Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 2
FRAMADAGAR voru haldnir í 11.
sinn í gær, en Framadagar eru
kynningarhátíð sem hefur þann til-
gang að koma á tengslum milli at-
vinnulífsins og allra háskólanema í
landinu. Stúdentar komu víðsvegar
að af landinu til þess að taka þátt í
Framadögum, m.a. frá Háskólanum
á Akureyri og Viðskiptaháskól-
anum á Bifröst.
Að sögn Magnúsar Björns Ólafs-
sonar, fjölmiðlafulltrúa Framadaga
2005, gekk dagurinn vonum fram-
ar, en fjöldi stúdenta og fyrirtækja
mætti til þess að sýna sig og sjá
aðra. „Við erum mjög ánægð með
þetta og þetta hefur gengið mjög
vel,“ sagði Magnús.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, setti Frama-
dagana við hátíðlega athöfn á Hótel
Sögu.
Dagarnir eru haldnir að erlendri
fyrirmynd og hugsaðir sem
vettvangur fyrir stúdenta til að
Framadagar háskólanema haldnir í ellefta sinn í gær
Komið á tengslum milli
atvinnulífs og háskólanema
Morgunblaðið/ÞÖK
Vigdís Finnbogadóttir opnaði Framadaga við hátíðlega athöfn í gær.
kynna sér það sem hæst ber í at-
vinnulífinu og um leið tækifæri fyr-
irtækja til að komast í kynni við
ungt menntafólk.
2 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÆTLAR UPP ÚR STÓLNUM
Eftir að hafa lamast fyrir neðan
brjóst í vélhjólaslysi eygir Arnar
Helgi Lárusson, 28 ára Keflvík-
ingur, nýja von um að geta gengið á
ný, eftir að hafa farið í aðgerð þar
sem stofnfrumur voru græddar í
skemmda hlutann á mænu hans.
Hann hefur þegar tekið framförum,
og ætlar sér að stíga upp úr hjóla-
stólnum að mestu á næstu árum.
Lágmarkslaun hækka
Nýr kjarasamningur Rafiðnaðar-
sambandsins og Símans var undir-
ritaður í gær. Í honum felst 20–30%
hækkun á lágmarsklaunum fyrir þá
800 rafiðnaðarmenn sem samning-
urinn nær til, en önnur atriði eru
svipuð og í öðrum samningum.
Tímosjenko samþykkt
Þing Úkraínu lagði í gær blessun
sína yfir þá ákvörðun forseta lands-
ins að skipa Júlíu Tímosjenko for-
sætisráðherra.
Annan boðar refsingu
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, kvaðst í gær
ætla að refsa Benon Sevan, yfir-
manni olíusöluáætlunar samtakanna
í Írak, vegna ávirðinga sem hann er
sakaður um.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Ferðalög 34/35
Viðskipti 16 Umræðan 36/38
Úr verinu 17 Bréf 38
Erlent 20/21 Kirkjustarf 38
Höfuðborgin 21 Minningar 40/44
Landið 25 Dagbók 40
Akureyri 25 Víkverji 48
Suðurnes 26 Velvakandi 49
Árborg 26 Staður og stund 51
Listir 28 Menning 51/57
Úr vesturheimi 29 Ljósvakamiðlar 58
Forystugrein 30 Veður 59
Daglegt líf 32/33 Staksteinar 59
* * *
Kynningar – Auglýsingablöðin Sum-
arið 2005 frá Icelandair og Sumarsól
2005 frá Úrvali-Útsýn fylgja Morgun-
blaðinu til áskrifenda.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri
slasaðist alvarlega á hrygg þegar
hann klemmdist inni í stýrishúsi
malarflutningabíls á Akranesi í gær
og liggur hann nú á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi. Það tók
björgunarmenn meira en klukku-
tíma að ná honum út úr stýrishúsinu
og til þess þurftu þeir að beita öfl-
ugum klippum.
Að sögn læknis á gjörgæsludeild
er líðan mannsins stöðug og ekki
þurfti að setja hann í öndunarvél.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Akranesi bakkaði mað-
urinn bílnum upp að húsgrunni við
Þormóðsflöt, skammt frá golfvellin-
um á Akranesi, og mynduðu bíllinn
og pallurinn vinkil. Hliðarsturta er á
pallinum. Þegar pallurinn var reist-
ur upp gaf sig eitthvað, annaðhvort í
búnaði bílsins eða undirlagi, með
þeim afleiðingum að pallurinn lagð-
ist upp að stýrishúsinu, beyglaði það
og klemmdi ökumanninn inni.
Tilkynning um slysið barst lög-
reglu um klukkan 13:45. Fljótlega
varð ljóst að maðurinn var mikið
slasaður og að erfitt yrði að ná hon-
um út. Mikið björgunarlið kom á
vettvang, m.a. tækjabíll slökkviliðs-
ins á Akranesi. Fara þurfti afar var-
lega vegna hættu á hryggmeiðslum
og stálið í stýrishúsinu var erfitt
viðureignar fyrir klippurnar. Einnig
var brugðið á það ráð að fá gröfu til
að ýta á pallinn til að létta þrýst-
ingnum af stýrishúsinu. Maðurinn
missti ekki meðvitund meðan á
þessu stóð, samkvæmt upplýsingum
lögreglu.
Um klukkan 14:08 hafði læknir á
sjúkrahúsinu á Akranesi samband
við Landhelgisgæsluna og óskaði
eftir sjúkraflutningi. Svo vel vildi til
að á sama tíma var TF-SIF að ljúka
æfingu með nemendum í Björgun-
arskóla sjómanna. Þyrlan flaug þeg-
ar á Reykjavíkurflugvöll þar sem
hún tók eldsneyti og læknir kom um
borð. Þyrlan lenti á Akranesi um
klukkan 14:30. Þá var maðurinn enn
fastur inni í flakinu. Rúmlega hálf-
tíma síðar var hann kominn um
borð í þyrluna og lenti hún við
Landspítalann í Fossvogi klukkan
15:14.
Ökumaður vörubíls alvarlega meiddur eftir slys á Akranesi
Klemmdur í stýrishúsi
í rúmlega klukkustund
Eldsvoði út
frá útvarpi
TALIÐ er að kviknað hafi í út frá
útvarpi á kaffistofu í niðursuðu-
deild Lifrarsamlagsins í Vest-
mannaeyjum í fyrrakvöld með þeim
afleiðingum að mikill reykur og sót
barst um húsið, samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu.
Húsið var mannlaust þegar lög-
regla kom á vettvang skömmu fyrir
miðnætti og eldurinn var kulnaður.
Ekki þurfti að reykræsta heldur sá
lögregla um að lofta út. Þetta er í
þriðja skiptið sem eldur kviknar hjá
Lifrarsamlaginu en aldrei hefur
orðið mikið tjón í þeim eldsvoðum.
Bílveltur í
mikilli hálku
LÖGREGLAN á Hvolsvelli var
þrisvar sinnum kölluð út í gær
vegna bílveltna í umdæminu. Tveir
jeppar og fólksbíll skemmdust mik-
ið í veltum en ökumenn og farþegar
sluppu án teljandi meiðsla.
Síðasta veltan varð í gærkvöldi á
Landvegi til móts við bæinn Holts-
múla. Þar valt nýlegur jeppi eftir
að ökumaður missti stjórn á honum
í hálku. Ökumaður og farþegi voru
í bílbeltum og sluppu án teljandi
meiðsla. Áður hafði jeppi oltið á
Suðurlandsvegi við Landvegamót
og fólksbíll valt austan Hvolsvallar.
Rúta út af í hálku
RÚTA rann út af hálum hringveg-
inum í miklum vindstreng skammt
norður af Blönduósi í gær. Farþega
sakaði ekki og engar skemmdir
urðu. Bílstjórinn hélt áfram með
rútuna frá Reykjavík til Akureyrar
eftir að hún hafði verið dregin upp
á veg. Til að tefja ekki för farþeg-
anna var þeim komið í aðra rútu
sem var á leið til Akureyrar.
TANNLÆKNAR buðu upp á
ókeypis skoðun og ráðgjöf á stof-
um sínum í gær. Auk skoðunar og
ráðgjafar voru gestir tannlækn-
anna beðnir að taka þátt í stuttri
könnun á vegum Lýðheilsustöðvar.
Alls tóku 128 tannlæknar víða um
land þátt í átakinu sem var í tilefni
tannverndarviku. Í þessari tann-
verndarviku var athyglinni beint
að skaðlegum áhrifum reykinga og
munntóbaks á munnheilsu.
Margir höfðu hringt og beðið
um skoðun á Tannlæknastofu
Kristínar Sandholt í Kringlunni.
Þegar Morgunblaðsmenn litu þar
við voru fjögur úr sömu fjölskyldu
að láta skoða í sér tennurnar.
Kristín tannlæknir taldi það gott
framtak að ýta við fólki að láta
skoða í sér tennurnar. Eins væri
það gott að vekja athygli fólks á
því hvað reykingar og tóbaks-
neysla fara illa með tennur.
Anný Antonsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Tannlæknafélags Ís-
lands, sagði að mjög mikið hefði
verið að gera hjá sumum tann-
læknum en minna hjá öðrum. Sum-
ir tannlæknar gátu ekki annað öll-
um sem vildu fá ókeypis skoðun.
Álagið dreifðist yfir daginn því
sumir veittu ókeypis skoðun fyrir
hádegi, þótt í upphafi hafi ætlunin
verið að veita þjónustuna einungis
eftir hádegið. Að sögn Annýjar
verður ekki ljóst hve margir nýttu
sér ókeypis þjónustu tannlækn-
anna fyrr en spurningalistar Lýð-
heilsustöðvar skila sér.
Margir
þáðu
ókeypis
skoðun
Morgunblaðið/RAX
Eggert Garðar Jóhannsson, sem er að verða 9 ára, notaði tækifærið og lét
Kristínu Sandholt tannlækni skoða í sér tennurnar.
Kaupir 18,3%
hlut í Húsa-
smiðjunni
HANNES Smárason, stjórnar-
formaður Flugleiða, hefur gegnum
fjárfestingarfélag sitt, Prímus,
eignast 18,3%
hlutafjár í Eign-
arhaldsfélagi
Húsasmiðjunnar
ehf. Þar með er
eignarhald í Eign-
arhaldsfélaginu
komið á hreint en
stærsti hlutafjár-
eigandi í félaginu
er Baugur Group
með 45%, Saxhóll sem er í eigu
Nóatúnsfjölskyldunnar á 18,3% sem
og Fjárfestingarfélagið Prímus og
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars.
Í tilkynningu til Kauphallar Ís-
lands í gær kemur fram að Eign-
arhaldsfélag Húsasmiðjunnar hafi
keypt hlut Baugs Group í Húsa-
smiðjunni og því er Húsasmiðjan að
fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins.
Í stjórn félagsins sitja Skarphéð-
inn Berg Steinarsson, Árni Pétur
Jónsson, Árni Hauksson, Sigrún
Alda Jónsdóttir og Guðmundur Ingi
Karlsson.
Játaði aðild að
fimm innbrotum
KARLMAÐUR um tvítugt, sem lög-
reglan á Selfossi handtók, játaði við
yfirheyrslur að hafa átt aðild að
innbrotum í fjögur fyrirtæki og bif-
reið á Selfossi nýverið. Eftir að
maðurinn var handtekinn í fyrra-
dag leitaði lögreglan á heimili hans
og fann þar mikið af munum sem
grunur lék á að væru þýfi, m.a.
tölvubúnað og hljómflutningstæki.
Auk muna úr fyrirtækjunum fjór-
um fannst á staðnum þýfi úr öðrum
innbrotum. Rannsókn þeirra mála
heldur áfram.