Morgunblaðið - 16.01.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 16.01.2005, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Vísað til yfir-deildar Dóms-mála-ráðherra hefur vísað máli Kjartans Ásmundssonar til yfir-deildar Mann-réttinda-dómstóls Evrópu. Kjartan var sjómaður og missti allan rétt til boóta vegna breytinga á lögum 1992 og 1994. Kjartan vildi fá bætur og málið fór fyrir Mannréttinda-dómstólinn sem dæmdi honum í vil. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt mál fer til yfir-deildarinnar. Fíkni-efni út um allt? 6 af hverjum 10 ung-mennum á aldrinum 18–20 ára hafa verið boðin fíkni-efni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var gerð fyrir ríkis-lögreglu-stjóra. Oftast voru fólki boðin fíkni-efni í partíum, á skemmti-stöðum og í mið-bænum. Flestir svarendur höfðu fengið einhvers konar fræðslu um fíkni-efni hjá lögreglunni. Lands-fundur í vor? Samfylking heldur senni-lega lands-fundinn sinn í vor. Það stóð til að halda hann í haust. Mörgum þykir betra að hafa hann í vor. M.a. út af formanns-kosningum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson ætla að öllum líkindum bæði að bjóða sig fram til formanns. Eiður fyrirliði Eiður Smári Guðjohnsen var fyrir-liði Chelsea í fyrsta skipti í vikunni. Í leiknum sigraði Chelsea 3. deildar liðið Scunthorpe. Þetta var í bikar-keppninni. Eiður lagði upp 1 mark í leiknum og skoraði annað. Stutt SIGRÍÐI Árnadóttur hefur verið sagt upp störfum. Hún var frétta-stjóri á Stöð 2 og Bylgjunni. Íslenska útvarps-félagið lokaði einnig útvarps-stöðvunum X-inu, Skonrokki og Stjörnunni. Þær skiluðu ekki hagnaði. Í kringum 10 manns var sagt upp út af því. Núna reka Norður-ljós 4 útvarps-stöðvar. Aðdáendur rokksins þurfa þó ekki að hafa áhyggjur. Ný rokkstöð er komin í loftið. Hún heitir X-FM 91,9. Matthías Már Magnússon verður dagskrár-stjóri. Hann var áður á X-inu. Sigríði sagt upp störfum Morgunblaðið/Árni Torfason Rokkið er ekkert að deyja. NEYÐAR-HJÁLP úr norðri hefur nú staðið í nokkra daga. Þetta er lands-söfnun. Mannúðar-samtök, fjölmiðlar, lista-menn og fyrir-tæki hjálpast að. Peningarnir eiga að fara í að aðstoða fólk sem lenti í flóð-bylgjunni í Asíu. 5 mannúðar-samtök munu nota peningana í neyðar-hjálp og upp-byggingu á næstu árum. Verið að opna skóla Hjálpar-starf er komið á fullan skrið. Talið er að í kringum 160.000 manns hafi dáið í ham-förunum. Núna er verið að reyna að opna skóla og koma daglegu lífi í gang. Á mörgum stöðum eyði-lögðust skólar og kennarar dóu. Víða er kennt undir berum himni. Í Aceh-héraði í Indónesíu var samið um vopna-hlé til þess að auðvelda hjálpar-starf. Þar hefur geisað borgara-styrjöld. Meira en 100.000 manns dóu þar út af flóð-bylgjunni. Hjálpar-starf er núna farið að bera árangur. Reuters Aceh-hérað í Indónesíu varð illa úti í ham-förunum. Neyðar-hjálp úr norðri JALIESKY Garcia mun ekki leika með karla-lands-liðinu í hand-bolta. Liðið er að fara að keppa á heims-meistara-móti í Túnis. Garcia var valinn í hópinn og átti að mæta til Gauta-borgar í byrjun janúar til að æfa. Hann fór hins vegar til Kúbu vegna fráfalls föður síns og lét ekkert heyra frá sér. Viggó Sigurðsson er þjálfari lands-liðsins. Hann var afar ósáttur við fram-komu Garcia. Hann valdi Vilhjálm Halldórsson í liðið í staðinn. Garcia leikur ekki með lands-liðinu ÁLVERIÐ á Reyðar-firði þarf að fara í umhverfis-mat. Þetta er niður-staða Héraðs-dóms Reykja-víkur. Alcoa sér um byggingu álversins. Áður ætlaði Norsk Hydro að byggja enn stærra álver í Reyðar-firði. Þá fór fram umhverfismat. Skipulags-stofnun ákvað að það þyrfti ekki að fara fram annað mat vegna álvers Alcoa. Umhverfis-ráðherra staðfesti það. Hjörleifur Guttormsson kærði þessa niður-stöðu. Hann er fyrrverandi iðnaðar-ráðherra. Í dóminum kemur fram að álver Alcoa noti aðrar mengunar-varnir en Norsk Hydro ætlaði að gera. Norsk Hydro ætlaði að nota vot-hreinsi-búnað en Alcoa ætlar að nota þurr-hreinsi-búnað. Þetta gerir það að verkum að það fer miklu meira flúoríð og brenni-steins-díoxíð út í andrúms-loftið. Dómurinn segir að það sé ekki hægt að líta framhjá þessu. Bygging álversins heldur samt áfram. Umhverfis-ráðuneytið og Alcoa ætla að áfrýja dóminum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Álverið sem á að rísa við Reyðar-fjörð þarf að fara í umhverfis-mat. Álverið í umhverfis-mat MAHMOUD ABBAS er nýr forseti Palestínu. Hann vann forseta-kosningarnar fyrir viku síðan. Niður-staðan er talin auka líkur á friði milli Ísrael og Palestínu. Það eru talsmenn í Evrópu-sambandinu, Rúss-landi og í Banda-ríkjunum sammála um. Ísraelar fögnuðu líka niður-stöðunni. Ariel Sharon er forsætis-ráðherra Ísraels. Hann hefur óskað eftir fundi með Abbas við fyrsta tækifæri. Nýr forseti í Palestínu Mahmoud Abbas FÁR-VIÐRI geisaði í Norður-Evrópu síðustu helgi. 14 manns dóu. Veðrið lék Svía verst. Þar dóu 7 manns. Tjónið nam um 4,6 milljörðum króna. Þá féllu jafnmörg tré og eru felld með skógar-höggi á 4 árum. Í Danmörku létust 4 og í Bretlandi 3. Hundruð þúsunda heimila voru rafmagns-laus. Fár-viðri í Evrópu Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.