Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍBÚAR við Holtsgötu í Reykjavík og nærliggj- andi götur áttu fund með fulltrúum skipulags- yfirvalda vegna skipulagsáforma á svonefndum Holtsgötureit á fimmtudag. Í máli íbúa kom fram andstaða við tillögurnar og þá auknu þétt- ingu byggðar og enn frekari skort á bílastæð- um sem þær fela í sér að mati íbúa á fundinum. Á fundinum reifaði Haraldur Ólafsson, einn íbúa á svæðinu, niðurstöður af öðrum fundi sem íbúar áttu sín á milli fyrir Degi B. Egg- ertssyni, formanni skipulagsráðs, Helgu Braga- dóttur skipulagsfulltrúa, og öðrum fulltrúum skipulagsyfirvalda. Á horni Holtsgötu og Bræðraborgarstígs gera tillögur að deiliskipulagi ráð fyrir sam- felldri byggð, sem Haraldur segir ekki falla að þeim byggingum sem fyrir eru í nágrenninu. Einkenni hverfisins séu lítil hús með litlum görðum á milli, ekki svokölluð randbyggð þar sem sambyggð hús ná að götunni og garðar eru á miðjum reitnum. Enn fremur sagði Haraldur að íbúar finni mikið fyrir skorti á bílastæðum eins og staðan er í dag, og ljóst sé að ástandið eigi ekki eftir að batna þegar við bætist þétt byggð á horni Holtsgötu og Bræðraborg- arstígs. Benti Haraldur á að byggð í Vesturbæ sé þegar fremur þétt, og spurning hvar eigi að draga mörkin þegar talað er um þéttingu byggðar. Fundað verður um málið hjá skipulagsráði á næstu vikum Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- ráðs, sat fundinn með íbúunum. Í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn sagði hann að skipulagsráð muni fara yfir þær athugasemdir sem borist hafa á fundi ráðsins í næstu viku eða vikunni þar á eftir, þar á meðal þeim at- hugasemdum sem fram komu á fundinum með íbúum. „Það hafa þegar verið gerðar ákveðnar breytingar á tillögunum út frá fyrstu at- hugasemdum, þó að ekki hafi öllum fundist þar komið nægilega til móts við sín sjónarmið. Þarna [á íbúafundinum] voru einstaka raddir um að þarna ætti að standa eftir óbyggt skarð, en ég á ekki von á því að það verði fallist á þær ýtrustu óskir,“ segir Dagur. Tillagan gerir ráð fyrir því að undir húsum sem byggð verði þurfi að byggja bílakjallara fyrir a.m.k. einn bíl á hverja íbúð í húsunum, og segir Dagur að það sé gert til að mæta þeim bílastæðavanda sem verið hefur á svæðinu. Spurður hvort það séu nægilega mörg bílastæði segir hann að það hafi reynst vera meðaltal bíla á íbúð á þessu svæði, þó það sé vissulega rétt að sumir kjósi að eiga fleiri en einn bíl. Eftir standi að hverfið hafi byggst upp þegar bílaeign var minni en hún er í dag, og við því sé erfitt að bregðast í svo grónu hverfi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Innan við 20 íbúar mættu á fundinn um skipulag á Holtsgötureit, sem haldinn var í leikskólanum Listakoti við Holtsgötu. Ósáttir við skipulag Holtsgötureits DAVID Oswin, breskur ferðaskrif- stofueigandi, andaðist að heimili sínu í Cumbria í Englandi, miðvikudag- inn 2. febrúar sl. David var mörgum Íslendingum að góðu kunnur, þar sem hann hafði starfað við ferðaþjónustu mestan sinn starfsaldur og rak eigin ferða- skrifstofu í rúmlega 20 ár. Fyrstu ferð sína til Íslands fór hann árið 1974 og heillaðist strax mjög af íslenskri náttúru. Hann ferð- aðist um hálendi Íslands með hópa sína og var þá jafnframt fararstjóri þeirra. David var áhugamaður um ljósmyndun og hélt marga fyrir- lestra um Ísland í heimalandi sínu. Einnig hélt hann ljósmyndasýning- ar, með myndum úr íslenskri nátt- úru. Hann var heiðursfélagi Íslenska alpaklúbbsins og félagi í Royal Geo- graphical Society, í Bretlandi. David lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur af fyrra hjónabandi. Út- för hans fer fram 10. febrúar nk. Andlát DAVID OSWIN PÁLL Hreinsson lagaprófessor ver doktorsritgerð sína við lagadeild Háskóla Íslands í dag. Ritgerð Páls, sem er 978 blaðsíður að lengd, ber heitið „Hæfisreglur stjórn- sýslulaga“. Fór yfir 1.932 dóma og álit Fór Páll yfir alls 1.932 dóma og álit umboðsmanna þjóðþinga á Ís- landi, í Danmörku og Noregi, sem lögð voru til grundvallar við rann- sókn ritgerðarinnar. Rannsakaði hann m.a. alla dóma Hæstaréttar Danmerkur og Hæstaréttar Nor- egs sem gengið hafa og varða beit- ingu hæfisreglna þarlendra stjórn- sýslulaga. Meginmarkmið ritgerðarinnar var að draga saman álit umboðs- manna þjóðþinga á Íslandi, í Noregi og Danmörku svo og dóma Hæsta- réttar þessara landa þar sem reynt hefur á hæfi starfsmanna stjórn- sýslunnar og dómara og greina með lögfræðilegri aðferðarfræði gildis- sviðs hæfisreglna stjórnsýslulaga, hvaða sjónarmið eru aðallega notuð við skýringu og fyllingu þeirra svo og að veita yfirsýn yfir framkvæmd reglnanna. Páll var spurður hvaða ástæður voru fyrir því að hann valdi hæf- isreglur stjórnsýslulaga sem rann- sóknarefni í doktorsritgerðinni. „Þegar ég var ritstjóri Úlfljóts, tímarits laga- nema, var eitt hefti ritsins helgað umfjöll- un um hæfisreglur. Frá þeim tíma hef ég haft mikinn áhuga á þessum reglum. Mér hlotnaðist síðan sá heiður að vera skipað- ur í þá nefnd sem samdi frumvarp til stjórnsýslulaga, en II. kafli þeirra laga fjallar um hæfisregl- ur,“ segir hann. Strangari hæfis- reglur hér – Hafa að þínu mati verið inn- leiddar fullnægjandi hæfisreglur í íslensku stjórnsýslunni og hjá dóm- stólunum sem tryggja borgurunum réttaröryggi og traust í skiptum þeirra við stjórnvöld? „Íslensku stjórnsýslulögin hafa að geyma strangari hæfisreglur ef eitthvað er en hæfisreglur danskra og norskra stjórnsýslulaga. Vand- inn við beitingu hæfisreglnanna felst í því að skýra hina mats- kenndu hæfisreglu sem fram kem- ur í 6. tölulið 1. málsgreinar 3. greinar laganna en þar segir að starfsmaður sé vanhæfur til með- ferðar máls ef að öðru leyti séu fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Þar sem reglan er matskennd er skýring hennar erfið. Stór hluti ritgerðarinnar fjallar um þau sjónarmið sem notuð hafa verið við skýringu hennar og fyllingu. Þá eru van- hæfisástæður flokkað- ar upp og þeim fylgt eftir í sögulegri þró- un,“ segir Páll. Spurður hvort hæfis- reglur geti nokkurn tíma girt með öllu fyrir að ómálefnaleg sjónarmið verði látin ráða ferðinni bendir Páll á að hæfisreglur hafi það í för með sér að starfsmanni, sem er svo tengdur máli eða aðilum þess að haft geti áhrif á viljaafstöðu hans, beri að víkja sæti. „Þótt starfsmenn séu hvorki tengdir máli eða aðilum þess á þann veg sem hæfisreglurnar taka til þeirra geta þeir engu að síður haft fordóma og leyst á ómálefnalegan hátt úr málum af þeim sökum. Hæf- isreglurnar fækka því þeim tilvik- um þar sem litið er til ómálefna- legra sjónarmiða við úrlausn máls en koma ekki í veg fyrir það,“ segir Páll ennfremur. Unnt að tryggja sérfræðiþekk- ingu án stjórnsýsludómstóls – Fjölmörg álitamál hafa komið upp sem snúast um hæfi og vanhæfi í stjórnsýslunni á undanförnum misserum. Ertu þeirrar skoðunar að þörf sé á sérstökum stjórnsýslu- dómstóli hér á landi? „Það er ekki hægt að fullyrða að tilvist stjórnsýsludómstóls myndi fækka þeim málum þar sem deilt er um skýringu hæfisreglna. Á hinn bóginn er almennt talið að sér- fræðiþekking dómara tryggi bæði réttari og skilvirkari úrlausn mála fyrir dómstólum í málum er snerta stjórnsýsluna. Þá sérfræðiþekkingu tel ég hægt að tryggja án þess að komið sé á fót sérstökum stjórn- sýsludómstól,“ segir Páll. Doktorsvörnin fer fram í dag í Hátíðasal í aðalbyggingu HÍ og hefst klukkan 14. Andmælendur eru Eiríkur Tóm- asson, deildarforseti lagadeildar HÍ, og Tryggvi Gunnarsson, um- boðsmaður Alþingis. Jónatan Þór- mundsson, lagaprófessor við laga- deild HÍ, stjórnar athöfninni. Páll Hreinsson ver doktorsritgerð um hæfisreglur stjórnsýslulaga við HÍ Strangari hæfisreglur hér en í Danmörku og Noregi Páll Hreinsson lagaprófessor. omfr@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm yfir manni sem ákærður var fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti sem inn- heimtur var í nafni einkahluta- félags og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af laun- um starfsmanna. Var maðurinn dæmdur til að sæta fangelsi í fjóra mánuði og greiða 5,1 milljón króna í sekt. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra ákærði manninn sem hélt því fram að hann bæri ekki ábyrgð á skattsvikunum þar sem hann hefði ekki verið fram- kvæmdastjóri félagsins. Hæstirétt- ur taldi á hinn bóginn sannað, m.a. með vísan til gagna sem maðurinn undirritaði í nafni félagsins og framburði vitna að hann hefði verið framkvæmdastjóri ásamt með- ákærðu í héraði. Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson kváðu upp dóminn. Sigríður Jósefsdóttir sótti málið af hálfu ríkissaksóknara, Hilmar Ingimundarson hrl. var til varnar. Sagðist ekki vera fram- kvæmdastjóri TOLLGÆSLAN í Reykjavík lagði hald á 12,8 kg af hassi á árinu 2004 og 10,4 kg af amfetamíni, eða sem nemur ríflega þriðjungi þess hass sem tekið var á landsvísu og tveimur þriðju af amfetamíni. Toll- gæslan tók einnig tæpt kg af kók- aíni eða tæpan fimmtung alls þess kókaíns sem yfirvöld tóku úr um- ferð í fyrra. Þá tók tollgæslan 1 þúsund e-töflur og 2 þúsund stk. af LSD. Af löglegum en smygluðum vímuefnum tók tollgæslan 810 lítra af bjór og 123 lítra af léttvíni. 167 lítrar af sterku áfengi lentu í höndum tollvarða og 65 þúsund sígarettur. Tók 12,8 kg af hassi í fyrra ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.