Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ORÐ eru til alls fyrst segir mál-
tækið og það má til sanns vegar
færa. En ef ekkert fylgir eftir þá
enda orðin eins og glópar á grýttri
strönd. Þannig fór um orðið „sam-
ræðustjórnmál“ sem mikið bar á
fyrir einu til tveimur árum síðan.
Nú er annað orð komið á varir
þeirra sem leggja mest upp úr
slíkum orðsmíðum.
Nýja orðið er reyndar
ekki svo nýtt, því hef-
ur skotið upp annað
slagið síðastliðin 2500
ár. Þótti gott í 200 ár,
en nú vilja einhverjir
endurbæta það án
þess þó að hafa nokk-
urn tíma skilið hver
merking þess er. Orð-
ið sem um ræðir er
„lýðræði“. Þeir sem
telja sig stýra „víð-
sýnni“ umræðu tönnl-
ast nú á þessu orði,
eins og jórturdýr í hlýrri kró.
Löglega kjörnir fulltrúar þjóð-
arinnar hafa, að þeirra mati, ekki
lengur umboð til að taka ákvarð-
anir enda sagðir bæði illa mennt-
aðir og að sumra mati illa inn-
rættir.
Einn þeirra sem þátt taka í um-
ræðunni er Jón Ormur Hall-
dórsson stjórnmálafræðingur, sem
telur menntunarstig stjórnmála-
manna vera of lágt. Margir póli-
tískir samherjar hans kyrja nú
sama sönginn. Ekki veit ég hvort
hann vill losa Alþingi við sjómenn
og bændur eða hvort það eru hús-
mæður og athafnamenn sem eiga
að fjúka, en samkvæmt gömlu
hugmyndinni um lýðræði eiga allir
að hafa þátttökurétt í umræðunni
og hingað til hefur það þótt merki
um lýðræðislegan styrk að þver-
skurður þjóðarinnar sitji á þingi
og spegla þannig ólíka hagsmuni
og sjónarhorn landsmanna sem
búa við ólíkar aðstæður. Afstaða
Jóns Orms ber með sér nokkurn
menntahroka.
Á haustmánuðum stóð Háskóli
Íslands fyrir röð málþinga um lýð-
ræði og tengsl þess við þjóðlífið.
Ekki drógu þau að sér fjöldann.
Þar sem ég sá til voru ræðumenn
og þátttakendur pallborðs fullt
eins fjölmennir og áheyrendur.
Umræðan um lýðræði á því eftir
að þroskast mikið áður en tíma-
bært er að huga að nýju lýðræði.
Rit sem gefið var út sem lystauki
að herlegheitunum ber auk þess
augljós merki eintals, eins og sést
þegar höfundalistinn er skoðaður.
Megi ég leggja orð í belg bendi ég
á að frjó umræða býr ekki í berg-
málinu. Það kallar á skoðanaskipti
eigi eitthvað nýtt að
fæðast. Orð standa
ekki ein og sér.
Jón Ormur telur að
fulltrúalýðræðið sé
komið að fótum fram
og því þurfi þjóð-
aratkvæðagreiðslur til
að spegla þjóðarvilja.
Hugmyndin er í senn
í takt við nýjustu hug-
myndir Samfylking-
arinnar og í mótsögn
við athafnir hennar,
eins og hún birtist
okkur íbúum Reykja-
víkur. En hvort sem Samfylkingin
er í stjórn eða stjórnarandstöðu þá
er lýðræðishugtakið henni jafn
óráðin gáta. Lýðræði er bara orð
sem veifað er þegar hentar eða
túlkað að vild. Við höfum séð
hvernig R-listinn bar sig að við að
túlka niðurstöður kosninga um
brottflutning Reykjavíkurflug-
vallar. Leikreglur höfðu verið sett-
ar, en þegar niðurstaða kosninga
varð þeim ekki að skapi reyndi
oddviti meirihlutans að end-
urskilgreina reglurnar. Þetta er
ekki ósvipað því sem gerðist í
Kaliforníuríki fyrir stuttu. Borg-
arstjóri einn ákvað að hunsa nið-
urstöður kosninga sem snúist
höfðu um leyfi fyrir samkyn-
hneigða að ganga í hjónaband.
Honum hugnaðist ekki niður-
staðan og ákvað að leyfa gifting-
arnar, þrátt fyrir að kjósendur
hefðu fellt tillöguna. Kaliforn-
íubúar eru kosningaglaðir og láta
sig ýmis mál varða, en þar eins og
annars staðar byggist grundvöllur
lýðræðisins á því að menn byrji á
að koma sér saman um leikreglur
og fylgi þeim síðan eftir. Að setja
undir sig hausinn og fara í fýlu er
einfaldlega ólýðræðislegt.
Kosningar í Kaliforníu eru á við
þjóðaratkvæðagreiðslu. Með hlið-
sjón af því sem átti sér stað í flug-
vallarmálinu má hæglega draga þá
ályktun að þeir sem hæst tala hér
um lýðræði séu jafnframt líkleg-
astir til að fótumtroða það. Orð-
notkunin nú er því aðeins hvinur í
nösum til að blekkja. Lýðræði sem
byggist á þjóðaratkvæði á að nota
spart svo menn átti sig á mik-
ilvægi þess að taka beina lýðræð-
islega afstöðu. Það á ekki að vera
tæki fyrir þrýstihópa til að
þröngva einkasjónarmiðum upp á
grandalaust fólk.
Við höfum fengið forsmekk af
lýðskrumi upp á síðkastið, þar sem
svokölluð þjóðarhreyfing með
lýðræði hefur farið mikinn. Þarna
eru á ferð nokkrir fótlúnir ferða-
langar, sem þrá minnisvarða. En
hvenær var það talið til frum-
legheita á Íslandi að apa eftir
Norðmönnum? Og hvers vegna að
feta í fótspor einhverra herfor-
ingja eða diplómata, sem höfðu
þann tilgang einan að hafa áhrif á
kosninganiðurstöður í heimalönd-
um sínum? Í augsýn eru ekki aðr-
ar kosningar en þær sem fram
eiga að fara í Palestínu og Írak.
Palestínu nefna þeir ekki á nafn,
svo ég spyr: Ætlar „þjóðarhreyf-
ingin“ að hafa áhrif á Írakskosn-
ingarnar? Já, miklir menn erum
við Íslendingar. Þeir voru þó stór-
mannlegri auglýsendurnir í Ástr-
alíu og Bandaríkjunum, því þeir
földu sig ekki á bak við pilsfald
þjóða sinnar, hver og einn kom
fram undir nafni. Ég vil gefa Írök-
um tækifæri til að takast á við lýð-
ræðið. Þeir standa nú í fyrsta sinn
í áratugi frammi fyrir raunveru-
legum kostum. Við það er ég sátt
og frábið mér þátt í auglýsingu
þjóðarhreyfingar – gegn lýðræði.
En hér eins og í Írak getur
brugðið til beggja vona um lífs-
líkur lýðræðisins.
Er þörf á nýju lýðræði?
Ragnhildur Kolka
fjallar um stjórnmál ’Umræðan um lýðræðiá því eftir að þroskast
mikið áður en tímabært
er að huga að nýju lýð-
ræði.‘
Ragnhildur Kolka
Höfundur er meinatæknir.
Útsala
Klappastíg 44 - sími 562 3614
Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni
Framnesvegur 38
Opið hús kl. 14.00-16.00
118 fm einbýlishús á þessum eftirsótta
stað. Sérgarður, bílastæði og skv. deili-
skipulagi er heimild til byggingar einn-
ar hæðar ofan á húsið. Þetta er hús
með mikinn sjarma, stutt í skóla, leik-
skóla og miðbæinn. Sveinbjörg frá
Húsalind fasteignasölu sýnir húsið í
dag milli kl. 14:00 og 16:00. Teikningar
á staðnum. Ásett verð 24,3 millj.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
hdl. og lögg. fasteignasali
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Sími 588 4477
Í einkasölu stórglæsilegt einbýlishús
á glæsilegum útsýnisstað í Kópa-
vogi. Húsið er um 250 fm og stendur
á einstökum útsýnisstað. Húsið
stendur á jaðarlóð og er frítt svæði
fyrir ofan það. Húsið er allt í topp-
standi með vönduðum innréttingum
og gólfefnum. Ný glæsileg sólstofa.
Arinn. Lóðin er sérlega glæsileg. Vandaður sólpallur. Glæsilegt stuðlaberg
setur mikinn svip á garðinn. Góð bílastæði. Stutt er í skóla og alla þjónustu.
Hérna er tækifæri til að eignast glæsilega eign, vel staðsetta með glæsilegu
útsýni og öll þjónusta við hendina.
Allar nánari upplýsingar veitir
Bárður Tryggvason hjá Valhöll fasteignasölu.
Glæsieign með einstöku útsýni
DAGGARVELLIR 6A
14 íbúðir - Ath. 100% lánamöguleiki
● Nýkomnar glæsilegar nýjar íbúðir.
● Um er að ræða 3ja herb frá 88 fm
til 93 fm og 4ra herb. frá 92 fm
til 110 fm.
● Íbúðin afhendist í júní 2005 fullbúin
án gólfefna.
● Vandaðar innréttingar og tæki.
Suðursvalir og útsýni.
● Góð staðsetning í barnvænu
hverfi.
● Teikningar á Mbl.is.
● Traustir verktakar.
Allar nánari uppl. veita sölumenn Hraunhamars
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Garðatorg - Leigusamningur
Þessi húseign er til sölu en hún er sam-
tals 475 fm á götuhæð og á 2. hæð í
Verslunarmiðstöðinni við Garðatorg.
Eignin er í útleigu á götuhæð til 15 ára
og hluti af annarri hæðinni til skemmri
tíma. Mjög traustir leigutakar. Óleigðir
eru 165 fm af eigninni sem gætu nýst
undir útleigu eða undir eigin atvinnu-
rekstur. Lyfta í húsinu. Eignin hýsti áður
starfsemi Íslandspósts. Gott tækifæri
fyrir fjárfesta. Verð 53 millj.
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignsali,
og Óskar R. Harðarson, lögfræðingur. 4633
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122