Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ 15. janúar 1995: „Það er gagnlegt fyrir okkur Íslend- inga að kynnast sjónarmiðum Brians Tobins, sjávarútvegs- ráðherra Kanada, um hrun þorskstofnsins við Atlants- hafsströnd Kanada. Hann sagði m.a. í ræðu á ráðstefnu um viðreisn þorskstofnsins í fyrradag: „Mannleg mistök eru aðalástæðan fyrir því, að fiskistofnarnir innan lögsögu okkar eru nær að engu orðn- ir. Stjórnvöld í Kanada létu of lengi undan þrýstingi hags- munaaðila og leyfðu veiðar of lengi. Hefði verið gripið fyrr í taumana, hefði mátt bjarga miklu. Íslendingar geta því lært af mistökum okkar. Þeir verða að fara eftir þeim merkjum, sem felast í minnk- andi fiskistofnum og taka erf- iðar ákvarðanir í tíma. Ann- ars gæti farið jafn illa fyrir ykkur og okkur … Við erum ekki fyllilega vissir um það, hvað í raun og veru olli hruni fiskistofnanna, en okkur virð- ist, að allt, sem gat farið illa, hafi farið á versta veg. Við mennirnir eigum stóra sök og breytingar í náttúrunni hafa haft sitt að segja líka. Vís- indamenn við Kanada höfðu árum saman ofmetið stærð fiskistofna innan lögsögu okkar. Við leyfðum of mikla og allt of mikla veiði og fiski- mennirnir gengu illa um auð- lindina, fleygðu miklu af fiski í sjóinn og lönduðu fram hjá vigt. Því var árlegur afli mun meiri en skráður var. Fyrir vikið var vísindalegur grunn- ur fyrir stofnstærðarmati og ákvörðun um heildarafla rangur. Þannig voru menn í raun að grafa sína eigin gröf, jafnvel vísvitandi … “ . . . . . . . . . . 16. janúar 1985: „Á morgun, fimmtudag, mun miðstjórn Sjálfstæðisflokksins taka af- stöðu til þeirrar tillögu Þor- steins Pálssonar, flokks- formanns, að landsfundur sjálfstæðismanna komi sam- an í vor. Ekkert bendir til annars en tillagan verði sam- þykkt. Þar með skapast ný viðhorf innan Sjálfstæðis- flokksins. Þeir straumar sem sett hafa svip sinn á störf og stefnu flokksins undanfarna mánuði og meðal annars hafa brotist fram í óánægju með ríkisstjórnina og vangavelt- um um breytingar á mönnum í ráðherraembættum eiga nú eftir að falla í einn farveg við undirbúning landsfundar. Með því að gera tillögu um landsfund og skýra frá því með jafn afdráttarlausum hætti og í Morgunblaðinu í gær að ekki yrði breytt um sjálfstæðismann í ríkisstjórn- inni hefur Þorsteinn Pálsson dregið skýrar línur innan Sjálfstæðisflokksins og gagn- vart Framsóknarflokknum. Bollaleggingar um breyt- ingar á ríkisstjórninni nú eiga upptök hjá framsókn- armönnum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ér á þessum vettvangi var fyrir viku fjallað um mik- ilvægi þess fyrir okkur Íslendinga að líta svo á, að náin samskipti við Bandaríkin yrðu lykilat- riði í utanríkispólitík okk- ar fram eftir 21. öldinni með svipuðum hætti og þau voru á síðari hluta 20. aldarinnar en þó á öðrum forsendum. Til upprifjunar: Bandaríkin ruddu brautina fyrir stofnun lýð- veldis á Íslandi 17. júní 1944 með því að verða fyrst þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæði okk- ar. Bandaríkin höfðu nokkrum árum áður tekið að sér með samningum að tryggja öryggi þjóðar- innar í heimsstyrjöldinni síðari með því að senda hingað fjölmennt herlið sem tók við af hernáms- liði Breta. Bandaríkin tóku að sér varnir Íslands í kalda stríðinu með varnarsamningnum sem gerður var 1951. Bandaríkin tryggðu okkur sigur í öllum þorskastríðum við Breta og nokkrar aðrar Evrópuþjóðir með því að taka í taumana þegar í óefni var komið. Bretar hafa áratugum saman litið svo á að á milli þeirra og Bandaríkjamanna væri sérstakt samband, „special relationship“, sem þeir hafi byggt utanríkisstefnu sína á, eftir að stórveldis- dögum Breta lauk endanlega með lyktum Súez- stríðsins 1956. Með ekki síðri rökum má segja að á milli okk- ar og Bandaríkjamanna hafi verið „sérstakt samband“ frá stríðslokum sem hafi verið einn af hornsteinum íslenzkrar utanríkisstefnu. Rök- semdafærsla Reykjavíkurbréfs fyrir viku var sú að af okkar hálfu ættum við að leggja áherzlu á að halda því sérstaka sambandi áfram, hvað sem liði gagnrýni á Bandaríkjamenn nú vegna Íraks- stríðsins. Svipaðar umræður komu raunar upp á dögum Víetnamstríðsins en fengu ekki jafnmik- inn hljómgrunn hér á þeim tíma vegna kalda stríðsins og augljósrar ógnunar frá Sovétríkj- unum. En þá má spyrja: er yfirleitt einhver sérstök ástæða til fyrir okkur Íslendinga nú um stundir að vera aðilar að einhverjum bandalögum með öðrum þjóðum? Er okkur ógnað? Krefjast hags- munir okkar þess að við leitum skjóls hjá öðrum þjóðum eins og Bandaríkjamönnum? Búum við ekki í friði hér í Norður-Atlantshafi? Grundvallarsvarið við þessari spurningu er auðvitað að enginn er eyland, við getum ekki lif- að ein og yfirgefin án samskipta við aðrar þjóðir. Þau samskipti leiða svo af sér ýmis álitamál varðandi viðskiptalega og pólitíska hagsmuni, sem valda því að við þurfum á góðum samskipt- um við aðrar þjóðir að halda. Jafnvel voldugasta þjóð heims þarf á slíkum samskiptum við aðrar þjóðir að halda. Kannski má segja að samskipti okkar við Norðurlandaþjóðirnar um þessar mundir séu skýrt dæmi um mikilvægi þess fyrir okkar eigin hagsmuni að rækta garðinn okkar vel í þessum efnum. Náin samskipti við aðrar Norðurlandaþjóðir hafa á undanförnum áratugum verið annar lyk- ilþátturinn í utanríkispólitík okkar. Þau hafa að hluta til verið pólitísk en aðallega menningarleg. Við höfum notið góðs af þessum samskiptum. Okkur hefur verið tekið vel þótt við byggjum við sérstöðu vegna fjarlægðar. Nú má spyrja, hvort við höfum ræktað garð- inn okkar nógu vel í samskiptum við aðrar Norð- urlandaþjóðir. Með auknum efnum okkar Íslend- inga hafa íslenzk fyrirtæki smátt og smátt fært út kvíarnar. Að vísu höfðu íslenzk flugfélög lengi starfað á Norðurlöndum og um skeið voru hörð átök á milli Loftleiða og SAS í Ameríkuflugi. Ís- lenzk skipafélög hafa líka lengi stundað siglingar á milli Íslands og annarra Norðurlanda. Kaup- mannahöfn hefur lengi verið meðal stærstu „ís- lenzku“ bæja vegna þess fjölda Íslendinga sem þar búa og kannski má nú orðið líta á Eyrar- sundssvæðið sem eina heild í þeim efnum. Síðustu árin hafa ný íslenzk fyrirtæki hafið starfsemi á öðrum Norðurlöndum. Þar hefur Kaupþing og síðar KB banki verið fremstur í flokki en í kjölfarið hafa fylgt Baugur og síðar Ís- landsbanki. Þegar Baugur, Straumur og samstarfsaðilar keyptu Magasin de Nord fyrir nokkrum vikum komu viðbrögðin í Danmörku Íslendingum mjög á óvart. Íslendingar í Danmörku upplifðu þau á þann veg að þau væru mjög harkaleg og nei- kvæð. Sumir þeirra a.m.k. töldu að eitt af leið- andi dagblöðum í Danmörku, Berlingske Tid- ende, hefði farið hamförum gegn þessum kaupum og Íslendingum yfirleitt. Í framhaldinu hefur komið upp á yfirborðið í einkasamtölum við Íslendinga sem búa í Danmörku sú tilfinning að Danir líti niður á Íslendinga, eins og þeir gerðu fram eftir síðustu öld. Athyglisvert er að upplifun Kaupþingsmanna (nú KB banka) var svipuð þegar þeir hófu inn- reið sína í sænskt viðskiptalíf. Í einkasamtölum lýstu þeir viðtökunum á þann veg að þeir hefðu ekki verið teknir alvarlega, það hefði verið litið niður á þá og að þeir hefðu jafnvel orðið að berja í borðið og segja: herrar mínir. Það vill svo til að við eigum þetta fyrirtæki og við ráðum! Í ljós kom við nánari athugun að lífsreynsla forráða- manna sumra annarra íslenzkra fyrirtækja hafði verið svipuð í samskiptum við sænsk fyrirtæki. Þessi dæmi sýna að hagsmunir okkar í sam- skiptum við aðrar þjóðir geta verið margvíslegir og að það hlýtur að vera markmið íslenzkrar utanríkisstefnu á 21. öldinni að greiða fyrir því að íslenzkir kaupsýslumenn geti starfað við eðli- legar aðstæður í öðrum löndum. Í þessu tilviki varðandi Norðurlöndin bendir fengin reynsla til þess að íslenzku sendiráðin á Norðurlöndum hafi verk að vinna. Við höfum lit- ið svo á að í samskiptum okkar við önnur Norð- urlönd léki allt í lyndi en um leið og þess verður vart að íslenzkir kaupsýslumenn, sem vilja at- hafna sig þar, lendi í mótvindi sýnist ástæða til að íslenzku sendiráðin þar auki kynningarstarf sitt. Bæði Dönum og Svíum þarf að vera ljóst að við höfum vaxið úr grasi, við erum komnir út úr moldarkofunum, við erum ekki lengur „bara“ fiskimenn og að við kunnum ýmislegt fyrir okkur sem að gagni má koma bæði fyrir okkur og aðra. Það gæti verið gagnlegt fyrir sendiráð Íslands í Danmörku að efna til fundar með Íslendingum þar í landi og kynnast viðhorfum þeirra í þessum efnum. Það er líka nauðsynlegt fyrir sendiráðin á öllum Norðurlöndunum að auka verulega sam- skipti við viðskiptalífið í þessum löndum. Hin ís- lenzka útrás til Norðurlandanna er sennilega rétt að hefjast. Ísland og Evrópa Nú má spyrja í ljósi þess sem um var rætt á þessum vettvangi fyrir viku, hvort ekki sé eðlilegra að við beinum athygli okkar að Evr- ópu fremur en að Bandaríkjunum. Hin menning- arlegu og pólitísku tengsl okkar í gegnum ald- irnar hafi verið við Evrópuríkin, þar séu helztu markaðir fyrir útflutningsafurðir okkar og þess vegna sé eðlilegast að við eflum tengsl okkar við Evrópuríkin. Að ekki sé talað um það ágrein- ingsefni, hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Auðvitað er ljóst að við lítum á okkur sem Evrópuþjóð. Auðvitað er ljóst að við hljótum að leggja áherzlu á að efla tengsl okkar við Evr- ópuríkin og tryggja að þau séu góð. En Evrópa ræður ekki heiminum. Að vísu er Evrópusambandið að verða gífur- lega öflug eining á heimsvísu. Og eftir því sem aðildarríkjum þess fjölgar verður það enn sterk- ara. Styrkur ESB er hins vegar fyrst og fremst efnahagslegur. Og að því leyti er Evrópusam- bandið komið langt með að standa jafnfætis Bandaríkjunum. Zbigniew Brzezinski, sérfræðingur í alþjóða- málum í Washington og fyrrum ráðgjafi í Hvíta húsinu, færir rök að því í bók sinni The Choice, sem vitnað var til hér fyrir viku, að Evrópusam- bandið sem heild gæti ógnað stöðu Bandaríkj- anna á heimsvísu ef samstaða tækist um það inn- an þess að byggja upp herveldi sem stæði hinu bandaríska ekki að baki. ESB-ríkin hafi peninga til þess, en skorti hins vegar pólitíska samstöðu. Hann bendir á að slíkt Evrópusamband gæti tekið við hlutverki Bandaríkjamanna í Miðaust- urlöndum og ýtt þeim þar til hliðar vegna margra alda pólitískra, menningarlegra og við- skiptalegra tengsla Evrópuríkjanna við Miðaust- urlönd. Hann bendir á að hið sama gæti gerst í Rómönsku Ameríku vegna aldagamalla tengsla sumra Evrópuríkja og þá ekki sízt Spánverja og Portúgala við spænskumælandi þjóðir þar. Við slíkar aðstæður mundu áhrif Bandaríkjanna tak- markast við Norður-Ameríku og Kyrrahafs- svæðið, en þar er áhrifum Bandaríkjanna nú þegar ógnað af bæði Japönum og Kínverjum sem byggja markvisst upp herafla sinn og þá ekki sízt flota sinn og munu áður en langt um líð- ur verða öflugir aðilar að valdakerfinu í Kyrra- hafi. Brzezinski telur hins vegar ólíklegt og nánast útilokað að Evrópusambandið taki þessa stefnu og miklu líklegra að Bandaríkin og ESB-ríkin myndi áfram bandalag sín í milli sem verði horn- steinn heimsfriðar á næstu áratugum. Líklegt sé að aðildarríkjum Evrópusambandsins til austurs muni fjölga stöðugt, þótt hann telji að vísu ólík- ALCOA OG UMHVERFISMAT Í fyrradag sagði Tómas Már Sig-urðsson, forstjóri Alcoa-Fjarða-áls, í samtali við Morgunblaðið, að Alcoa íhugaði nú í kjölfar dóms Hér- aðsdóms Reykjavíkur að ráðast sem fyrst í gerð nýs umhverfismats fyrir ál- verið og að það verði komið í gang hver svo sem niðurstaða Hæstaréttar verði í málinu. Um þetta sagði Tómas Már Sigurðs- son: „Við erum ekkert hrædd við mat á umhverfisáhrifum og munum undirbúa það svona til vara. Hefðum við þurft að framkvæma nýtt umhverfismat værum við búnir að því. Hins vegar teljum við dóminn byggja á misskilningi og mun- um áfrýja honum.“ Þetta er rétt afstaða hjá Alcoa. Fyr- irtækið á strax að hefja undirbúning að umhverfismati fyrir álverið í Reyðar- firði. Jafnvel þótt niðurstaða Hæsta- réttar yrði á annan veg en héraðsdóms væri með slíku umhverfismati búið að útiloka endalausar ásakanir á hendur Alcoa og íslenzkum stjórnvöldum næstu árin og draga úr tortryggni, sem ella mundi grafa um sig. Vonandi verður þetta niðurstaða Al- coa. TENGSLIN VIÐ KÍNA Halldór Blöndal, forseti Alþingis,hefur að undanförnu verið í op- inberri heimsókn í Kína ásamt varafor- setum þingsins. Ýmsir kunna að spyrja, hvort heimsóknir af þessu tagi þjóni einhverjum tilgangi. Svarið er að stundum skipta þær engu máli en í vissum tilvikum hafa þær mikla þýð- ingu. Ræktun samskipta við Kína hefur mikla þýðingu. Raunar hafa háttsettir kínverskir ráðamenn verið mjög dug- legir við að sækja okkur Íslendinga heim á allmörgum undanförnum árum. Hvergi í heiminum er jafnmikill hag- vöxtur og í Kína um þessar mundir. Raunar má segja að þar hafi orðið ein- hvers konar sprenging í efnahagsmál- um. Þeir sem til Kína koma standa agn- dofa frammi fyrir því sem þeir sjá og heyra. Þetta er augljóslega undarlegt sam- félag þar sem saman fer stóraukið frelsi í viðskiptum og atvinnulífi en jafnframt tilraun kommúnistaflokksins í Kína til að halda uppi gömlum stjórnarháttum. Ganga má út frá því sem vísu að kommúnisminn í Kína muni smátt og smátt deyja út og frjálslegri stjórnarhættir taka við. Nú þegar eru vísbendingar um að ís- lenzk atvinnustarfsemi sé að skjóta rótum í Kína. Líklegt má telja að mikil aukning verði í þeim efnum á næstu ár- um og áratugum. Kína er dæmi um ríki þar sem heimsóknir stjórnmálamanna geta skipt sköpum um, hvort athafna- menn geta fylgt í kjölfarið. Þess vegna skipta heimsókn forseta Alþingis og varaforseta nú, og opinber heimsókn forseta Íslands síðar á þessu ári, máli. Þeir ryðja brautina. ÓHUGNANLEGAR NIÐURSTÖÐUR Fyrir nokkrum dögum var frá þvískýrt að um 62% ungs fólks, á aldrinum 18–20 ára, hefðu verið boðin fíkniefni. Þetta eru óhugnanlegar nið- urstöður. Þær benda til þess að þrátt fyrir mikla viðleitni til að koma í veg fyrir að fíkniefni komist inn í landið hafi þeir sem að því starfa ekki haft erindi sem erfiði. Og er með þeim orð- um alls ekki gert lítið úr viðleitni þeirra. Þetta er í sjálfu sér sama sag- an og alls staðar um heiminn. Dreif- ing fíkniefna virðist byggjast á svo fullkomnu kerfi glæpasamtakanna að engin leið sé að stöðva hana. Það er þó jákvætt í niðurstöðum þessara rannsókna að þrátt fyrir að svo stórum hluta ungs fólk stóðu fíkniefni til boða voru aðeins 13% sem höfðu neytt þeirra. Það er vísbending um að forvarnarstarf er að skila ár- angri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.