Morgunblaðið - 16.01.2005, Page 1
Hin endanlega
skáldsaga?
Don Kíkóti fjögur hundruð ára um
þessar mundir | Menning
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Ásýnd dr. Braga Rannsakar íslensku ranghverfuna
Hvert stefnir íslenski vínmarkaðurinn? Atvinna | Ný tækifæri í út-
rás Áhugi fyrir einbýlishúsalóðum Esso aftur í slaginn á Eskifirði
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
STOFNAÐ 1913 14. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Á VORMÁNUÐUM kemur út í Bandaríkjunum
bók sem nefnist Strange Familiar – The work of
Georg Guðni, en þar verður litið yfir feril Georgs
Guðna Haukssonar myndlistarmanns. Í bókinni
verður úrval myndverka og texta eftir hann, auk
sögu eftir Gyrði Elíasson og
greina eftir listfræðinginn Kev-
in Power, rithöfundinn Jane
Johnson og Viggo Mortensen,
leikara og fjöllistamann. Mort-
ensen, sem varð heimsfrægur
fyrir leik sinn í kvikmyndunum
um Hringadróttinssögu, er einn
aðstandenda forlagsins sem gef-
ur bókina út, Perceval Press.
Þegar blaðamaður ræddi við
Georg Guðna voru prófarkir,
myndir og síður úr bókinni á víð
og dreif um vinnustofuna, og hann upptekinn við að
lesa yfir þýðingar á textum. Sagði hann að verið
væri að leggja lokahönd á val mynda og hönnunina
en bókin verður prentuð í febrúar.
„Þetta verða skissur, vatnslitir, málverk og
textar eftir mig, auk texta hinna fjögurra. Þetta
átti að byggjast á myndefni en smám saman tóku
textar meira pláss,“ segir Georg Guðni.
„Verkin eru ekkert birt í tímaröð, heldur er frek-
ar eins og þau séu sett í pott og síðan dregið úr
honum – útkoman er afsprengi sama hugarins.
Við undirbúning bókarinnar hef ég farið í gegn-
um allar mínar skissubækur og hvers kyns gögn.“
Viggo Mortensen
gefur út bók um
Georg Guðna
Georg Guðni
Hauksson
ÞAÐ var líf og fjör hjá krökk-
unum sem renndu sér niður
svellaðar brekkurnar við
Austurbæjarskólann í fallegu
janúarveðri í gærmorgun. Ekki
þurfti neinar þotur eða poka
undir sig til þess að ná ferð nið-
ur slakkann en greinilega var
töluvert erfiðara að fóta sig upp
aftur. Reikna má með að áfram
verði svell til að renna sér á því
kólna á aftur á morgun.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Gaman í ísilögðum brekkum
MINNA en fjórðungur kyn-
ferðisofbeldismála sem vitað er
um er kærður til lögreglu og að-
eins örfá mál enda með sakfell-
ingu. Séu tölur frá Barnahúsi,
Stígamótum og Neyðarmóttöku
vegna nauðgunar bornar saman
má ætla að 400–500 manns að
lágmarki hafi greint í fyrsta
skipti frá kynferðisofbeldi á árinu
2003 hvort sem ofbeldið átti sér
stað á því ári eða áður. Kynferðis-
ofbeldismálin eru þó fleiri þar
sem einn einstaklingur greinir
oft frá fleiri málum en einu.
Á sama ári leiddu aðeins sex-
tán ákærur til sakfellingar af
þeim 125 málum sem bárust rík-
issaksóknara.
Í kynferðisbrotamálum er
hátt hlutfall mála fellt niður hjá
ríkissaksóknara, m.a. vegna
skorts á sönnunum. Guðrún
Jónsdóttir hjá Stígamótum segir
að réttarkerfið nýtist mjög illa í
þessum málaflokki en lagakafl-
inn um kynferðisbrot hefur ekki
verið endurskoðaður í heild síð-
an árið 1992. Sif Konráðsdóttir,
hrl., segir að það sé engan veg-
inn í takt við þá þekkingu sem er
fyrir hendi í dag að leggja ofur-
áherslu á verknaðaraðferðina
eins og gert er í lagaákvæðum
hérlendis. Hún leggur til að við
lítum til Noregs en kynferðis-
brotakafli hegningarlaganna þar
var endurskoðaður árið 2000.
16 ákærur af 125 leiddu
til sakfellingar árið 2003
Minna en fjórðungur kynferðis-
ofbeldismála kærður til lögreglu
Kynferðisbrotamenn/10
HERRÉTTUR í Texas í
Bandaríkjunum hefur dæmt
herlögreglumanninn Charles
Graner sekan um að hafa
misþyrmt föngum og niður-
lægt þá kynferðislega í Abu
Ghraib fangelsinu nálægt
Bagdad í Írak.
Kviðdómur réttarins
komst að þeirri niðurstöðu að
Graner væri sekur um samsæri, mis-
þyrmingar, ósiðlega framkomu og að
hafa brugðist skyldum sín-
um. Hann er fyrsti banda-
ríski hermaðurinn sem sak-
felldur er fyrir að hafa
misþyrmt föngum í Írak.
Graner, sem er 36 ára, var
ákærður fyrir að hafa barið
fanga, neytt þá til að fróa sér
og látið þá leggjast nakta
hvern ofan á annan. Hann á
yfir höfði sér allt að 17 ára fangels-
isdóm.
Dæmdur sekur
um pyntingar
Fort Hood. AFP.
Charles Graner
MAHMOUD Abbas, nýkjör-
inn forseti Palestínumanna,
hét friðarviðræðum við
stjórnvöld í Ísrael þegar
hann sór embættiseið á pal-
estínska þinginu í Ramallah
á Vesturbakkanum í gær.
Abbas, sem er á myndinni
til vinstri, lagði áherslu á að
palestínska heimastjórnin
hygðist standa við allar
skuldbindingar sínar sam-
kvæmt svonefndum Vegvísi
til friðar. „Við beitum okkur
fyrir vopnahléi til að binda
enda á þennan vítahring of-
beldis,“ sagði Abbas og for-
dæmdi ofbeldisverk Ísraels-
hers og herskárra hreyfinga
Palestínumanna.
Forsetinn kvaðst ætla að
fela Ahmed Qurei forsætis-
ráðherra að mynda nýja
stjórn. Qurei varð forsætis-
ráðherra eftir að Abbas lét af
embættinu í september 2003.
Abbas lofar
friðarviðræðum
Ramallah. AFP.
Reuters
FYRSTU myndirnar frá geimfarinu Huygens
á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, benda til
þess að þar séu djúpir farvegir sem liggi að
dökkri strandlengju, hugsanlega við metan-
haf.
„Þetta er greinilega merki um fljótandi efni
sem streymir á yfirborði Títans. Þetta gæti
verið fljótandi metan eða kolvatnsefni úr
mistrinu í lofthjúpi Títans,“ sagði Martin G.
Tomasko, vísindamaður við Arizona-háskóla.
Hann tekur þátt í úrvinnslu mynda sem borist
hafa frá Huygens eftir að könnunarfarið lenti
á Títan, eina tunglinu í sólkerfinu sem er með
þykkan lofthjúp.
Ein myndanna minnti á grýtt landslag
Mars en vísindamenn Evrópsku geimvísinda-
stofnunarinnar, ESA, sögðu að hnullungar
sem sjást á myndinni væru líklega ís.
Fyrir geimferðina höfðu verið settar fram
kenningar um að á Títan væru metanhöf.
Merki um vökva
og ís á Títan
Darmstadt. AP.