Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 34. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Út í heim bæklingurinn fylgir blaðinu í dag út í heim Barnaleikrit með boðskap Selma, Birgitta og Jónsi öll á sviðið í Ávaxtakörfunni | Menning 57 Börn | Keðjusagan  Glúrnar gátur Lesbók | Gleymda bókarfréttin  Rousseau og Samfélagssáttmálinn Íþróttir | Beckham segist vilja enda feril sinn hjá Real Madrid Alan Shearer sá besti frá upphafi Börn, Lesbók og Íþróttir í dag Hafnar málsókn gegn tóbaksfyrirtækjum Washington. AFP. ÁFRÝJUNARRÉTTUR hafnaði í gær málsókn Bandaríkjastjórnar á hendur tóbaksfyrirtækjum sem hún sakar um að hafa lagt á ráðin um að leyna hættunni sem stafar af reykingum. Stjórn- in krafðist skaðabóta, að andvirði 280 milljarða dala, 17.600 milljarða króna. Áfrýjunarrétturinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnin gæti ekki höfðað mál á hendur tób- aksfyrirtækjunum á grundvelli laga um fjár- glæfra, en þau voru sett til höfuðs glæpasam- tökum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið getur áfrýj- að úrskurðinum. Hugsanlegt er ennfremur að stjórnin geti beitt öðrum lagalegum úrræðum til að höfða mál gegn tóbaksfyrirtækjunum eða reyni að ná samkomulagi við þau um skaðabætur. Á meðal tóbaksfyrirtækjanna eru Philip Morr- is, RJ Reynolds Tobacco, Loews Corp’s Lorillard Tobacco og Brown and Williamson. Charles Blixt, aðstoðarforstjóri RJ Reynolds, fagnaði úr- skurðinum og sagði hann gerbreyta stöðu banda- ríska dómsmálaráðuneytisins í málinu. William Corr, formaður bandarískra samtaka sem berjast gegn reykingum ungmenna, sagði að stjórnin ætti að beita öðrum lagalegum úrræðum. Hann bætti þó við að skaðabæturnar yrðu þá ekki eins háar og þær hefðu orðið ef dómstóllinn hefði samþykkt málshöfðun á grundvelli laganna um fjárglæfra. Óvissa um milljarða dala skaðabótakröfu ÞING Úkraínu samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða þá ákvörðun forseta landsins að skipa Júlíu Tímosjenko forsætis- ráðherra. „Ég veit að þjóðin býst við kraftaverki,“ sagði Tímosj- enko eftir atkvæðagreiðsluna. „Ég er viss um að kraftaverkið er að hefjast.“ Víktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, kyssir hér hönd Tímosj- enko, eftir að niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar var tilkynnt. Forseti úkraínska þingsins, Volodymyr Lytvyn (t.h.), fylgist með þeim. Tímosjenko var á meðal helstu bandamanna Jústsjenkos í „app- elsínugulu byltingunni“. Hún þyk- ir gædd miklum persónutöfrum en er mjög umdeild./20 Reuters „Kraftaverkið er að hefjast“ EFTIR að hafa lamast fyrir neð- an brjóst eftir vélhjólaslys árið 2002 hefur Arn- ar Helgi Lár- usson, 28 ára Keflvíkingur, náð nokkrum bata eftir að hafa farið í aðgerð þar sem stofn- frumur voru græddar í skaddaða hlut- ann á mænu hans af portúgölskum taugalækni. Fyrir aðgerðina hafði Arnar enga tilfinn- ingu í líkamanum fyrir neðan brjóst, en í dag hefur hann tilfinningu í bakvöðvum niður að mitti og gengur 4–8 klukkustundir á viku á göngubraut í spelkum. „Ég vonast til þess að geta staulast um, bjargað mér eitthvað á löppunum. Það er engin von til þess að ég verði eins og ég var fyrir slysið, en ég ætla mér ekki að vera í hjólastól það sem eftir er af lífinu, það er al- veg klárt mál. Þetta kemur að sjálfsögðu til með að verða mitt hjálpartæki allt mitt líf, en þá bara hjálpartæki, ekki lappirnar mín- ar eins og stóllinn er í dag,“ segir Arnar./4 Ætlar sér að ganga á ný Morgunblaðið/Golli DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, hefur bannað píanóleik- aranum Olgu Skiba að spila í mötuneyti þingsins vegna þess að hún lék lag með glæpsamlegum undirtón. Skiba var ráðin til að gleðja þingmenn með verkum Mozarts og Chopins en varð við þrábeiðni þeirra um að leika dægurlög. Henni var síðan vikið frá störfum fyrir að leika 80 ára gamalt lag, „Múrka“. Það fjallar um glæpa- mann sem myrti unnustu sína eft- ir að hafa komist að því að hún var njósnari leynilögreglu bolsév- íka. „Múrka“ er álitið dæmigert fyr- ir fangasöngva frá þriðja áratug aldarinnar sem leið. Söngvarnir urðu mjög vinsælir eftir hrun Sovétríkjanna, mörgum þing- mönnum til mikillar armæðu þar sem þeir hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu undirheimamenningar í landinu. Rússneska dagblaðið Komsom- olskaja Pravda sagði að slík mál kæmu upp á þinginu vegna þess að „þingmenn hafa ekkert að gera því að það er stjórn forsetans sem ræður öllu um lögin“. Refsað fyrir að leika fangalag Dúman rekur píanóleikara KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), kvaðst í gær ætla að refsa Benon Sevan, yf- irmanni olíusölu- áætlunar samtak- anna í Írak, vegna ávirðinga sem hann er sak- aður um í nýrri rannsóknar- skýrslu. Norm Cole- man, sem stjórn- ar rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings á meintri spill- ingu í tengslum við áætlunina, kvaðst vilja að Sevan yrði sviptur friðhelgi sem fyrrverandi embætt- ismaður SÞ til að bandarískir sak- sóknarar gætu tekið málið fyrir. „Skýrslan sýnir að það er ærin ástæða til að telja að hann hafi gerst sekur um refsivert athæfi.“ Í skýrslunni segir m.a. að Sevan hafi brotið reglur SÞ með því að tryggja olíufyrirtækinu AMEP, sem er í eigu vinar hans, mjög ábatasama samninga um olíusölu þegar hann var yfirmaður áætlun- arinnar á árunum 1997 til 2003. Framganga hans í starfinu hafi verið „siðferðilega ósæmileg“ og grafið „alvarlega undan heiðar- leika Sameinuðu þjóðanna“. Enn- fremur leikur grunur á að hann hafi þegið mútur. Annan boðar refsingu Benon Sevan Sameinuðu þjóðunum. AP. TINNA Þorsteinsdóttir píanóleikari frumflytur í kvöld fimm íslensk tónverk á Myrkum mús- íkdögum. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópa- vogi og hefjast kl. 20. Harla sjaldgæft er að þetta gerist á píanó- tónleikum hér á landi og að líkindum einsdæmi. Í það minnsta þekkir Tinna engin dæmi um slíkt og Kjartan Ólafsson, formaður Tónskálda- félags Íslands, ekki heldur. „Þetta er auð- vitað nett brjálæði,“ segir Tinna og hlær. Tinna fékk þessa hugmynd fyrir fimm árum og árið 2002 fékk hún styrk úr Tón- skáldasjóði Ríkisútvarpsins til að hrinda henni í framkvæmd. Verkin fimm eru eft- ir Mist Þorkelsdóttur, Kolbein Einarsson, Áskel Másson, Þorstein Hauksson og Steingrím Rohloff. Fernir tónleikar verða haldnir á Myrk- um músíkdögum í dag og þrennir á morg- un en það er lokadagur hátíðarinnar./28 Frumflytur fimm verk ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.