Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 37
UMRÆÐAN
REGLULEGA kviknar umræða
um hvort skilja beri fjarskipta-
dreifikerfi Símans, grunnnetið, frá
fyrirtækinu. Óskir keppinauta
Símans þar um byggjast á að nú-
verandi fyrirkomulag hamli sam-
keppni því Síminn er bæði heild-
og smásali í fjarskiptum. Heild-
söluhluti Símans geti freistast til
að sinna Símanum betur en keppi-
nautum, þrátt fyrir
náið eftirlit Póst- og
fjarskiptastofnunar
(P&F).
Síminn vinnur sam-
kvæmt gildandi lögum
og leggur ekki stein í
götu keppinauta sinna
á fjarskiptanetinu,
sem í bókum Símans
er metið á annan tug
milljarða. Ákvörðun
um eignarhald á þess-
ari stærstu eign Sím-
ans verður einungis
tekin af eigendunum,
en ekki fyrirtækinu
sjálfu. Einkavæðing-
arnefnd hefur fyrir
hönd ríkisins tjáð þá
afstöðu sína að fjar-
skiptanetið verði ekki
skilið frá fyrirtækinu
við sölu ríkisins á hlut
sínum.
Hagsmunir ríkisins
á sviði fjarskipta eru
margbrotnir. Má þar
nefna lögfest áform um öfluga
samkeppni í greininni og hug hins
opinbera á að nútíma fjarskipta-
þjónusta sé í boði sem víðast á
landsbyggðinni. P&F er gagngert
starfrækt til að vinna að slíkum
markmiðum.
Hvað er grunnnet?
Engin skýr aðgreining er til
milli dreifikerfis og annarra
rekstrarþátta fjarskiptafyrirtækja.
Flestir geta fallist á að koparnet,
örbylgjunet og ljósleiðaranet séu
hluti grunnfjarskiptakerfis. En
málið vandast þegar kemur t.d. að
símstöð, tengigrind, götuskáp,
beini og magnara, svo eitthvað sé
nefnt. Tilheyra þessar einingar
þjónustu eða dreifikerfi? Fjárfest-
ing í búnaði sem telja má til þjón-
ustuhluta getur kallað á fjárfest-
ingu í neti og öfugt. Háir lagalegir
veggir á milli fjarskiptanets og
-þjónustu geta leitt til offjárfest-
ingar í vissum hlutum, vanfjárfest-
ingar í öðrum og skapað hættu á
misfellu í fjarskiptaþjónustunni
eins og hún birtist neytendum.
Eru hagsmunirnir
fólgnir í neti?
Strangt til tekið er betra fyrir
Símann ef grunnnet, sem hægt
væri að skilgreina vel, yrði skilið
frá öðrum hlutum fyr-
irtækisins, enda hagn-
ast Síminn á því að
veita þjónustu sem er
í fullri samkeppni á
fjarskiptamarkaði, svo
sem farsímaþjónustu,
ADSL og talsíma.
Strangar reglur um
fjarskiptanetið gera
Símanum ókleift að
hafa af því ábata, þótt
langstærsta fjárbind-
ing fyrirtækisins liggi
þar. P&F verðstýrir
Netinu, verðleggur
aðgang að því lágt
sem keppinautar og
önnur svið Símans
nýta sér.
Á Netinu hvílir
einnig þjónustukvöð
skv. lögum. Öll heimili
eiga að hafa talsíma
og gagnaflutnings-
þjónustu með ákveð-
inni flutningsgetu.
Hluti þessarar þjón-
ustu getur aldrei staðið undir sér,
s.s. krafa um tiltekinn tengihraða
inn á öll heimili landsins óháð því
hvort heimilin óski þjónustunnar.
Þessa kvöð uppfyllir Síminn og
hefur kostað til þess nokkrum
milljörðum. Símanum er einfald-
lega ekki mögulegt að gera hefð-
bundna ávöxtunarkröfu til Netsins.
Síminn biðst ekki undan því að
sinna landsbyggðinni með mynd-
arbrag. Síminn er eina fyrirtækið
sem hefur byggt upp fullkomna
fjarskiptaþjónustu á landsbyggð-
inni. GSM-dreifikerfi Símans nær
til 98% þjóðarinnar, NMT til allra
landsmanna, 92% hafa aðgang að
ADSL-þjónustu og 99,96% hafa að-
gang að ISDN-þjónustu. Þetta eru
afar háar tölur á alþjóðlegum
mælikvarða og merkilegar í ljósi
strjálbýlis og lágs verðs á fjar-
skiptaþjónustu hérlendis. Stefnt er
að því að gera betur og þar auð-
veldar ný sjónvarpsþjónusta Sím-
anum að koma upp háhraða teng-
ingum enn víðar.
Niðurgreitt fjarskiptanet
Orkuveitunnar
Orkuveita Reykjavíkur leggur
nú nýtt fjarskiptanet á höfuðborg-
arsvæðinu og keppir þar við Sím-
ann. Samkeppni þarf að byggjast á
lagalegu jafnræði milli keppinauta,
en ekki innbyggðri skekkju eins og
raunin er hér. Fjarskiptafjárfest-
ingar OR hafa verið reknar með
miklu tapi og eru niðurgreiddar af
tekjum einkaleyfisskyldrar starf-
semi, þ.e. vatni, hitaveitu og raf-
magni. Fjarskiptarekstri OR er
blandað saman við lögverndaða
grunnstarfsemi stofnunarinnar í
bókhaldi hennar, án þess að eft-
irlitsstofnanir hafi enn amast þar
við. Engar kvaðir hvíla á OR um
að veita dreifðum byggðum þjón-
ustu, eins og gildir um Símann.
Samkeppni í netrekstri og ljósleið-
aratengingum mun með óbreyttri
stefnu OR verða á suðvesturhorn-
inu, þar sem netrekstur er kostn-
aðarminni fyrir hvert heimili en í
dreifðari byggð. Haldi Orkuveitan
áfram útvíkkun fjarskiptarekstrar
síns á Reykjavíkursvæðinu gæti
farið svo að Síminn verji nær öll-
um kröftum sínum í að keppa við
staðbundið og niðurgreitt net
Orkuveitunnar. Aðgerðir OR við
að búa til annað grunnnet á suð-
vesturhorninu fela í sér mun meiri
hættu fyrir fjarskiptaþjónustu á
landsbyggðinni en spurningin um
sölu Símans með eða án grunnets-
ins.
Almannahagsmunir
Það er vart tilviljun að önnur
lönd hafa einkavætt símafyrirtæki
sín með fjarskiptanetunum innan-
borðs. Sem fyrr segir gæti þó
hentað Símanum út af fyrir sig að
losna undan núverandi ástandi,
þ.e. misskiptri reglusetningu og
niðurgreiddri samkeppni frá op-
inberri veitustofnun. Við sölu á
eignarhlut sínum í Símanum lítur
stærsti eigandi fyrirtækisins, ríkið,
þó væntanlega til víðari hagsmuna
en Símans eins.
Aðgerðir Orkuveitunnar
ógn við fjarskiptaþjónustu
á landsbyggðinni
Orri Hauksson skrifar um
grunnnet Símans
’Engar kvaðirhvíla á OR um
að veita dreifð-
um byggðum
þjónustu, eins
og gildir um
Símann.‘
Orri Hauksson
Höfundur er framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Símans.
SÓLVEIG Pétursdóttir, for-
maður utanríkismálanefndar Al-
þingis, segir mikið liggja við að
ekki sé upplýst hvað fram fór á
fundi nefndarinnar 19. febrúar
2003. Stjórnarandstaðan segir að
aflétta beri leynd af þessum
fundi til að fá upplýst hvort þá-
verandi utanríkisráðherra, Hall-
dór Ásgrímsson, hafi upplýst
nefndina um þær forsendur sem
ríkisstjórnin byggði á ákvörðun
sína um stuðning við innrás
Bandaríkjamanna í Írak. Halldór
Ásgrímsson hefur vísað í þennan
fund, mánuði áður en innrásin
var gerð, varðandi samráð við
þingið svo og Eiríkur Tómasson
prófessor, sem segir að enda
þótt það sé matsatriði hvort ut-
anríkisráðherra hafi borið laga-
leg skylda til þessa samráðs þá
verði ekki í móti mælt að ráð-
herra hafi rætt við utanríkis-
málanefnd um stöðu málsins á
þessum fundi. Stjórnarandstað-
an vill að þjóðin fái að sjá hvaða
skýringar utanríkisráðherrann
bar þá á borð fyrir utanríkis-
málanefnd Alþingis til að rétt-
læta að Íslendingar léðu stuðn-
ing við innrásina í Írak án
samþykkis Sameinuðu þjóðanna.
Nú hefur komið fram að á um-
ræddum fundi tóku aðeins þrír
aðilar til máls, utanríkisráðherr-
ann Halldór Ásgrímsson, Stein-
grímur J. Sigfússon, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs og Rannveig Guð-
mundsdóttir, þingmaður Sam-
fylkingar. Öll hafa þau lýst því
yfir að þau væru reiðubúin að
láta upplýsa hvað þau sögðu á
fundinum, einnig Halldór Ás-
grímsson. Var honum ef til vill
ekki alvara þegar hann sagði á
Alþingi að fyrir sitt leyti mætti
birta ummæli sín? Treysti hann
því að stjórnarmeirihlutinn í ut-
anríkismálanefnd, undir forystu
Sólveigar Pétursdóttur, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins,
myndi reyna að þröngva þagn-
arskyldu upp á nefndarmenn?
Til upplýsingar er hér birt 24.
gr. þingskaparlaga þar sem fram
kemur að lögum samkvæmt er
þagnarskyldan undantekning en
ekki almenn lagaskylda: „Utan-
ríkismálanefnd skal vera ríkis-
stjórninni til ráðuneytis um
meiri háttar utanríkismál enda
skal ríkisstjórnin ávallt bera
undir hana slík mál jafnt á þing-
tíma sem í þinghléum. Nefnd-
armenn eru bundnir þagnar-
skyldu um þá vitneskju sem þeir
fá í nefndinni ef formaður eða
ráðherra kveður svo á.“ Í ljósi
framangreinds leyfi ég mér að
spyrja hvort tilraunir stjórnar-
meirihlutans til að halda upplýs-
ingum um hvað fram fór á sam-
ráðsfundi utanríkisráðherra með
utanríkismálanefnd Alþingis
skömmu fyrir innrásina í Írak,
flokkist undir eðlilega og mál-
efnalega kröfu til að virða trúnað
eða hvort um er að ræða tilraun
til pólitískrar yfirhylmingar?
Ögmundur Jónasson
Þagnarskylda eða yfirhylming?
Höfundur er formaður
þingflokks VG.
UMMÆLI forstjóra Símans í
Morgunblaðinu laugardaginn 29.
janúar vöktu ekki bara athygli mína
heldur einnig ánægju.
Brynjólfur Bjarnason
sagði: „Hins vegar ef
litið er eingöngu á
þrönga eiginhagsmuni
Símans sem slíks, þá
gæti verið betra fyrir
fyrirtækið ef óskil-
greint grunnnet yrði
skilið frá öðrum hluta
fyrirtækisins fremur
en að hann héldi
grunnnetinu.“ Þessi
orð frá Brynjólfi gefa
góð fyrirheit um það
að möguleiki sé á að
ná sátt um þetta gríð-
arlega mikilvæga mál.
OgVodafone ásamt
Inter – aðilum sem
veita Internetþjón-
ustu ásamt fjarskipta-
fyrirtækinu eMax
hafa lýst því yfir op-
inberlega að ekki
megi koma til þess að
ríkið selji grunnnetið
með Símanum. Ég hef
lýst þeirri skoðun minni að ég er
tilbúinn fyrir hönd OgVodafone að
fara í þá vinnu sem þarf til að móta
framtíð grunnnetsins með fulltrúum
annarra fjarskiptafyrirtækja ásamt
ríki og öðrum þeim sem að málinu
þurfa að koma.
Hér er um að ræða eitt mesta
hagsmunamál í íslenskum nútíma.
Við búum við aðrar aðstæður en
önnur lönd. Hér er eitt grunnnet
og því þarf sérstaklega að vanda til
svo tryggja megi samkeppni og
heilbrigð vinnubrögð á
þessum markaði til
framtíðar. Ég gríp hér
með á lofti þann bolta
sem Brynjólfur kast-
aði upp í samtali við
Morgunblaðið og lýsi
því yfir að við erum til
í viðræður.
Aðskilnaður grunn-
nets og Símans mun
skipta öllu máli fyrir
trúverðugleika mark-
aðarins, byggðir
landsins og auðvelda
starf eftirlitsaðilanna,
Póst- og fjarskipta-
stofnunar og Sam-
keppnisstofnunar.
Það liggur fyrir í
skipuriti Símans hvert
grunnnetið er og því
er auðvelt að skilja
grunnnetið frá öðrum
deildum og einingum
Símans. Ég fagna
þessari yfirlýsingu frá
forstjóra Símans og
tel afar áríðandi að stjórn-
málamenn og nefnd um einkavæð-
ingu og aðrir þeir sem um þetta
mál fjalla láti hana ekki fram hjá
sér fara.
Bolti Símans
gripinn á lofti
Eiríkur S. Jóhannsson fjallar
um grunnnet Símans
Eiríkur S. Jóhannsson
’Aðskilnaðurgrunnnets og
Símans mun
skipta öllu máli
fyrir trúverð-
ugleika mark-
aðarins …‘
Höfundur er forstjóri OgVodafone.
GUNNAR nokkur Guttormsson
hefur löngum verið einhvers konar
vinstrimaður. Hann nam hagræðingu
í Þýskalandi Ulbrichts, eftir því sem
mér var sagt, þegar við
vorum báðir félagar í
Sósíalistaflokknum,
sameiningarflokki al-
þýðu. Helst man ég eft-
ir að hann skemmti
með söng, það voru oft
erfiðar stundir. Hann
lét eiginlega aldrei að
sér kveða í stjórn-
málum að ég man, ekki
nema þá eitthvert smá
nöldur. Núna er hann
að best ég veit í þeim
skrítna rétttrún-
aðarflokki VG, var alla-
vega landsfundar-
fulltrúi hjá þeim 2003.
Nú uppvekst þessi
maður skyndilega í
hugmyndafræðilegri
vandlætingu út af því
að Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri
ASÍ, leyfir sér að hafa
stjórnmálaskoðanir og
að kratar og verkalýðs-
samtök og sjálfsagt
fleiri kykvendi, hafi
með sér einhvers konar
samráðsklúbb. Hann
gengur meira að segja
svo langt að líkja þessu
við verkalýðsánauðina í
Austur-Evrópu á sínum tíma þegar
hann segir: „Þessi forneskjulegu
tengsl eru arfur liðins tíma og minna
á stöðu verkalýðsfélaga í ríkjum
Austur-Evrópu fyrr á tíð þar sem
verkalýðsfélög voru nafnið tómt og
lutu í einu og öllu stjórn komm-
únistaflokkanna.“
Þetta er fáránleg niðurstaða.
Hið rétta er að stjórnmálahreyf-
ingar sósíaldemókrata áttu upptök
sín í verkalýðssamtökum á öllum
Norðurlöndum, líka hér
á landi. Það var því ekki
nema von að náin tengsl
væru með þessum
tveim hliðum barátt-
unnar, hinni pólitísku
og þeirri faglegu. Þessi
tengsl voru eitur í bein-
um kommúnista, því
þeir voru aðskotadýr,
spruttu ekki upp úr
starfi fólksins, heldur
áróðursfélögum stofn-
uðum af agentum, sam-
anber rannsóknir pró-
fessors Svans
Kristjánssonar á sam-
þykktum Komintern
1924. Þeir höfðu sitt
fram 1940. Morgun-
blaðið getur svo rifjað
það upp við tækifæri, að
Sjálfstæðisflokkurinn
studdi þessa kröfu
kommúnista ein-
arðlega.
En úr því Gunnar
Guttormsson er að
vanda um við menn,
hvers vegna ræðir hann
ekki þessi vandasömu
tengsl stjórnmálaflokka
og verkalýðsfélaga við
félaga sinn Ögmund
Jónasson, formann BSRB og þing-
mann VG.
Kveðja frá Komm-
únistaflokki Íslands
Guðmundur Ólafsson fjallar
um tengsl stjórnmálaflokka
og verkalýðsfélaga
’Hið rétta er aðstjórnmála-
hreyfingar
sósíaldemó-
krata áttu upp-
tök sín í verka-
lýðssamtökum á
öllum Norður-
löndum, líka hér
á landi.‘
Höfundur er hagfræðingur.
Guðmundur Ólafsson
mbl.issmáauglýsingar