Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UPPHAF máls er að á fundi í
stjórn Rafveitu Hafnarfjarðar 25.
janúar 2001flutti Gunnar Hilm-
arsson tillögu um kosningu vinnu-
hóps til að undirbúa hvernig minn-
ast skyldi á eftir-
minnilegan hátt
frumkvöðulsstarfs Jó-
hannesar Reykdals og
100 ára afmælis raf-
magns í Hafnarfirði
árið 2004. Hópinn
skipuðu Albert Krist-
insson, Jón Gestur
Hermannsson, Sig-
urður G. Ólafsson og
Viktor Björnsson, Al-
bert Albertsson frá
Hitaveitu Suðurnesja
hf. var boðaður á
fyrsta fund nefnd-
arinnar og alla fundi upp frá því.
Hópurinn tók sér fljótlega vinnu-
heitið Reykdalsfélagið. Margar
skemmtilegar hugmyndir komu
fram á þessum fundum m.a. útgáfa
frímerkis, endurbygging virkjunar
í Hafnarfirði, reisa minnismerki og
margt fleira. Hinn 18. janúar 2002
fjölgaði í hópnum þegar Jónas
Guðlaugsson, Gunnar Hilmarsson
og tveir afkomendur Jóhannesar
Reykdals, þau Lovísa Christiansen
og Jóhannes Einarsson skólastjóri,
gengu til liðs við hópinn. Félagar
voru því næst frá upphafi einhuga
um að þegar fram liðu stundir og
hugmyndir hefðu þroskast frekar
og þeim komið í verk þá yrði form-
legt félag stofnað. Fljótlega var
haft samband við bæjarstjórn
Hafnarfjarðarbæjar og Hitaveitu
Suðurnesja hf. og þeim kynntar
hugmyndir félagsins, sem frómt
frá sagt fengu strax afar góðar við-
tökur.
Á vordögum 2003 skipaði Hafn-
arfjarðarbær rafafmælisnefnd sem
skyldi sjá um að koma nokkrum af
hugmyndum Reykdalsfélagsins í
framkvæmd. Rafafmælisnefndina
skipuðu þeir Lúðvík Geirsson og
Magnús Gunnarsson frá Hafn-
arfjarðarbæ, Albert Albertsson frá
Hitaveitu Suðurnesja hf., Albert
Kristinsson og Viktor Björnsson
frá Reykdalsfélaginu og Jóhannes
Einarsson frá afkomendum Jó-
hannesar Reykdals. Nefndin fékk
til liðs við sig Björn Inga Sveins-
son verkfræðing, sem verið hefur
verkefnisstjóri við endurbyggingu
virkjunarinnar í Hamarskots-
læknum, en í þetta verkefni var
ákveðið að ráðast.
Virkjunarframkvæmdir sem eru
endurgerð miðlunarlóns og stíflu,
aðveitustokkur og að-
veituhús í undir-
göngum Lækjargötu
sem hýsir hverfil og
rafala standa nú yfir.
Hitaveita Suðurnesja
hf. greiðir endurgerð
lóns og stíflu og Hafn-
arfjarðarbær greiðir
stöðvarhúsið í undir-
göngunum og allan
svæðisfrágang. Reyk-
dalsfélagið þakkar
Hafnarfjarðarbæ og
Hitaveitu Suðurnesja
hf. af heilum huga fyr-
ir það frumkvæði og þá framsýni
sem birtist í því fjárfreka verkefni
sem virkjunin er. Á afmælisdaginn
hinn tólfta desember síðastliðinn
færði Samorka Hafnarfjarðarbæ 9
kW hverfil af Francis gerð ásamt
rafala. Hverfillinn var smíðaður á
Vélaverkstæðinu Árteigi í Köldu-
kinn. Þetta mikilvæga framlag til
virkjunarinar er afar dýrmætt þar
sem saman fer íslensk hönd og ís-
lensk list og fyrir það er Reykdals-
félagið afar þakklátt. Hugmyndir
Reykdalsfélagsins og rafafmæl-
isnefndarinnar eru að sem flestir,
fyrirtæki, stofnanir, hið opinbera
og verkmenntaskólar leggi verk-
efninu lið með vinnu og eða fjár-
magni. Vonast er til og gert ráð
fyrir að hagstæð verktakavinna
bjóðist og að kennarar og nem-
endur verkmenntaskólanna annist
uppsetningu vélbúnaðar og alla
smíðavinnu. Með þessum hætti
verður framkvæmdin mun verð-
mætari en ella, persónuleg eign
margra, fær aukið fordæmis- og
uppeldisgildi og opnar augu ungs
fólks, sem að framkvæmdinni
koma fyrir upprunanum, úr hvaða
jarðvegi það er sprottið og hversu
mikilvægt það er að halda minn-
ingunni á lofti og hafa frumkvæði,
vinna með haus og hönd og leysa
sjálfur sín byrðarbönd. Ákveðið
hefur verið að þann 18.janúar 2005
verði Reykdalsfélagið formlega
stofnað og verður leitast við að
hafa stofnendur sem allra flesta.
Eftir formlega stofnun mun félagið
leita eftir fjölþættum stuðningi við
verkefnið svo því ljúki sem fyrst
og það nýtist til þjálfunar og
kennslu í verkmennt og í frum-
kvöðlafræðslu.
Ómótaðar hugmyndir Reykdals-
félagsins um notkun virkjunar-
innar:
Virkjunin er eign Hafnarfjarð-
arbæjar og heitir Reykdalsvirkjun
og lónið Reykdalslón. Iðnskólanum
í Hafnarfirði verði falinn rekstur
og viðhald virkjunarinnar, sem
gerir skólanum kleift að nota hana
frjálst og óheft til rannsókna og
kennslu,einnig verði öðrum iðn-
verkmennta- tækniskólum og há-
skólum boðin þátttaka. Virkjunin
og þessir skólar verði formlega
skilgreindir sem hyrningasteinar
Skírorku. Í Skírorku eru stundaðar
rannsóknir, þróun og kennsla á
eðli og vinnslu hreinna orkulinda.
Leiðarljós Skírorku er að efla
frumkvæði og sjálfsöryggi ungs
námsfólks, æskan taki virkan þátt í
þróun líðandi stundar, laða fram
brautryðjendahugsun, efla um-
hverfisvitund, skapa „vetnisvitund“
fólks, stuðla að sjálfbærri þróun ís-
lesks samfélags öðrum til fyrir-
myndar.
Fundinn verði staður og aðstaða
í næsta nágrenni við virkjunina til
framleiðslu á vetni úr rafmagni
virkjunarinnar þar sem t.d. færu
fram rannsóknir á mögulegri notk-
un þess.
Skólarnir léti nemendur sína
hanna og smíða nokkra fjarstýrða
vetnisbáta til notkunar á Reykdals-
lóni, einnig yrðu hannaðir og smíð-
aðir nokkrir „vetniskassabílar“ til
notkunar í leik og kennslu.
Tilgangurinn einn er að efla
frumkvæði og áræðni, æskan taki
virkan þátt í þróun líðandi stundar.
Rekstur og rannsóknir á lóninu
(en þetta er eitt fárra uppistöðu-
lóna sem staðsett er inn í miðju
bæjarfélagi), símælingar vatns-
rennslis, veðurmælingar og frost-
stingull, aurburðarmælingar, gróð-
ur- og lífríkismælingar einnig gæti
lónið nýst til margs konar
straumfræðitilrauna.
Rekstur rennslisstokks rennsl-
ismælingar, straumfræðimælingar
líkana o.fl.
Rekstur hverfilsamstæðu, raf-
fræðilegar mælingar, mekanískar
mælingar, rennslis og fallhæð, inn-
takslokur, reglun o.fl.
Viðhald og upptekt vélbúnaðar,
hjárás við stokk, hverfill, leið-
iskóflur, ásþétti, legur, rafali,
stjórnbúnaður o.fl (sýnikennsla, til-
raunir og breytingar).
Eins og sést af þessari upptaln-
ingu þá eru hugmyndirnar margar
og bíða þær þess að þeim og öðr-
um sambærilegum verði hrint í
framkvæmd.
Reykdalsfélagið –
Reykdalsvirkjun
Viktor Björnsson fjallar um
rafveitur í Hafnarfirði
’Virkjunarframkvæmd-ir sem eru endurgerð
miðlunarlóns og stíflu,
aðveitustokkur og að-
veituhús í undirgöngum
Lækjargötu sem hýsir
hverfil og rafala standa
nú yfir.‘
Viktor Björnsson
Höfundur er vélfræðingur.
Opið hús í dag frá kl. 14-16. Hlynur og Ingibjörg taka vel á móti fólki.
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Glæsileg 2ja herbergja íbúð á jarðæð með sérverönd í vönduðu húsi í
Vesturbænum. Björt parketlögð stofa og mjög stórt hjónaherbergi. Flísa-
lagt baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Sérverönd í suður. Góð stað-
setning í grónu hverfi.
BÁRUGRANDI 5
OPIÐ HÚS Í DAG
Vegna mikillar sölu undanfarið vantar
okkur einbýlishús, raðhús og parhús
víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm einbýlishús á
Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir.
Einbýlishús, parhús eða raðhús í Grafarvogi óskast
- 26-45 millj.
Óskum eftir húsi í Grafarvogi með góðu sjávarútsýni.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir.
Hús við sjóinn óskast
Arnarnes - Skerjafjörður - Seltjarnarnes. Hús á bilinu 300-400 fm skv.
ofangreindri lýsingu óskast. Staðgreiðsla.
Sérhæð við Hvassaleiti, Stóragerði eða Háaleitishverfi
óskast
Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð á ofangeindum svæðum. Góðar
greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Kjartan.
Sérhæð í Hlíðunum óskast
Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir.
„Penthouse“ í miðborginni óskast - Staðgreiðsla
Óskum eftir 200-250 fm „penthouse“-íbúð eða (efstu) sérhæð í
miðborginni eða í nágrenni hennar. Rétt eign má kosta 40-60 millj.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir.
Sérhæð við miðborgina óskast
Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 fm hæð sem næst miðborginni.
Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir.
3ja herb. íbúð í vesturbæ óskast
(svæði 101 eða 107)
Nánari uppl. veitir Óskar.
Fjársterkir aðilar óska nú þegar eftir
góðu skrifstofuhúsnæði í Reykjavík
Stærðir: 1.000 fm, 400 fm og 200 fm. Þeir sem
hafa áhuga á að selja hafi vinsamlega samband
við Sverri Kristinsson eða Óskar Harðarson.
Sverrir Kristinsson,
löggiltur fasteignasali.
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 - Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali
Mjög vandað tveggja hæða einbýlishús á hornlóð
með samþykktri 61 fm aukaíbúð með sérinngangi á
jarðhæð og innbyggðum bílskúr, alls um 360 fm.
Mjög rúmgott og vel skipulagt hús sem hefur alla tíð
fengið gott viðhald. Fallegur garður og einstök veð-
ursæld. Stór steypt verönd út frá efri hæðinni.
Gott útsýni yfir Elliðaárdalinn og til Esjunnar.
EINBÝLISHÚS MEÐ AUKAÍBÚÐ VIÐ BYGGÐARENDA
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið