Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 2
FRAMADAGAR voru haldnir í 11. sinn í gær, en Framadagar eru kynningarhátíð sem hefur þann til- gang að koma á tengslum milli at- vinnulífsins og allra háskólanema í landinu. Stúdentar komu víðsvegar að af landinu til þess að taka þátt í Framadögum, m.a. frá Háskólanum á Akureyri og Viðskiptaháskól- anum á Bifröst. Að sögn Magnúsar Björns Ólafs- sonar, fjölmiðlafulltrúa Framadaga 2005, gekk dagurinn vonum fram- ar, en fjöldi stúdenta og fyrirtækja mætti til þess að sýna sig og sjá aðra. „Við erum mjög ánægð með þetta og þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Magnús. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, setti Frama- dagana við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu. Dagarnir eru haldnir að erlendri fyrirmynd og hugsaðir sem vettvangur fyrir stúdenta til að Framadagar háskólanema haldnir í ellefta sinn í gær Komið á tengslum milli atvinnulífs og háskólanema Morgunblaðið/ÞÖK Vigdís Finnbogadóttir opnaði Framadaga við hátíðlega athöfn í gær. kynna sér það sem hæst ber í at- vinnulífinu og um leið tækifæri fyr- irtækja til að komast í kynni við ungt menntafólk. 2 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÆTLAR UPP ÚR STÓLNUM Eftir að hafa lamast fyrir neðan brjóst í vélhjólaslysi eygir Arnar Helgi Lárusson, 28 ára Keflvík- ingur, nýja von um að geta gengið á ný, eftir að hafa farið í aðgerð þar sem stofnfrumur voru græddar í skemmda hlutann á mænu hans. Hann hefur þegar tekið framförum, og ætlar sér að stíga upp úr hjóla- stólnum að mestu á næstu árum. Lágmarkslaun hækka Nýr kjarasamningur Rafiðnaðar- sambandsins og Símans var undir- ritaður í gær. Í honum felst 20–30% hækkun á lágmarsklaunum fyrir þá 800 rafiðnaðarmenn sem samning- urinn nær til, en önnur atriði eru svipuð og í öðrum samningum. Tímosjenko samþykkt Þing Úkraínu lagði í gær blessun sína yfir þá ákvörðun forseta lands- ins að skipa Júlíu Tímosjenko for- sætisráðherra. Annan boðar refsingu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kvaðst í gær ætla að refsa Benon Sevan, yfir- manni olíusöluáætlunar samtakanna í Írak, vegna ávirðinga sem hann er sakaður um. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Ferðalög 34/35 Viðskipti 16 Umræðan 36/38 Úr verinu 17 Bréf 38 Erlent 20/21 Kirkjustarf 38 Höfuðborgin 21 Minningar 40/44 Landið 25 Dagbók 40 Akureyri 25 Víkverji 48 Suðurnes 26 Velvakandi 49 Árborg 26 Staður og stund 51 Listir 28 Menning 51/57 Úr vesturheimi 29 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 Daglegt líf 32/33 Staksteinar 59 * * * Kynningar – Auglýsingablöðin Sum- arið 2005 frá Icelandair og Sumarsól 2005 frá Úrvali-Útsýn fylgja Morgun- blaðinu til áskrifenda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #          $         %&' ( )***                            KARLMAÐUR á fimmtugsaldri slasaðist alvarlega á hrygg þegar hann klemmdist inni í stýrishúsi malarflutningabíls á Akranesi í gær og liggur hann nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Það tók björgunarmenn meira en klukku- tíma að ná honum út úr stýrishúsinu og til þess þurftu þeir að beita öfl- ugum klippum. Að sögn læknis á gjörgæsludeild er líðan mannsins stöðug og ekki þurfti að setja hann í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akranesi bakkaði mað- urinn bílnum upp að húsgrunni við Þormóðsflöt, skammt frá golfvellin- um á Akranesi, og mynduðu bíllinn og pallurinn vinkil. Hliðarsturta er á pallinum. Þegar pallurinn var reist- ur upp gaf sig eitthvað, annaðhvort í búnaði bílsins eða undirlagi, með þeim afleiðingum að pallurinn lagð- ist upp að stýrishúsinu, beyglaði það og klemmdi ökumanninn inni. Tilkynning um slysið barst lög- reglu um klukkan 13:45. Fljótlega varð ljóst að maðurinn var mikið slasaður og að erfitt yrði að ná hon- um út. Mikið björgunarlið kom á vettvang, m.a. tækjabíll slökkviliðs- ins á Akranesi. Fara þurfti afar var- lega vegna hættu á hryggmeiðslum og stálið í stýrishúsinu var erfitt viðureignar fyrir klippurnar. Einnig var brugðið á það ráð að fá gröfu til að ýta á pallinn til að létta þrýst- ingnum af stýrishúsinu. Maðurinn missti ekki meðvitund meðan á þessu stóð, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Um klukkan 14:08 hafði læknir á sjúkrahúsinu á Akranesi samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir sjúkraflutningi. Svo vel vildi til að á sama tíma var TF-SIF að ljúka æfingu með nemendum í Björgun- arskóla sjómanna. Þyrlan flaug þeg- ar á Reykjavíkurflugvöll þar sem hún tók eldsneyti og læknir kom um borð. Þyrlan lenti á Akranesi um klukkan 14:30. Þá var maðurinn enn fastur inni í flakinu. Rúmlega hálf- tíma síðar var hann kominn um borð í þyrluna og lenti hún við Landspítalann í Fossvogi klukkan 15:14. Ökumaður vörubíls alvarlega meiddur eftir slys á Akranesi Klemmdur í stýrishúsi í rúmlega klukkustund Eldsvoði út frá útvarpi TALIÐ er að kviknað hafi í út frá útvarpi á kaffistofu í niðursuðu- deild Lifrarsamlagsins í Vest- mannaeyjum í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að mikill reykur og sót barst um húsið, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu. Húsið var mannlaust þegar lög- regla kom á vettvang skömmu fyrir miðnætti og eldurinn var kulnaður. Ekki þurfti að reykræsta heldur sá lögregla um að lofta út. Þetta er í þriðja skiptið sem eldur kviknar hjá Lifrarsamlaginu en aldrei hefur orðið mikið tjón í þeim eldsvoðum. Bílveltur í mikilli hálku LÖGREGLAN á Hvolsvelli var þrisvar sinnum kölluð út í gær vegna bílveltna í umdæminu. Tveir jeppar og fólksbíll skemmdust mik- ið í veltum en ökumenn og farþegar sluppu án teljandi meiðsla. Síðasta veltan varð í gærkvöldi á Landvegi til móts við bæinn Holts- múla. Þar valt nýlegur jeppi eftir að ökumaður missti stjórn á honum í hálku. Ökumaður og farþegi voru í bílbeltum og sluppu án teljandi meiðsla. Áður hafði jeppi oltið á Suðurlandsvegi við Landvegamót og fólksbíll valt austan Hvolsvallar. Rúta út af í hálku RÚTA rann út af hálum hringveg- inum í miklum vindstreng skammt norður af Blönduósi í gær. Farþega sakaði ekki og engar skemmdir urðu. Bílstjórinn hélt áfram með rútuna frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hún hafði verið dregin upp á veg. Til að tefja ekki för farþeg- anna var þeim komið í aðra rútu sem var á leið til Akureyrar. TANNLÆKNAR buðu upp á ókeypis skoðun og ráðgjöf á stof- um sínum í gær. Auk skoðunar og ráðgjafar voru gestir tannlækn- anna beðnir að taka þátt í stuttri könnun á vegum Lýðheilsustöðvar. Alls tóku 128 tannlæknar víða um land þátt í átakinu sem var í tilefni tannverndarviku. Í þessari tann- verndarviku var athyglinni beint að skaðlegum áhrifum reykinga og munntóbaks á munnheilsu. Margir höfðu hringt og beðið um skoðun á Tannlæknastofu Kristínar Sandholt í Kringlunni. Þegar Morgunblaðsmenn litu þar við voru fjögur úr sömu fjölskyldu að láta skoða í sér tennurnar. Kristín tannlæknir taldi það gott framtak að ýta við fólki að láta skoða í sér tennurnar. Eins væri það gott að vekja athygli fólks á því hvað reykingar og tóbaks- neysla fara illa með tennur. Anný Antonsdóttir, fram- kvæmdastjóri Tannlæknafélags Ís- lands, sagði að mjög mikið hefði verið að gera hjá sumum tann- læknum en minna hjá öðrum. Sum- ir tannlæknar gátu ekki annað öll- um sem vildu fá ókeypis skoðun. Álagið dreifðist yfir daginn því sumir veittu ókeypis skoðun fyrir hádegi, þótt í upphafi hafi ætlunin verið að veita þjónustuna einungis eftir hádegið. Að sögn Annýjar verður ekki ljóst hve margir nýttu sér ókeypis þjónustu tannlækn- anna fyrr en spurningalistar Lýð- heilsustöðvar skila sér. Margir þáðu ókeypis skoðun Morgunblaðið/RAX Eggert Garðar Jóhannsson, sem er að verða 9 ára, notaði tækifærið og lét Kristínu Sandholt tannlækni skoða í sér tennurnar. Kaupir 18,3% hlut í Húsa- smiðjunni HANNES Smárason, stjórnar- formaður Flugleiða, hefur gegnum fjárfestingarfélag sitt, Prímus, eignast 18,3% hlutafjár í Eign- arhaldsfélagi Húsasmiðjunnar ehf. Þar með er eignarhald í Eign- arhaldsfélaginu komið á hreint en stærsti hlutafjár- eigandi í félaginu er Baugur Group með 45%, Saxhóll sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar á 18,3% sem og Fjárfestingarfélagið Prímus og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands í gær kemur fram að Eign- arhaldsfélag Húsasmiðjunnar hafi keypt hlut Baugs Group í Húsa- smiðjunni og því er Húsasmiðjan að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins. Í stjórn félagsins sitja Skarphéð- inn Berg Steinarsson, Árni Pétur Jónsson, Árni Hauksson, Sigrún Alda Jónsdóttir og Guðmundur Ingi Karlsson. Játaði aðild að fimm innbrotum KARLMAÐUR um tvítugt, sem lög- reglan á Selfossi handtók, játaði við yfirheyrslur að hafa átt aðild að innbrotum í fjögur fyrirtæki og bif- reið á Selfossi nýverið. Eftir að maðurinn var handtekinn í fyrra- dag leitaði lögreglan á heimili hans og fann þar mikið af munum sem grunur lék á að væru þýfi, m.a. tölvubúnað og hljómflutningstæki. Auk muna úr fyrirtækjunum fjór- um fannst á staðnum þýfi úr öðrum innbrotum. Rannsókn þeirra mála heldur áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.