Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í húsakynnum Hugarafls í Drápuhlíð 14 hitti ég að máli Önnu Sigríði Pálsdóttur, læknanema á þriðja ári, brosmilda og myndarlega stúlku. Ekkert í ytra útliti henn- ar eða hlýlegri framkomu bendir til hinnar gífurlegu baráttu sem hún hefur háð um langt árabil. Hún fæddist árið 1977 í Reykjavík og flutti kornung með foreldrum sín- um til Svíþjóðar, þar sem þau voru við nám og störf. „Þegar ég var sex ára skildu for- eldrar mínir. Faðir minn er hagfræð- ingur sem hefur starfað víða erlendis en móðir mín er í doktorsnámi í upp- eldis- og menntunarfræði. Ég tók skilnaðinum ekki illa, fannst miklu fremur spennandi að eiga tvö heimili, ég var búsett hjá móður minni en dvaldi oft hjá föður mínum og stjúpu. Ég er elsta barn foreldra minna og á einn albróður, þrjú hálf- systkini og tvö stjúpsystkini,“ segir Anna Sigríður þegar ég spyr hana um uppruna hennar og fjölskylduhagi. Hún getur þess ennfremur að hún sé ógift og barnlaus. Fyrsta þunglyndissveiflan „Ég var kátur krakki og þegar ég hugsa aftur man ég fyrst eftir þung- lyndissveiflu þegar ég var tólf ára. Ég hafði flutt ellefu ára með móður minni frá Gautaborg í Svíþjóð til Súðavíkur. Hún fékk þar gott starf og ég undi mér ágætlega þótt viðbrigðin væru óneitanlega mikil. En dvölin í Súðavík var ekki nema eitt ár, þá fluttum við til Reykjavíkur og ég fór í Langholtsskóla. Þar varð ég fyrir ein- elti sem ég tók mjög nærri mér. Ég var látin finna að litið væri niður á mig, hrækt á töskuna mína og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hvað krökkunum fannst að mér, fram að þessu hafði mér liðið ágætlega í skóla. Það gerði ástandið ekki betra að fólkið í kringum mig hafði mikið á sinni könnu. Hálfsystir mín, samfeðra, fæddist um þetta leyti og mamma var í mikilli vinnu. Mér fór smám saman að líða mjög illa og að mér tóku að sækja sjálfsvígshugsanir. En jafn- framt vonaðist ég eftir því nánast hvert kvöld að morguninn eftir myndi ég vakna glöð og kát og komast að raun um að öll þessi vanlíðan væri bara martröð. Ég sagði engum frá sjálfsvígshugsununum en mamma fann að mér leið illa og hafði samband við sérfræðing sem taldi að ég væri með „unglingaveiki“. Í vanlíðan minni fór ég að leita í sælgæti og tók að fitna, en áður hafði ég verið í kjörþyngd. Í desember þegar ég var í áttunda bekk skipti ég um skóla vegna einelt- isins en það breytti litlu, ég hafði þá myndað utan um mig hjúp – kærði mig ekki um að kynnast neinum, það var mótleikur minn gegn eineltinu. Ég fór í Ölduselsskóla og setti mig þar inn í visst hlutverk – að ég væri vitlausari en ég var. En eigi að síður fann kennarinn að ég gat meira en ég lét í veðri vaka. Hann hringdi í mömmu og sagði: „Anna Sigríður er nú bara talsvert klár.“ Mömmu kom það ekki á óvart, hún vissi að ég gat gert betur. Á þessum unglingsárum komst ég í vanlíðan minni að þeirri niðurstöðu að gaman gæti verið að vera í sveit. Ég svaraði því auglýsingu í DV og réð mig í vist sem barnapía á bæinn Stalla sumarið eftir 8. bekk. Þar kynntist ég Ísabellu og Pétri sem voru tveggja og sex ára. Ísabella litla svaf með mér í herbergi og tengd- ist mér sterkum böndum og það gerði Pétur líka. Móðir þessara systkina, sem kölluð er Lína, var mér mjög góð og er vinkona mín enn í dag. Ég fór til þessa vinafólks míns á páskum og ára- mótum næstu ár. Eftir þriðja sumarið í vistinni fór ég til pabba, sem þá bjó í Bretlandi, og leið þar vel. Ég aðlagaðist þar ágæt- lega félagslega, ég er nokkuð góð tungumálamanneskja, því ég ólst upp sem tvítyngd. Ég varð 16 ára í Bret- landi og kom svo heim til mömmu 18. desember, þetta var árið 1993. Jólin liðu hjá, við áttum hefðbundið að- fangadagskvöld og fórum í jólaboð en milli jóla og nýárs fór ég austur að Stöllum til að hitta Línu og krakkana. Ísabella var þá fjögurra ára og stökk upp í fangið á mér þegar ég kom. Hún kyssti mig og kyssti og sagði: „Ég get aldrei hætt!“ Pétur var orðinn átta ára, alveg dásamlegur drengur og mjög glaður að hitta mig. Þau höfðu eignast litla systur sem var nærri árs- gömul þegar þetta var. Við áttum rosalega fínt gamlárs- kvöld og svo fékk ég að fara á ball í sveitinni, ég var jú orðin 16 ára. Börnin tvö brunnu inni á nýársnótt Þegar ég kom heim um nóttina voru allir heima, börnin og foreldrar þeirra og einhverjir gestkomandi. Ég fór að þvo mér í framan og var inni á baðherbergi þegar ég heyrði hátt hljóð í reykskynjara og orðið „alelda“. Ég var alin upp í Svíþjóð, vissi að ég átti að skríða eftir gólfinu ef elds yrði vart, ég fór út úr baðherberginu og skreið um herbergin niðri til þess að athuga hvort ég fyndi einhvern, en ég fann engan og skreið aftur inn á bað- herbergið, þar sem ég hafði skrúfað frá krönunum. Ég vissi að ég væri að deyja og reyndi í veikburða örvænt- ingu að brjóta gluggann til að komast út. Það varð mér til lífs að strákur sem kom þarna að heyrði veikt bank og ákvað að brjóta gluggann. Hann dró mig út, ég skarst á brotunum og var orðin meðvitundarlaus. Á lögreglu- stöðinni á eftir var mér sagt að það hefði bjargað mér að ég skrúfaði frá krönunum, úr þeim kom súrefni. Þegar ég kom til meðvitundar var ég viss um að allir hefðu dáið og gjör- samlega bilaðist. Ég vissi að Pétur hafði verið uppi, ég hafði setið þar hjá honum þegar hann sofnaði, eftir að búið var að sprengja raketturnar, en ég vissi ekki hvar Ísabella hafði verið. Farið hafði verið með mig á næsta bæ, til vinkonu Línu, þar var mér sagt að barnanna væri saknað en aðrir hefðu bjargast. Ég vildi ekki horfast í augu við að börnin tvö hefðu dáið, ég ímyndaði mér að þau hefðu hlaupið upp í fjall – hitt var of sárt. Mamma og stjúpi minn sóttu mig og fóru með mig á slysadeild. Þar var gert að sárum mínum og ég svo send heim eftir rannsókn, með svefntöflu í poka og tíu róandi töflur, sem ég reyndar tók ekki. Fjórum dögum síðar tók ég stöðu- próf í ensku í MH og náði að sleppa við einn áfanga í ensku. Nokkru síðar hafði mamma sam- band við sálfræðing og hann lagði fyr- ir mig þunglyndispróf. Niðurstaðan var að ég væri haldin djúpu þunglyndi og var sett í fyrsta skipti á geðlyf, sem ég var reyndar ekki sátt við að taka. Ég hafði ekki tekið nein lyf fram að þessu og sjaldan neytt áfengis. Ég hafði oft séð hræðilega atburði í sjónvarpi og undrast að fólk skyldi komast í gegnum slíkt ósturlað. Nú var ég í þessum sporum og undraðist að ég skyldi ennþá vera ég sjálf – geta hugsað og ekki vera sturluð. Ég hafði hins vegar hræðilegt samviskubit yfir að ég skyldi lifa brunann af en ekki börnin. Mér fannst að ég hefði átt að geta gert eitthvað. Hvað – það gat ég svo sem ekki ímyndað mér. Þegar ég lít til baka skil ég að litlu mátti muna að ég brynni einnig inni. Seinna var mér sagt að það hefði kviknað í út frá rafmagni. Húsið fuðraði upp, enda úr timbri. Þunglyndið kom smám saman og ég vandist því að mér liði stöðugt illa, fyndist ég ömurleg og ljót og allt asna- legt sem ég sagði og gerði. Líklega hef ég verið erfið í meðferð því ég sagði lengi vel bara frá slysinu og forðaðist að tala um tilfinningar mínar að öðru leyti. Nú veit ég að það var ekki bara slysið sem olli þunglyndinu heldur röskun á efnaboðum í heilanum. Menntaskólaárin mín liðu þannig að ég mjatlaðist í gegnum námið, byrjaði á lyfjum og hætti á lyfjum. Ég gekk til sálfræðings en forðaðist að horfast í augu við sjálfa mig. Þegar ég var 17 ára ákvað ég að flytja að heiman strax þegar ég yrði 18 ára. Ég sagði mömmu þessa ákvörðun mína og hún mótmælti ekki, samband okkar var orðið heldur stirt, sennilega hef ég verið nokkuð erfið í umgengni á þessum tíma. Reyndi svefnlyf til að fyrirfara sér Sumarið 1996 fór ég að leigja með vinkonu minni en árið eftir flutti ég ein niður í miðbæ. Þá tóku að leita á mig þær hugsanir að ég vildi ekki lifa lengur. Ég sagði sálfræðingnum ekki frá þessum hugsunum, hún spurði mig þó um þetta en ég þrætti. Ég eyddi miklum tíma í að fara til sál- fræðings og segja „ég veit það ekki“ þegar hann spurði mig út úr. Árið 1997 reyndi ég í fyrsta skipti að fyrirfara mér, ég hafði þá verið á lyfjum í nokkur ár og tók nú mjög margar töflur af svefnlyfi sem mér hafði verið ávísað. Svo settist ég við að skrifa kveðjubréf til ástvina minna. En í miðjum skrifunum, meðan ég var að skrifa mömmu, fékk ég hræðilegt samviskubit yfir að hafa gert þetta og hringdi til hennar og sagði henni hvað ég hefði gert. Ég var flutt í ofboði á slysadeild, þar var dælt upp úr mér. Þarna vildi ég deyja. Eftir þetta var ég lögð inn á geð- deild og taldi mikil mistök að flytja mig þangað sem ég var, á geðdeild Landspítala, fannst ég fremur eiga heima á geðdeild Borgarspítalans. Eftir þetta tók við mikil barátta, – uppgjöf, vildi deyja, náði mér á strik í bili og svo uppgjöf á ný. Ég var mjög heppin að því leyti að á þessu skeiði kynntist ég mörgu frá- bæru fólki í heilbrigðisstéttum. Námsráðgjafinn minn í MH reyndist mér líka mjög vel, hann benti mér á góða stelpu til að tala við þegar mér fannst ég einmana í skólanum, hún kom mér inn í sinn vinahóp. Einnig fór ég í Rauða krossinn, þar sem ég gerð- ist mjög virk í starfi, stofnaði m.a. með vinkonu minni forvarnarhóp gegn kynsjúkdómum. Ég hef alltaf haft hneigð til þess að reyna að „bjarga heiminum“ – þegar mér líður sæmi- lega. Ég gerði tilraun til sjálfsvígs árið eftir og nokkrum sinnum síðar. En ég hef ekki gert neitt slíkt sl. fimm ár, þó svo ég veikist enn, fari í miklar lægð- ir.“ Endurtekin veikindi í kjölfar áfalla Anna Sigríður er í læknisfræði í Ungverjalandi, hvers vegna skyldi hún stunda læknisnám þar? „Árið 1998 tók ég með trompi, þá lauk ég tvöföldu námi þrátt fyrir að ég væri lögð inn á geðdeild um tíma. Mér tókst að ljúka stúdentsprófi eftir að hafa lokið 36 einingum síðustu önnina. Þá ákvað ég að fara sem au pair til Þýskalands. Ég lenti þar í árekstri við rútu með börnin sem ég gætti í aft- ursætinu. Ég hugsaði: „Nei, – ekki aftur.“ Börnin sluppu ósködduð og ég líka – að öðru leyti en því að ég fór heim og lagðist inn á geðdeild skömmu síðar. Ég hafði unnið oft við aðhlynningu og var ákveðin í að læra hjúkrun. Það sést ekki á mér að ég sé haldin ítrek- uðum þunglyndislægðum, svo mér hefur gengið vel að fá vinnu og ég er dugleg að vinna, læt mig ekki vanta nema ég sé á sjúkrahúsi. Læknanemar sem ég hafði unnið með ráðlögðu mér að fara fremur í læknisfræði en hjúkrun, sannfærðu mig um að það væri ekki svo miklu meira mál – ég skyldi bara drífa mig. Ég innritaðist í læknadeild HÍ og gekk þokkalega, miðað við ég hafði út- skrifast úr félagsfræðideild. Um jólin eftir prófin fór ég að vinna á vistheim- Tekst á við eigin ford Mikil veikindi og þungbær lífsreynsla hafa sett mark sitt á lífshlaup Önnu Sigríð- ar Pálsdóttur læknanema. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hana um sjúk- dóma og slys, – löngun hennar til þess að nýta erfiða reynslu sína öðrum til hjálpar og til að minnka fordóma. Morgunblaðið/Þorkell Anna Sigríður Pálsdóttir segist hafa verið kátur krakki, en man þó eftir sinni fyrstu þunglyndissveiflu við tólf ára aldur. ’Ég er m.a. greindmeð endurteknar djúpar þunglyndis- lægðir og athygl- isbrest í bland við ofvirkni og er á lyfj- um við hvoru tveggja.‘ ’Í haust hitti ég fyrirallra fordómafyllstu manneskjuna sem staðið hefur í vegi fyrir mér hingað til – sjálfa mig.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.