Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 27 Gólfefnaval ehf Faxafeni 10 108 Reykjavík Sími 517 8000 Fax 517 8008 golfefnaval@golfefnaval.is www.golfefnaval.is Sturtuklefar Gólfefnaval TILBOÐ kr. 139.000 – áður 178.800 kr. Fr um 04 12 10 74 TILBO Ð! Tæknilegar upplýsingar Teg.: OLS 8009 Dyr eru úr álramma með 5 mm öryggisgleri Toppur, botn og bak úr Acry/ABS/Acry plasti Botn er styrktur með trefjaplasti Krani er með keramik–stimpli Stafrænt stjórnborð Sími með hátalara FM útvarp með hátalara Tengill fyrir geislaspilara Hita og tímastillir Ósón–sótthreinsun Gufurafall Höfuðsturta og handsturta með barka Fótanudd Nuddstútar (6 stk.) Spegill, ljós og vifta Tækin koma frá Kína og eru framleidd fyrir evrópumarkað skv. evrópskum/þýskum kröfum, ISO 9001 staðli og eru CE vottuð. Þau eru seld í yfir 50 löndum í flestum heimsálfum, við mjög góðar móttökur. Blöndunartækin eru framleidd af sama aðila og framleiðir sturtuklefana. ISO 9001 er alþjóðlegur staðall yfir gæðakerfi sem gerir strangar kröfur til fyrirtækja um verklag og framleiðsluvörur, þessa vottun þarf að endurnýja á 6 mánaða fresti og er strangt eftirlit með því. Uppsetningarþjónusta. Viðgerðarþjónusta. Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í símum 587 3800 og 899 2959. Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) hef- ur sótt um sótt um leyfi til banda- ríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsins til að hefja klínískar rannsóknir á frumlyfinu DG041 gegn æðakölk- un. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, í frétt frá fyrirtæk- inu í gær að því er hann viti best sé frumlyfið DG041 fyrsta lyfið sem er þróað út frá niðurstöðum erfðarannsókna á algengum sjúk- dómi. Þetta er líka fyrsta lyfið sem ÍE hefur þróað alfarið upp á eigin spýtur með því að nota þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur komið sér upp til lyfjaþróunar. Gert er ráð fyrir að fyrstu klín- ísku lyfjaprófanirnar á lyfinu muni hefjast á fyrri hluta þessa árs, ef tilskilin leyfi fást hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitinu. DG041 er lítil lyfjasameind af nýjum lyfjaflokki sem beint er gegn æðakölkun í fótum og er ætl- að til inntöku í töfluformi. Samkvæmt upplýsingum frá ÍE hafa forklínískar rannsóknir sýnt að frumlyfið DG041 hindrar starf- semi EP3-viðtaka boðefnisins prostaglandíns E2 og kemur í veg fyrir samloðun blóðflagna af völd- um þess. „EP3-viðtakinn var skilgreindur sem lyfjamark í æðakölkun út frá niðurstöðum erfðarannsókna fyr- irtækisins. Þær sýndu að breyti- leiki í erfðavísi sem geymir upp- lýsingar um byggingu EP3- viðtakans tengist aukinni hættu á æðakölkun í fótum,“ segir í frétt frá ÍE. Mjög spennandi Haft er eftir Kára að mikil þörf sé á nýjum meðferðarúrræðum gegn æðakölkun og er DG041 sér- tækt lyf sem beint er að líffræði- legum orsökum sjúkdómsins. „Mér finnst þetta vera mjög spennandi verkefni sem sýnir hversu fljótt við getum breytt grunnuppgötvun í erfðafræði í nýtt lyf,“ sagði hann. Að sögn Kára hefur EP3-við- takinn sem ÍE hefur verið að vinna með sem lyfjamark einnig eitthvað að segja í því hvernig menn skynja sársauka. Hefur ÍE þess vegna líka verið að kanna möguleikann á því að lyfjaefni sem hafa áhrif á starfsemi EP3-viðtak- ans megi nota til að meðhöndla viðvarandi sársauka, í staðinn fyrir lyf sem hindra starfsemi svo- nefnds COX-ensíms og önnur skyld verkjalyf. Æðakölkun í fótum, svonefndur útæðasjúkdómur, hrjáir um 10% fullorðinna í vestrænum löndum og yfir 20% þeirra sem komnir eru yfir sjötugt. Sótt um leyfi til rannsókna á frumlyfi gegn æðakölkun Fyrsta lyfið sem ÍE hefur þróað upp á eigin spýtur KROSSGÁTUBÓK ársins 2005 er nýkomin út. Hún er 68 síður að stærð og eru lausnir birtar aftast í bókinni. Þetta er 22. árgangur krossgátu- bókarinnar. Útgefandi er ÓP útgáf- an. Eins og undanfarin ár er for- síðuteikningin eftir Brian Pilk- ington og sýnir hún nóbelsskáldið ráða krossgátu. Krossgátubókin fæst á öllum helstu blaðsölustöðum landsins. Í frétt frá útgefanda segir að hún njóti sífellt meiri vinsælda og í fyrra hafi hún nánast verið uppseld. Krossgátubók ársins komin út VEGNA samþykktar sveitarstjórn- ar Eyjafjarðarsveitar um samein- ingu sveitarfélaga í Eyjafirði frá 5. janúar síðastliðnum vill Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri lýsa yfir eftirfarandi: „Í samþykkt sveitarstjórnar Eyja- fjarðarsveitar um sameiningu sveit- arfélaga í Eyjafirði frá 5. janúar s.l. er að finna alvarlegar ásakanir á hendur RHA vegna skýrslunnar „Eyfirðingar í eina sæng?“, sem ekki er hægt að láta hjá líða að svara. Sveitarstjórnin telur óheppilegt að skýrsluhöfundar kynni skýrsluna ítrekað á opinberum vettvangi og tjái um leið afstöðu sína til málefn- isins. Rannsóknastofnun HA vísar þess- um ásökunum algerlega á bug, enda hefur einungis farið fram einn kynn- ingarfundur fyrir fréttamenn um efni hennar. Var sá fundur ákveðinn og boðaður í samráði við Stýrihóp um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð, en í honum situr m.a. fulltrúi Eyjafjarðarsveitar. Sveitar- stjórn hefði því átt að vera þetta full- ljóst. Aukinheldur hafa skýrsluhöf- undar hvergi, hvorki í skýrslunni né í kynningu á henni, tekið afstöðu til þess hvort sameina eigi sveitarfélög- in eða ekki. Slík vinnubrögð tíðkast ekki og hafa ekki tíðkast við Rann- sóknastofnun HA. Þessar ásakanir sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar falla því algerlega um sjálfar sig. Það er alvarlegt mál að liggja und- ir ásökunum um hlutdrægni og trún- aðarbrest og harmar Rannsókna- stofnunin að kjörnir fulltrúar sveitarfélags sendi frá sér svo alvar- legar ásakanir að óathuguðu máli.“ Vísar ásökunum um hlut- drægni á bug Í FRÉTT í Morgunblaðinu á fimmtudag um æfingabraut fyrir vélsleðaakstur var sagt að Lexi, margfaldur Íslandsmeistari í snjó- krossi, héti fullu nafni Alexender Már Kárason. Hið rétta er að Lexi heitir Alexander Kárason og er beð- ist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.