Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG ÆTLA mér ekki að vera í hjólastól það sem eftir er af ævinni, það er alveg klárt mál,“ segir Arnar Helgi Lárusson, 28 ára Keflvík- ingur sem var lamaður fyrir neðan brjóst eftir vélhjólaslys, en hefur nú náð nokkrum bata í kjölfarið á aðgerð þar sem stofnfrumur voru græddar í mænu hans. Arnar lenti í vélhjólaslysi í september 2002, og segir að hann hafi strax verið ákveðinn í því að hann myndi ganga aftur. Hann fór í meðferð hjá lækni í Frakklandi, og í kjölfarið frétti hann af portúgölskum taugalækni sem hefur náð góðum árangri með því að græða lyktarskyns- frumur úr nefslímhúðinni inn í sködduð svæði á mænu, og fékk strax áhuga á að fara í aðgerð hjá honum. Það var ekki hlaupið að því að komast í að- gerðina, enda læknirinn, Carlos Lima, sá eini í heiminum sem gerir slíkar aðgerðir, sem enn eru á tilraunastiginu. Það veldur þó Arnari litlu hugarangri. „Þetta er að vissu leyti tilrauna- starfsemi, maður verður bara að taka því sem gerist og standa eða falla með þeirri ákvörð- un.“ Þurfti að sannfæra lækninn Aðeins 41 einstaklingur hefur farið í slíka að- gerð í dag, og var Arnar sá átjándi. Arnar segir að mikið hafi þurft til þess að sannfæra lækn- inn um að Arnar hefði viljann og væri í nægi- lega góðu líkamlegu formi til að takast á við miklar æfingar sem þarf til þess að aðgerðin beri árangur. Með dyggri aðstoð frá Auði Guð- jónsdóttur hjúkrunarfræðingi sem mikið hefur beitt sér í málefnum fólks með mænuskaða, komst Arnar í aðgerð í nóvember 2003, rúmu ári eftir slysið. Fyrir aðgerðina þurfti hann að fara í stífar þjálfunarbúðir í Frakklandi, og þangað fór hann einnig nokkrum mánuðum eftir aðgerð- ina og æfði sig í 10 klukkustundir á hverjum degi. Arnar segir að þegar hann fór að æfa aft- ur eftir aðgerðina hafi hann fundið mikinn mun, sem hann þakkar aðgerðinni. Hann segir þó að sjálfsögðu erfitt að meta hvaða bata hann hafi hlotið af aðgerðinni sjálfri, og hversu mikill hluti batans sé til kominn vegna mikilla æfinga. „Ég vil meina að það sé aðgerðin, en ég get að sjálfsögðu ekki staðhæft það, og kannski hefði maður ekki æft svona mikið ef maður hefði ekki farið í aðgerðina. En það er fólk sem hefur farið í aðgerðina sem sýnir meiri árangur en ég, og svo aðrir sem sýna kannski engan ár- angur.“ Fyrir aðgerðina hafði Arnar enga tilfinningu í líkamanum fyrir neðan brjóst. Í dag getur hann stjórnað bakvöðvunum niður að mitti, og segir að magavöðvarnir séu farnir að koma til líka. Hann gengur 4-8 klukkustundir á viku á göngubraut í spelkum, hefur mun betra lík- amlegt þol, auk þess sem hann segist hafa mun betri stjórn á þvagi og hægðum. „Gerist ekkert sjálfkrafa“ „Munurinn virðist kannski ekkert gífurlega mikill, en hann er samt mikill. Munurinn er það mikill að ég sé hann bara þegar ég skoða gömul myndaalbúm, sé göngulagið, jafnvægið og fleira. Þannig sé ég muninn. Það gerist ekkert sjálfkrafa, maður þarf að hafa fyrir öllu sem gerist,“ segir Arnar. Hann segist bjartsýnn á framtíðina, og seg- ist alveg reikna með því að það taki næstu tíu árin að ná markmiðum sínum. „Ég vonast til þess að geta staulast um, bjargað mér eitthvað á löppunum. Það er engin von til þess að ég verði eins og ég var fyrir slysið, en ég ætla mér ekki að vera í hjólastól það sem eftir er af lífinu, það er alveg klárt mál. Þetta kemur að sjálf- sögðu til með að verða mitt hjálpartæki allt mitt líf, en þá bara hjálpartæki, ekki lappirnar mínar eins og stóllinn er í dag,“ segir Arnar. „Ég finn alltaf að ég er að verða betri og betri, og stóra skrefið á einhverntíma eftir að koma, ég er klár á því.“ Arnar segir þann stuðning sem hann hefur fengið frá heilbrigðisyfirvöldum hér á landi lít- inn, og hann hefur sjálfur staðið straum af kostnaði við aðgerðina, þjálfunina í Frakklandi, spelkurnar sem hann þarf til að ganga, göngu- brettið sem hann æfir sig á og margt fleira. Hann segir að kostnaðurinn sé trúlega á bilinu 5-6 milljónir króna, en um tvær milljónir komu inn í söfnun fyrir nokkrum árum, sem nýttust að hans sögn mjög vel. Sagt að það þýddi ekki að reyna „Ég sótti um að fá spelkur hérna heima en fékk neitun, það var sagt við mig að það þýddi ekkert að reyna þetta, þetta væri ekki hægt.“ Arnar segir að það eigi ekki að meta það hvort menn fái spelkur út frá þeim skaða sem þeir urðu fyrir eingöngu, meta þurfi einstaklinginn, líkamlegt form hans og annað, ekki eingöngu þann skaða sem hann varð fyrir. „Ég sótti um þetta í æfingarskyni til þess að ég gæti gengið í framtíðinni, en ég gat eiginlega ekki fengið þetta nema ég gæti gengið strax í upphafi, sem er svolítið hallærislegt.“ Arnar segist þó ekki láta mótlæti og nei- kvætt viðhorf sem hann segir alltof algengt í ís- lenska heilbrigðiskerfinu hafa áhrif á sig. „Ég er svo þrjóskur að ef það blæs á mig þá blæs ég bara betur á móti.“ Er lamaður en hefur fengið nokkurn bata eftir stofnfrumuígræðslu Hefur mikið fyrir batanum Morgunblaðið/Golli Arnar ákvað að fara í aðgerðina sem er enn á tilraunastiginu. „Þetta er að vissu leyti tilrauna- starfsemi, maður verður bara að taka því sem gerist og standa eða falla með þeirri ákvörðun.“ SÉRFRÆÐINGUR norsku toll- gæslunnar í þjálfun fíkniefna- hunda, Rolf von Krogh, segir að samstarf ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli í þjálfun fíkni- efnahunda sé einstakt. Lögreglan og tollgæsla í öðrum löndum geti horft til Íslands og lært af reynsl- unni hér, ekki síst varðandi gæði þjálfunar og eftirlits með starf- seminni. Rolf hefur síðustu fjórar vikur verið með námskeið hér á landi fyrir lögreglumenn og tollverði sem stjórna leitarhundum. Síðast hélt hann svona námskeið árið 2003 en þá eingöngu fyrir toll- verði. Alls tóku sjö manns þátt í námskeiðinu nú og jafnmargir leitarhundar og í samtali við Morgunblaðið segist Rolf vera mjög ánægður með árangurinn. Mun hann koma aftur til landsins í maí nk. og halda námskeiðinu áfram. Að þessu sinni luku sex af sjö stjórnendum fyrri hluta nám- skeiðsins með sérstakri útskrift og fimm hundar af sjö stóðust það próf sem fyrir þá var lagt. Rolf hefur langa reynslu af störfum sínum fyrir norsku toll- gæsluna og stjórnar nú þjálfun leitarhunda þar í landi. Jafnframt hefur hann eftirlit með hundunum og passar upp á að þeir fullnægi öllum kröfum sem gerðar eru, sem og til stjórnenda þeirra. Eru miklar kröfur gerðar og vel fylgst með að árangur náist í fíkniefna- leit. „Ef við sjáum ekki árangur frá leitarhundum okkar í Noregi yfir lengra tímabil, kannski eitt ár, þá er það hlutverk mitt að finna ástæðuna fyrir því og endurskoða þjálfun og stjórnun viðkomandi hunda ef með þarf,“ segir Rolf en norska tollgæslan er með 35 leit- arhunda á sínum snærum og norska lögreglan annað eins. Ásamt Rolf var Ester Pálma- dóttir, yfirtollvörður á Keflavík- urflugvelli, leiðbeinandi á nám- skeiðinu en hún stjórnar hundaþjálfun tollgæslunnar hér á landi. Hún hlaut þjálfun hjá Rolf og félögum í Noregi fyrir rúmum áratug en útskrifaðist sem leið- beinandi fyrir tveimur árum. Fyrsti fíkniefnaleitarhundurinn sem hlaut þjálfun hjá Rolf kom hingað til lands frá Englandi árið 2001. Síðan þá hafa fjórir hundar bæst við, þrír eru á Keflavíkur- flugvelli og tveir í Reykjavík. Mun Ester stjórna þjálfun hundanna hér eftir, undir eftirliti og ráðgjöf frá Rolf. Hundarnir skila árangri Rolf segir samstarf Norðmanna og Íslendinga hafa skilað góðum árangri á allra síðustu árum og Ester tekur undir það. Hundarnir hafi náð að finna talsvert af fíkni- efnum sem reynt hafi verið að smygla inn til landsins. Hún segir árangurinn hafa batnað stórlega eftir að hundarnir fengu þjálfun samkvæmt aðferðum norsku toll- gæslunnar. Ánægjulegt sé að heyra jákvæð ummæli frá Rolf og þau sýni að Íslendingar séu á réttri leið. Þar eigi Theódór Krist- jánsson, sem starfar hjá embætt- inu, þökk skilið fyrir sitt frum- kvæði innan lögreglunnar. Norskur sérfræðingur í þjálfun fíkniefnahunda með námskeið á Íslandi Samstarf lögreglunnar og tollgæslunnar einstakt hér Morgunblaðið/Júlíus Rolf von Krogh og Ester Pálmadóttir bera saman bækur sínar á nám- skeiðinu fyrir stjórnendur fíkniefnahunda sem lauk í gær. HAGNAÐUR Knattspyrnusambands Íslands varð á síðasta ári 45,9 milljónir króna og hefur aldrei verið meiri. Hagnaðurinn er að verulegu leyti tilkominn vegna ágóða af vináttulandsleik Íslands og Ítalíu á Laugardalsvelli í sumar. Heildartekjur KSÍ- samstæðunnar 2004 voru 457,6 milljónir og heild- argjöld 411,7 milljónir. Hagnaður varð því 45,9 milljónir, eftir að greidd hafði verið út 21,6 milljónir til aðildarfélaga KSÍ. „Eins og hjá öllum góðum fyrirtækjum þá byggist hagnaður á því að menn hugsi út í hverju þeir eyða og það sé vel haldið utan um hlutina, passað upp á að eyða ekki í óþarfa og tilkostnaði haldið niðri við þau verkefni sem farið er í. Í öðru lagi myndaðist þessi hagnaður að verulegu leyti af vin- áttulandsleik við Ítalíu sem tókst mjög vel og skilaði miklum tekjum, bæði hvað varðar áhorfendur og í sjónvarpstekjum. Ég gæti trú- að að nettó gæti hann hafa skilað um 40 millj- ónum,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Þá hefði fótboltamót í Englandi þar sem leikið var við landslið Englands og Japans gef- ið ágætlega af sér. Græddur er geymdur eyrir Aðspurður í hvað eigi að eyða gróðanum segir Eggert að það eigi alls ekki að eyða hon- um. Það hafi verið takmark KSÍ að eiga vara- sjóð, annars vegar til að geta tekist á við óvænt og spennandi verkefni og hins vegar til að geyma til mögru áranna. „Því það er í fótbolt- anum eins og í öðru að það skiptast á góð ár og slæm ár,“ sagði hann. Knattspyrnusambönd í nágrannalöndunum miði við að eiga varasjóð sem jafnast á við veltu eins árs og nú eigi KSÍ u.þ.b. hálfsársveltu í sjóðum og þurfi helst að gera betur. Hagnaður KSÍ á liðnu ári, 45,9 milljónir, hef- ur aldrei verið meiri að sögn Eggerts. „Það getur vel verið að við hefðum viljað skipta ein- hverju af þessum hagnaði út fyrir betri úrslit en það er ekki okkar að ákveða það. Vonandi verður meiri jöfnuður í því á þessu ári.“ Methagnaður af rekstri KSÍ í fyrra Uppistaðan er hagnaður af vináttu- landsleik við Ítali Eggert Magnússon ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, átti í gær fundi með forseta Ind- lands, A.P.J. Abdul Kamal, og Soniu Gandhi, leiðtoga Kongressflokksins, en Ólafur er nú staddur á Indlandi þar sem hann flutti m.a. setningarávarp á ráðstefnu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun. Á fundi sínum með Kamal ræddi Ólafur um opinbera heimsókn forseta Indlands til Íslands sem fyrirhuguð er í lok maí að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Einnig var rætt um við- brögð við vaxandi ógn vegna loftslags- breytinga og framlag Íslendinga til sjálf- bærrar þróunar á sviði orkumála, ekki síst nýtingu jarðhita. Á fundinum með Gandhi var meðal ann- ars rætt um breytingar sem nú eru að verða á efnahag Indlands, svo sem framþróun hátækniiðnaðar. Einnig var framlag Indlands til lýðræðisþróunar í heiminum rætt, enda Indland fjölmennasta lýðræðisríki heims. Gandhi lýsti því einnig yfir að hún hefði mikinn áhuga á að styðja við bakið á samstarfi íslenskra og ind- verskra fyrirtækja á sviði lyfjaframleiðslu. Í dag mun svo Ólafur Ragnar opna viða- mikla tækni- og vísindasýningu sem eink- um er helguð nýjungum sem ætlað er að draga úr mengun og útblæstri skaðlegra lofttegunda. Forseti Íslands á Indlandi Ræddi lofts- lagsbreyt- ingar við for- seta Indlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.