Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta hefur ekkert með kraftaverk að gera, Sigga mín, ég gerði nú líka kraftaverk. Mannanafnanefndsamþykkti 68nöfn sem hún hafði til umfjöllunar á síð- asta ári en hafnaði 28 nöfnum. Eiginnöfnin Amadea, Stína, Svörfuður, Fjalldís, Ebenezer og Sus- an fengu öll náð fyrir aug- un mannanafnanefndar á fundi í desember sl. enda þykja þau samræmast lög- um um mannanöfn. Einn- ig voru tekin til greina á síðasta ári og færð í mannanafnaskrá eigin- nöfnin Elektra, Mattý, Vilbjörn, Lingný, Elvin, Nóvember, Orfeus, Váli, Víggunnur, Bryndísa, Sig- ur, Cýrus, Adel, Marlís, Bambi, Gyðja, Sonný, Dögun og Atlas. Nefndin hafnaði hins vegar kven- mannsnöfnunum Jóvin, Ástmary, Eline, Anais og Leonida sem og karlmannsnöfnunum Tímótheus, Ganagane, Villy, Patryk, Regin og Konstantínos. Þá voru millinöfnin Matt, Svan og Har samþykkt en Theophilus hafnað. Dómsmálaráðherra skipar mannanafnanefnd til fjögurra ára í senn. Skipunartími nefndarinnar frá 2001 rann út nú um áramót en hana skipuðu Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, formaður, Guðrún Kvaran prófessor og Mar- grét Jónsdóttir dósent. Ný nefnd hefur ekki verið skipuð. Andri sagði að hlutverk nefndarinnar væri að veita ráðgjöf og að úr- skurða um nöfn og færa í manna- nafnaskrá þau nöfn sem væru heimil. Fyrst og fremst eftir beiðni „Við gerum það fyrst og fremst samkvæmt beiðnum, frá fólki sem ætlar að gefa nöfn sem ekki eru á skrá, einnig frá prestum og op- inberum aðilum. Við eigum að leggja það til grundvallar að nafn- ið uppfylli aðallega 5. grein mannanafnalaga, sem fjallar um að nafn skuli geta tekið eignar- fallsendingu, eða þá að hefð sé fyrir nafninu. Síðan skulu nöfn vera rituð í samræmi við almenn- ar reglur íslensks máls. Ef nöfn eru þegar algeng í málinu, þó svo að þau séu ekki rituð alveg í sam- ræmi við ritreglur, þá segja lögin að slík nöfn séu heimil og skuli tekin inn á mannanafnaskrá.“ Andri sagði að sum þeirra nafna sem fóru inn í mannanafnaskrá á síðasta ári hefðu farið á skrá á hefðinni en ekki á grundvelli rit- reglna íslensks máls. „Þetta getur valdið ruglingi úti í þjóðfélaginu.“ Andri sagði að vissulega kæmu upp álitamál í störfum nefndar- innar, þar sem líta þyrfti til margra atriða. En líkt og í öðrum nefndum væru málin rædd þar til viðunandi niðurstaða væri fengin. „Það er auðvitað ljóst að þetta er í mörgum tilvikum mikið tilfinn- ingamál og erfitt að því leytinu til. Bæði vegna fjölskyldutengsla og annars slíks, þá er fólk m.a. að vísa til fjarskyldra ættingja sem hafa borið erlend nöfn og það vill tengja sig við hér. Hins vegar hafa margir skoðanir á þessu öllu, sum- ir telja að við séum að heimila allt of mikið og svo eru aðrir á því að við eigum ekkert að vera að skipta okkur af þessum málum. Nafna- kerfið er svo mikilvægt í þjóð- félaginu og margt sem byggist á því og það eru rökin fyrir því að hafa einhverja bremsu á þessu.“ Mannanafnanefnd úrskurðar venjulega einu sinni í mánuði en þess á milli eru haldnir vinnufund- ir eftir þörfum. Um 100 mál ber- ast nefndinni á ári. Úrskurðum mannanafnanefndar er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds. Í meginreglum um mannanöfn kemur m.a. fram að skylt sé að gefa barni nafn áður en það verð- ur sex mánaða gamalt. Einnig að eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals. Í mannanafnaskrá er 3.261 eigin- nafn, 1.677 nöfn stúlkna og 1.584 nöfn drengja. Hjá báðum kynjum byrja flest nöfnin á S og næstflest á H. Mismunandi skoðanir Jón Helgi Þórarinsson, sóknar- prestur í Langholtskirkju, segir presta hafa verið afskaplega fegna „þegar tekinn var af þeim sá kaleikur að þurfa einir og sér að ákveða hvort börn mættu bera ákveðin nöfn eða ekki“. Það hafi því verið gott fyrir alla að manna- nafnanefnd skyldi sett á laggirnar og úrskurða í þeim málum. Lögin sagði hann hafa verið að þróast og vissulega hefðu menn mismun- andi skoðanir á einstökum nöfn- um sem leyfð væru, en í heild væru menn sáttir við að þessi far- vegur væri fyrir hendi. Jón Helgi sagði yngra fólk opnara fyrir bæði nýjum nöfnum og útlendum og greinilegt að það vildi stækka nafnabankann. Algengt væri að fólk vildi að börn sín bæru sérstök nöfn, enda hvert og eitt barn sér- stakt. „Ég ræði það ófeiminn við fólk ef mér finnst nafn mjög sér- stakt og bendi á að hugsanlega yrði barni sem það bæri strítt á því og líka ef ritmyndir nafns eru þess eðlis að fólk sem það ber þarf sífellt að stafa það,“ sagði Jón Helgi. Dæmi væru þess að fólk skipti um skoðun, en yfirleitt væri fólk búið að taka ákvörðun og henni í flestum tilvikum ekki hnik- að. Fréttaskýring | Mannanafnanefnd sam- þykkti 68 nöfn á síðasta ári Oft mikið til- finningamál Nöfn skulu geta tekið eignarfalls- endingu, eða þá að hefð sé fyrir þeim Þessi stúlka fékk nafnið Helga Soffía. Óþarfa ágreiningur gat komið upp vegna nafna  Áður en mannanafnanefnd tók til starfa kom sú staða stundum upp að fólk leitaði til presta „sem voru opnir fyrir nýjungum í mannanöfnum“ þegar nefna átti barn óvenjulegu nafni. Eins voru dæmi þess að óþarfa ágreiningur hefði komið upp milli sókn- arbarna og presta vegna ákveð- inna nafna, að sögn séra Jóns Helga Þórarinssonar, sókn- arprests í Langholtskirkju í Reykjavík. krkr@mbl.is maggath@mbl.is ÚRSKURÐARNEFND almanna- trygginga hefur nýlega viðurkennt bótaskyldu Tryggingastofnunar vegna slyss sem Selma H. Pálsdótt- ir, þá starfsmaður ferðaskrifstofu, varð fyrir í gönguferð um Glymsgil í Botnsdal í Hvalfirði haustið 2001. Tryggingastofnun hafði neitað Selmu um örorkubætur þar sem ekki hefði verið um vinnuslys að ræða. Varð hún ásamt öðrum sam- starfsmanni fyrir grjótskriðu úr gilinu og síðar varð að taka af henni hægri fótinn við miðjan sköflung. Félagi hennar slasaðist einnig illa en í hópnum voru 18 manns á veg- um ferðaskrifstofunnar Íslenskra ævintýraferða, sem síðar varð gjaldþrota. Til að koma hinum slös- uðu undir læknishendur þurfti alls 150 manns í umfangsmikilli björg- unaraðgerð við erfiðar aðstæður. Í rökstuðningi sínum í kæru til úrskurðarnefndar vísar lögmaður Selmu til dóms Hæstaréttar sem viðurkenndi í apríl sl. að um vinnu- slys hefði verið að ræða og féllst á 6,5 milljóna króna bótakröfu henn- ar á hendur þrotabúinu. Trygg- ingafélag ferðaskrifstofunnar hafði neitað bótaskyldu þar sem ekki hefði verið um vinnuslys að ræða. Hefur Selma fengið greiddar þær bætur, rúmar sjö milljónir króna að meðtöldum vöxtum. Að gengnum dómi Hæstaréttar óskaði Selma eftir því að fá greidd- ar örorkubætur en fékk synjun hjá Tryggingastofnun. Kærði hún þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar sl. haust. Í greinargerð Trygginga- stofnunar til nefndarinnar er því mótmælt að niðurstaða Hæstarétt- ar bindi hendur stofnunarinnar við afgreiðslu málsins. Hæstiréttur hafi ekki fjallað um málið út frá lög- um um almannatryggingar. Segir Tryggingastofnun að gönguferðin hafi verið sambland af skemmtiferð og kynningu vegna væntanlegrar sölu á slíkri ferð. Ferðin hafi verið farin utan hefðbundins vinnutíma og makar starfsmanna hafi verið með í för. Það hafi ekki verið hluti af vinnuskyldu að fara í ferðina og starfsmenn hafi ekki fengið greitt fyrir hana. „Ótækt að taka sér dómsvald“ Úrskurðarnefnd almannatrygg- inga er ósammála Tryggingastofn- un og telur að henni sé „alls ekki tækt að taka sér dómsvald, á ein- hvern hátt æðra Hæstarétti, vega og meta og léttvægan finna dóm Hæstaréttar“. Að mati nefndarinn- ar gætir þeirrar sérstöðu í málinu að Selma vann á ferðaskrifstofu við það að selja ferðir um Ísland. Eðli- legt sé að telja það hluta af slíku starfi, til að geta gefið viðskiptavin- um réttar upplýsingar, að fara um landið og kynna sér aðstæður á þeim stöðum sem séu á söluskrá, án þess að starfsmenn fái greitt sér- staklega fyrir einstakar ferðir. Selma hafi að hluta til verið að störfum og því hafi verið um vinnu- slys að ræða. Slysið í Glymsgili við- urkennt sem vinnuslys Úrskurðarnefnd setur ofan í við Tryggingastofn- un fyrir að mót- mæla Hæstarétti ÞETTA er mjög mikill léttir og ég hefði bara sturlast ef þetta hefði ekki verið samþykkt,“ segir Selma H. Pálsdóttir um niður- stöðu úrskurðarnefndar almanna- trygginga. Hún segist ekki hafa átt von á synjun frá Tryggingastofnun eft- ir að Hæstiréttur hafði fellt svo skýran dóm í málinu. Nógu mikið álag og óþægindi hefðu skapast af því að lenda í þessu slysi, sem klárlega hefði orðið í vinnunni, að þurfa svo ekki að lenda í því að fá ekki tilskildar örorkubætur og aðrar bætur. Selma bendir á að Hæstiréttur hafi í raun staðfest dóm héraðs- dóms, sem hafi á sínum tíma ver- ið fordæmisgefandi fyrir starfs- menn ferðaskrifstofa, sem fara í margar ferðir líkt og hún fór í í Hvalfirði. „Mjög mik- ill léttir“ Morgunblaðið/Kristinn Selma Halldóra Pálsdóttir segir slysið klárlega hafa verið vinnuslys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.