Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 21
ili þar sem einstaklingur framdi sjálfs- víg á aðfangadagskvöld. Ég hafði ver- ið undir miklu álagi í skólanum og þetta atvik varð til þess að ég gekk í gegnum versta veikindatímabil ævi minnar. Ég lagðist í slíkt þunglyndi að ég mátti nánast ekki mæla, var rosa- lega veik. Ég fékk raflost á geðdeild Landspítalans og það hjálpaði mér. Þegar ég fór að jafna mig hélt ég áfram, þá í sænsku í háskólanum, það var eitthvað sem ég réð við, mér geng- ur vel að læra þegar ég er ekki veik og sænskuna kunni ég fyrir. Eitt af því sem fylgir því að leggjast inn á geðdeild er að þar kynnist mað- ur fólki sem líka á við geðsjúkdóma að stríða. Einn af vinum mínum af geð- deildinni fyrirfór sér í nóvember þetta sama ár, þegar ég var aftur komin í læknisfræðina og var í miðjum „klás- us“-lestri. Ég fór í jarðarförina og fannst það ekki svo erfitt meðan á því stóð. En litlu síðar, þegar ég var í prófi og var að skrifa, fóru jarðarfararlögin að hljóma í höfðinu á mér og ég varð að fara út án þess að geta lokið próf- inu. Læknisnám í Ungverjalandi Nokkru síðar hitti ég vinkonur mín- ar sem höfðu heyrt af fólki sem væri í læknisfræðinámi í Ungverjalandi og eins nefndi pabbi þetta við mig. Ég ákvað að slá til og sækja um. Ég komst inn og þar með var teningunum kastað. Kennslan fer fram á ensku og mér gekk vel fyrra árið. Ég kom mér í samband við ungverskan geðlækni sem skrifaði upp á þau lyf sem ég þurfti og það gekk allt. En síðara árið fékk ég lungnabólgu og var flutt nær dauða en lífi á gjörgæsludeild. Ég fékk sterk meðul og ákvað þegar ég fór að ná mér að fresta prófum fram á haust. Sama sumar læstist ég inni á baðherbergi og endurlifði þá í hugan- um brunaslysið hryllilega tíu árum áð- ur. Mér tókst ekki að taka prófið þá um haustið en tókst að ljúka öðru námsárinu í læknisfræðinni árið eftir. Í haust kom ég heim og slapp þar með við að mæta við réttarhöld sem ég og vinkona mín vorum boðaðar í. Við leigðum á frjálsum markaði í Ung- verjalandi. Leigusalinn var ekki sátt- ur við umgengni okkar, kvartaði um rispu á baðkarinu og fleira í þeim dúr og vildi að við borguðum skaðabætur. Hann skipti um lás svo við gátum ekki lokið við að tæma íbúðina. Okkur þótti þetta allt í meira lagi ósanngjarnt og neituðum. Þá kom hann þangað sem vinkona mín dvaldi með tvo hand- rukkara með sér og hótaði henni öllu illu. Hún fór til lögreglunnar og í framhaldi af því voru réttarhöld. Stefnan tekin upp á við Ég tók mitt haustpróf, sem gekk fínt, og svo fór ég heim á ný til að vinna fyrir námsskuldunum. En fljót- lega eftir að ég kom heim í lok sept- ember sl. ákvað heilinn í mér að veikj- ast aftur. Allt var í raun í „góðum málum“ en ég fór samt mjög langt niður. Þótt þessi veikindi hafi vissulega verið þungbær gerðist samt eitt gott þeim samfara, – svo undarlega sem það kann að hljóma. Frá því ég veiktist fyrst hafði ég innra með mér beðið eftir að einhver kæmi með „réttu töfluna“, ef svo má segja. En nú brá svo við að ég áttaði mig endanlega á að það væri undir mér komið hvernig færi fyrir mér. ég ætti val og hefði alltaf átt val, batinn væri í mínum höndum, – sú niðurstaða átti sér auðvitað nokkuð langan að- draganda. Ég talaði við geðlækninn minn og sagði frá slæmri líðan minni. Í samráði við lækninn var ég lögð inn í þrjá daga meðan það versta gekk yfir. Ég náði mér upp næstu vikurnar og núna líður mér mjög vel, er í góðu formi andlega sem líkamlega. Ég hef lést um heil 30 kíló undanfarið eitt og hálft ár og er satt að segja nokkuð ánægð með mig núna.“ Hyggur á sérnám í geðlæknisfræðum Anna Sigríður er ákveðin í að ljúka læknisprófinu í Ungverjalandi en sit- ur um þessar mundir lyfjafræðikúrs í HÍ, „svona til að halda mér við“, eins og hún orðar það. Hún á eftir að taka þriðja árið í bóklegu læknanámi og síðan tekur við þriggja ára verklegt nám. Að því loknu hugsar hún sér að sérhæfa sig í geðsjúkdómum – en hvers vegna? „Ég hef mikla reynslu á þessu sviði, hef gengið í gegnum mikil veikindi. Ég er m.a. greind með endurteknar djúpar þunglyndislægðir og einnig athyglisbrest í bland við ofvirkni og er á lyfjum við því hvoru tveggja. Líðan mín lagaðist mikið þegar ég fékk rítalín við athyglisbrestinum, þá fór ég að ráða betur við umhverfi mitt. Einnig er ég greind með óyndi, þ.e. dapurleika, en mér líður ekki þannig núna. Ég hef fengið ný og sértækari lyf sem virðast henta mér mjög vel. Eftir að ég fór að vera hér í Hugar- afli fór ég að velta því fyrir mér fyrir alvöru hvort ég gæti ekki nýtt mér reynslu mína til hjálpar öðrum sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. Áður hafði ég hugsað mér að verða öldr- unarlæknir en nú er sem sagt hug- myndin að sérhæfa sig í geðsjúkdóm- um þegar tímar líða fram. Sérnámið ætla ég að stunda á Norðurlöndunum – hvort sem fyrir valinu verður sér- hæfing í geðsjúkdómum eða öldrunar- lækningum.“ Saga mín er tilraun til að minnka fordóma í garð geðsjúklinga Eins og fram hefur komið hér á undan hefur Anna Sigríður þurft að berjast hart – en hvers vegna skyldi hún vilja deila þessari erfiðu og mjög svo persónulegu reynslu með lesend- um Morgunblaðsins? „Ég sagði iðjuþjálfa frá því að ég vildi nýta mér reynslu mína öðrum til hjálpar og hún benti mér á Hugarafl. Þar kemur saman fólk sem er á góð- um batavegi og leggur áherslu á að deila reynslu sinni með þeim öðrum í þjóðfélaginu sem hafa áhuga á þess- um málefnum, sem og þeim sem taka ákvarðanir í þessum málaflokki. Ég fór með þessum sama iðjuþjálfa til þess að halda fyrirlestur fyrir lækna- nema, fólk sem ég var með á fyrsta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Ég lýsti fyrir þeim hvernig það væri að þjást af umræddum geðsjúkdómum og þeim fannst reynsla mín mjög at- hyglisverð. Þegar til tals kom að ég færi í viðtal um sama efni skoðaði ég hug minn vel áður en ég ákvað að gera það. Í haust hitti ég fyrir allra fordómafyllstu manneskjuna sem staðið hefur í vegi fyrir mér hingað til – sjálfa mig. Ég geri ráð fyrir að fleiri upplifi það sama og ég, að reyna að halda sjúkdómi sín- um leyndum, skammast sín fyrir hann. Þetta viðtal er tilraun til að „koma út úr skápnum“ með sjúkdóm sinn, ef svo má segja. Það eru ýmis „tabú“-mál í samfélaginu. Eitt af þeim var samkynhneigð. Fyrir djörfung og kjark ýmissa samkynhneigðra ein- staklinga, sem sagt hafa frá líðan sinni og reynslu, hefur náðst að minnka mjög fordóma í garð þessa hóps í sam- félaginu. Það ríkja enn miklir fordóma í garð þeirra sem þjást af geðsjúk- dómum. Saga mín er tilraun til að minnka þessa fordóma. Auðvitað finnst mér þetta óþægilegt en einnig nauðsynlegt. Það er mikilvægt fyrir mig að horfa fram á við, viðurkenna hlutina eins og þeir eru – og halda áfram. Það er það mikilvægasta – að halda áfram – ekki gefast upp. Ég hef fengið í hendurnar „bland í poka af fræjum“ frá öllu því góða fólki sem ég hef kynnst í veikindum mín- um, sitt lítið frá hverjum. Þessum fræjum hefur verið sáð með mér, ég gleymi stundum að vökva þau, skil þau eftir úti á svölum svo snjóar á þau – en stundum man ég eftir að rækta innra með mér það sem mér hefur verið gefið. Það er á mína ábyrgð að þessi fræ nái þroska.“ óma gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 21 ALÞJÓÐLEG samkirkjuleg bæna- vika verður haldin dagana 16. – 23. janúar 2005. Bænavikan er haldin ár- lega um þetta leyti og er þá beðið fyr- ir einingu kristinna manna um heim allan. Alkirkjuráðið (World Council of Churches) stendur að baki vikunnar um allan heim ásamt kaþólsku kirkj- unni og bænarefni vikunnar kemur jafnan frá einhverjum aðildarkirkn- anna. Að þessu sinni kemur það frá Slóvakíu og var samið af prestum frá rétttrúnaðarkirkju, lútherskri kirkju, baptistakirkju, meþódistakirkju, mótmælendakirkju, gamal-kaþólsk- um og kaþólsku kirkjunni. Bænavikan hefur verið haldin ár- lega hér á landi frá árinu 1968. Und- irbúningur er í höndum samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga. Aðild að nefndinni eiga: Aðventistar, Fríkirkj- an Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Krists- kirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan. Dagskrá bænavikunnar er sem hér segir: Sunnudagur, 16. janúar kl. 11, út- varpsmessa í Neskirkju með þátttöku fleiri trúfélaga. Kl. 20, samvera í Ís- lensku Kristskirkjunni, Fossaleyni, með þátttöku fleiri trúfélaga. Mánudagur, 17. janúar kl. 20, sam- vera í Hafnarfirði í Klaustrinu með þátttöku fleiri trúfélaga. Kl. 20, bæna- stund í Hvítasunnukirkjunni, Akur- eyri. Þriðjudagur 18. janúar 12, hádeg- isbænastund í Fíladelfíukirkjunni, Reykjavík. Kl. 12, bænastund á Hjálpræðishernum, Akureyri. Miðvikudagur 19. janúar kl. 12, Ís- lenska Kristskirkjan í Reykjavík, há- degisbænir. Kl. 12 kyrrðar- og fyrir- bænastund Glerárkirkju, Akureyri. Kl. 20, samkoma í Kristskirkju, Landakoti, með þátttöku fleiri trú- félaga. Fimmtudagur 20. janúar kl. 20, samkoma á Hjálpræðishernum í Reykjavík með þátttöku fleiri trú- félaga. Kl. 20, sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Péturskirkju, Akureyri. Föstudagur 21. janúar kl. 12, frí- kirkjan Vegurinn, hádegisbænir. Kl. 20, samkoma í kirkju aðventista í Reykjavík með þátttöku fleiri trú- félaga. Kl. 20, bænastund í umsjá að- ventista í Sunnuhlíð á Akureyri í fé- lagsheimili KFUM og KFUK. Laugardagur 22. janúar kl. 20, samkoma í kirkju Óháða safnaðarins. Sunnudagur 23. janúar aftansöng- ur í kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2, Akureyri. Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.