugmynda. Fortíðin átti sem sagt þátt í því að skapa hryðju- verkamenn en það sama mætti segja um núverandi stefnu bandarískra stjórnvalda að bjóða Sádi-Aröbum að sækja sér menntun til Bandaríkj- anna ef út í það er farið. Þótt hér sé ekki tilgangurinn að hvítþvo banda- rísk stjórnvöld má færa rök fyrir því að stjórnarfarið í Sádi-Arabíu hefur að miklum hluta alið af sér hryðju- verkamenn nútímans. III. Stjórnarfar Sádi-Arabía er eitt mesta einræð- isríki heims að mati Freedom House, stofnunar í Bandaríkjunum sem gerir mælingar á stöðu lýðræðis um allan heim (www.freedom- house.org). Sádi-Arabía fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1932 og með stuðningi þeirra var stjórnartaumunum komið í hendur Sádi-ættbálksins í hinu nýja konungsríki, sem kennt er við hann. Frá upphafi hefur konungs- ættin stjórnað með fulltingi íhalds- samra klerka, sem kenna sig við trúarleiðtogann Muhammad ibn Adb al-Wahhab, sem var uppi á 18. öld (1703–1792). Hlutverk klerkanna er að ljá stjórn konungsættarinnar trúarlegt lögmæti á sama hátt og tíðkaðist fyrir aðskilnað ríkis og kirkju á miðöldum Evrópu. Að sama skapi hafa þeir fengið mikil sam- félagsleg völd og sú íhaldssama út- gáfa af islam, sem klerkar stjórn- arinnar eru fulltrúar fyrir, fest rætur á kostnað annarra frjálslynd- ari og umburðarlyndari túlkana sem sögulega hafa verið og eru í sam- keppni við túlkun stjórnarklerk- anna. Í Sádi-Arabíu eru stjórnmála- og verkalýðshreyfingar með öllu bannaðar. Félagafrelsi þegnanna eru settar afar þröngar skorður. Það endurspeglast í fjölda félagasam- taka í landinu, sem eru sjö á hverja eina milljón íbúa. Flest samtök eru talin ógn við konungsveldið og því barin niður með harðri hendi. Ein- göngu fagfélög og góðgerðarsamtök, sem hafa það að markmiði að að- stoða nauðstadda í samræmi við eitt af höfuðboðorðum islam, fá opinbert starfsleyfi frá stjórnvöldum. Þau samtök eru samt sem áður undir ströngu eftirliti stjórnvalda. Frelsi fjölmiðla- og fræðimanna eru settar samskonar skorður. Fjölmiðlar eru allir undir hælnum á konungs- og klerkaveldinu, sem m.a. ræður og rekur ritstjóra. Fyrir tilstilli nútíma- upplýsinga- og fjarskiptatækni eins og gervihnattasjónvarps og Netsins, sem hvort tveggja er ólöglegt í Sádi- Arabíu en samt víða að finna, reynist þó sífellt erfiðara fyrir stjórnvöld að stjórna umræðunni í samfélaginu. Innlendum fræðimönnum er óheim- ilt að sækja ráðstefnur utan land- steinanna og erlendir/vestrænir vís- indamenn hafa lítið sem ekkert svigrúm til að stunda rannsóknir í landinu. Það hefur valdið því að lítið er t.d. vitað um stjórnmálasögu landsins. Því hefur t.a.m. verið hald- ið fram af mörgum að fyrirhugaðar sveitarstjórnarkosningar séu fyrstu sinnar tegundar í landinu. Það er þó ekki rétt því slíkar kosningar fóru fram í landinu með takmörkuðum hætti frá 1954 til 1962 skv. upplýs- ingum sem er að finna í gögnum bandarísku olíufyrirtækjasamsteyp- unnar Aramco og afhent voru bóka- safni Georgetown-háskóla í Wash- ington DC til varðveislu. Olíuiðn- aðurinn í landinu var þróaður af þessari samsteypu. Meðan á því stóð var fylgst með stjórnmálaástandinu í landinu og það skrásett. Samsteyp- an var síðar þjóðnýtt og nefnd eftir það Saudi Aramco. Að lokum ein- kennist stjórnarfarið af dóms- og löggæslukerfi, þ.m.t. dómurum, trúarlögreglu, öryggissveitum og her, sem þjónar sem verkfæri í höndum konungsveldisins. IV. Stjórnarandstaða „Við köllum þá ofsatrúarmenn,“ var svar formanns sendinefndar ráð- gjafaþings Sádi-Arabíu við spurn- ingu blaðamanns Morgunblaðsins 1. apríl sl. um ítök bókstafstrúarmanna í stjórnkerfi landsins. Það er mik- ilvægt að hafa í huga þegar kemur að umfjöllun um stjórnarandstöðu í Sádi-Arabíu að íhaldssamir bók- stafstrúarmenn, eða Wahhabistar, hafa setið við stjórnvölinn síðan 1932 í skjóli konungsfjölskyldunnar. Ítök þeirra, samfara skertu félaga- og fjölmiðlafrelsi, hafa gert það að verkum að islam snertir öll svið dag- legs lífs í Sádi-Arabíu og setur svip sinn á hvaðeina. Stjórnarandstaða er þar ekki undanskilin. Stjórnmála- samtök og islömsk góðgerðarsamtök renna því oft saman í eitt. Í þessu sambandi er mikilvægt að átta sig á að það er ekki að ástæðulausu. Í fyrsta lagi þjóna góðgerðarsamtök því hlutverki að vera nokkurs konar huliðshjálmur, sem veitir vernd gegn ströngu eftirliti og ofríki stjórnvalda. Stjórnmálasamtökum er ekki vært í landinu og upprætt tafarlaust ef upp um starfsemi þeirra kemst. Islömsk góðgerðarsamtök eru nánast einu samtökin sem eiga sér Tvenns konar ógnaröfl Reuters Abdullah krónprins Sádi-Arabíu. Reuters Sádi-Arabar bera lík eins fórnarlambanna sem féllu eftir að bílasprengja sprakk í Riad 22. apríl síðastliðinn. Æðsti klerkur Sádi-Arabíu sagði að þeir sem bæru ábyrgð á sprengingunni myndu „stikna í víti“ fyrir að myrða saklausa múslima. Tengsl bandarískra stjórn- valda og sádi-arabísku kon- ungsfjölskyldunnar hafa oft sætt gagnrýni. Bandaríkja- menn hafa m.a. legið undir ámæli fyrir að láta einræðis- og mannréttindabrot í Sádi- Arabíu óátalin til þess að tryggja öruggt framboð olíu á heimsmarkaði. Magnea Marinósdóttir veitir hér innsýn í sádi-arabíska stjórnarhætti. ’Ráðleysi stjórnvaldaer að hluta vegna þess að konungsættin á undir högg að sækja hvort sem hún stendur fyrir umbót- um eða ekki.‘ Sádi-Arabía sætir oft gagnrýni vegna harðríkis og íhaldssemi á kostnað þegn- og mannréttinda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.