Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 11
Skörunin hjá Barnahúsi og Stígamótum er sjö mál þótt ekki sé öruggt að þau eigi við árið 2003. Talið er að 1½–2% tilkynntra nauðgana eigi ekki við rök að styðjast. Það er svipað hlutfall og í öðrum afbrotum. Eyrún Jónsdóttir hjá Neyðarmóttöku segir að starfsfólk Neyðar- móttökunnar sé vel meðvitað um þetta. Hún segist þó ekki telja að um sé að ræða fólk sem vill hefna sín á einhverjum og ásaki því við- komandi um nauðgun heldur sé þetta fólk í vanda sem hefur hugsanlega verið beitt kynferðislegu ofbeldi áður og á eftir að vinna úr miklu. Þá segir Eyrún að einstaka sinnum geti verið um fólk að ræða sem á við geðræn vandamál að stríða og hefur ekki raunveru- leikatengsl. Þeirra upplifun er þó oft sú að það hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Séu 2% dregin frá þeim 119 málum sem komu inn á Neyðarmóttöku standa 117 mál eftir. Það er ekki ólíklegt að um ofbeldi hafi verið að ræða í a.m.k. hundrað tilvikum af þeim 233 sem komu inn til Barnahúss á árinu 2003. Líkurnar á því að einhver komi til Stíga- móta sem ekki hefur verið beitt/-ur kynferð- islegu ofbeldi eru hverfandi þar sem samtökin eru fyrst og fremst fyrir fólk sem vill vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Því má ætla að þessi 251 manneskja sem þangað leitaði hafi verið beitt ofbeldi. Séu ofangreindar tölur lagðar saman má varlega áætla að á milli 400 og 500 manns hafi greint frá kynferðisofbeldi á árinu 2003 hvort sem ofbeldið átti sér stað þá eða áður. Kyn- ferðisbrotamálin eru þó fleiri, m.a. vegna þess að fólk sem leitar til Stígamóta greinir oft frá fleirum en einu máli. Í þessu er að sjálfsögðu ótalinn sá hópur sem ekki segir frá ofbeldinu og sá hópur sem aðeins lagði fram kæru hjá lögreglu en leitaði ekki til Barnahúss, Neyð- armóttöku eða Stígamóta. Málin 125 á borði ríkissaksóknara eru því aðeins toppurinn á ísjakanum. Það að sakfell- ingar hafi verið að hámarki tuttugu hlýtur að vekja spurningar um hvernig sé hægt að fá fleiri þessara mála upp á yfirborðið og hvort réttarkerfið nái nægilega vel utan um þessi al- varlegu brot. ¹ Hér er vísað til mála sem fela í sér brot á 194.–198. grein almennra hegningarlaga. Aðeins fimm mál sem komu til ríkissaksóknara 2003 flokkast undir greinar 197 og 198 en það er eflaust álitamál hvort brot á þeim kallist í daglegu tali nauðgun.                                                          ! " #    $ hallag@mbl.is að hann sé hvergi svo lágur í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Eftirlitsnefnd með Barnasáttmálanum, umboðsmaður barna og allir sem þekkja til mannréttinda barna hafa bent á að hækka beri samræðisaldurinn hér á landi. Einu rökin sem ég hef heyrt á móti því er að við ætlum ekki að refsa jafnöldrum en við hljótum að komast hjá því með því að fara svipaða leið og Norðmenn,“ segir Sif og vísar til þess að samkvæmt norskum lögum eigi ekki að ákæra ef um jafnaldra er að ræða eða einstaklinga með svipaðan þroska. Sif full- yrðir jafnframt að það sé ekki algengt sjón- armið að 14 ára börn hafi andlegan þroska til að stunda kynlíf eða til þess að standa and- spænis fullorðnum karlmanni og taka slíka ákvörðun. Nauðgun af gáleysi Athyglisvert ákvæði er að finna í norsku lögunum þar sem kveðið er á um nauðgun af gáleysi. M.ö.o. þá þarf ásetningur til þess að nauðga ekki að vera til staðar, t.d. þegar mað- ur hefur mök við áfengisdauða manneskju. Sif segir að fram til 1992 hafi verið refsað fyrir gá- leysi í misneytingarákvæðinu hér á landi en að það hafi farið út úr lögunum án skýringa. Sif segir þó að ákvæði um nauðgun af gáleysi sé umdeilanlegt og þurfi skoðunar við. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að sér þyki hugtakið nauðgun af gáleysi nokk- uð sérstakt en að það sé sjálfsagt að skoða hvernig aðrar þjóðir hafa farið að. „Ef um gá- leysi er að ræða, það er að segja að ekki er um ásetning að ræða, þá virðist verknaðurinn vera annar þótt það tryggi ekki að afleiðing- arnar verði fórnarlambinu mildari.“ Björn segir að hafa megi skilning á því að sér- staklega er kveðið á um misneytingu í lögum og þar með að það sé alvarlegra að beita of- beldi við nauðgun. „Fórnarlambið þarf þá að auki að þola ofbeldið og upplifa verknaðinn meðan á honum stendur auk þess sem brota- vilji þess sem brýtur mótspyrnu á bak aftur, eða lamar hana með hótunum, virðist sterkari en þess sem nýtir sér varnarleysi svo sem vegna ölvunar eða annars líkamlegs eða and- legs ástands.“ Björn segir að engin allsherjarendurskoðun sé í gangi á lögum um kynferðisbrot. Nýverið hafi dómsmálaráðuneytið falið refsiréttar- nefnd að skoða hvort ástæða væri til þess að breyta lögum um samræðisaldur en það var einróma álit nefndarinnar að ekki væru full- nægjandi rök fyrir því. Hjá ráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að í rökstuðningi nefnd- arinnar kom m.a. fram að með því að hækka kynferðislegan lögaldur væri verið að gera stóran hóp unglinga að afbrotamönnum. Þá var bent á að löggjöfin gerði nú þegar ráð fyrir refsingu við því ef eldri einstaklingur misnot- aði sér vanþroska og trúgirni ungmenna í kyn- ferðislegum tilgangi. Jón Þór Ólason, stundakennari í refsirétti, segir ekkert óeðlilegt við það að þjóðfélagið bregðist harkalega við og vilji þungar refs- ingar við þessum brotum og þá ekki hvað síst þegar þau beinast gegn börnum. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að dómstólar gæti hlut- leysis, bæði hvað varðar brotaþola og sakborn- ing. Almenningur sé hins vegar ekki í þeirri stöðu en dómstólar megi aldrei láta stjórnast af því. Jón Þór vill ekki meina að þungar refs- ingar séu helsta vopnið í baráttunni gegn kyn- ferðisofbeldi. „Þungar refsingar geta hugs- anlega dregið úr kærutíðni. Refsingar eru beggja handa járn sem geta komið þeim í koll sem síst skyldi. Í Bandaríkjunum eru miklu þyngri refsingar en þrátt fyrir það er af- brotatíðnin hærri og ítrekunartíðnin líka.“ Dómstóll sé fjölskipaður Jón Þór segir að sönnunarstaðan í kynferð- isbrotamálum geti verið mjög erfið en að hún hafi batnað, t.d. með tilkomu Neyðarmóttöku og Barnahúss. „Miklar breytingar hafa orðið á meðferð opinberra mála en það er margt sem mætti skoða betur. T.d. ætti alltaf að vera fjöl- skipaður dómstóll þegar fjallað er um kynferð- isbrot. Bæði vegna brotaþola og sakbornings. Svo má deila um það hvort Hæstiréttur eigi í auknum mæli að leiða vitni fyrir dóm en nú er þannig að ef héraðsdómur metur framburð ekki trúverðugan endurmetur Hæstiréttur ekki þá niðurstöðu. Það er óvenjulegt að láta mat á skýrslu ráðast af mati eins dómara.“ Jón Þór segir mikilvægt að hvetja brotaþola til þess að kæra sem fyrst þótt það sé kannski ekki svo einfalt. Hins vegar séu minni líkur á sakfellingu ef langur tími líður frá því að brot- ið var framið. Að mati Jóns Þórs er óeðlilegur munur á refsiákvæðum fyrir nauðgun og misneytingu þar sem þetta eru náskyldar brotategundir. „Hegningarlögum er ætlað að vernda kyn- frelsi einstaklinga og það er ekki síður alvar- legt að hafa samfarir við einhvern sem er sof- andi en að nauðga með ofbeldi,“ segir Jón Þór. ’Íslensku lögin taka í raun ekki mið af því sem er verið að vernda, þ.e. kynfrelsi. Miðað við þá skjólstæðinga sem ég hef haft eru afleiðingarnar af misneytingu ekkert minni en af nauðgun.‘ þekkinguna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 11 Í ALMENNUM hegningarlögum er gerður greinarmunur á nauðgun og misneytingu. Nauðgun (194. gr.) í lagalegum skilningi á sér aðeins stað ef beitt er ofbeldi eða hót- un um ofbeldi. Refsing við nauðgun er að lágmarki árs fangelsi og allt að 16 árum. Misneyting (196. gr.) er hins vegar ef einhver hefur samræði við manneskju sem ekki getur spornað við verknaðinum af einhverjum ástæðum. Engin lágmarksrefs- ing er við þeim brotum en hámarksrefsing er fangelsisvist til sex ára. Þetta þýðir að brot gegn kynfrelsi manneskju sem getur ekki sagt nei, t.d. vegna fötlunar eða of- neyslu áfengis, er ekki eins alvarlegt fyrir lögum og brot gegn allsgáðri, „heilbrigðri“ manneskju. Brotið telst þó nauðgun ef of- beldismaðurinn átti þátt í því að koma fórnarlambinu í þetta ástand, t.d. með því að byrla því lyf. Flest brot sem í daglegu tali eru kölluð nauðganir falla undir ofangreindar greinar. 197. og 198. grein taka hins vegar til þess ef einstaklingur misnotar aðstöðu sína til þess að hafa samræði eða önnur mök, t.d. sem starfsmaður á stofnun. Sjaldan er þó sakfellt fyrir brot á þessum greinum sem og grein 195 sem fjallar um annars konar nauðung en lýst er í 194. grein. Þegar talað er um kynferðisbrot gegn börnum varða þau 200.-202. grein al- mennra hegningarlaga. Refsing er mismikil eftir brotum en hámarksrefsing er 12 ára fangelsi, m.a. fyrir samræði við barn sem er yngra en 16 ára og er í umsjá þess er brotið fremur. Ef barni er nauðgað (skv. lagalegri skilgreiningu) er það þó einnig brot á 194. grein og hámarksrefsing því 16 ár. Samræðisaldur á Íslandi er fjórtán ár, svo að kynmök við barn yngra en 14 ára varða fangelsi allt að tólf árum. Í umfjölluninni á þessari síðu verður til hægðarauka talað annars vegar um nauðganir og þar vísað til brota á 194.- 198. grein og hins vegar um kynferðisbrot gegn börnum og þá vísað til 200.-202. greinar. Aðeins nauðgun ef ofbeldi er beitt Réttarkerfið nýtist mjögilla í þessum mála-flokki og lagabókstaf- urinn nær ekki raunveru- leikanum. Það er hins vegar flóknara að segja til um hvernig það gæti orðið skil- virkara. Þetta segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta. Guðrún segist ekki sjá mikla lausn í því að dæma kynferðisbrotamenn til langrar fangavistar. „Það er ekkert sem gerist í fangels- inu og ég hef ekki trú á hefnd sem slíkri. En ef þú býrð í samfélagi sem byggist á því að mönnum sé refsað með fangelsisvist ef þeir brjóta reglurnar hlýtur það sama að eiga að gilda í þessum brotaflokki sem öðrum.“ Guðrún segir að henni þyki mun alvarlegra hve fá mál enda með dómi en hversu stuttir dómarnir eru. Á sama tíma og Stígamót hafa fengið mál sem varða tæplega 5.500 ofbeldismenn, þótt sumir þeirra gætu verið tví- eða margtaldir, hafa 202 verið dæmdir í fangelsi. „Enn sjáum við of oft í dómum réttlætingu á of- beldinu. Brotin eru afsökuð og skýrð með einhverjum öðrum og alvarlegri vanda- málum. Það skelfir mig þvílíkt vald dómarar hafa þegar þeir afhjúpa svo litla þekkingu og raun ber vitni. Það kemur svo oft fram samúð með kyn- ferðisbrotamönnum sem mér þykir úr takti við það sem þeir hafa brotið af sér.“ Guðrún segir að ekki nægi að lappa upp á lagakaflann um kynferð- isbrot heldur þurfi að endurskoða hann í heild. „Hinn gamli áróður Stíga- móta um að nei þýði nei er mikilvægur en nær ekki öllu því sem get- ur gerst. Ekkert nema samþykki er ásætt- anlegt fyrir samfarir eða kynlíf,“ segir Guð- rún. Nauðgun var eignaspjöll Guðrún M. Guðmundsdóttir, mannfræð- ingur sem skrifaði meistaraprófsritgerð um af hverju karlar nauðga, segir að lagakerfið sé almennt mjög karllægt. „Það byggist upprunalega á hagsmunum ríkjandi hóps sem voru karlar í há- og miðstétt. Þegar borgarastéttin tók við af lénsveldinu voru uppi allar þessar hugmyndir um frelsi ein- staklingsins en einstaklingurinn var karl. Þarna myndast skekkjan frá upphafi.“ Guðrún telur sennilegt að 16 ára refsi- rammi fyrir nauðgun sé arfleifð eldri hug- mynda um alvarleika nauðgana og að þess vegna sé hann svo lítið nýttur sem raun ber vitni. „Í gamla daga var nauðgun eigna- spjöll. Það var verið að rýra eign karlsins sem var faðir eða eiginmaður.“ Guðrún bendir á að fram til 1940 hafi ver- ið minni refsing við því að nauðga konu sem hafði á sér óorð. Hún vill meina að refsi- minnkunin hafi í raun haldist inni þegar lagakaflanum um kynferðisofbeldi var skipt niður í mörg mismunandi ákvæði þar sem brotamönnum eru gefnir sjensar. T.d. ef þeir nauðga fatlaðri konu sem ekki þorir eða getur sagt nei eða ef þeir eru yfirmenn og lokka stúlku til samræðis við sig í skjóli valds en það er brot á 198 gr. hegningarlaga þar sem m.a. segir að sá sem hefur samræði eða önnur kyn- ferðismök við manneskju utan hjónabands eða óvígðrar sambúðar með því að misnota aðstöðu sína að hún er háð honum í atvinnu sinni skuli sæta fangelsi allt að þremur árum. „Brotið getur ekki talist nauðgun samkvæmt lögum nema um ásetn- ing hafi verið að ræða. Þess vegna verður það oft þannig að konan þarf að sanna að hún hafi ekki viljað árásina,“ segir Guðrún og bætir við að lögin taki mið af kynferðis- legum markmiðum gerandans en ekki af þeirri árás sem fórnarlambið upplifir inn í líkama sinn. Guðrún segir að lögin væru réttlát ef jafnrétti kynjanna væri veruleiki en að svo sé ekki. „Lögin eru því alveg kyn- blind. Til þess að hægt sé að gera löggjöfina í kynferðisbrotum réttlátari gagnvart kon- um þarf að taka mið af ójöfnuði kynjanna við endurskoðun þeirra. Eða m.ö.o. skoða þau með gleraugum femínista. Eftir allt saman er konum mun oftar nauðgað en körlum og eru nauðgarar langoftast karlar.“ Guðrún M. GuðmundsdóttirGuðrún Jónsdóttir ’Í gamla daga varnauðgun eigna- spjöll. Það var verið að rýra eign karls- ins sem var faðir eða eiginmaður.‘ Karllægt réttarkerfi sem nýtist illa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.