Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi for- sætisráðherra og skilmála í skip- unarbréfi hans um endurskoðun stjórnarskrárinnar á spjallfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærmorgun. Össur var málshefjandi á fund- inum og sagði ljóst að Samfylkingin færi ekki í stjórnarskrárnefndina til að gera einhver hrossakaup sem beinist fyrst og fremst að því að af- nema málskotsrétt forseta lýðveld- isins. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar hefðu því brugðist harkalega við og sagði Össur að það hefði ver- ið fullkomlega verjanlegt að stjórn- arandstaðan drægi fulltrúa sína út úr nefndinni. Niðurstaðan hefði hins vegar orðið sú að málið væri of mikilvægt til að láta klúður for- sætisráðherrans eyðileggja endur- skoðunina. Sagði Össur fulltrúa Samfylkingarinnar ganga til þessa verks af fullum heilindum. Í þeirra augum væri ekkert tabú, og í því fælist að þeir mundu ekki hafna óskum annarra flokka um umræður um tiltekna kafla stjórnarskrárinn- ar, en fulltrúar Samfylkingarinnar hefðu eigin dagskrá og áhersluat- riði sem Samfylkingin mundi leggja fram af þunga, og fylgja eft- ir. Össur ræddi einnig áherslur Samfylkingarinnar um aukið lýð- ræði og kom fram í máli hans að eðlilegt væri að skoða í fullri alvöru hugmyndir um að í kosningum fái kjósendur ekki aðeins að velja flokka heldur líka tækifæri til að velja einstaklinga og raða þeim í sæti. Þá kom fram í máli hans að Samfylkingin ætlar að leggja fram tillögu á Alþingi um tilraunasveit- arfélag á sviði beins lýðræðis. Össur Skarphéðinsson um endurskoðun stjórnarskrárinnar Göngum til þessa verks af fullum heilindum Morgunblaðið/Golli Össur Skarphéðinsson ræddi um endurskoðun stjórnarskrárinnar á spjall- fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærmorgun. VERÐI ekki fundin leið til að halda áfram að greiða niður rafmagn til garðyrkjubænda hækkar raforku- verð til þeirra um tugi prósenta, vegna nýrra raforkulaga, segir Helgi Jóhannesson, formaður Sambands garðyrkjubænda. Á þetta við um þrjátíu garðyrkjufyrirtæki, sem flest eru í Hveragerði eða í uppsveitum Árnessýslu. Helgi segir að garðyrkjubændur, sem nota raflýsingu við ræktun sína, hafi hingað til ekki þurft að greiða svokallað aflgjald. Það hafi verið greitt af Landsvirkjun, RARIK og ríkissjóði, skv. sérstökum samningi. Ný raforkulög, sem tóku gildi um áramótin, heimila hins vegar ekki af- slátt eða sérkjör til einstakra aðila. Lögin eru þó ekki enn farin að hafa áhrif á garðyrkjubændur þar sem RARIK tók þá ákvörðun að fram- lengja gömlu taxtana út janúar. Að sögn Helga hafa garðyrkju- bændur reynt að finna leiðir til að koma í veg fyrir hækkanirnar. „Lendi hækkanirnar á garðyrkju- bændum er heilsársframleiðsla á grænmeti og blómum komin í tap- rekstur.“ Raforkuverð gæti hækk- að um tugi prósenta þekkja. Þegar frystir tekur vatnið á sig ýmsar myndir en slík listaverk eru þó sjaldnast langlíf í umhleyp- ingunum sunnanlands. STYTTURNAR eru engar kulda- skræfur ef marka má þessa við Nesti í Fossvogi á mótum Reykja- víkur og Kópavogs sem margir Morgunblaðið/Jim Smart Frost og vatn SAMKVÆMT íbúaskrá þjóðskrár 1. desember sl. voru 85,5% lands- manna skráðir í þjóðkirkjuna en fyrir áratug var þetta hlutfall 91,8%. Á sama tíma hækkaði hlut- fall íbúa í fríkirkjusöfnuðunum þremur (Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum og Fríkirkjunni í Hafnarfirði) úr 3,2% í 4,5%. Skráð- um trúfélögum hefur fjölgað tals- vert á undanförnum árum, en skráð trúfélög utan þjóðkirkju og frí- kirkjusafnaða eru nú 21 en voru 11 fyrir áratug. Þessum trúfélögum tilheyra 4,6% íbúa, samanborið við 2,6% árið 1994. Kaþólska kirkjan er þeirra fjölmennust en þar hefur meðlimum fjölgað um meira en helming frá árinu 1994, úr 2.484 í 5.775, sem þýðir að árið 2004 til- heyrðu 2% þjóðarinnar kaþólsku kirkjunni samanborið við 1% árið 1994. Hvítasunnusöfnuðurinn er næst stærsta trúfélagið, utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða. Þar eru með- limir nú 1.800 samanborið við 1.105 árið 1994, sem er 0,6% þjóðarinnar 2004 samanborið við 0,4% árið 1994. Önnur trúfélög hafa innan við 1.000 meðlimi og í engu þeirra er hlutfall meðlima yfir 0,3% af íbúa- fjölda. Til óskráðra trúfélaga og með ótilgreind trúarbrögð heyrðu 2,7% þjóðarinnar samanborið við 1% árið 1994. Utan trúfélaga voru 2,4% samanborið við 1,4% árið 1994. Morgunblaðið/Ómar Skráðum trúfélögum hefur fjölgað JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sótti í vik- unni evrópsku ráðherrastefnu Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um geðheilbrigðismál í Finnlandi og flutti þar ávarp. Auk heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra flutti Guðjón Magnússon, einn af framkvæmdastjórum WHO í Kaupmannahöfn, erindi á ráðherra- ráðstefnunni en Guðjón átti ríkan þátt í undirbúningi hennar. Jón segir að greint hafi verið frá því á ráðstefnunni að sjálfsmorðs- tíðni sé hæst í Evrópu þrátt fyrir alla þá velmegun sem þar ríki og það sé mikið áhyggjuefni. Fulltrúar notendasamtaka með í fyrsta sinn Um 400 manns sóttu ráðstefnuna, sem lauk í gær, þar af um 50 ráð- herrar heilbrigðismála í Evrópuríkj- unum eða staðgenglar þeirra, helstu sérfræðingar í geðheilbrigðismálum auk fulltrúa svokallaðara notenda- samtaka. Þess má geta að Elín Ebba Ásmundsdóttur og Héðinn Unn- steinsson kynntu hvort sitt verkefni sem unnin hafa verið í þágu geð- sjúkra hér á landi. Þetta er fyrsta ráðherraráðstefn- an sem svæðisskrifstofa WHO held- ur um málefni geðsjúkra en fyrir evrópsku ráðherrunum liggur að móta stefnu í geðheilbrigðismálum álfunnar til næstu fimm ára. „Það sem kannski er það merki- legasta við þessa ráðstefnu er að þarna er lyft upp á borðið geðheil- brigðismálum á ríkisstjórnaplani. Svo tóku svokölluð notendafélög þátt þarna líka en það er eiginlega nýmæli,“ segir Jón Kristjánsson. Hann segir að í íslensku sendi- nefndinni hafi verið auk ráðuneyt- ismanna fulltrúar frá Geðhjálp, Hugarafli, geðræktarverkefnis Lýð- heilsustöðvar og landlæknir. „Þetta var vel mannað hjá okkur og þetta fólk sat ráðstefnuna til enda.“ Heilbrigðisráðherra hyggst funda sérstaklega með íslensku sendi- nefndinni og fara yfir málin með henni og þær niðurstöður sem feng- ust á ráðstefnunni og hvernig megi fylgja málum eftir í framhaldinu. Spurður um hvað íslenska sendi- nefndin hafi haft fram að færa nefn- ir ráðherra að gerð hafi verið sér- stök grein fyrir svokölluðu geð- ræktarverkefni sem Héðinn Unnsteinsson, sem nú vinni hjá WHO, hafi verið upphafsmaður að. Það verkefni hafi hlotið alþjóðlegar viðurkenningar. Eitthvað í lífsháttunum sem reynir á menn „Það sem var áberandi í þeim er- indum sem ég hlustaði á fyrsta dag- inn voru tengsl geðraskana og þess umhverfis sem menn lifa í, tengsl geðraskana og fátæktar, geðrask- ana og fíkniefnaneyslu. Menn eru farnir að horfa meira á þetta í þessu samhengi. Til dæmis kom fram á ráðstefnunni að hér í Evrópu er hæsta sjálfsmorðstíðni í heimi þrátt fyrir alla velmegunina sem hér er. Það er greinilega eitthvað í okkar lífsháttum sem reynir á menn og þetta er þáttur sem menn hafa auð- vitað miklar áhyggjur af. Mín sýn á þetta er að það sé mjög nauðsynlegt í alþjóðlegu samhengi að taka geð- heilbrigðismálin upp á borðið og til umræðu hjá ríkisstjórnum og ráð- herrum en eins að styrkja tenglsin við grasrótina sem þessi ráðstefna byggðist á en það er nýlunda,“ segir Jón Kristjánsson. Heilbrigðisráðherra sótti evrópska ráðherraráðstefnu um geðheilbrigðismál Sjálfsmorðstíðni hæst í löndum í Evrópu Morgunblaðið/RAX Jón: „Það er greinilega eitthvað í okkar lífsháttum sem reynir á menn og þetta er þáttur sem menn hafa auðvitað miklar áhyggjur af.“ SLÖKKVILIÐIÐ á Akureyri var kallað út um hádegi í gær vegna elds sem kviknað hafði í gömlu tveggja hæða timburhúsi á Sval- barðseyri, Jakobshúsi, sem byggt var árið 1898. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp þótt í því sé stundum búið. Logaði opinn eld- ur þegar slökkviliðið kom á vett- vang. Höfðu slökkviliðsmenn mest- ar áhyggjur af einangruninni í húsinu en það er einangrað með mó og var unnið að því að rífa klæðn- inguna af húsinu til þess að komast að henni þegar Morgunblaðið fór í prentun. Eldur laus í Jakobshúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.