Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 1
Hin endanlega skáldsaga? Don Kíkóti fjögur hundruð ára um þessar mundir | Menning Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Ásýnd dr. Braga  Rannsakar íslensku ranghverfuna  Hvert stefnir íslenski vínmarkaðurinn? Atvinna | Ný tækifæri í út- rás  Áhugi fyrir einbýlishúsalóðum  Esso aftur í slaginn á Eskifirði 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 STOFNAÐ 1913 14. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Á VORMÁNUÐUM kemur út í Bandaríkjunum bók sem nefnist Strange Familiar – The work of Georg Guðni, en þar verður litið yfir feril Georgs Guðna Haukssonar myndlistarmanns. Í bókinni verður úrval myndverka og texta eftir hann, auk sögu eftir Gyrði Elíasson og greina eftir listfræðinginn Kev- in Power, rithöfundinn Jane Johnson og Viggo Mortensen, leikara og fjöllistamann. Mort- ensen, sem varð heimsfrægur fyrir leik sinn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, er einn aðstandenda forlagsins sem gef- ur bókina út, Perceval Press. Þegar blaðamaður ræddi við Georg Guðna voru prófarkir, myndir og síður úr bókinni á víð og dreif um vinnustofuna, og hann upptekinn við að lesa yfir þýðingar á textum. Sagði hann að verið væri að leggja lokahönd á val mynda og hönnunina en bókin verður prentuð í febrúar. „Þetta verða skissur, vatnslitir, málverk og textar eftir mig, auk texta hinna fjögurra. Þetta átti að byggjast á myndefni en smám saman tóku textar meira pláss,“ segir Georg Guðni. „Verkin eru ekkert birt í tímaröð, heldur er frek- ar eins og þau séu sett í pott og síðan dregið úr honum – útkoman er afsprengi sama hugarins. Við undirbúning bókarinnar hef ég farið í gegn- um allar mínar skissubækur og hvers kyns gögn.“ Viggo Mortensen gefur út bók um Georg Guðna Georg Guðni Hauksson ÞAÐ var líf og fjör hjá krökk- unum sem renndu sér niður svellaðar brekkurnar við Austurbæjarskólann í fallegu janúarveðri í gærmorgun. Ekki þurfti neinar þotur eða poka undir sig til þess að ná ferð nið- ur slakkann en greinilega var töluvert erfiðara að fóta sig upp aftur. Reikna má með að áfram verði svell til að renna sér á því kólna á aftur á morgun. Morgunblaðið/Árni Torfason Gaman í ísilögðum brekkum MINNA en fjórðungur kyn- ferðisofbeldismála sem vitað er um er kærður til lögreglu og að- eins örfá mál enda með sakfell- ingu. Séu tölur frá Barnahúsi, Stígamótum og Neyðarmóttöku vegna nauðgunar bornar saman má ætla að 400–500 manns að lágmarki hafi greint í fyrsta skipti frá kynferðisofbeldi á árinu 2003 hvort sem ofbeldið átti sér stað á því ári eða áður. Kynferðis- ofbeldismálin eru þó fleiri þar sem einn einstaklingur greinir oft frá fleiri málum en einu. Á sama ári leiddu aðeins sex- tán ákærur til sakfellingar af þeim 125 málum sem bárust rík- issaksóknara. Í kynferðisbrotamálum er hátt hlutfall mála fellt niður hjá ríkissaksóknara, m.a. vegna skorts á sönnunum. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir að réttarkerfið nýtist mjög illa í þessum málaflokki en lagakafl- inn um kynferðisbrot hefur ekki verið endurskoðaður í heild síð- an árið 1992. Sif Konráðsdóttir, hrl., segir að það sé engan veg- inn í takt við þá þekkingu sem er fyrir hendi í dag að leggja ofur- áherslu á verknaðaraðferðina eins og gert er í lagaákvæðum hérlendis. Hún leggur til að við lítum til Noregs en kynferðis- brotakafli hegningarlaganna þar var endurskoðaður árið 2000. 16 ákærur af 125 leiddu til sakfellingar árið 2003 Minna en fjórðungur kynferðis- ofbeldismála kærður til lögreglu  Kynferðisbrotamenn/10 HERRÉTTUR í Texas í Bandaríkjunum hefur dæmt herlögreglumanninn Charles Graner sekan um að hafa misþyrmt föngum og niður- lægt þá kynferðislega í Abu Ghraib fangelsinu nálægt Bagdad í Írak. Kviðdómur réttarins komst að þeirri niðurstöðu að Graner væri sekur um samsæri, mis- þyrmingar, ósiðlega framkomu og að hafa brugðist skyldum sín- um. Hann er fyrsti banda- ríski hermaðurinn sem sak- felldur er fyrir að hafa misþyrmt föngum í Írak. Graner, sem er 36 ára, var ákærður fyrir að hafa barið fanga, neytt þá til að fróa sér og látið þá leggjast nakta hvern ofan á annan. Hann á yfir höfði sér allt að 17 ára fangels- isdóm. Dæmdur sekur um pyntingar Fort Hood. AFP. Charles Graner MAHMOUD Abbas, nýkjör- inn forseti Palestínumanna, hét friðarviðræðum við stjórnvöld í Ísrael þegar hann sór embættiseið á pal- estínska þinginu í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Abbas, sem er á myndinni til vinstri, lagði áherslu á að palestínska heimastjórnin hygðist standa við allar skuldbindingar sínar sam- kvæmt svonefndum Vegvísi til friðar. „Við beitum okkur fyrir vopnahléi til að binda enda á þennan vítahring of- beldis,“ sagði Abbas og for- dæmdi ofbeldisverk Ísraels- hers og herskárra hreyfinga Palestínumanna. Forsetinn kvaðst ætla að fela Ahmed Qurei forsætis- ráðherra að mynda nýja stjórn. Qurei varð forsætis- ráðherra eftir að Abbas lét af embættinu í september 2003. Abbas lofar friðarviðræðum Ramallah. AFP. Reuters FYRSTU myndirnar frá geimfarinu Huygens á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, benda til þess að þar séu djúpir farvegir sem liggi að dökkri strandlengju, hugsanlega við metan- haf. „Þetta er greinilega merki um fljótandi efni sem streymir á yfirborði Títans. Þetta gæti verið fljótandi metan eða kolvatnsefni úr mistrinu í lofthjúpi Títans,“ sagði Martin G. Tomasko, vísindamaður við Arizona-háskóla. Hann tekur þátt í úrvinnslu mynda sem borist hafa frá Huygens eftir að könnunarfarið lenti á Títan, eina tunglinu í sólkerfinu sem er með þykkan lofthjúp. Ein myndanna minnti á grýtt landslag Mars en vísindamenn Evrópsku geimvísinda- stofnunarinnar, ESA, sögðu að hnullungar sem sjást á myndinni væru líklega ís. Fyrir geimferðina höfðu verið settar fram kenningar um að á Títan væru metanhöf. Merki um vökva og ís á Títan Darmstadt. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.