Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 39 MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11.00, gítarleik- ari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þormar, prestur sr. Karl V. Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14.00, félagar úr kór Ás- kirkju syngja, organisti Kári Þormar, prest- ur Karl V. Matthíasson. Kaffi í efri safn- aðarsal eftir guðsþjónustu í boði sóknarnefndar. Tónleikar Kórs Áskirkju, laugardaginn 5. febrúar kl: 17 í Áskirkju og hefjast þeir kl 17:00. Útgáfutónleikar vegna nýútkomins geisladisks kórsins. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa klukkan 11:00. Gott tækifæri fyrir alla fjölskylduna að eiga innihaldsríka stund með öðrum fjölskyldum. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Org- anisti Gísli Magnason. Sr. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barnastund á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og ung- linga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Ólafur Jóhanns- son. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10:00. Dr. theol. Kristinn Ólason fjallar um Gamla Nóa og flóðið. Messa og barnastarf kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir djákni. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Organisti Hörður Áskels- son, forsöngvari Guðrún Finnbjarnardóttir. Samskot dagsins renna til Hallgrímskirkju. Kvöldmessa kl. 20:00 í umsjá sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Umsjón Ólafur J. Borgþórsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Birgir Ásgeirsson, organisti Helgi Braga- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Fjölbreytt barnastarf í safnaðarheimilinu. Kaffisopi eftir stund- ina. Tónleikar Kórs Langholtskirkju og Graduale Nobili ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum kl. 17 (kr. 1.500/ 500). LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis Haraldssonar og Þorvalds Þorvaldssonar. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið. Kór Laugarneskirkju syngur. Sr. Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari þjóna og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11.00. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Ragnari Gunn- arssyni. Börnin byrja í messunni, en fara síðan í safnaðarheimilið þar sem Stopp- leikhópurinn sýnir leikritið Palli var einn í heiminum. Kaffihúsið verður opið. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00. Helga Steffensen og Helga Jónsdóttir sýna brúðuleikritin „Pápi veit hvað hann syngur“ og „Flibbinn“, eftir H.C. Andersen. Hvetjum þau sem yngri og eldri eru til að mæta og taka þátt í skemmtilegri stund. Minnum á æskulýðs- félagið kl. 20. Verið velkomin. Starfsfólk barna- og æskulýðsstarfs Seltjarnar- neskirkju. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11.00. Börn verða borin til skírnar. Umsjón hefur fríkirkju- prestur ásamt Ásu Björk Ólafsdóttur guð- fræðinema og Ara Braga. Þar verður mikill söngur og mikil gleði. Við munum áfram notast við gömlu góðu Jesúmyndirnar sem margir foreldrarnir fengu í kirkjunni á sínum tíma. Anna Sigga Helgadóttir leiðir sönginn og Carl Möller verður við hljóðfærið. Allir hjartanlega velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11, sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kaffi, djús og kex að stundinni lokinni. Léttmessa kl. 20. Besti söngvari ársins, Páll Rósinkrans, syngur ásamt Gospelkór Árbæjarkirkju undir stjórn Kriszt- inu Kalló Szklenár. Hugvekju flytur Erna Björk Harðardóttir og sr. Sigrún Ósk- arsdóttir þjónar fyrir altari. Félagar úr æskulýðsfélaginu verða með vöfflur og skúffuköku á boðstólum eftir messuna til fjáröflunar fyrir fyrirhugað ferðalag. Fjöl- mennum í Árbæjarkirkju á sunnudag. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 11. Léttar veitingar í safn- aðarheimili eftir messuna. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (sjá nánar www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11. Barnaefni í umsjón Sigríðar R. Tryggvadóttur. Prestur Sr. Svavar Stef- ánsson. Barnakórar Fella- og Hólakirkju syngja undir stjórn Þórdísar og Lenku. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Séra Vigfús Þór Árna- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Elínborg Gísladóttir. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Undirleikari er Stefán Birgisson. Barna- guðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón hafa Gummi og Dagný. Undirleikari er Guð- laugur Viktorsson. Kvöldmessa í Graf- arvogskirkju kl. 20. Séra Elínborg Gísla- dóttir leiðir stundina og Þorvaldur Halldórsson spilar og syngur. HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Þor- valdur Halldórsson syngur og leikur undir létta og skemmtilega tónlist. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Þorvaldur stýrir söngnum. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjalla- kirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson pre- dikar og þjónar fyrir altari. Tíu ára strákar úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Strengjasveit ung- menna annast tónlistarflutning. Barnastarf í kirkjunni kl. 12:30 í umsjón Önnu Krist- ínar, Péturs Þórs og Sigríðar Stefánsdóttur. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12:10. LINDASÓKN í Kópavogi: Messa í Linda- skóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í kennslustofum meðan á messu stendur. Fermingarbörn taka virkan þátt í mess- unni. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsöng. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Jesús er besti vinur barnanna! Söngur, saga, brúður, líf! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kirkjukór Seljakirkju syngur. Organisti Jón Bjarna- son. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11.00 með heilagri kvöld- máltíð. Samlokur seldar eftir stundina og síðan farið í heimsókn í hesthús, þar sem börnin fá að fara á hestbak. Samkoma kl. 20.00 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson predikar. Þáttur kirkj- unnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á Ómega kl. 13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Tón- listarsamkoma kl. 20. Miriam Óskarsdóttir stjórnar. Rannvá Ólsen og Sigurður Ingi- marsson syngja og tala. Mánudagur: Heim- ilasamband kl. 15. Sr. María Ágústsdóttir talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagrahvarfi 2a: Sunnudaginn 6. feb. er samkoma kl. 14.00. Bryndís Svavarsdóttir talar. Lof- gjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á samkomu- tíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. All- ir eru velkomnir. Þriðjudaginn 8. feb. er bænastund kl. 20.30. Föstudaginn 11. feb. er unglingastarf kl. 20.00. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Fjölskyldan. Ræða: Sr. Ólafur Jóhanns- son. Vitnisburður frá Kristilegum skóla- samtökum. Mikil lofgjörð. Félagar úr KSS leiða lofgjörðina ásamt lofgjörðarhóp KFUM og KFUK. Barnastarf í aldurs- skiptum hópum meðan á samkomunni stendur. Heitur matur á fjölskylduvænu verði eftir samkomuna. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Snorri Ósk- arsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Barnakirkja meðan á samkomunni stendur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þriðjud. 8. feb. kl. 18:30 er nýliðafræðsla. Miðvikud. 9. feb. kl 18:00 er fjölskyldusamvera – „súpa og brauð“. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bænastund alla laugardaga kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 7–8. www.gospel.is – Ath.! Hægt er að horfa á beina útsendingu á www.gospel.is eða hlusta á útvarp Lindina fm 102,9. Kl. 20:00 á Omega er samkoma frá Fíladelfíu og á mánudagskvöldum er nýr þáttur frá Fíladelfíu sýndur á Omega kl. 20:00. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Sunnudaginn 6. febrúar kl. 11 árdegis verður umdæmisguðsþjónusta. Keflavík- urgrein og Reykjavíkurgrein verða með sameiginlega guðsþjónustu sem verður flutt bæði á ensku og íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Alla laugardaga: Barnamessa kl. 14.00. Mánudaginn 7. og föstudaginn 11. febrúar er einnig messa kl. 8.00 (á latínu). Tilbeiðslustund er hald- in í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Miðvikudaginn 9. febrúar: Ösku- dagur, lögboðinn föstu- og yfirbótadagur, upphaf lönguföstu. Í messu kl. 18.00 gefst tækifæri til að láta merkja sig merki kross- ins með vígðri ösku sem tákn um iðrun og yfirbót. Alla föstudaga í lönguföstu er krossferilsbæn lesin kl. 17.30. Gengið er frá einni viðstöðu til annarrar (14 við- stöður) og um leið erum vér hvött til að íhuga þjáningar Drottins og dauða og biðj- um um miskunn og fyrirgefningu, oss sjálf- um og öðrum til handa. Reykjavík, Mar- íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jós- efskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30 „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnu- daga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í Landakirkju. Við heyrum frásöguna af mettun fjöldans og brauði verður útdeilt í kirkjunni í tengslum við þá frásögu. Tóti trúður kemur hugs- anlega til okkar. Við biðjum saman í Jesú nafni og syngjum saman. Barnafræðarar og prestar kirkjunnar sjá um stundina. Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Landakirkju. Hug- rekkið verður til umfjöllunar í predikun dagsins. Fermingarbörn lesa fyrri og síðari ritningarlestra. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Joönnu Mariu Wlaszczyk. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Strax að lokinni guðsþjónustu mun kór kirkjunnar halda sinn árlega aðalfund í safnaðarheim- ilinu. Kl. 20:30 Æskulýðsfundur í Landa- kirkju. Allir unglingar velkomnir. Hulda Líney og sr. Þorvaldur. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu Þver- holti 3 kl. 13. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason sóknarprestur. Organisti: Antonía Hevesi. Kórar: Kór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Antoníu Hevesi og Sigrúnar M. Þorsteins- dóttur og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Undirleikari: Anna Magnúsdóttir. Lesarar: Sigurjón Pét- ursson, Anna Ólafsdóttir og Karl Guð- mundsson. Kirkjuþjónn: Ingólfur Halldór Ámundason. Guðsþjónustunni verður út- varpað. Sunnudagaskólar í kirkju og Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarð- arkirkju eftir guðsþjónustuna í Hásölum Strandbergs. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Fimm ára börn (fædd 2000) í Víðistaðasókn eru sérstaklega boðin ásamt fjölskyldum sínum. Fá þau að gjöf bókina „Kata og Óli fara í kirkju“. Ung- lingakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Hera, Edda og Örn. Guðsþjónusta kl. 13. Þetta er sameiginleg guðsþjónusta Fríkirkjunnar og Ástjarnarsóknar. Carlos Ferrer, sókn- arprestur Ástjarnarsóknar, predikar og prestar Fríkirkjunnar þjóna fyrir altari. Kórar safnaðanna leiða söng undir stjórn Arnar Arnarsonar og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðs- þjónustu. ÁSTJARNARSÓKN, samkomusal Hauka á Ásvöllum: Kirkjuskóli á sunnudögum kl. 11–12. Kaffi, djús, kex og leikir eftir helgi- haldið. Sameiginleg guðsþjónusta Ástjarn- arsóknar og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sunnudaginn 6. febrúar kl. 13 í Fríkirkjunni. Efni dagsins er „Hneyksli og heimska“. Frí- kirkjuprestar þjóna fyrir altari, kórar safn- aðanna syngja undir stjórn tónlistarstjór- anna og sóknarprestur Tjarnaprestakalls prédikar. Kaffi í safnaðarheimili Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði eftir messu. KÁLFATJARNARSÓKN: Alfanámskeið á miðvikudögum kl. 19–22 í Kálfatjarn- arkirkju. Kirkjuskóli í Stóru-Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagaskólinn tekur þátt í athöfninni. Barnakór Hofsstaðaskóla syng- ur. Stjórnandi Hildur Jóhannesdóttir. Ingvar Haukur Jóhannsson leikur á trompet. Org- anisti er Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Við hvetjum foreldra barnanna og foreldra fermingarbarnanna til að fylgja börnum sínum til þessa fjöl- breytta og góða starfs. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar að lokinni guðsþjónustu. Allir velkomnir. Prestarnir. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14.00. Kirkju- kórinn leiðir safnaðarsönginn undir stjórn organistans, Jóhanns Baldvinssonar. Barn borið til skírnar. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 13.30 og frá Hleinum kl. 13.40. Allir velkomnir. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11.00 í sal Álftanesskóla. Ásgeir Páll, Kristjana og Sara stjórna. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum og efla þau í kirkjustarfinu. Prestarnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 6. febrúar kl. 14. Kór kirkj- unnar syngur undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organista. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursóknar verður haldinn í safn- aðarsal kirkjunnar að lokinni guðsþjón- ustu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sunnudagaskóli sunnudaginn 6. febrúar kl. 11. í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Sunnudagaskóli í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 6. febrúar kl. 11. í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar . Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. KEFLAVÍKURKIRKJA: Föstuinngangur. Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Elín Njálsdóttir umsjón- armaður. Eiríkur Valberg, Arnhildur H. Arn- björnsdóttir, Sigríður Helga Karlsdóttir, Sara Valbergsdóttir og Ólafur Freyr Hervins- son. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Há- kon Leifsson. Kirkjukaffi eftir messu. Minnum á myndlistarsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Mátturinn og dýrðin, í Kirkjulundi og Listasafni Reykjanesbæjar kl. 13–17.30 til 6. mars. Sjá: keflavik- urkirkja.is. MÖÐRUVALLASÓKN: Fjölskylduguðsþjón- usta verður fyrir allt prestakallið í Möðru- vallakirkju sunnudaginn 6. febrúar kl. 11:00. Lítill drengur úr Auðbrekku verður borinn til skírnar. Léttir söngvar fyrir alla fjölskylduna. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Sr. Magnús Erlingsson. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Org- anisti Björn Steinar Sólbergsson. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Félagar úr kór Glerárkirkju syngja. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Ferming- arbörn ásamt foreldrum hvött til að koma. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þorgeirs- kirkja: Kyrrðarstund sunnudagskvöld kl. 20.30. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja: Kyrrðarstund mánudagskvöld kl. 20. EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Börn sem verða fimm ára á árinu heiðursgestir. Barnakór kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Torvalds Gjerde. Mánudagur: Kyrrðarstund kl. 18. Sókn- arprestur. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Kristín Waage leikur á orgel og stjórnar kór kirkjunnar. Ferming- arbörn sérstaklega hvött til að mæta. Fjöl- mennum til kirkju. Sóknarprestur. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Kirkjan stendur við þjóðveg nr. 322. Sóknarprestur. HRAUNGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 13.30. Í orlofi sóknarprests þjónar sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Vorönn ferming- arfræðslu hefst í næstu viku. Kristinn Á. Friðfinnsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Fermingarbörn úr öllu Fells- múlaprestakalli mæti kl. 13.30. Eftir messu verður kennsla í safnaðarhúsinu samkvæmt áður auglýstri dagskrá. Allir velkomnir til kirkju. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 6. febrúar kl. 11.00. Kamm- erkór Biskupstungna og Unglingakór Ak- ureyrarkirkju syngja. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Vígslubiskup Skálholtsstiftis, herra Sig- urður Sigurðarson, prédikar og þjónar fyrir altari í fjarveru sóknarprestsins af því til- efni að prestar Árnessprófastsdæmis verða, ásamt prófasti sínum, staddir í Ed- inborg í Skotlandi í þriggja daga ferð sem lýkur eftir hádegi á sunnudeginum. Síra Rúnar Þór Egilsson þjónar að öðru leyti Selfossprestakalli á meðan. Barna- samkoma kl. 11.15. Léttur hádegisverður framreiddur í safnaðarheimili að loknu embætti. Morguntíð með fyrirbænum þriðjudaga til föstudaga kl. 10.00. Kaffisopi á eftir. Pabba- og mömmumorgunn miðvikudag- inn 9. febrúar kl. 11.00. Kirkjuskóli í fé- lagsmiðstöðinni sama dag kl. 13.30. Sr. Gunnar Björnsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. For- eldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10. Sóknarprestur. (Matt. 3.) Guðspjall dagsins: Skírn Krists. Morgunblaðið/Ómar Ísafjarðarkirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.