Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Vísað til yfir-deildar Dóms-mála-ráðherra hefur vísað máli Kjartans Ásmundssonar til yfir-deildar Mann-réttinda-dómstóls Evrópu. Kjartan var sjómaður og missti allan rétt til boóta vegna breytinga á lögum 1992 og 1994. Kjartan vildi fá bætur og málið fór fyrir Mannréttinda-dómstólinn sem dæmdi honum í vil. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt mál fer til yfir-deildarinnar. Fíkni-efni út um allt? 6 af hverjum 10 ung-mennum á aldrinum 18–20 ára hafa verið boðin fíkni-efni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var gerð fyrir ríkis-lögreglu-stjóra. Oftast voru fólki boðin fíkni-efni í partíum, á skemmti-stöðum og í mið-bænum. Flestir svarendur höfðu fengið einhvers konar fræðslu um fíkni-efni hjá lögreglunni. Lands-fundur í vor? Samfylking heldur senni-lega lands-fundinn sinn í vor. Það stóð til að halda hann í haust. Mörgum þykir betra að hafa hann í vor. M.a. út af formanns-kosningum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson ætla að öllum líkindum bæði að bjóða sig fram til formanns. Eiður fyrirliði Eiður Smári Guðjohnsen var fyrir-liði Chelsea í fyrsta skipti í vikunni. Í leiknum sigraði Chelsea 3. deildar liðið Scunthorpe. Þetta var í bikar-keppninni. Eiður lagði upp 1 mark í leiknum og skoraði annað. Stutt SIGRÍÐI Árnadóttur hefur verið sagt upp störfum. Hún var frétta-stjóri á Stöð 2 og Bylgjunni. Íslenska útvarps-félagið lokaði einnig útvarps-stöðvunum X-inu, Skonrokki og Stjörnunni. Þær skiluðu ekki hagnaði. Í kringum 10 manns var sagt upp út af því. Núna reka Norður-ljós 4 útvarps-stöðvar. Aðdáendur rokksins þurfa þó ekki að hafa áhyggjur. Ný rokkstöð er komin í loftið. Hún heitir X-FM 91,9. Matthías Már Magnússon verður dagskrár-stjóri. Hann var áður á X-inu. Sigríði sagt upp störfum Morgunblaðið/Árni Torfason Rokkið er ekkert að deyja. NEYÐAR-HJÁLP úr norðri hefur nú staðið í nokkra daga. Þetta er lands-söfnun. Mannúðar-samtök, fjölmiðlar, lista-menn og fyrir-tæki hjálpast að. Peningarnir eiga að fara í að aðstoða fólk sem lenti í flóð-bylgjunni í Asíu. 5 mannúðar-samtök munu nota peningana í neyðar-hjálp og upp-byggingu á næstu árum. Verið að opna skóla Hjálpar-starf er komið á fullan skrið. Talið er að í kringum 160.000 manns hafi dáið í ham-förunum. Núna er verið að reyna að opna skóla og koma daglegu lífi í gang. Á mörgum stöðum eyði-lögðust skólar og kennarar dóu. Víða er kennt undir berum himni. Í Aceh-héraði í Indónesíu var samið um vopna-hlé til þess að auðvelda hjálpar-starf. Þar hefur geisað borgara-styrjöld. Meira en 100.000 manns dóu þar út af flóð-bylgjunni. Hjálpar-starf er núna farið að bera árangur. Reuters Aceh-hérað í Indónesíu varð illa úti í ham-förunum. Neyðar-hjálp úr norðri JALIESKY Garcia mun ekki leika með karla-lands-liðinu í hand-bolta. Liðið er að fara að keppa á heims-meistara-móti í Túnis. Garcia var valinn í hópinn og átti að mæta til Gauta-borgar í byrjun janúar til að æfa. Hann fór hins vegar til Kúbu vegna fráfalls föður síns og lét ekkert heyra frá sér. Viggó Sigurðsson er þjálfari lands-liðsins. Hann var afar ósáttur við fram-komu Garcia. Hann valdi Vilhjálm Halldórsson í liðið í staðinn. Garcia leikur ekki með lands-liðinu ÁLVERIÐ á Reyðar-firði þarf að fara í umhverfis-mat. Þetta er niður-staða Héraðs-dóms Reykja-víkur. Alcoa sér um byggingu álversins. Áður ætlaði Norsk Hydro að byggja enn stærra álver í Reyðar-firði. Þá fór fram umhverfismat. Skipulags-stofnun ákvað að það þyrfti ekki að fara fram annað mat vegna álvers Alcoa. Umhverfis-ráðherra staðfesti það. Hjörleifur Guttormsson kærði þessa niður-stöðu. Hann er fyrrverandi iðnaðar-ráðherra. Í dóminum kemur fram að álver Alcoa noti aðrar mengunar-varnir en Norsk Hydro ætlaði að gera. Norsk Hydro ætlaði að nota vot-hreinsi-búnað en Alcoa ætlar að nota þurr-hreinsi-búnað. Þetta gerir það að verkum að það fer miklu meira flúoríð og brenni-steins-díoxíð út í andrúms-loftið. Dómurinn segir að það sé ekki hægt að líta framhjá þessu. Bygging álversins heldur samt áfram. Umhverfis-ráðuneytið og Alcoa ætla að áfrýja dóminum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Álverið sem á að rísa við Reyðar-fjörð þarf að fara í umhverfis-mat. Álverið í umhverfis-mat MAHMOUD ABBAS er nýr forseti Palestínu. Hann vann forseta-kosningarnar fyrir viku síðan. Niður-staðan er talin auka líkur á friði milli Ísrael og Palestínu. Það eru talsmenn í Evrópu-sambandinu, Rúss-landi og í Banda-ríkjunum sammála um. Ísraelar fögnuðu líka niður-stöðunni. Ariel Sharon er forsætis-ráðherra Ísraels. Hann hefur óskað eftir fundi með Abbas við fyrsta tækifæri. Nýr forseti í Palestínu Mahmoud Abbas FÁR-VIÐRI geisaði í Norður-Evrópu síðustu helgi. 14 manns dóu. Veðrið lék Svía verst. Þar dóu 7 manns. Tjónið nam um 4,6 milljörðum króna. Þá féllu jafnmörg tré og eru felld með skógar-höggi á 4 árum. Í Danmörku létust 4 og í Bretlandi 3. Hundruð þúsunda heimila voru rafmagns-laus. Fár-viðri í Evrópu Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.