Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Ómar Samstarf í samkeppni Ifor Ffowcs-Williams segir þörf á að skilgreina hvaða mynstur starfsemi eða sérhæfingar skapar auðlegð svæða. GAGNLEGT er fyrir fyrirtæki sem eiga í samkeppni og eru staðsett á sömu landsvæðum að starfa saman á ýmsum sviðum og mynda með sér fyrirtækjaklasa, segir Ifor Ffowcs- Williams framkvæmdastjóri Cluster Navigators á Nýja-Sjálandi. „Klasamyndun verður þegar ákveðin starfsemi hópast saman á til- teknum stöðum, hvort sem það er í verslunarmiðstöð eða við höfnina. Þetta er ekki nýtt fyrirbæri en það er þörf á því að skilgreina á hverju svæði hvaða mynstur starfsemi eða sérhæfingar það er sem skapar auð- legð svæðisins. Þannig má fá skilning á því hvernig hægt er að byggja á þeirri starfsemi m.a. til að skapa um hana fleiri störf. Klasamyndun geng- ur út á að fá lík fyrirtæki til að starfa saman auk háskóla og annarra rík- isrekinna stofnana. Þannig má efla svæðið í heild sinni,“ segir Ffowcs- Williams. Þekkt dæmi um klasamyndun á ákveðnum landssvæðum segir hann vera Hollywood sem kvikmyndamið- stöð og Kísildalinn sem upplýsinga- tæknimiðstöð. Hér á landi nefnir hann dæmi um sérhæfingu sem teng- ist humri á Höfn í Hornafirði og sér- hæfingu í framleiðslu á fiskvinnslu- búnaði á Ísafirði. Þarna sé tilvalið að þróa klasaverkefni en Ffowcs-Will- iams hefur tekið þátt í að koma á fót sérstökum vaxtarsamningum í þessa veru hér á landi, þar sem áherslan er á sérhæfingu einstakra svæða. „Samkeppni er mikilvæg og heil- brigð. Samkeppni þvingar fyrirtæki til nýsköpunar, til kostnaðaraðhalds og til að leita leiða inn á nýja markaði. En það er einnig mikilvægt að keppi- nautar geti starfað saman og lagt krafta sína saman á einstökum svið- um,“ segir Ffowcs-Williams. „Hér er ekki um að ræða samruna og yfirtök- ur á milli fyrirtækjanna eða að þau öðlist einokunarvald á markaðnum,“ segir hann. „Klasamyndun snýst ekki um að fyrirtækin nái stærri hluta kökunnar heldur hvernig þau geti tekið höndum saman um að baka stærri köku til hagsbóta fyrir alla. Keppinautar starfi saman 16 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Canada's fastest growing franchise is now expanding into Iceland. See us at www.fibrenew.com VIRK samkeppni er mikilvæg innan vaxandi hagkerfa, enda er hún til þess fallin að laða til sín fjárfesta og renna enn styrkari stoðum undir þau. Þetta segir Edward Henneberry, fram- kvæmdastjóri hjá írsku samkeppnis- stofnuninni, en hann hélt ræðu á aðal- fundi Félags íslenskra stórkaup- manna sem fram fór í gær. Henneberry segir margt líkt með samkeppnisumhverfinu á Írlandi og á Íslandi. Um sé að ræða tvö tiltölulega lítil eyríki en með afkastamikil hag- kerfi þar sem ríki hörð samkeppni. „Ein helsta ástæða þess hve mikill vöxtur hefur verið í írsku efnahagslífi er stefna okkar í samkeppnismálum. Við styðjumst mjög við þessa stefnu til að bæta framleiðni og það dregur til sín fjárfesta. En við höfum einnig glímt við ákveðin vandamál, ekki ósvipuð þeim og kollegar okkar á Íslandi og þá sér- staklega mál sem snúa að neyslu. Við höfum til dæmis nýverið fjallað um málefni olíufélaganna á Írlandi en það hefur ekki verið mikil samkeppni á þeim markaði fram til þessa. Við höf- um einnig fjallað mikið um vandamál á smærri stöðum þar sem eru fá fyr- irtæki starfandi á tilteknu sviði og hvernig megi takast á við fákeppni við slíkar aðstæður. Auðvitað verður í slíkum tilfellum aldrei samkeppni milli margra fyrirtækja en okkar hlutverk er þá að tryggja að ekki séu fyrir hendi neinar gervihindranir fyr- ir nýja aðila til að koma inn á mark- aðinn. Breskir stórmarkaðir og bygg- ingavöruverslanir hafa til að mynda verið að koma sér fyrir á írska mark- aðnum að undanförnu, við lítinn fögn- uð þeirra sem þar voru fyrir. En við höfum reynt að tryggja að allir fái sömu tækifæri og að samkeppni er virk.“ Henneberry segir að í vaxandi hag- kerfum, líkt og á Íslandi og Írlandi, verði samkeppni nánast til af sjálfu sér. Írland standi í sjálfu sér ekki framarlega hvað varðar samkeppnis- reglur í Evrópu en bæti það upp með mikilli framleiðni. „Við reynum að fylgjast með sameiningum, hringa- myndunum og stjórnvaldsreglugerð- um til að draga úr kostnaði í viðskipt- um á Írlandi. Írska samkeppnis- stofnunin hefur orðið nokkuð mikil völd, að mér sýnist ekki ósvipað sam- keppnisyfirvöldum á Íslandi,“ segir Henneberry og bætir við að stofnunin hafi vísað mörgum málum til dóm- stóla á síðasta ári. Hann segir sam- keppnismál enda njóta vaxandi at- hygli, forsíður fjölmiðlanna vitni um það og samkeppnismál séu eitt það fyrsta sem fólk velti fyrir sér þegar spyrst af stórum sameiningum. Henneberry segir að írsk sam- keppnisyfirvöld hafi nú til skoðunar samkeppni á tryggingamarkaði, bankamarkaði og háan lögfræði- kostnað þar í landi. Samkeppnismál njóta sívaxandi athygli Morgunblaðið/Þorkell Samkeppni ofarlega á baugi Edward Henneberry, framkvæmdastjóri hjá írsku samkeppnisstofnuninni, ávarpar aðalfund FÍS í gær.           !"    !  "#  #  ;<$=/ >?=/ >@4$ #"4$ ); #' '@ 2$' $5  A>5  A?  : $5 2$' $ %' %<#'  "$/ B" #"4$ 5) C$$ $  %   #$@2$' $ *>=  */@" *@!$$)D-$B . E@5  :F $"-@ GHB" 2# '4I'  @' $ ?'@$?@B@!$B) J!  @$?@  $'$?@ D-@. F5 & '    ( ;$5 #$'K!""@ : $$2$' $ JFF (    )  01KL @$ @$)@                 . . .  . .   . . . .  . . .  >! 4 !@$)@ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 6 3 6 3  6 3.  6 3.  6 3  6 3 6 3  6 3  6 3 6 3  6 3  6 3 6 3. 6 . . . . . 3.  6 . . 3.  6 . . . . . . . . . 3  6 *'@$/  $ $ J'5@' $+ A/ ' ) ) ) ) )  ) ) )   ) ) ) )  )  )  ) ) . . ) . . ) . . . .  . . .                      .                            .      .     @$/(&$)) ;J*)M;B  '$ #"?' @$/       .  .  . .  . . . .   . . .  ;J*).N$$4B' $?'B'"4);J*).  !''@' "!?'5@B$ $) SAS áformar að fljúga milli Óslóar og New York SAS flugfélagið í Noregi er með í undirbúningi að hefja beint flug á milli Óslóar og New York. Frá þessu var greint í frétt á vefmiðli norska blaðsins Dagens Næringsliv. SAS hætti að fljúga beint á milli Óslóar og New York í marsmánuði á síðasta ári. Fram að því var árlegt tap félagsins af þessari flugleið um 100 milljónir norskra króna, eða tæpur milljarður íslenskra króna. Segir í frétt DN að stjórnendur SAS og talsmenn flugmanna félagsins muni ræða þessi mál á næstunni og að ákvörðunar sé að vænta fljótlega. Þar kemur einnig fram að til greina geti komið að leigja flugvél til þessa flugs af Icelandair. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að félagið sé stöðugt að leita fyrir sér með verk- efni í leiguflugi. Engin áform séu hins vegar uppi á þessu stigi um að leigja flugvél til SAS-flugfélagsins. Gjaldþrotum fjölgar í Bretlandi ● GJALDÞROT einstaklinga í Bret- landi á síðustu þremur mánuðum ársins 2004 voru nærri 35% fleiri en á sama tímabili árið áður, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Samtals voru 13.013 einstaklingar gjaldþrota á tímabilinu frá október til desember. Gjaldþrotum fyr- irtækja fækkaði hins vegar um 0,9% milli ára. Segir í frétt BBC að talið sé að hækkun vaxta á umliðnum mán- uðum sé væntanlega farin að segja til sín. Englandsbanki hefur hækk- að stýrivexti sína alls fimm sinnum frá því í nóvember 2003, úr 3,5% í 4,75%. Flugleiðir kaupa eigin hlutabréf af Sjóvá ● FLUGLEIÐIR hafa keypt tæplega 64 milljónir króna að nafnverði eigin hlutabréfa af Sjóvá. Verðið í viðskiptunum var 13,9 krónur á hlut og heildar- kaupverðið því tæpar 900 millj- ónir. Eftir við- skiptin eiga Flugleiðir samtals 110.917.449 eigin hluti eða tæp- lega 4,4% heildarhlutafjár í félaginu. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar í gær. Aukning í fjárfest- ingum erlendra hér á landi ● NETTÓKAUP erlendra fjárfesta á íslenskum verðbréfum jukust um 87% árið 2004 miðað við 2003 samkvæmt Morgunkorni Íslands- banka. Mest voru kaupin á síðasta fjórð- ungi ársins en alls námu þau rúm- um 43 milljörðum króna á fjórð- ungnum. Heildarkaup á árinu námu um 33,1 milljarði króna og þar af voru hlutabréfakaup fyrir um 21,7 milljarða og skuldabréfakaup fyrir um 11,7 milljarða. Árið 2003 voru hlutabréfakaup neikvæð um tæpa 3,8 milljarða en skuldabréfakaup voru jákvæð um ríflega 20 millj- arða. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI HAGNAÐUR breska flugfélagsins British Airways (BA) á tímabilinu frá október til desember á síðasta ári, fyrir skatta, var um 40% lægri en á sama tímabili árið áður. Afkoman var engu að síður yfir væntingum. BBC hefur eftir stjórnendum félagsins, að hátt eldsneytisverð hafi dregið hagn- aðinn niður. Hagnaður BA fyrir skatta á síðustu þremur mánuðum ársins 2004 var um 75 milljónir punda, sem svarar til um 8,8 milljarða íslenskra króna, en var 125 milljónir punda á sama tímabili ársins á undan. BA lagði sérstakt eldsneytisgjald á hvern seldan flugmiða á síðasta ári. Var gjaldið 10 pund frá október á lengri leiðum. Á styttri flugleiðum var gjaldið frá október 4 pund. Áætlanir BA gera ráð fyrir að árlegar tekjur félagsins af þessu gjaldi nemi um 160 milljónum punda. Það dugi þó ekki til að standa undir þeim kostnaðarauka sem félagið hafi orðið fyrir vegna hækkunar á eldsneytisverði, sem nemi um 250 milljónum punda á ári. Hagnaður BA minnk- ar um 40% Reuters Eldsneytisverð Hátt eldsneytisverð hefur áhrif á afkomu British Air- ways eins og annarra flugfélaga. Mest viðskipti með Landsbankann ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 5,1 milljarði króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 2,1 milljarð. Mest viðskipti voru með bréf Landsbankans fyrir um 858 milljónir króna. Mest hækkun varð á bréfum Marel (2,9%) en mest lækkun varð á bréfum Jarðborana (-0,9%). Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,74% og er nú 3767 stig. Krefjast verðlækk- unar hjá Telia Sonera ● SÆNSK póst- og síma- málayfirvöld hafa krafist þess að Telia Sonera lækki verð til annarra fjarskiptafyr- irtækja. Þetta kemur fram í frétt frá fréttaþjónustunni Direkt. Telia Sonera var einkavætt 1992 og á félagið grunnfjar- skiptanetið í Svíþjóð. Verð félags- ins til annarra aðila á markaði er að mati yfirvalda of hátt og er þess því krafist að Telia Sonera lækki verðið um 10% fyrir lok febr- úarmánaðar. G$O P,   !" ! #J K 9;Q "#" "# ! ! 1;1 %Q #$ $% ! ! A#Q G # % !" &! 01KQ 9RE $ % $ ! !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.