Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ HÖFUM verið síðustu miss- erin, erum og verðum enn um sinn, á þeim stað í hagsveiflunni þar sem bankaslysin eiga upp- tök sín. Þau birtast hins vegar vænt- anlega ekki fyrr en í næstu efnahagslægð, kannski eftir tvö til fjögur ár. Hvernig getum við brugðist við núna til að varast slysin? Við gerum það með margvíslegum hætti og setjum klár- lega styrk ofar stærð. Við förum varlega. En hvernig getum við lært það? Reynslan sýnir að ungt fólk á erfitt með að læra af reynslu annarra. Þeim ungu sýnist alltaf að aðstæður ein- mitt nú séu allt aðrar en áður hafa þekkst. Sár reynsla Norðmanna Frændur okkar Norðmenn eru okkur um margt líkir. Á árunum 1985–1990 fylgdist ég náið með norsku efnahagslífi og bankakerfi. Lánastarfsemin var gerð frjáls í Noregi um 1984. Vextir voru þá frádráttarbærir og leiddi þetta til neikvæðra raunvaxta eftir skatta. Jaðarskatturinn var nálægt 70%, svo hvatinn til að taka lán og fjár- festa var mikill. Bæði hlutabréfa- verð og íbúðaverð hækkaði umfram almennt verðlag vegna auðvelds að- gangs að lánsfé. Þá var gaman að vera Norðmaður. Stórfelldar lántökur heimilanna leiddu til aukinnar verðbólgu. Sápukúlu-áhrif urðu og þar kom að markaðsverðmæti voru mjög of- metin. Sápukúlur springa allar fyr- ir rest. Vextir voru hækkaðir til að slá á eftirspurn og voru í kjölfarið nálægt 20% um árabil. Kaupmáttur féll nú snögglega og verðbólga líka. Fjöldi einstaklinga varð gjaldþrota vegna hlutafjárkaupa sem fjár- mögnuð höfðu verið með lánsfé. Út- lánatöp tóku að vinda upp á sig 1986–87, fyrst vegna neyslulána. Hlutabréfaverð féll og atvinnulífið fór í niðursveiflu. Lánastofnanir reyndu að skuldbreyta til að kom- ast hjá tapi og stækka sig út úr kostnaðarvanda sínum. Hörð sam- keppni varð um útlán á kostnað nauðsynlegs vaxtamunar og trygg- inga. Í ljós kom síðar að fremur var um þenslu að ræða en raunveruleg- an vöxt. Áhættustýring og eftirlit var ófullnægjandi og hafði ekki fylgt eftir valddreifingu innan úti- búanetanna. Alþjóðlegar reglur um eiginfjárstöðu komu til sögunnar. Bönkum voru settar nýjar og strangar reglur um framlög á afskriftarreikninga og vaxtafrystingu van- skilalána. Óraunhæfar skuldbreytingar hættu og bankar urðu að ganga að veðum sín- um. Markaðsverðmæti fasteigna féll og út- lánatöp jukust enn. Skelfing greip um sig meðal skuld- ugra húseigenda og „panik-sala“ fasteigna hófst. Stjórnvöld drógu á þessum tíma í land með skattafríð- indi vegna íbúðalána, settu þak á frádráttinn og juku á vandann með tímasetningunni. Allir þessir þættir drógu mjög úr kaupmætti. Nýjar afskriftarreglur ollu því að bankarnir gengu að veð- um sem höfðu þá fallið mikið í verði og töpin urðu gífurleg. Eft- irspurnin dróst saman og atvinnu- leysi jókst mjög. Norsku stórbank- arnir stóðu loks uppi með skert eigið fé. Ríkisvaldið þurfti að koma til hjálpar með nýju hlutafé og gerði 70% niðurfærslu á eldra hlutafé að skilyrði, og það gekk eft- ir. Þessi atburðarás byrjaði 1985 og stóð í heil 8 ár, alveg fram til 1993 þegar verð eigna tók loks að hækka á ný. Í stað þess að hagkerfið næði mjúkri lendingu eftir vöxtinn snemma á áttunda áratugnum brot- lenti það. Barnalegur leikur með sápukúlur olli því að draumur breyttist í martröð. Mörg ár fóru forgörðum sem hefðu getað nýst til uppbyggingar, ef mjúk lending hefði náðst. Margt er líkt með skyldum. Ætli eigendur íslenskra banka eigi eftir að sjá eign sína gufa upp og verða afskrifaða undir lok þessa áratug- ar? Niðurstaðan kann að ráðast af því hvaða stefna verður rekin árin 2005 og 2006. Hagur hluthafa banka Arðsemi, vöxtur og stöðugleiki eru lykilþættirnir sem ráða hag hlut- hafa allra félaga. Greina verður aukningu sundur í þá sem er góð og er raunverulegur vöxtur og þá sem er slæm og við köllum þenslu. Vöxtur felst ekki í þenslu efnahags- reikningsins heldur í vexti bók- færðs eigin fjár. Sannur vöxtur krefst þess að ávöxtunarkröfu markaðarins sé mætt varðandi það eigið fé sem stendur að baki aukn- ingunni. Það er eina rétta leiðin til að tryggja langtímavöxt arð- greiðslna og er sú aukning sem skiptir hluthafana máli. Útlána- möguleikar eru þannig takmörkuð gæði, sem nýta þarf sem best. Eig- ið fé banka er ekki ókeypis eða ótakmarkað. Lánastofnanir sem halda áfram að þenja efna- hagsreikning sinn umfram vöxt eigin fjár lenda um síðir í vand- ræðum, því tæp eiginfjárstaða getur þá beinlínis hamlað útborg- unum á arði til hluthafanna, jafnvel á tímum þegar hagnaður er dágóð- ur. Ef það gerist fellur núvirði framtíðar arðgreiðslna og markaðs- verð hlutabréfanna þar með, eftir að hluthafarnir hafa uppgötvað vandann. Þensla efnahagsreikninga lánastofnana, t.d. með íbúðalánum með lágum vaxtamun og tæpum veðum, mun rýra markaðs- verðmæti þeirra. Við skulum reikna með að eigendur íslenskra banka eigi eftir að ná að gæta hags- muna sinna og þurfi því ekki að sjá eign sína gufa upp. Sjálfs er höndin hollust og sá veit gjörst hvar skór- inn kreppir sem ber hann á fæt- inum, enda er hver og einn sinnar gæfu smiður. Fyrst draumur, svo martröð Ragnar Önundarson fjallar um efnahagsmál ’Lánastarfsemin vargerð frjáls í Noregi um 1984. Vextir voru þá frá- dráttarbærir og leiddi þetta til neikvæðra raunvaxta eftir skatta.‘ Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og bankamaður. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þol- andinn í „Prófessorsmálinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélag- inu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 STÓRGLÆSILEG OG VEL HÖNNUÐ 130,3 FM ENDAÍBÚÐ Á 4. HÆÐ, ÁSAMT STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU, Í FALLEGU OG VIÐHALDSFRÍU FJÖLBÝLISHÚSI MEÐ LYFTU Á FRÁBÆRUM STAÐ Í REYKJAVÍK. Hol með ljósu parketi, innaf holi er geymsla. Stofa, borðstofa og eldhús í alrými. Í stofu og borðstofu er ljóst parket, en flísar í eldhúsi. Fallegar og vandaðar innréttingar og tæki í eldhúsi. Úr borðstofu er útgengt á góðar svalir. Horngluggi í stofu. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, tvö góð barnaherbergi og stórt hjónaherbergi, ljóst parket á gólfum. Baðherbergi flísalagt hólf í gólf, baðkar með sturtuklefa. Sérþvottahús er í íbúð. Í sameign er einnig geymsla. MJÖG GÓÐ EIGN Á VINSÆLUM STAÐ - AFAR VÖNDUÐ Í ALLA STAÐI. GÓÐ 4RA HERBERGJA RISÍBÚÐ Á 3. HÆÐ Í VESTURBÆNUM. Hol og gangur sem tengir öll herbergi íbúðarinnar. Í ganginum eru viðar- gólfborð og viðarparket á gólfi í svefnherbergjunum. Í eldhúsi er korkur á gólfi og eldri, sjarmerandi innréttingar. Stofan er björt með frábæru útsýni. Baðherbergi er með dúk á gólfi og baðkari með sturtu, lagt fyrir þvottavél og þurrkara. Geymsla er á loftinu fyrir ofan ganginn. Íbúðin er á eignarlóð og bílastæði fylgir. SNYRTILEG EIGN Á GÓÐUM STAÐ Í VESTURBÆNUM MEÐ FRÁBÆRU ÚTSÝNI. Verð 15,9 millj. Til leigu verslunar- og lagerhúsnæði á einum besta staðnum í bænum. Ca 400 m2 af vel skipulögðu nýju húsnæði á einum besta verslunarstað í bænum. Stór lagerhurð. Gott aðgengi viðskiptavina - mikið af bílastæð- um. Tilvalið fyrir flestan verslunar- og/eða heildsölurekstur. Nánari upplýsingar er að fá hjá Foss. BRÆÐRABORGARSTÍGUR - 4RA HERBERGJA SÓLTÚN - GLÆSILEG SKÚTUVOGUR - TIL LEIGU Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is VEGNA MIKILLAR SÖLU UPP Á SÍÐKASTIÐ VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR Í SÍMA 512 1212. Til leigu á Klapparstíg í Reykjavík Bjart og gott 139 m² skrifstofuhúsnæði í mikið endurnýjuðu steinhúsi í hjarta Reykjavíkur. Húsnæðið skiptist í tvö frekar stór opin vinnurými, fundarherbergi, kaffistofu og geymslu. Tölvulagnir í stokkum. Næg bíla- stæði á baklóð. Teikningar á skrifstofu. Hentar vel t.d. tölvufyrirtækjum, auglýsingastofum, sem vinnustofur o.fl. Mánaðarleiga kr. 153.000 og allt innifalið í leiguverði, þ.e. rafmagn, hiti, ræsting og öryggiskerfi. Sími 511 2900 Áhugasamir hafi samband við skrifstofu okkar eða Guðlaug í gsm. 896 0747. Hóll býður þig velkominn til að skoða einstaklega glæsilegt par- hús á tveimur hæðum, 214,4 fm, ásamt 26,6 fm bílskúr. Hurðir og gluggar eru úr maghóní. Húsið er klætt að utan með sjávarsteini frá Noregi. Þetta er eign sem er í miklum sérflokki. OPIÐ HÚS Í ASPARHVARFI 16 MILLI KL. 14 OG 16 Í DAG Sími 595 9000 Árni, sölumaður á Hóli, verður á staðnum (fs. 897 4693)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.