Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Samstarfshópurinn Náum áttum blæs tilfræðslufundar á Hótel Lind við Rauð-arárstíg næstkomandi þriðjudag kl.8.15 undir yfirskriftinni „Aðlögun barna og fjölskyldna af erlendum uppruna að íslensku samfélagi“. Undanfarin ár hefur hóp- urinn staðið fyrir morgunverðarfundum, u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, um hin ýmsu málefni sem tengjast börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Hópurinn leggur áherslu á að taka fyrir brýn málefni sem veita fræðslu og vekja upp umræðu í þjóðfélaginu. Náum átt- um samanstendur af fulltrúum ýmissa aðila sem hafa málefni fjölskyldur, börn og unglinga á sínu verksviði. Meðal fyrirlesara á fundinum er Edda Ólafs- dóttir, félagsráðgjafi á þróunarsviði Félags- þjónustunnar í Reykjavík, en hún flytur erindið „Nýjar áskoranir“. Edda segir lítið sem ekkert hafa verið fjallað um aðlögun erlendra fjöl- skyldna að íslensku samfélagi. „Það hefur orðið mikil aukning á fjölda innflytjenda, en þeir eru um 4% íbúa hér á landi,“ segir Edda og bætir við að æ fleiri fjölskyldur setjist hér að og því sé mikilvægt að ræða um stöðu þeirra og hvernig þeim gengur að aðlagast nýju lífi í nýju landi. „Hér er um að ræða fjölskyldur sem koma alls staðar að úr heiminum, frá mismun- andi aðstæðum, með fjölbreyttan bakgrunn og lífsreynslu. Mjög brýnt er að huga að því hvernig við á Íslandi viljum standa að aðlögun þessara nýju íbúa og hvernig við getum stutt við bakið á þeim. Ekki er til nein opinber stefna um hvernig þessum stuðningi er best háttað.“ Hvaða atriði skipta mestu máli? „Í mínum huga er það mikilvægt að við stöndum vel að því að kynna íslenskt samfélag fyrir innflytjendum þar sem öllum mikilvægum atriðum, eins og t.d. um skóla, heilsugæslu o.þ.h. eru gerð skil. Hægt er að sjá fyrir sér námskeið þar sem farið er yfir öll þessi helstu atriði ásamt íslenskukennslu. Einnig þarf að fræða um lífið á Íslandi, menningu, siði og venj- ur. Á hinum Norðurlöndunum er mjög víða boð- ið upp á slík námskeið fyrir innflytjendur þeim að kostnaðarlausu.“ Hvað er fram undan í þessu starfi? „Mikið hefur breyst undanfarin ár og mun meira samstarf er nú á milli hinna ýmsu aðila sem eru að vinna að málefnum innflytjenda og margir spennandi hlutir að þróast. En ég sakna þess að ráðamenn ræði meira um málefni inn- flytjenda. Ég tel það mjög mikilvægt að stjórn- völd ræði um og marki sér stefnu um hvernig íslenskt samfélag vill standa að aðlögun fólks að erlendum uppruna. Einnig er mikilvægt að standa fyrir fleiri rannsóknum á málefnum innflytjenda.“ Samfélagsmál | Fræðslufundur um aðlögun barna og fjölskyldna af erlendum uppruna  Edda Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk stúd- entsprófi frá MH 1976 og prófi í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Ósló 1981. Hún stundaði framhaldsnám í fjöl- skyldumeðferð og hefur nýlega lokið námi í vinnu með minni- hlutahópum. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi, m.a. sem for- stöðumaður Útideildarinnar og hjá Unglinga- athvarfinu, Unglingadeildinni, á Starfsþjálf- unarstaðnum Örva. Edda starfar sem verkefnastjóri á þróunarsviði Félagsþjónust- unnar í Reykjavík. Edda er gift Kjartani Árna- syni og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Huga þarf að aðlögun og stuðningi 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 brotsjór, 8 radd- hæsi, 9 veglyndi, 10 mán- aðar, 11 næstum því, 13 áflog, 15 framreiðslu- manns, 18 ártala, 21 eldi- viður, 22 batna, 23 drep- um, 24 vandræðamann. Lóðrétt | 2 meir, 3 harma, 4 eignir, 5 lúkum, 6 van- sæmd, 7 varma, 12 gyðja, 14 reið, 15 ójafna, 16 dapra, 17 samfokin fönn, 18 fullkomlega, 19 vökni, 20 beisk. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hrönn, 4 þegar, 7 fæddi, 8 rjúpu, 9 nem, 11 rúða, 13 Esja, 14 rýjan, 15 burt, 17 naum, 20 urt, 22 lýkur, 23 ískur, 24 rengi, 25 terta. Lóðrétt | 1 hífir, 2 önduð, 3 náin, 4 þarm, 5 grúts, 6 rausa, 10 emjar, 12 art, 13 enn, 15 bolur, 16 ríkan, 18 askur, 19 marra, 20 urgi, 21 tíst.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tunglið er í hrúti núna og ýtir undir skaphita í umhverfinu. Hrúturinn finn- ur sjálfur fyrir aukinni dirfsku og hreinskilni og er til í að mæta hverju sem að höndum ber. Naut (20. apríl - 20. maí)  Slakaðu á, þú kemur hugsanlega meiru í verk fyrir vikið. Ekki setja markið of hátt og dekraðu eilítið við sjálfan þig. Helstu vinnuhestar sólkerfisins þurfa líka að hvíla sig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sýndu vini þolinmæði í dag. Þú hefur ekkert að sanna og alveg ástæðulaust fyrir þig að fara í vörn. Ef einhver reynir að efna til illinda er best að labba bara í burtu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samskipti við foreldra eða yfirboðara eru full ákefðar um þessar mundir. Er einhver samkeppni í gangi? Ógnar skynsemi þín yfirmanninum? Það gæti verið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að fást við eitthvað annað en venjulega í dag. Farðu á stað sem þú hefur aldrei komið á áður og lestu eitt- hvað nýtt. Hittu nýtt fólk. Þú þarft að stækka sandkassann þinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft hugsanlega að útskýra eitt- hvað sem þú deilir með öðrum. Settu skýr mörk og vertu viss um að aðrir velkist ekki í vafa um hvað þú ert að meina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tunglið er beint á móti þínu merki í dag. Það þýðir að þú þarft að koma sér- staklega til móts við aðra í sam- skiptum. Það þýðir ekkert að vera kröfuharður núna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú kemur miklu í verk og finnur fyrir krafti, einbeitingu og líkamlegri hreysti. Ekkert hreinsunarátak er þér ofviða í dag og allt á að ganga eins og smurt að þínu mati. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýtt ástarsamband fær hjarta þitt til þess að slá örar. Samskipti við smá- fólkið eru líka ánægjuleg. Leyfðu lítilli manneskju að hafa betur í viðureign sinni við þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki reyna að þröngva foreldri eða fjölskyldumeðlim til þess að vera sam- mála þér í dag. Steingeitin áttar sig alls ekki á því hvað hún er frökk og kraftmikil núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samræður við systkini og nágranna eru óvenju beinskeyttar og hrein- skilnar um þessar mundir. Ekki bregð- ast of harkalega við. Fólk finnur sig knúið til að leggja spilin á borðið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú freistast til þess að kaupa eitthvað án umhugsunar í dag. Höndin leitar ósjálfrátt í veskið og reiðir fram greiðslukortið. Hvernig væri að hugsa sig tvisvar um? Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú vilt að viðfangsefni þín séu gefandi og skemmtileg og ert einstaklega einlæg, vinnusöm og þrautseig manneskja í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú áttar þig ennfremur fyllilega á takmörk- unum þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Brúðkaup | Gefin voru saman 21. ágúst 2004 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni þau Esther Jökulsdóttir og Tómas Axel Ragn- arsson. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Ljósmynd/Ingvar Örn Sighvatsson Kvikmyndir Háskólabíó | Frönsk kvikmyndahátíð. Kl. 15, Langa Trúlofunin. Kl. 16, Marie-Jo og ástirnar tvær. Kl. 17.30, Langa Trúlofunin. Kl. 18, Peningabíllinn. Kl. 20, Langa Trúlof- unin, Bróðirinn. Kl. 22, Grjóthaltu kjafti. Kl. 22.30, Langa Trúlofunin. Leiklist Borgarleikhúsið | Lína Langsokkur, Belg- íska Kongó og Híbýli vindanna. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón- listararfur Íslendinga. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til –menn- ing og samfélag í 1200 ár. Opið kl. 11–17. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Hópþjálfun Gigt- arfélags Íslands er byrjuð aftur eftir jólafrí. Í boði eru mismunandi hópar, s.s. róleg leik- fimi, vefjagigtarhópar, bakleikfimi fyrir karlmenn og jóga. Þjálfunin fer fram í húsi GÍ að Ármúla 5. Nánari upplýsingar hjá GÍ. Íslenska Kristskirkjan | Nýtt Alfa- námskeið hefst nk. þriðjudagskvöld kl. 19 Uppl. og skrán. í s. 567 8800 frá kl. 13–17. Mímir-símennt ehf. | Jóhanna Kristjóns- dóttir heldur fimm kvölda námskeið um menningarheim araba sem hefst 20. jan. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Gallerí Banananas | Baldur Björnsson – Hefur þú upplifað geðveiki? Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð- ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gallerí Tukt | Kristjana Rós Guðjohnsen sýnir abstrakt olíumálverk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel – Ljós- myndir, skúlptúrar, teikningar og mynd- bönd. Sýning Guðríðar B. Helgadóttur á listsaumsmyndum lýkur í dag. Ókeypis að- gangur. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guðmunds- dóttir er myndhöggvari janúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí | Heimir Björgúlfs- son – Alca torda vs. rest. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar starfsstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíuljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð- ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004. Kjarval í Kjarvalssal. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Gengið niður Klapparstíg. Carnal Knowledge. Slunkaríki | Ívar Brynjólfsson – Bardaga- vellir. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sör- en Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins. Fundir Akóges-salurinn | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund kl. 17. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Árni M. Mathiesen og Guðjón Hjörleifsson og Guðmundur Hallvarðsson. Félagsheimilið Blönduósi | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur stjórnmálafund á morg- un kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hag- sæld. Framsögumenn: Sturla Böðvarsson og Birgir Ármannsson. Kaffi Krókur | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund kl. 15. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – auk- in hagsæld. Framsögumenn: Björn Bjarna- son og Einar Oddur Kristjánsson. Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna verður með opið hús þriðjud. 18. jan. kl. 20 í Skógarhlíð 8. Sigríður Eyjólfsd. og Hildur B. Hilmarsd. segja frá ráðstefnu sem þær sóttu í Ósló. Myndband um breytingar á nánum samskiptum, hjálpartæki o.fl. OA-samtökin | OA-samtökin verða 45 ára 19. janúar nk. Í tilefni af því verður opinn af- mælisfundur kl. 20.15, í Gula húsinu, Tjarn- argötu 20. Nánari uppl. www.oa.is. Slysavarnadeild kvenna | Fundur í Höllu- búð á þriðjudag kl. 20, vegna vorferðar til Prag 9.–16. júní nk. Fulltrúi frá Heims- ferðum mætir. Uppl. í s. 6953012. Viðvíkurkaffi | Sjálfstæðisflokkurinn held- ur stjórnmálafund á morgun kl. 17.30. Yf- irskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Sturla Böðvarsson og Birgir Ármannsson. Víkurskáli – Ströndin | Sjálfstæðisflokk- urinn heldur stjórnmálafund kl. 16. Yfir- skrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Geir H. Haarde og varafor- maður og Drífa Hjartardóttir. Þinghús-Bar | Sjálfstæðisflokkurinn held- ur stjórnmálafund kl. 19.30. Yfirskrift fund- arins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Björn Bjarnason og Einar Oddur Kristjánsson. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivist blótar þorr- ann á Leirubakka í Landsveit 28.–30. jan. Á laugardeginum verður farið í gönguferð og einnig verða jeppaferðir. Þátttakendur slá saman í þorrahlaðborðið á laugardags- kvöldið. Útivist verður með skíðaferð á Reykjanesskaga í dag. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Fararstjóri er Sylvía Kristjánsdóttir. Verð 2.100/2.500 kr. Ferðafél. Íslands | Göngugleði á sunnud. Mæting við Mörkina kl. 10, með nesti. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.