Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ O ft hefur sterk- ur sóknarleik- ur einkennt lið þau sem Viggó Sigurðsson hefur þjálfað í gegnum tíðina en að sama skapi hefur varnarleikurinn ekki verið eins öflugur. Nú bregður hins vegar svo við að Viggó virðist hafa tekið bæði sóknar- og varnarleikinn föstum tökum. Auk þess hefur átak verið gert í þjálfun markvarða, bæði með ráðningu Bergsveins Berg- sveinssonar, fyrrverandi landsliðs- markvarðar, í stöðu aðstoðarlands- liðsþjálfara, og með því að taka upp tímabundið samstarf við sænska markvarðaþjálfara. Einnig er ljóst að Viggó ætlar landsliðinu að leika fleiri afbrigði af varnarleik en áður. Allt þetta er afar jákvætt að mati Guðjóns Árnasonar. „Mér fannst svo sannarlega kominn tími til að hrista upp í varnarleik íslenska landsliðs- ins. Hann var á tíðum einhæfur og erfitt reyndist að brjóta hann upp og reyna annað. Mér finnst 3/3 vörnin vera mjög spennandi og ég hlakka til að sjá hvernig til tekst með hana. Við erum með marga unga snarpa menn til þess að leika þessa fram- liggjandi vörn og því er hún spenn- andi kostur. En á hinn bóginn er ljóst að landsliðið getur aldrei leikið hana frá upphafi til enda leikja, leik eftir leik, en það er spennandi kostur að geta beitt henni, komið á óvart, sprengt upp leiki. Ef vel tekst til getur vörn af þessu tagi skilað lands- liðinu mörgum hraðaupphlaupum,“ segir Guðjón sem líst vel á að sjá sinn gamla samherja úr FH, Berg- svein, í kringum landsliðið. Bergsveinn veit hvað hann er að gera „Bergsveinn veit nákvæmlega hvað þarf að gera í þjálfun mark- varða og samstarf hans við sænsku þjálfarana er nokkuð sem ég tel vera heillaskref. Ég efast um að sá mark- vörður sé til á landinu sem hafi búið sig betur undir leiki á sinni tíð en Bergsveinn. Hann var snillingur í að „lesa“ andstæðingana. Takist honum að miðla úr fróðleiksbrunni sínum og reynslu er ég ekki í vafa um að markvarslan á eftir að verða miklu betri en áður. Að mínu mati hafa markverðir verið mjög oft afskiptir, því miður, bæði hjá landsliðinu og fé- lagsliðum,“ segir Guðjón. „Með auk- inni þjálfun markvarða er sviðsljós- inu aðeins beint meira að þeim og um leið eykst vonandi sjálfstraust þeirra. Slíkt er aðeins af hinu góða. Það liggur í hlutarins eðli að auðvit- að þurfa markverðir séræfingar eins og aðrir,“ segir Guðjón sem væntir þess að áfram verði haldið á sömu braut við þjálfun markvarða. Bindur miklar vonir við Alexander Guðjón segist einnig binda miklar vonir við Alexander Petersson sem nú er loks orðinn löglegur með ís- lenska landsliðinu. „Alexander er með rosalega jákvætt og gott hug- arfar. Menn muna það hve hann lagði sig fullkomlega fram í leikina með Gróttu/KR þegar hann lék hér heima, alveg sama við hverja var verið að leika og hvort sem úrslitin skiptu miklu máli eða ekki. Alexand- er er tvímælalaust mjög öflug viðbót í íslenska landsliðið,“ segir Guðjón sem telur landsliðið vera afar vel mannað á hægri vængnum í sókn- arleiknum með Alexander, Ólaf Stef- ánsson og Einar Hólmgeirsson. „Einar er mjög ólíkur Ólafi og ég er viss um að Viggó á eftir að nota hann mikið. Einar hefur eflst mikið á síð- ustu misserum og með þessa þrjá menn á vinstri vængnum hefur liðið yfir mikilli breidd að ráða sem býður upp á mikinn fjölbreytileika í sókn- inni. Viggó tók hárrétta ákvörðun Markús Máni Michaelsson verður eflaust í eldlínunni á heimsmeistara- mótinu, tekur örugglega sæti í byrj- unarliðinu í sókninni í stöðu skyttu vinstra megin vallarins. Markús tek- ur þar með stöðu sem vafalaust var í upphafi hugsuð fyrir Jaliesky Garcia. Guðjón telur að brotthvarf Garcia þurfi ekki endilega að veikja landsliðið. „Markús lék vel í leikj- unum við Svía á dögunum og því held ég að Viggó hafi verið óhrædd- ur við að taka þá ákvörðun sem hann tók varðandi Garcia. Mér þykir sú ákvörðun vera hárrétt,“ segir Guð- jón og viðurkennir að fréttir af Garcia hafi verið of fyrirferðarmikl- ar í undirbúningi landsliðsins. „Þetta mál var allt hundleiðinlegt,“ segir Guðjón sem telur að Viggó hafi verið búinn að hreinsa loftið innan hópsins áður en endanleg ákvörðun um þátt- töku Garcia var ákveðin opinber- lega. „Ég efast ekki um að innan hóps- ins hafi Viggó verið búinn að vara menn við að svona gæti farið og sagt að ef ekki heyrðist frá Garcia innan ákveðins tíma þá væri hann úti. Það er pottþétt að hann var búinn að búa hópinn undir að svona gæti farið. Ef Garcia skilaði sér ekki í tíma þá væri málið dautt. Enda var Viggó undir það búinn eins og sást best á því að hann kallar undir eins í Vilhjálm Halldórsson til þess að fylla síðasta sætið í hópnum. Sendir skýr skilaboð til annarra leikmanna Garcia-málið á ekki að trufla hóp- inn á nokkurn hátt. Viggó gerði hár- rétt með því að eltast ekkert við manninn, þannig sendir hann skýr skilaboð, bæði þeirra sem eru í hópnum og eins þeirra sem bíða í dyragættinni eftir að komast inn í hópinn. Annaðhvort gefa menn kost á sér í landsliðið af heilum hug eða ekki, það verður ekki gengið á eftir einum né neinum, enginn er ómiss- andi,“ segir Guðjón. Hann telur að ekki skorti á sjálfs- traust innan íslenska landsliðsins þegar á hólminn verði komið í Túnis og það muni þar með bera eitt helsta einkenni Viggós sem þjálfara. Guð- jón hefur því engar áhyggjur þótt margir leikmenn liðsins hafi ekki langa og mikla reynslu af alþjóðleg- um handknattleik. „Ég er sannfærður um að íslenska liðið mun ná því markmiði á HM sem þjálfarinn hefur sett. Viggó fór þá leið að velja unga og efnilega leik- menn sem hann veit að eru tilbúnir að leggja sig fullkomlega fram í hvern leik. Leikmennirnir finna einnig sjálfir fyrir trausti þjálfarans og sú blanda tel ég að eigi að leiða til árangurs. Viggó hefur að undan- förnu byggt upp sjálfstraust hjá hverjum leikmanni fyrir sig og einn- ig í hópnum sem heild. Markverð- irnir hafa einnig verið markvisst byggðir upp,“ segir Guðjón sem tel- ur engan vafa leika á að íslenska landsliðið verði á tánum, tilbúið í slaginn þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í Túnis eftir viku. „Viggó taldi okkur hjá FH alltaf trú um það að við gætum allt, engin hindrun væri svo mikil að hún væri ekki yfirstíganleg, enda kom það í ljós og við náðum árangri. Leikmenn undir stjórn Viggós hafa alltaf verið tilbúnir að vaða eld og brennistein fyrir hann. Ég tel að leikmenn ís- lenska landsliðsins verði ekki und- antekning frá þeirri reglu þegar HM hefst, einbeitingin verður fullkomin hjá hverjum og einum og sem grenj- andi ljón mæta þeir til leiks. Ég hlakka því til þegar heimsmeistara- mótið hefst,“ segir Guðjón Árnason, fyrrverandi fyrirliði FH. Verða tilbúnir að vaða eld og brennistein „Mér fannst svo sannarlega kominn tími til að hrista upp í varnarleik íslenska landsliðsins. Hann var á tíðum einhæfur og erfitt reyndist að brjóta hann upp og reyna annað,“ sagði Guðjón Árnason, fyrrver- andi fyrirliði FH, í samtali við Ívar Benediktsson um undirbúning íslenska lands- liðsins í handknattleik fyrir HM en rétt vika er þar til flautað verður til fyrsta leiks Íslands. Morgunblaðið/Golli Róbert Gunnarsson, línumaðurinn snjalli, skorar mark í leik gegn Suður-Kóreu á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hann hefur leikið geysilega vel með landsliðinu að undanförnu og náð að fylla skarð Sigfúsar Sigurðssonar, sem er meiddur, a.m.k. í sókninni. Honum er ætlað stórt hlutverk á HM í Túnis. iben@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari og Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari hafa lagt nótt við dag í undirbúningi landsliðsins fyrir HM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.