Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 23 Það fer kannski ekki vel áþví að hefja pistlaskrifnýja ársins með því aðlýsa áhyggjum sínum afframtíðinni. Þykir ef til vill fremur við hæfi að menn horfi fram á veginn fullir bjartsýni og láti sem það versta sé afstaðið og framundan bjartari tímar og betri heimur, fullur af uppfylltum draumum og efndum loforðum. En hvaða veg eiga menn að horfa fram á? Það er jú einu sinni eðli fram- tíðarinnar, að vera ekki til og þar afleiðandi beinlínis ósýni- leg. Það eina sem fast er í hendi er for- tíðin og þar með vegarslóðinn hlykkjótti sem við eigum að baki. Út frá stefnu hans, legu og færð getum við gert okkur hugmyndir um hvað bíður okkar, en meira er það nú ekki. Það er margt, bæði fagurt og ljótt, hægt að segja um farinn veg, en eitt nærtækasta atriðið varðandi eðli hans og áferð, síð- asta kastið, snýr að vali á leiðtog- um heimsins og það verður að teljast uggvænlegt. Svo sem öllum er kunnugt er áhrifamesti leiðtogi heims um þessar mundir forseti Bandaríkj- anna. Núverandi forseti var end- urkjörinn til fjögurra ára á ný- liðnu hausti. Mál hafa þróast svo í hans stjórnartíð að hann er ekki aðeins voldugasti leiðtoginn, held- ur einnig atkvæðamesti stríðs- herrann. Sér ekki fyrir endann á sífellt blóðugri átökum hers hans við vígasveitir innfæddra í landi, sem fæstir Bandaríkjamenn vissu að var til fyrir nokkrum mán- uðum (minnir óneitanlega á eitt- hvað, ekki satt?). Þetta eru viðbrögð hans við því ódæðisverki þegar nokkrir menn töldu það ávísun á eilífa sælu og heiður sér til handa að feta í fót- spor mestu heigla veraldarsög- unnar með því að myrða almenna borgara í þúsundatali um leið og þeir káluðu sjálfum sér hinn ell- efta september 2001. Eru þessi viðbrögð forsetans skynsamleg? Nei. Eru þau skilj- anleg mannleg viðbrögð manns við aðför að sér og sínum? Já. Við sem erum afkomendur fólks sem leit á blóðhefnd sem eðlilegan framgang réttlætisins skiljum vel skyndihuggunarmátt hefnd- arinnar. Það sem við eigum erfiðara með að skilja, a.m.k. mörg okkar, er að leiðtogi upplýstrar þjóðar skuli haga sér með þessum hætti. Og þarna er komið að áhyggjum þeim sem getið var um í upphafi varðandi framtíðina. Sú var tíð að leiðtogar heimsins (með nokkrum afdrifaríkum und- antekningum) báru yfirleitt af öðrum mönnum að mannkostum, voru fróðir, menntaðir af bókum og lífsreynslu, rökvísir, vel máli farnir, jafnvel skáld. Þau leiðtoga- efni sem ekki bjuggu yfir þessum mannkostum reyndu að öðlast þá eða raða kringum sig ráðgjöfum sem gátu fyllt í skörðin hjá þeim sjálfum. En nú er öldin önnur. Nú höfða frambjóðendur til voldugasta embættis heimsins einkum til frumstæðustu þáttanna í fari fólks eins og berlega kom í ljós í forsetakjörinu vestanhafs. Sá vann á endanum sem var minnst öðruvísi en almennur borgari. Og nota bene, ekki almennur borgari í stórborgunum, miðstöðvum framfara og þekkingar, heldur al- mennur borgari í sveitahér- uðunum. Sá frambjóðandi stóð uppi sem sigurvegari og heimsleiðtogi sem virtist ekki snjallari, ekki betur máli farinn, ekki þroskaðri en hvaða meðaljón sem er í biblíu- beltinu, með bókina góðu á nátt- borðinu og haglarann ofan við sætisbakið í pikkuppnum, tilbúinn að bægja frá sér hvaða votti af framandleika sem vera skal. Tilbúinn að verja sig og sína gegn illum öndum með alsjálfvirkum vopnum af mannskæðasta tagi ef hann telur það nauðsynlegt. Skilaboðin voru: Ekki kjósa þann sem heldur að hann sé eitt- hvað betri en þú, kjóstu mig, af því ég er jafn fávís, þröngsýnn og kirkjurækinn og þú. Er nema von að maður hafi áhyggjur af framtíð heimsins. Hún er á valdi þeirra sem tileink- uðu sér þessi skilaboð og gerðu skugga sinn að leiðtoga lífs síns. Og okkar. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Framtíð heimsins og haglarinn í pikkuppnum Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. febrúar Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra, og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þremur árum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri Sími: 461 1099 E N N E M M / S IA / N M 14 82 4 Lægsta verðið til Nú bók ar þú b eint á netin u á www.t errano va.is NÝTT Bókaðu núna og tryggðu þér flugfargjöld á ótrúlegum kjörum París Frá 24.390 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netbókun. München Frá 24.660 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netbókun. Düsseldorf Frá 24.430 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netbókun. * Flugfar aðra leið (Kef.-Orly / Kef.-Düs.) með sköttum. Netbókun. Frakkland Terra Nova er sönn ánægja að bjóða beint flug til Parísar, tvisvar í viku, með franska flugfélaginu Corsair. Við bjóðum uppá hótelgistingu í París og fleiri borgum Frakklands á góðum kjörum. París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, virða fyrir þér Monu Lisu í Louvre eða spranga um í Latínuhverfinu og njóta lífsins listisemda. Hér á rómantíkin heima. Þýskaland Terra Nova býður enn á ný flug með þýska flugfélaginu LTU til München og Düsseldorf. Þúsundir Íslendinga hafa notið þess síðustu árin að fljúga í beinu flugi með LTU til Þýskalands. Flogið er tvisvar í viku svo kostur er á stuttum helgarferðum og lengri skemmtiferðum. Báðar borgirnar eru ákjósanlegir upp- hafspunktar til ferðalaga um mið-Evrópu, Düsseldorf til vesturs og München til austurs. Borgirnar sjálfar eru líka spennandi og vel þess virði að heimsækja München, mögnuð og margslungin, Düsseldorf fjölbreytt og skemmtileg. París Frá12.150 kr. Düsseldorf Frá12.070 kr. Flug og bíll Frá 28.493 kr. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, til Düsseldorf með sköttum og bókunargjaldi. Bíll í viku. 20 05Frakklands Þýskalandsog * * Takmarkað sætaframboð á ódýrustu fargjöldunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.