Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 31 UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hefur um- ræða um launagreiðslur verktaka við Kárahnjúka orðið háværari með hverjum deginum sem líður. Forusta ASÍ ásakar Impregilo, ítölsku verk- takana við Kára- hnjúka, um að þeir greiði svo skamm- arlega lág laun að eng- ir starfsmenn, hvorki íslenskir né evrópskir, fáist til starfa. Impregilo bendir á þá staðreynd að þeir greiði þau laun sem um hafi verið samið á al- menna vinnumark- aðnum, hvorki hærri né lægri og fari þar af leiðandi algjörlega eft- ir íslenskum lögum. Þar með er Impregilo komið með rök fyrir innflutningi á allt að 300 verkamönnum frá Kína. Rök Impregilo eru að það fái ekki það vinnuafl sem það þarf við umsamda verkáætlun sem þó er orðin langt á eftir upphaflegri áætlun. Hver hefur hreðjatak á hverjum? Ekki fæst upp gefið tap Landsvirkj- unar náist ekki að framleiða raf- magn á þeirri stundu sem upp- haflega var ráðgert. Impregilo hefur með öðrum orðum hreðjatak á Landsvirkjun sökum þess að upp- haflegar verkáætlanir, útboðsgögn og rannsóknir Landsvirkjunar hafi ekki staðist. Landsvirkjun bendir á að tap þeirra komi til með að verða til þess að skattar landsmanna hækki til muna, þar sem það eru jú Íslendingar sem eru ábyrgir fyrir verkinu. Landsvirkjun hefur því hreðjatak á ríkisstjórninni. Íslend- ingar eru þar með komnir í klípu sem ekki er séð fyrir endann á. Verkalýðshreyfingin fjöregg þjóðarinnar Íslendingar tapa en verktakar og Kínverjar græða á þeim kjarasamn- ingum sem aðildarfélög ASÍ hafa staðið fyrir, þ.e. samningum um lág- markslaun. ASÍ-menn segja að ekkert sé að marka lágmarkslaunin, það hafi aldrei átt að nota þau. Laun séu nefnilega allt önnur í raun og veru, þ.e. svokölluð markaðslaun. Um þau gilda engir kjarasamningar. Skýtur þetta ekki skökku við – verkalýðs- samband sem gefur sig út fyrir að vera nokkurs konar launalögregla atvinnurekenda þegar launakröfur annarra stétta eru á borðum. Hvað var það sem ASÍ sagði þegar kennarar stóðu í sinni kjarabaráttu? Er það gleymt og grafið? Ég held ekki. Í máli ASÍ og annarra sam- herja þeirra var því haldið fram að allir kjarasamningar yrðu lausir fengju kennarar meira en aðild- arfélög ASÍ sömdu um. Það fylgdi ekki sögu ASÍ-manna að ekkert væri að marka kjarasamninga sem þeir hefðu gert, vegna þess að ofan á þá kæmi eitthvað sem héti markaðs- laun. Síðan hvenær hafa opinberir starfsmenn haft eitthvað um mark- aðslaun að ræða nema þá kannski rétt á meðan að setið er við samningaborðið? Umræðan sem ASÍ vakti í verkfalli kenn- ara er ekki ný af nál- inni. Henni hefur verið beitt í hvert einasta skipti sem opinberir starfsmenn hafa sest við samningaborðið. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að opinberir starfsmenn svo sem sjúkraliðar og kenn- arar lifa eingöngu á þeim launum sem sam- ið er um. Við laun þeirra bætast ekki einhver markaðslaun. Hverjir ráða? ASÍ hefur aldrei samþykkt eða birt ályktanir á borð við þær sem BSRB, BHM og fleiri samþykktu til stuðn- ings kjarabaráttu kennara. Hins ber að geta að einstök félög þar innan hafa í óþökk miðstjórnar ASÍ lagt öðrum utan samtakanna lið í kjara- baráttu þeirra svo sem Verkalýðs- félag Vestfirðinga, Dagsbrún, þegar að það var og hét, auk ýmissa iðn- aðarmannafélaga. Þetta vekur spurninguna hverjir ráði innan ASÍ þegar komið er að borði miðstjórnar. Helst býður manni í grun að þeir hagfræðingar sem þar hafa stýrt í gegnum árin með aðkomu sinni að framkvæmda- stjórnarstöðunni séu kennimenn- irnir. Svo virðist sem þeir hafi ekki þurft að sjá sér og sínum farborða á launum alþýðunnar. Spurning er hvort þeir hafi komið úr umhverfi þar sem launamál eða bág afkoma brennur á fólki. Engin munur er á launþegum hvorki opinberum starfs- mönnum né þeim sem starfa á al- menna vinnumarkaðnum, allir til- heyra fjölskyldum. Íslensk alþýða er ekki svo frábrugðin, sama við hvað hún starfar og ljótur leikur að reka fleyg á milli starfshópa og stétta. Þetta er gert á sama tíma og allir þurfa á því að halda að unnið sé sam- an að uppbyggingu íslenskrar verka- lýðshreyfingar í þeim tilgangi að launafólk öðlist það frelsi sem felst í nægri atvinnu og sæmilegri afkomu. Hverjar eru afleiðingarnar? Landsmenn hræðast að þetta mál leiði til algjörs hruns launþegahreyf- ingarinnar á Íslandi. Verktakar, sem nú horfa á þá fyrirgreiðslu sem Impregilo lítur út fyrir njóta hjá fé- lagsmálaráðherra, segja að með því sé verið að marka stefnu sem þeir hljóti að nýta sér varðandi innflutn- ing á ódýru vinnuafli. Fleiri og fleiri Íslendingar verða atvinnulausir með þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér, atvinnuleysisbætur og í framhaldi örorkulífeyrir. Þegar hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum að langvarandi at- vinnuleysi verður til þess að ör- yrkjum fjölgar með hörmulegum af- leiðingum fyrir einstaklinginn og lífeyrissjóði landsmanna. Margir sjóðanna eru alls ekki í stakk búnir að verða fyrir áföllum og/eða aukn- um útgjöldum á borð við það sem er að gerast. Það er hart til þess að vita að stefna ASÍ í kjarasamningum verði til þess að slíkt hrun geti átt sér stað. Það segir okkur aðeins að mál sé að linni. Barátta verkalýðs- hreyfingarinnar er barátta allra stétta sem ber að virða og varðveita í sameiningu. Launþegum ber skylda til að snúa bökum saman, virða lýð- réttindi hver annars samherja og forðast að aðhafast nokkuð það sem vegið gæti að frjálsum samningsrétti launþegahreyfingarinnar eða veikt baráttu hennar fyrir betra og rétt- látara samfélagi. Aðför að verka- lýðshreyfingunni Kristín Á. Guðmundsdóttir fjallar um kjarasamninga ’ASÍ-menn segja aðekkert sé að marka lág- markslaunin, það hafi aldrei átt að nota þau. Laun séu nefnilega allt önnur í raun og veru, þ.e. svokölluð markaðs- laun. Um þau gilda eng- ir kjarasamningar.‘ Höfundur er formaður Sjúkraliða- félags Íslands. Kristín Á. Guðmundsdóttir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS BUGÐULÆKUR 2 - 1. HÆÐ HEIÐARBÆR - ELLIÐADAL- UR Mjög vel staðsett 174,5 fm einlyft ein- býlishús sem er með innb. 39,8 fm bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, tvær saml. stofur, eldhús, þvh., 3 svefnh., (4 skv. teikn.) og baðh. Fyrir framan bílskúrinn er opið bílskýli. Húsið er mjög vel staðsett og stendur á 808 fm vel ræktaðari lóð sem er neðarlega í Elliðaárdalnum. Tilboð. 4659 SKIPHOLT - M. BÍLSKÚR Fal- leg 120 fm 5 herbergja nýlega standsett íbúð á tveimur hæðum ásamt 28 fm bílskúr. Á 1. hæð er hol, eldhús, 2 saml. stofur, 1 herb. og baðherb. Í kjallara eru 2 góð herb., þvhús og lítil geymsla. Sérgeymsla undir innistiga fylgir. Húsið virðist í góðu ástandi, Nýtt þak er á húsinu. V. 20,5 m. 3768 NJÁLSGATA Vorum að fá í sölu 66 fm 4ra herb. efri hæð í 2-býlishúsi við Njáls- götu. Íbúðin skiptist m.a. í 2 stofur og 2 her- bergi. Svalir til suðurs. V. 13,2 m. 4698 BREIÐAVÍK - M. BÍLSKÚR 4ra herb. 102 fm glæsileg íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum ásamt 29,7 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í forstofu, innra hol, 3 herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og rúmgóða stofu. V. 19,9 m. 4645 RAUÐHAMRAR - FALLEG ÍBÚÐ Glæsileg 115 fm 4ra-5 herbergja íbúð sem skiptist m.a. í hol, þvhús, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú herbergi og baðherb. Frábært skipulag. Útsýni. V. 21,8 m. 4704 VALSHÓLAR - LAUS STRAX Vorum að fá í sölu mjög fallega 41 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin hefur verið standsett. Svalir til suðurs. Íbúðin er laus nú þegar. V. 9,4 m. 4697 Falleg, björt og einstaklega vel skipulögð 3ja-4ra herbergja íbúð á hæð (1. hæð) í litlu steinsteyptu fjölbýlishúsi með svölum. Eignin skiptist m.a. í hol, baðherbergi, tvö her- bergi, stofu, borðstofu og eldhús. Frábær staðsetning í Laugardalnum nálægt m.a. fallegum gönguleiðum, skóla, sundlauginni, heilsuræktinni Laugum og verslun & þjón- ustu. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag. frá kl. 13.00-15.00. V. 16,7 m. 4679 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 - Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Glæsileg efri sérhæð, um 195 fm, í fallegu steinhúsi á hornlóð. Mikið útsýni og stórar svalir. Húsið er byggt 1969 og er allt hið vandaðasta og hefur fengið gott viðhald. Íbúðin er um 185 fm og geymslur 10 fm, mjög stórar og bjartar stofur, þvottahús í íbúðinni, tvö svefnherbergi o.fl. GLÆSILEG SÉRHÆÐ VIÐ LAUFÁSVEG Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is HJARÐARHAGI 36 - OPIÐ HÚS Vorum að fá í sölu óvenju glæsilega 101 fm íbúð á 4. hæð í suðurenda í fallegu fjölbýlis- húsi ásamt 24 fm bílskúr. Íbúðin var öll nýlega tekin í gegn, endurnýjuð og endur- hönnuð af innanhúsarkitekt á mjög vandaðan hátt, þ. m. t. allar innréttingar, gólfefni, lagnir og tæki. Íbúðin, sem er opin og björt, skiptist í hol með flísum, stóra stofu með parketi og suð- ursvölum, glæsilegt eldhús, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf og tvö svefnherbergi, auk þess sem eitt parketlagt íbúðarher- bergi fylgir í risi. Öll tæki, ljós og fl. fylgja. Frábært útsýni er úr allri íbúðinni til suðurs og vesturs. Einstakt tækifæri. Eign í sérflokki Kristín sýnir íbúðina í dag, sunnudag frá kl. 14-16. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.