Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Maríus Guð-mundur Guð-
laugur Sigurjónsson,
fyrrverandi verslun-
arstjóri, fæddist á
Bláfeldi í Staðarsveit
á Snæfellsnesi 15.
febrúar 1920. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
4. janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sólveig Þórðardóttir
og Sigurjón Guð-
mundsson og eru þau
látin. Systkini Mar-
íusar voru samfeðra
Jón og sammæðra voru Herdís
Jónsdóttir og Þórður Jónsson og
eru þau öll látin.
Maríus kvæntist 10. júlí 1954
Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur
frá Öndverðarnesi á Snæfellsnesi.
Foreldrar hennar voru Jón Þor-
leifur Sigurðsson og Guðrún Jó-
hannesdóttir og eru þau bæði lát-
in. Börn þeirra Maríusar og
Ragnhildar Steinunnar eru Drífa,
f. 7. júlí 1952, maki Erlingur Jóns-
son, f. 29. júlí 1954. Sigurjón, f. 17.
apríl 1955, maki Alba Lucia Alv-
eras, f. 1. desember 1953, Jóhann,
f. 16. mars 1958, maki Þyri Magn-
úsdóttir, f. 20. mars 1958, Ragn-
hildur Steinunn, f. 29. nóvember
1960, d. 2. nóvember 1988, maki
Jón Þór Harðarson, f. 2 maí 1959,
Jón Þór, f. 14. júlí 1970, maki Alda
Úlfars Hafsteinsdóttir, f. 1. febr-
úar 1971. Maríus
eignaðist einn son,
Sigtrygg, f. 11. ágúst
1944, fyrir hjóna-
band. Barnabörnin
eru tólf og barna-
barnabörnin fjórtán.
Maríus ólst upp á
Bláfeldi til 15 ára
aldurs, þá fluttist
hann til Reykjavíkur
og vann margvísleg
störf, þ.m.t. sjó-
mennsku, bygging-
arvinnu og leigubíla-
akstur. Þau hjónin
fluttust til Keflavík-
ur í desember 1952. Hóf hann þá
störf á Keflavíkurflugvelli hjá
Esso ásamt bílstjórastörfum hjá
Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur.
Síðan gerðist hann sjálfstæður
verslunarrekandi til nokkurra ára
og lengst af starfaði hann sem
verslunarstjóri hjá Kaupfélagi
Suðunesja. Síðast starfaði hann
við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
sem húsvörður og varð hann að
hætta störfum vegna veikinda.
Maríus stundaði margvísleg fé-
lagsstörf og sat í mörgum stjórn-
um og nefndum og má þar nefna
Snæfellingafélag Suðurnesja,
Hestamannafélagið Mána, Stang-
veiðifélag Keflavíkur, Framsókn-
arflokk Keflavíkur og Verslunar-
mannafélag Suðurnesja.
Maríus var jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju 11. janúar.
Elsku afi.
Þegar þú sagðir mér fyrst að þú
værir orðinn þreyttur í hjartanu
og líkamanum horfði ég sakleys-
islega á þig og sagði ,,afi minn,
þegar ég verð búin með skólann
skal ég lækna þig“. Þú horfðir yf-
irvegaður í bláu augun mín og
kinkaðir kolli. Afi, þú varst alltaf
svo yfirvegaður og rólegur og ég,
þessi litla skotta sem þeyttist um á
sífelldri hraðferð inn í lífið, fann
fyrir ró og gleði þegar ég kom í
heimsókn til þín. Þú lást í leðursóf-
anum að lesa dagblaðið með brúna
teppið. Það var alltaf svo gaman að
koma og segja þér frá því sem ég
var að gera og það gladdi mig að
sjá hversu stoltur þú værir af því
eina sem blessuð dóttir þín hafði
skilið eftir sig.
Hana fékk ég aldrei að kveðja,
en nú veit ég að þú kemur góðri
kveðju til skila með þéttu faðmlagi
og eilífri ást.
Elsku afi, þetta ljóð er fyrir þig
Nú gengur þú inn um himnanna hlið,
ferðbúinn varstu, hjarta og hugur vildu
grið.
Fögur og brosmild fagnar hún þér,
fagrar minningar lifa í hjarta mér.
Hún er móðir mín – dóttir þín,
svo mikilfengleg að í himnunum hvín.
Nóttin mig huggar, nöpur, samt hlý,
er andar ykkar sameinast á ný.
Þín
Ragnhildur Steinunn.
MARÍUS
SIGURJÓNSSON
✝ Pétur Hallgríms-son fæddist á
Sandi í Neshreppi á
Snæfellsnesi 17. maí
1923. Hann lést á
LSH í Fossvogi 7.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hallgrímur Péturs-
son, f. 8.3. 1895, d.
24.2. 1932, og kona
hans Sólborg Sigurð-
ardóttir, f. 14.10.
1901, d. 23.4. 1997.
Systkini Péturs eru
Sigurður, f. 31.10.
1921, Gunnar, f. 25.7.
1927, Una, f. 28.6. 1930, Hrönn, f.
2.9. 1935, og Steinunn, f. 11.7.
1935.
Pétur kvæntist Guðnýju Jörg-
ensdóttur, f. 9.10. 1926, d. 5.11.
1993. Börn þeirra eru Hallgrím-
ur, f. 30.1. 1946, kvæntur Áslaugu
Haraldsdóttur,
Jörgen, f. 10.1. 1948,
var kvæntur Guð-
rúnu Benjamínsdótt-
ur, f. 14.2. 1957, d.
10.6. 1999, Jóhanna,
f. 29.7. 1949, gift
Rafni Guðmunds-
syni, Sólborg, f.
13.6. 1951, gift
Sturlu Jóhannes-
syni, Kristín, f. 17.9.
1953, gift Þóroddi
Gunnarssyni, Soffía,
f. 26.2. 1956, í sam-
búð með Arne Jóns-
syni, og Pétur
Guðni, f. 31.7. 1962, kvæntur
Önnu Soffíu Halldórsdóttur.
Barnabörn Péturs eru 26 og
barnabarnabörn 32.
Útför Péturs fór fram frá Ár-
bæjarkirkju fimmtudaginn 13.
janúar.
Elsku afi, nú ertu kominn í faðm
ömmu, sem lést 5. nóvember 1993,
aðeins 67 ára að aldri. Okkar hugg-
un er sú, að það er fagnaðarfundur.
Þar sem jólin eru nú nýafstaðin,
er okkur efst í huga jólin á Réttó,
hjá ykkur ömmu. Tilhlökkunin við
að fara til ykkar á aðfangadags-
kvöld var svo mikil. Við systur
varla búnar að rífa utan af seinasta
jólapakkanum undan jólatrénu
þegar við vorum komnar útí bíl.
Fannst okkur foreldrar okkar taka
sér ansi langan tíma í að taka sig
til og slökkva á kertaskreytingun-
um sem voru og eru ófáar. Ekki
furða að spennan var mikil, þú
tilbúinn með nikkuna þína að halda
jólaball fyrir barnahópinn þinn, á
meðan amma bar kræsingar á
borð.
Það var ekki bara á jólunum sem
var gaman að koma til ykkar, elsku
afi. Það var alveg sama hvaða dag-
ur var þegar okkur bar að garði,
þú tókst alltaf jafnvel á móti okkur.
Þú kenndir okkur að leggja kapal,
leyfðir okkur að róta í skrúfusafn-
inu þínu og spila á orgelið þitt. Já,
elsku afi þér var margt til lista lagt
og margs er að minnast.
Kveðjum við þig með söknuði.
Færðu ömmu koss frá okkur.
Þín barnabörn
Guðný, Jónína, Björk og Díana.
Elsku afi, nú hefur þú kvatt mig
sem aðra. Í sorginni hugga ég mig
við það að þér líður vel enda sestur
aftur við hlið ömmu. Minningar
mínar um ykkur eru allar ynd-
islegar. Að fá að fara til ykkar á
Réttó var frábært, að hlaupa í
faðm ykkar og fylgjast með hreyf-
ingum ykkar, já það var bara svo
gaman að fá að vera hjá ykkur afi
minn. Ég man mest eftir mér hjá
ykkur í Árbænum, þar var gott að
vera. Þegar ég kom hlaupandi inn
ganginn beiðst þú alltaf eftir mér
við hurðina, þegar inn var komið
voru alls kyns smákökubox opnuð.
Við settumst til að snæða úr þeim
ásamt undanrennu (sem var þá í
hálfbleikum pakkningum), já ég lét
mig hafa mjólkina þrátt fyrir að
finnast mjólk afar vond. En þegar
kökunum hafði verið rennt niður
vildi ég ólm spila, þú kenndir mér
að spila afa-pétur sem aðrir kalla
svarta-pétur, þú kenndir mér líka
að leggja afa-kapal, já þú kenndir
mér margt afi minn. Við spiluðum
líka saman á píanóið og þú spilaðir
á munnhörpu. Þú tókst mig með í
hvaða bæjarferð sem var og í eitt
skipti þegar við og amma fórum á
pósthúsið fyrir ein jólin að sleikja
frímerki birtist ljósmyndari á
staðnum og smellti af okkur mynd
sem seinna birtist í blaðinu, þetta
fannst mér frábært.
Já afi, stundir okkar eru eft-
irminnilegar og þá kannski sér-
staklega sú síðasta, það var 30.
desember þegar ég kom á spít-
alann til þín og færði þér inniskó
ásamt spítalamatnum, við spjölluð-
um svolítið saman og skemmtum
okkur vel. Mín síðustu orð til þín
voru: „Við sjáumst á nýju ári afi.“
Síðan kysstir þú mig bless. Ég
hafði ekki hugsað að ég fengi aldr-
ei aftur tækifæri til að vera hjá
þér.
En nú veit ég að þú hugsar vel
um ömmu og passar okkur hin. Þú
mátt líka vita að leyndarmnál okk-
ar verður ávallt geymt.
Þín
Jóhanna Rafnsdóttir.
Mig langar til að minnast hans
Péturs Hallgrímssonar afa míns,
hann lést á Landspítalanum Foss-
vogi 7. janúar sl.
Við fjölskyldan, ég mamma og
Magnús Pétur, vorum alltaf á jól-
unum á Réttó hjá ömmu og afa.
Mér fanst það alltaf gaman, sér-
staklega þegar afi spilaði fyrir okk-
ur á orgelið, harmónikuna eða
munnhörpuna.
Ég var mikið hjá ömmu og afa
þegar ég var lítil og eyddi heilu og
hálfu helgunum hjá þeim. Svo þar
sem ég átti heima í Njarðvík þá fór
ég oft með rútunni heim eftir
helgina. Þá fóru þau með mig í
sjoppuna til að kaupa nesti, svo
rölti afi um umferðarmiðstöðina og
fann stundum einhvern sem var að
fara með sömu rútu og ég og
spurði hvort ég mætti ekki sitja
hjá þeim. Mér fannst nú afi alltaf
hálf skrítinn að gera þetta, ég var
nú alveg nógu stór til að ferðast
ein. En svo þegar af stað var farið
var ég voða fegin að geta talað við
einhvern.
Ég var mjög mikil afastelpa og
vildi eiga hann helst útaf fyrir mig.
Einu sinni kallaði stelpa afa minn
afa. Þá sneri ég upp á mig og lét
hana vita að þetta var sko ekki afi
hennar heldur minn. Þá fór afi að
hlæja og sagði að hann gæti líka
verið afi hennar ef hún vildi! Nei,
ég átti þennan afa og við vorum
nógu mörg sem deildum honum
fyrir að það þurfti ekki einhver að
bætast í hópinn bara sisvona.
Hann afi var ekta afi. Besti afi í
heimi! Ég elska þig, afi, og á eftir
að sakna þín mikið.
Þín dótturdóttir,
Margrét Rósa.
PÉTUR
HALLGRÍMSSON
Elsku pabbi. Nú ertu laus úr
fjötrum veikinda sem léku þig
grátt síðustu árin. En þrátt fyrir
erfið veikindi varstu alltaf kátur
þegar við komum að heimsækja
þig og stutt í glettnina og góða
skapið.
Það sem situr eftir eru allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman í uppvexti eins og til dæmis
REYNIR
LÁRUSSON
✝ Reynir Lárussonfæddist í Reykja-
vík 27. október 1933.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 22.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Lárus Sig-
mundsson Knudsen,
f. 25. október 1891,
d. 24. ágúst 1968 og
Sigríður Jónsdóttir,
f. 4. mars 1895, d. 25.
maí 1987. Systkini
Reynis eru Hrefna, f.
1926, Sigmundur, f.
1928, Sigurður, f.
1930, Jón, f. 1932, d. 7. nóvember
1997 og Anna María, f. 1936.
Hinn 2. júní kvæntist hann
Huldu Hjaltadóttir 1957. Þau slitu
samvistum. Börn þeirra eru
Hjalti, f. 1958, Jóna Birna, f. 1960
og Arnar, f. 1965.
Reynir var jarðsunginn frá
Fossvogskirkju 10. janúar.
þegar þú komst heim
úr vinnunni og kall-
aðir Jú-hú. Þá hlupum
við öll fram til að
fagna þér því það var
alltaf svo glatt á
hjalla þegar þú komst
heim. Annað sem sit-
ur eftir í minningunni
voru allar skemmti-
legu ferðirnar til Hol-
lands og Spánar.
Það sem einna helst
einkenndi þig var góð-
semi þín við þá sem
minna máttu sín og
voru það ótal margir
sem leituðu til þín og nutu góðs af.
Ótal góðar minningar eru
geymdar í hjörtum okkar og þær
munum við alltaf eiga.
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glað-
ur, og þú munt sjá, að aðeins það, sem
valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft-
ur huga þinn, og þú munt sjá að þú græt-
ur vegna þess, sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum.)
Þegar við kveðjum þig er okkur
efst í huga hlýja og kærleikur. Nú
ertu búinn að fá hvíldina og laus
við allar þjáningar. Megi Guð
varðveita þig, elsku pabbi. Við
kveðjum þig með miklum söknuði í
hjarta.
Hjalti, Jóna Birna og Arnar.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Vönduð og persónuleg þjónusta
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen Sverrir Einarsson
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Oddur Bragason Guðmundur
Þór Gíslason
Fréttir á SMS