Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 15 NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2005 Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum ENSKA Enska I-II Enska I-II frh. Enska III frh. Enska tal og lesh. I Enska tal og lesh. II DANSKA Danska I-II NORSKA Norska I-II Norska III SÆNSKA Sænska I-II Sænska III FRANSKA Franska I Franska tal og lesh. ÍTALSKA Ítalska I Ítalska I frh. Ítalska II SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh. Spænska II Spænska II frh. Spænska III Spænska tal- og lesh. ÞÝSKA Þýska I Þýska I frh. ÍSLENSKA fyrir útlendinga 5 vikna námskeið 20 kennslustundir og 8 vikna námskeið 32 kennslustundir Verklegar greinar FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLER- OG POSTULÍNSMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir LEIRMÓTUN I 6 vikna námskeið 24 kennslustundir LEIRMÓTUN II 4 vikna námskeið 16 kennslustundir PAPPÍR MARMORERAÐUR 1 viku námskeið 4 kennslustundir STAFRÆN MYNDATAKA Á VIDEOVÉLAR OG KLIPPING 1 viku námskeið 12 kennslustundir KLIPPING Á STAFRÆNUM KVIKMYNDUM 1 viku námskeið 12 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir Saumanámskeið BÚTASAUMUR Grunnnámskeið 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR Fyrir lengra komna 5 vikna námskeið 20 kennslustundir BÚTASAUMSKLÚBBUR 4 miðvikud. Einu sinni í mánuði FATASAUMUR/ BARNAFATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir+ CRAZY QUILT Grunnnámskeið 4 vikna námskeið 16 kennslustundir CRAZY QUILT Teppasaumur Fyrir lengra komna 4 vikna námskeið 16 kennslustundir SKRAUTSAUMUR Baldering og skattering 5 vikna námskeið 15 kennslustundir ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR 10 vikna námskeið 40 kennslustundir Föndurnámskeið ÍKONAGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir HURÐARKRANS ÚR BIRKI 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SMÁTÖSKUR ÚR ULLARFILTI 2 vikna námskeið 8 kennslustundir Tölvunámskeið: FINGRASETNING OG RITVINNSLA 4 vikna námskeið 16 kennslustundir TÖLVUGRUNNUR Tekið fyrir undirstöðuatriði í: • Windows • Word • Excel • Internetið og tölvupóstur 4 vikna námskeið 32 kennslustundir WORD OG EXCEL Ritvinnsla og töflureiknir 4 vikna námskeið 20 kennslustundir Matreiðslunámskeið MATARGERÐ FYRIR KARLMENN 3 vikna námskeið 12 kennslustundir HOLLIR GRÆNMETISRÉTTIR 3 vikna námskeið 12 kennslustundir MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SUÐRÆN SVEIFLA Í MATARGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir VEISLURÉTTIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir Garðyrkjunámskeið GRÓÐUR OG GARÐRÆKT 2 vikna námskeið 8 kennslustundir TRJÁRÆKT Í SUMAR- BÚSTAÐALANDINU 1 viku námskeið 4 kennslustundir TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 4 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Efling - stéttarfélag, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Fyrstu námskeiðin hefjast 24. janúar Innritun og upplýsingar um námskeiðin 10.-19. janúar frá kl. 13-18 í símum 564 1507 og 564 1527 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla á sama tíma. Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is • Vefsíða: kvoldskoli.kopavogur.is Stjórnandi: Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199. • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna www.kraftganga.is Betra er að ganga en hanga Best er þá þorraganga Perlunnar sem verður 21. janúar næstkomandi tilverurétt. Þau eru því eini skipulegi vettvangurinn fyrir (ólöglega) stjórnmálastarfsemi. Því verður að varast að draga þá ályktun að öll stjórnmálastarfsemi í landinu sé af trúarlegum toga þrátt fyrir að hún hafi á sér þannig yfirbragð við fyrstu sýn. Í annan stað er því ekki að neita að stjórnarandstaða mótast af því hlutverki sem islam gegnir í daglegu lífi. Það gerir það að verkum að mis- munandi túlkanir fræðimanna á hinni helgu bók islam, Kóraninum, hafa mikið pólitískt vægi því að í hnotskurn snúast deilur fræðimanna og afstaða þeirra með eða á móti túlkunum stjórnarklerkanna um stjórnarhætti og völd í Sádi-Arabíu. Um það hvort islam réttlæti einræði konungs eða hvort islam og lýðræði geti farið saman. Það sem er því raunverulega að gerast í Sádi-Arab- íu í dag, eins og fleiri löndum Mið- Austurlanda, svipar mikið til þess sem gerðist í Evrópu með siðbótinni og upplýsingunni. Á yfirborðinu voru átök á milli kirkjunnar manna um túlkun á trúnni en í reynd var þetta barátta um völd þar sem átaka- línurnar voru ákvarðaðar eftir því hvaða hagsmuni menn höfðu af óbreyttu ástandi. Það er því nokkur misskilningur að nú á tímum ríki nokkurs konar stríð á milli trúar- bragða, islam og kristni. Sannleik- urinn er sá að átökin er að finna inn- an trúarbragða eins og í deilum fræðimanna í Sádi-Arabíu um túlk- anir á Kóraninum og deilum krist- inna á Vesturlöndum, einkum í Bandaríkjunum. Nærtækasta dæm- ið frá Bandaríkjunum er deilan á milli íhaldssamra kristinna og frjáls- lyndra um réttindi samkynhneigðra, sem viðvíkur stjórnarskrárbundnum mannréttindum og aðskilnaði ríkis og kirkju. V. Fylkingar stjórnarandstæðinga Fræðimenn, sem deila um hvernig túlka eigi Kóraninn, skiptast ekki í tvo hópa, stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinga. Málið er flóknara en svo. Í grófum dráttum má skipta stjórnarandstæðingum í tvo hópa: Annars vegar frjálslynda umbóta- og lýðræðissinna og hins vegar róttæka umbóta- og rétttrúnaðarsinna.  Frjálslyndir umbóta- og lýð- ræðissinnar: Það sem einkennir frjálslynda umbóta- og lýðræðis- sinna er að þeir eru hlynntir aðskiln- aði ríkis og kirkju og þar með því að önnur trúarbrögð en islam eigi rétt á sér og njóti sömu stöðu í þjóð- félaginu. Hópur frjálslyndra sam- anstendur bæði af sunni- og shija-múslimum, konum og körlum, viðskipta- og fræðimönnum, sem eiga það sameiginlegt að hafa góða samfélagslega stöðu og njóta virð- ingar. Liðsmenn hópsins nýta sér- stöðu sína til að hafa áhrif á kon- ungsstjórnina, sem þeir viðurkenna sem lögmætt stjórnvald, a.m.k. op- inberlega. Þeir vilja vinna með vald- höfum að umbótum þar sem litið er svo á að samstarf við stjórnvöld sé liður í því að vinna gegn öfgaöflum, sem vilja koma á rétttrúnaðarríki. Skynsamlegast sé að vinna að end- urbótum innan frá og með friðsam- legum hætti. Áhrif þessa hóps end- urspeglast m.a. í ráðgjafaþinginu sem sumir binda vonir við að sé fyrsta skrefið í átt að lýðræðislega kosnu löggjafarþingi.  Róttækir umbóta- og rétttrún- aðarsinnar: Róttækir umbóta- og rétttrúnaðarsinnar telja að ríkið eigi að grundvallast á bókstaf Kóransins eða lögum hinnar helgu bókar, sharia. M.ö.o. vilja þeir stofna rétt- trúnaðarríki. Þar með er aðskilnaði ríkis og kirkju og öðrum trúarbrögð- um afneitað. Það er langt frá því að róttækir múslimar séu talsmenn lýð- ræðis. Þeir eiga mun meira sameig- inlegt með íhaldssömum klerkum stjórnarinnar en frjálslyndum. Mun- urinn er einungis sá að íhaldssamir klerkar vilja óbreytt ástand á meðan róttækir vilja breytingar, sem mið- ast að því að koma konungsstjórn- inni frá völdum enda starfi hún ekki í samræmi við bókstaf trúarinnar að þeirra mati. Almenn afstaða róttækra til of- beldis, sem leiðar til að ná völdum, er óljós þótt ljóst sé að öfgafullum ofsa- trúarmönnum þykir tilgangurinn helga meðalið. Liðsmenn hryðju- verkahreyfinga, eins og þeirrar sem Osama bin Laden fer fyrir, eru til vitnis um afstöðu sumra þeirra til of- beldis. Sú spurning vaknar þó óneit- anlega hvort ekki sé verið að misnota islam sem réttlætingu á ofbeldi fremur en allt annað. Það kom a.m.k. í ljós í skoðanakönnun, sem þjóðar- öryggisráðgjafi konungs, Nawaf Obaid, gerði opinbera í lok sumars 2004 að flestir þeir, sem voru sam- mála skoðunum Osama bin Ladens, studdu ekki hryðjuverkastarfsemi al-Qaeda. Þó verði að gera fyrirvara á marktækni skoðanakönnunar á vegum þjóðaröryggisráðgjafa kon- ungs gefa niðurstöður hennar vís- bendingu um að almennt sé ekki litið á ofbeldi sem lögmæta leið til að ná settu marki. Það er líka rétt í þessu sambandi að benda á að tilvist rót- tækra rétttrúnaðarsinna er engin nýlunda. Þeir stóðu m.a. fyrir her- skárri uppreisn í kjölfar byltingar- innar í Íran árið 1979 þar sem þeir tóku á sitt vald hina heilögu Haram- mosku í Mekka. Það tók her Sádi- Arabíu með erlendum stuðningi nokkrar vikur að yfirvinna uppreisn- armenn. Það er síðan í kaldhæðnis- legum anda mannkynssögunnar að stjórnin greip til þess ráðs, eftir að hafa brotið uppreisnina á bak aftur, að gefa islam aukið vægi í samfélag- inu til að friða þá sem gagnrýndu stjórnvöld fyrir spillingu og að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.