Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 33 UMRÆÐAN Í TÓBAKSREYK eru nokkur þúsund efni, mörg hver hættuleg heilsu manna. Þegar sígaretta brennur myndast tvenns konar reykur; meginreykur sem reykingamaður sýgur að sér og hlið- arreykur þegar tób- akið brennur sjálft. Meginreykur myndast við háan hita (600– 800°C) og inniheldur minna af skaðlegum efnum fyrir vikið, en hliðarreykur við lægri hita (ca. 350°C) og hef- ur því í sér meira af skaðlegum efnum. Meirihluti sígarettu brennur án sogs og myndar hliðarreykinn. Reykmengun, sem myndast þar sem reykt er innanhúss verður að meiri hluta til úr hliðarreyk. Óbein- ar reykingar er það kallað þegar maður andar að sér andrúmslofti sem mengað er tóbaksreyk. Venju- lega er talað um þær varðandi þá sem ekki reykja en hinir sem reykja fá þær í ofanálag. Óbeinar reykingar geta leitt til margra sömu sjúkdóma og reyk- ingar. Nefna má lungnakrabbamein (25% aukning), hjarta- og æða- sjúkdóma (25% aukning), heilablóð- fall (50% aukning), asmaköst hjá fullorðnum asmasjúklingum (40 – 60% aukning), versnun berkjubólgu, minnkaðan fósturvöxt, fæðingu fyr- ir tíma, vöggudauða og önd- unarfærasjúkdóma hjá börnum (20– 50% aukning). Vísbendingar eru um að þær auki hættu á legháls- og brjóstakrabba. Nýlegar rannsóknir benda til þess að óbeinar reykingar í vinnu séu hættulegri en á heimili. Hugsanleg skýring er að í vinnu reykja fleiri og að tillitssemi sé þar minni. Börn eru mjög viðkvæm fyr- ir óbeinum reykingum, sem t.d. auka hættu á lungna-, berkju- og eyrnabólgu. Í Bretlandi er talið að árlega leggist 17.000 börn undir 5 ára aldri inn á sjúkrahús vegna veikinda sem rekja megi til óbeinna reykinga. Fóstur verður fyrir áhrif- um reyks ef móðir reykir eða ef reykt er í kringum hana. Óbeinar reykingar geta valdið því að barn fæðist minna, sem kann að hljóma saklaust þar til skoðað er hvað ligg- ur að baki. Nokkur grömm tapast hér og hvar því einstök líffæri verða minni, t.d. heilinn. Bent hefur verið á að e.t.v. geti þetta skert náms- hæfileika. Fólk sem reykir er oftast tillits- samt og velur að fara út, en biður ella leyfis til að reykja inni. Íslensk stjórnvöld hafa lengi skipað okkur í fararbrodd þjóða á sviði heilsu- verndar og tóbaks- varnalöggjöf okkar hefur löngum verið framsækin. Inntak vinnuverndarlaga er að verja fólk við störf sín gegn heilsuskað- legum áhrifum að svo miklu leyti sem þekk- ing og tækni leyfa. Í 1. grein tóbaksvarnalaga kemur skýrt fram að virða skuli rétt fólks til að þurfa ekki að anda að sér tóbaksreyk frá öðrum. Í 9. grein sömu laga er almennt kveðið á um að reykingar í þjónusturými eru óheimilar. Undanþága frá þess- ari grein gildir hvað varðar veit- inga- og skemmtistaði (hér eftir nefndir veitingastaðir). Í raun býr því nær allt vinnandi fólk, nema starfsmenn veitingahúsa (m.a. skemmtikraftar), við þann lög- bundna rétt að loft á vinnustað er ekki mengað tóbaksreyk. Sumir rekstraraðilar hafa sjálfir bannað reykingar á sínum veitingastað og tryggt starfsfólki sínu ofangreinda vinnuvernd, sem er lofsvert. Ég þekki dæmi þess að þungaðar kon- ur sem ekki reyktu sögðu upp starfi á veitingahúsi til að vernda ófætt barn sitt gegn óbeinum reykingum. Ég spyr hvort undanþága frá meg- inreglu tvennra laga sem getur leitt til sjúkdóma og dauða hjá einni stétt vinnandi fólks, geti virkilega átt rétt á sér? Hvers á það starfs- fólk að gjalda, er líf þess og heilsa minna virði en okkar hinna? Stétt- arfélög og rekstraraðilar veitinga- húsa eru almennt þöglir um þetta. Væri þögnin sama og samþykki þá væri það yfirlýsing þessara aðila um að þeim væri sama um heilsu og líf starfsmanna. Það veit ég að er ekki tilfellið. Þögnin hlýtur að vera til marks um að þessum aðilum er ekki nógu vel kunnugt um hættu þá sem stafar af óbeinum reykingum. Ef það er rétt þá er boltinn hjá mér og öðrum þeim sem þekkja þessa hættu. Okkur er skylt að upplýsa almenning um þetta, ekki síst þá sem anda að sér lífshættulegum efnum við störf sín. Slík er hættan að telja má víst að árlega deyi ein- hverjir vegna sjúkdóma af völdum mengunarinnar. Því hefur verið haldið fram að fremur en að banna reykingar á veitingahúsum alveg, þá ættu rekstraraðilar veitingahúsa sjálfir að ákveða hvort þar er reykt eða ekki. Mér er spurn: Hví ættu þeir, einir allra rekstraraðila, að fá að ákveða hvort þeir bjóða starfs- fólki sínu heilsusamlegt starfsum- hverfi eða ekki? Í lögum um verndun dýra segir „Lög þessi taka til allra dýra“ og líka „Skylt er að fara vel með öll dýr“. Er ekki tímabært að allt fólk verði líka jafnt gagnvart lögum, að ekki bara sumir, heldur allir vinn- andi menn eigi lögbundið tilkall til ómengaðs lofts við störf sín? Hvort á að vega þyngra, meintur réttur gests á veitingastað til að reykja eða lögboðinn réttur starfsmanns til að anda að sér hreinu lofti við að þjóna gestinum? Ekki má horfa framhjá skaðsemi óbeinna reykinga og margar þær þjóðir sem við mið- um okkur við hafa þegar bannað reykingar á veitingahúsum. Þær hafa friðað starfsfólkið þar, eins og við bæði rjúpu og hvali. Gleðilegt reyklaust ár! Lífshættuleg mengun á vinnustöðum Pétur Heimisson fjallar um tób- aksreyk og skaðsemi reykinga ’Reykingar kosta jafn-vel mannslíf árlega.‘ Pétur Heimisson Höfundur er heimilislæknir á Egilsstöðum og formaður tóbaksvarnaráðs. Þorláksgeisli Opið hús kl. 13.00-14.00 Fallegt 224 fm einbýlishús á tveimur hæðum á frábærum stað í Grafarholt- inu. Húsið stendur innarlega í botn- langa við friðlýst svæði og enda golf- vallarins. Möguleiki á að taka íbúð upp í. Guðbjörg frá Húsalind fasteignasölu verður á staðnum í dag milli kl. 13:00 og 14:00 og sýnir áhugasömum kaup- endum eignina. Teikningar á staðnum. TILBOÐ ÓSKAST. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali Skútuvogur - Atvh. til leigu/sölu Laus strax Nýkomið í einkasölu glæsilegt atvinnuhúsnæði, skrif- stofu/verslunarhúsnæði samtals ca 1.000 fm á þessum vinsæla stað. Eignin er fullinnréttuð á vandaðan máta. Eign í sérflokki. Möguleiki að selja eignina í þremur einingum. Verðtilboð. 107659 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Brúnastaðir Stórglæsilegt og vel skipulagt 184 fm raðhús á einni hæð með 26 fm innb. bílskúr auk millilofts. Húsið skiptist m.a. í rúmgott eldhús með vönduð- um tækjum og góðri borðaðstöðu, samliggjandi borð- og setustofu með mikilli lofthæð, fjögur herb. auk fata- herb. og glæsilegt baðherbergi með vönd-uðum tækjum frá Vola og Phil- ippe Starck. Sjónvarpsherb. á milli- lofti. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar, halogen-ljós í loftum og tölvutengi í öllum herbergjum. Gegnheilt parket og náttúrugrjót á gólfum. Timburverönd með skjólveggjum. Verð 39,0 millj. Tjarnarmýri - Seltjarnarnesi Glæsilegt 187 fm raðhús á tveimur hæðum með 29 fm innb. bílskúr á þessum eftirsótta stað. Á neðri hæð er rúmgóð forst., endurnýjað gesta- w.c. m. vönduðum tækjum, hol, þvottaherb., sjónvarpsstofa, borð- stofa, skáli fyrir enda borðstofu m. útg. á verönd með skjólveggjum, rúmgóð og björt stofa með mikilli lofthæð og nýlega endurnýjað eld- hús. Uppi eru þrjú herb., öll með skápum, og flísalagt baðherb. Aukin lofthæð á allri efri hæðinni. Vandaðar innréttingar. Massívt parket, sandsteinn og flísar á gólfum. Ræktuð lóð með lýsingu. Verð 41,0 millj. Egilsgata Nýkomið í sölu mjög fallegt og mikið endurnýjað parhús sem skipt- ist í 110 fm 4ra herb. íbúð ásamt um 55 fm aukaíbúð í kjallara með sérinng., 29 fm bílskúr og 29 fm íbúð með sérinn- gangi undir bílskúr. Arinn á hæðinni. Verð 36,5 millj. Nánari uppl. á skrifst. Skaftahlíð - m. bílskúr Falleg 137 fm neðri sérhæð í fjórbýli ásamt 24,5 fm bílskúr. Hæðin skiptist í forstofu, stórar og bjartar saml. stofur m. svölum til suðurs, rúmgott eldhús m. fallegum upprunal. uppgerðum innrétt. og góðri borðaðst., tvö herb. með skápum auk forstofuherb. og flísal. baðherb. Sér- geymsla í kjallara. Verð 25,5 millj. Ægisíða- 4ra herb. Mjög falleg 106 fm 4ra herb. efri hæð í þríbýli við Ægisíðu. Nýleg innrétting frá HTH í eldhúsi og vönduð tæki, rúmgóð og björt stofa með góðri lofthæð, þrjú herbergi og ný- lega endurn. baðherb. að hluta. Parket og flísar á gólfum. Flísalagðar svalir. Sér-geymsla í kjallara og geymsluris. Verð 19,5 millj. Eskihlíð - neðri sérhæð Glæsileg og nánast algjörlega endurnýjuð 132 fm 5 herb. neðri sérhæð í þríbýli. Glæsilegar samliggjandi stofur, sjónvarpshol, rúm- gott eldhús m. ALNO-innréttingu, nýjum tækjum og góðri borðaðstöðu, þrjú herb. og flísalagt baðherb. Suðursvalir út af setustofu og fallegir útbyggðir gluggar. Parket og korkur á gólfum. Lóð nýlega endurnýjuð með hitalögnum og lýsingu. Afar góð staðsetning í lokuðum botnlanga. Verð 28,9 millj. Skipasund - efri sérhæð Glæsileg og mikið endurnýjuð 123 fm efri sérhæð og ris ásamt 36 fm bílskúr. Á hæðinni eru forst., saml. stofur, nýuppgert eldhús, gestaw.c. og eitt herb. Í risi eru 3 rúm- góð herb. með sérsmíðuðum skápum og endurnýjað baðherbergi. Gegnheilt parket á gólfum og vandaðar innrétt. Tölvulagnir í öllu húsinu. Innkeyrsla steinlögð. Nánari uppl. á skrifstofu. Drápuhlíð - 3ja herb. Björt og vel skipulögð um 65 fm risíbúð í fjórbýli auk sér geymslu í kj. Íbúðin skiptist í for- stofu/hol, tvö rúmgóð herb., rúmgóða parketl. stofu með mikilli lofthæð, opið eldhús og baðherb. Verð 11,9 millj. Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.