Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR ÚRSKURÐARNEFND um hollustuhætti og mengunar- varnir hefur fellt úr gildi álagn- ingu Heilbrigðiseftirlits Austur- lands um dagsektir Impregilo en áminnig stendur vegna ræsti- og salernisaðstöðu í starfsmannaskálum fyrirtækis- ins við Kárahnjúka. Samkvæmt greinargerð Impregilo telur fyrirtækið að það hafi uppfyllt kröfur sem settar hafi verið fram í leiðbein- andi reglum frá heilbrigðiseftir- litinu. „Enn á ný“ telur fyrir- tækið að eftirlitið hafi brotið á sér grundvallarreglur stjórn- sýslulaga með því að ákveða dagsektir með aðeins fjögurra daga fyrirvara frá því að ákvörð- un var tekin þar til sektir skyldu falla á. Ljóst hafi verið að ekki yrði unnt að verða við kröfunum innan þeirra tímamarka. Telur Impregilo að heilbrigðiseftirlitið hafi brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga með ákvörðun sinni. Úrskurðarnefndin lítur svo á að álagning dagsekta hafi verið réttmæt miðað við forsögu máls- ins. Þó verði að horfa til þess að of skammur frestur hafi liðið frá ákvörðun um sektir þar til að þeim var beitt. Frestur til and- mæla hafi heldur ekki verið lið- inn. Ennfremur verði að líta til þess að ákvörðun um dagsektir sem þvingunarúrræði hefði náð tilgangi sínum með úrbótum sem lokið var í haust. Fellst nefndin á það með Impregilo að ákvörðun um beitingu dagsekta með fjögurra daga fyrirvara hafi verið of skammur tími. Telur hún áminninguna geta staðið óhaggaða. Impregilo sleppur við dagsektir en áminn- ing stendur FRAMKVÆMDAAÐILI ber enga ábyrgð á slysum sem verða við ferða- mannastaði þar sem aðgengi hefur verið bætt eða lagfært nema slysið verði rakið beint til fram- kvæmdanna. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem unnið hefur verið fyrir Ferðamálaráð. Gunnar Sólnes vann lögfræðiálitið vegna umræðu um bótaskyldu vegna hugsanlegra slysa sem kunna að verða á viðkomandi stöðum sem Ferðamálaráð og fleiri hafa unnið að úrbótum á. Spurt var um ábyrgð framkvæmdaaðila á ferðamanna- stöðum og þau tilvik þar sem girt hefur verið fyrir hættur og hvar ekki. Einnig var spurt um merkingar á svæðum og orðalag þeirra og hvað þyrfti að koma fram til að fyrir- byggja ábyrgð framkvæmdaaðila. Að áliti lögfræðings ber fram- kvæmdaaðili enga ábyrgð á slysum nema þau verði beint rakin til fram- kvæmdanna. Jafnframt þarf að vera hægt að sýna fram á að þannig hafi verið staðið að framkvæmdinni að hún sem slík hafi skapað slysahættu. Búnaður í eigu viðkomandi aðila á ferðamannastöðum sem hugsanlega gæti orsakað bótaskylt slys yrði að öllum líkindum á ábyrgð framleið- anda búnaðarins og/eða verktaka. Þá getur framkvæmda- eða um- sjónaraðili ekki undanþegið sig ábyrgð varðandi slys sem hlytist af framkvæmd eða skorti á viðhaldi. Bera ábyrgð ef slysið verður rakið til fram- kvæmdar „EIGNARHALD á grunneti Lands- síma Íslands skiptir ekki máli út frá sjónarmiði Póst- og fjarskiptastofn- unar,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri stofnunarinnar. „Sá aðili sem ræð- ur yfir því mun þurfa að lúta ströngu eftirliti hér eftir sem hingað til og veita keppinautum sín- um aðgang að grunnnetinu í samræmi við þær kvað- ir sem Póst- og fjarskiptastofnun ákveður á forsendum fjarskiptalaga.“ Hann segir keppinauta Landssím- ans, sem vilja byggja upp fjarskipta- þjónustu í samkeppni við hann, eigi kröfu á því að fá aðgang að grunnneti hans og í sumum tilfellum GSM-bún- aði fyrir reiki á tilteknu landssvæði. Um alla þessa þætti gildi að Lands- símanum beri að gæta jafnræðis og að veita keppinautum sínum aðgang að Netinu með gagnsæjum hætti án mismununar og á eðlilegu kostnaðar- verði. Ýmsar kvaðir sé lagðar á Landssímann í þessu sambandi. Landssímanum sett skilyrði „Þess misskilnings virðist nokkuð gæta að Landssíminn veiti keppi- nautum sínum aðgang að grunnneti vegna þess að ríkið hlutist til um að svo sé gert á grundvelli þess að ríkið á meirihluta í fyrirtækinu. Þetta er ekki rétt,“ segir Hrafnkell. „Fjar- skiptalög móta starfsumhverfi sem fjarskiptafélög á Íslandi, og í raun í allri Evrópu, búa við hvað varðar samkeppni á neti fyrrum ríkissíma- félags eins og Landssímans. Lands- símanum eru sett ýmis skilyrði sem eiga að gera keppinautum kleift að keppa við fyrirtækið á jafnréttis- grundvelli. Skilyrði af þessu tagi eiga ekki einungis við um Landssímann, heldur um öll fjarskiptafélög með umtalsverðan markaðsstyrk á til- teknum hluta fjarskiptamarkaðarins. Íslensk fjarskiptalöggjöf er í fullu samræmi við tilskipanir Evrópusam- bandsins, enda hvílir sú kvöð á ís- lenska ríkinu að innleiða þær og framfylgja þeim samkvæmt EES- samningnum.“ Fari svo að grunnnet Landssímans verði aðskilið frá annarri starfsemi félagsins segir Hrafnkell rétt að nefna að það fyrirtæki sem tæki yfir grunnnet Landssímans gæti ekki notið neinna lögverndaðra réttinda eða einkaréttar á markaði. Það yrði líklega útnefnt með umtalsverðan markaðsstyrk á flestum sviðum. Á þeirri forsendu yrðu síðan lagðar á slíkt fyrirtæki sambærilegar kvaðir og lagðar eru á Landssímann í dag. Öllum aðilum á markaði væri frjálst að skipta við fyrirtækið eða keppi- nauta þess eða byggja upp eigið grunnnet að hluta eða í heild. Skilgreining á grunnneti ekki til Ekki er til skilgreining á því hvað grunnnet sé, hvorki almenn né í lög- um. Hrafnkell segir óhjákvæmilegt að skýra hvað átt sé við með grunn- neti. Það sé útgangspunktur þessarar umræðu, að skýrt sé hvaða þættir í fjarskiptanetum þurfi til að veita Landssímanum samkeppni. Helsta samkeppni á grunnneti hafi hingað til verið á sviði almennrar símaþjónustu og gagnaflutning með ADSL síteng- ingum. Að mati Póst- og fjarskiptastofn- unar er eftirfarandi meginhluti grunnnets:  Heimtaugar sem tengja heimili og fyrirtæki við símstöðvar.  Fastasambönd, t.d. ljósleiðarar, kaplar eða radíósambönd.  Aðstaða fyrir hýsingu fjarskipta- búnaðar, t.d. símstöðvahús eða fjar- skiptamöstur. Hrafnkell segir að einnig megi líta á ýmsan stýribúnað, t.d. ATM, sem hluta grunnnets eftir því til hvers búnaðurinn sé notaður hverju sinni. Þessi skýring sé ekki tæmandi en gefi vonandi góða hugmynd um hvað grunnnetið stendur fyrir. Hann segir að þrátt fyrir að grunnnet Landssím- ans sé viðamesta netið á landinu sé það ekki eina netið á markaðnum. Það eigi nú þegar í verulegri sam- keppni við önnur net og fyrirséð er að tækniframfarir muni gera þessa sam- keppni enn beittari. Önnur fjar- skiptanet séu helst ljósleiðaranet Orkuveitu Reykjavíkur, net Fjarska, Og Vodafone og einnig hefur eMax yfir að ráða neti sem bjóði þráðlausar tengingar. Þá nái GSM net Og Voda- fone til um 90% landsmanna og sé í samkeppni við GSM net Landssím- ans. Eftirlit og gagnsæi samninga „Samkvæmt lögum ber Póst- og fjarskiptastofnun ábyrgð á fram- kvæmd fjarskiptalaga. Stofnunin fylgist með á hvaða forsendum keppi- nautum Landssímans er boðin við- komandi þjónusta og grípur inn í ef þurfa þykir. Þetta eftirlit er stór þátt- ur í starfsemi stofnunarinnar. Til að einfalda keppinautum Landssímans að nýta sér grunnnetið, hefur Lands- símanum verið gert að birta ramma- samninga eða svo kölluð viðmiðunar- tilboð um samtengingu neta og heimtaugarleigu en þar koma fram upplýsingar og skilmálar um notkun þessara eininga,“ segir Hrafnkell. Það sé einnig hlutverk PFS að hafa milligöngu um samninga og ákvarða í deilumálum náist ekki samkomulag. Lífleg samkeppni „Þessu til viðbótar hefur stofnunin gert ýmsar ráðstafanir til að auðvelda neytendum að nýta sér fjarskipta- þjónustu fleiri en eins þjónustuveit- anda. Má þar t.d. nefna númeraflutn- ing milli fjarskiptafélaga bæði í farsíma- og fastanetum og fast forval þar sem viðskiptavinur eins þjónustu- veitanda getur nýtt sér þjónustu ann- ars með föstu forvali, t.d. þegar hringt er til útlanda.“ Hrafnkell bendir á að markaðshlutdeild Lands- símans sé minnst í netáskrift með ADSL, eða um 56%. Keppinautar fyr- irtækisins hafa um 44% markaðarins og veiti nær alla þá þjónustu í gegn- um heimtaug Landssímans. „Þetta er sérstaklega athyglivert í ljósi þess að þessi þjónusta er einmitt sú þjónusta sem keppinautar Lands- símans hafa kvartað hvað mest yfir undanfarið að þeir njóti ekki jafnræð- is á við Landssímann. Það að mark- aðsskipting sé með þessum hætti er vísbending um að samkeppni á þess- um hluta fjarskiptamarkaðarins sé nokkuð virk,“ segir Hrafnkell. Með þessu sé ekki verið að gefa í skyn að keppinautar Landssímans hafi ekki haft ástæðu til að setja fram kvartanir vegna hegðunar Landssím- ans í gegnum tíðina. Sífellt komi upp nýir fletir á því hvernig jafnræði sé best tryggt og slík mál séu stöðugt til skoðunar innan stofnunarinnar, því örvun samkeppni á fjarskiptamark- aði er langtímaverkefni. Jafnframt megi benda á að stofnunin vinni nú að viðamikilli greiningu á samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Tilgangur þessarar greiningar sé einmitt að gefa kost á nákvæmara og betra eft- irliti með fjarskiptamarkaðnum. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir ýmsar kvaðir lagðar á Landssímann Eignarhald á grunn- neti skiptir ekki máli Morgunblaðið/Þorkell                               !" #"$       % &''$    ())'&'      *'+,-$. "$/$          0%12$' 34 5&  $$ 6    7$   7$ 89 :         Hrafnkell V. Gíslason Sá sem ræður yfir grunnnetinu mun þurfa að lúta ströngu eftirliti og veita keppinautum sínum að- gang að því eftir því sem kvaðir segja til um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.