Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hjalti Guð-mundsson fædd-
ist í Bæ í Árnes-
hreppi 17. janúar
1938. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 26.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Pétur
Valgeirsson, bóndi í
Bæ, f. 11. maí 1905,
d. 14. september
2001, og kona hans,
Jensína Guðrún Óla-
dóttir, ljósmóðir og
húsfreyja í Bæ, f. 18.
febrúar 1902, d. 6. nóvember
1993. Systkini Hjalta eru: Óli, f.
21. maí 1930, d. 15. júní 1930;
Elín, f. 6. janúar 1931, d. 17. júní
1931; Guðbjörg, f. 25. febrúar
1933, d. 28. mars 1933; Pálmi, f.
7. júní 1934, kvæntur Lilju Þor-
leifsdóttur, f. 8. janúar 1939,
hann á tvær dætur; Jón, f. 19. júní
1936, kvæntur Hjördísi Vigfús-
dóttur, f. 5. nóvember 1938, þau
eiga fjögur börn; Fríða (kjör-
barn), f. 3. mars 1945, d. 6 mars
1961. Fóstursystir Hjalta er Elín
Elísabet Sæmundsdóttir, f. 16.
júní 1930, gift Sigurjóni Nielsen,
f. 6. júlí 1928, þau eiga átta börn.
Hjalti kvæntist 26. júní 1971,
Jóhönnu Guðbjörgu, f. 16. mars
1948, dóttur Þor-
steins Guðmunds-
sonar, bónda á Finn-
bogastöðum, f. 21.
mars 1905, d. 13.
janúar 1983, og
konu hans Pálínu
Jennýjar Þórólfs-
dóttur, húsfreyju, f.
17. febrúar 1921.
Hjalti og Guðbjörg
eiga fjögur börn.
Þau eru: 1) Jensína
Guðrún, f. 12. sept-
ember 1972, gift
Guðna Þór Hauks-
syni, f. 1. nóvember
1969. Þau eiga Unni Sólveigu, f.
18. maí 1996, og Vilborgu Guð-
björgu, f. 14. ágúst 2001. 2) Pál-
ína, f. 12. október 1975, í sambúð
með Gunnari Helga Dalkvist, þau
búa í Bæ. 3) Birna, f. 27. apríl
1979. 4) Þorsteinn, f. 14. maí
1984. Fyrir átti Hjalti Steinunni,
f. 19. janúar 1962, móðir hennar
er Þóra Guðmundsdóttir frá
Naustvík. Steinunn á Alexöndru
Manyu, f. 19. júlí 1989, og eru
þær búsettar í Bandaríkjunum.
Hjalti var alla tíð bóndi í Bæ og
gegndi fjölmörgum störfum fyrir
sveitarfélagið.
Hjalti verður jarðsunginn frá
Árneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þú lést þér annt um litla sauðahjörð.
Þú lagðir rækt við býli þitt og jörð
og blessaðir sem barn þinn græna reit,
þinn blómavöll, hvert strá, sem augað leit.
Og þótt þú hvíldist sjálfur undir súð,
var seint og snemma vel að öðrum hlúð,
og aldrei skyggði ský né hríðarél
á skyldur þínar, tryggð og bróðurþel.
Þú hafðir öllum hreinni reikningsskil.
Í heimi þínum gekk þér allt í vil.
Þú hirtir lítt um höfðingsnafn og auð,
því hógværð þinni nægði daglegt brauð.
(Davíð Stef.)
Elsku pabbi, þetta ljóð segir meira
um þig en nokkur orð. Þó er margt
sem alltaf verður ósagt. Ekkert
verður eins og áður. Við eigum aldrei
eftir að heyra þig flauta lagið sem þú
flautaðir alltaf eins og ósjálfrátt þeg-
ar þú varst að vinna. Við eigum aldr-
ei eftir að sjá þig í vinnugallanum í
fjárhúsunum eða fara með þér í tor-
færuferðir á dráttarvélinni. Við eig-
um aldrei eftir að sjá þig sofandi fyr-
ir framan sjónvarpið að „hlusta“ á
fréttirnar. Hver á núna að létta okk-
ur lundina þegar eitthvað er okkur
andstreymt. Og hvernig eigum við
að finna nógu góð orð til að lýsa þér
fyrir öllu því fólki sem aldrei fékk að
kynnast þér?
Hugurinn leitar óneitanlega fram í
tímann og hvernig það verður að
vera í sveitinni án þín. Þar munum
við eflaust hugsa mest til þín því það-
an eru flestar minningar okkar um
þig. Við vildum óska að þú hefðir
fengið aftur að sjá sólina byrja að
gægjast á Kálfatindinn eins og þér
fannst svo fallegt.
Elsku pabbi, líf okkar verður aldr-
ei samt og oft á hugurinn eftir að
leita til þín. Verst verður þó líklega
fyrir sveitina að þú kemur ekki í
löbbur næsta haust svo nú þurfum
við að fara að smala liði því þú varst
margra manna maki.
Elsku pabbi, þó að við kveðjum þig
með miklum söknuði þökkum við af
öllu hjarta fyrir að hafa fengið að
kynnast þér. Fengið að eiga pabba
sem kenndi okkur svo margt, ekki
bara á dráttarvélar eða að taka á
móti lömbum heldur líka hversu
mikils virði það er að lifa og að með
rétta viðhorfinu má gera allt
skemmtilegra.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Við erum þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum með þér, hann verður
aldrei frá okkur tekinn.
Þín
Steinunn, Jensína, Pálína,
Birna og Þorsteinn.
Elsku afi. Okkur þótti mjög vænt
um þig. Þótt þú sért dáinn finnum
við að þú ert hjá okkur. Við söknum
þín óskaplega mikið. Takk fyrir allt,
elsku afi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þínar afastelpur
Unnur Sólveig og
Vilborg Guðbjörg.
Í Árneshreppi á Ströndum er
landslag víða stórbrotið og hrikafag-
urt. Íbúarnir norður þar eru útverðir
mannabyggðar við Húnaflóann vest-
anverðan. Á uppgangsárum byggð-
arlagsins um og fyrir miðja tuttug-
ustu öldina bjó þarna samfélag
meira en fjögur hundruð manna og
höfðu margir þeirra vinnu við síld-
arbræðslurnar á Djúpuvík og Eyri í
Ingólfsfirði. Þar voru hafskipa-
bryggjur, en auk þess komu strand-
ferðaskipin á tvær aðrar lögskipaðar
hafnir, þ.e.a.s. Norðurfjörð og Gjög-
ur. Munu ekki mörg sveitarfélög
geta státað af fjórum höfnum, hvorki
þá né síðar. En síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar, verksmiðju-
rekstur verið aflagður og byggðin
skroppið saman þannig að íbúarnir
teljast nú aðeins um hálft hundrað
manna sem berjast harðri baráttu
fyrir tilveru sinni. Fólkið er í varn-
arstöðu og helsta úrræðið er fólgið í
samhjálp og samvinnu sem
hreppsbúar hafa beitt á lofsverðan
hátt í ríkum mæli. Í svona afskekkt-
um og fámennum samfélögum hefur
hver einstaklingur mikið gildi og
byggðarlagið nálgast það að vera
eins og sjálfstætt ríki í ríkinu þar
sem íbúarnir una glaðir við sitt með-
an vel gengur. –
Það er hverri sveit mikils virði að
hafa góðum og fjölhæfum mönnum á
að skipa. Einn slíkur var Hjalti Guð-
mundsson bóndi í Bæ. Hann var bú-
fræðingur frá Hólum. Að námi loknu
hvarf hann aftur til átthaganna og
hóf félagsbúskap með föður sínum
Guðmundi P. Valgeirssyni í Bæ í
Trékyllisvík. Árið 1975 eða þar um
bil hófst ævintýraleg uppbygging
allra fjárhúsa ásamt hlöðum í sveit-
inni. Flest nýju fjárhúsin rúmuðu tvö
til þrjú hundruð fjár nema í Bæ, þar
byggðu þeir feðgar fjárhús fyrir 400
fjár. Jafnhliða var alls staðar unnið
að aukinni túnaræktun. Með þessum
framkvæmdum varð hrein bylting í
búskaparháttum, þannig að hin erf-
iðu bústörf urðu sem leikur einn mið-
að við það sem áður hafði verið.
Hjalti kvæntist Guðbjörgu Þor-
steinsdóttur frá Finnbogastöðum
sem var og er mikill dugnaðarforkur
og samhent manni sínum. Eignuðust
þau hjón þrjár dætur sem eru upp-
komnar og allar vel menntaðar og
einn son um tvítugt sem lokið hefur
stúdentsnámi. Ein systranna, Pál-
ína, er hneigð fyrir búskap og býr í
Bæ með efnilegum bómdasyni,
Gunnari H. Dalkvist, ættuðum úr
Reykhólasveit. Þegar Hjalti heim-
sótti okkur hjónin í haust er hann
var hér syðra til að leita sér lækn-
inga lét hann þau orð falla að hann
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af bú-
skapnum, því að hann væri í góðum
höndum unga fólksins. Hann sá fyrir
hugskotssjónum sínum að merkið
sem þeir feðgar höfðu reist mundi
standa áfram þótt þeirra nyti ekki
lengur við. „Merkið stendur þótt
maðurinn falli.“ Í þeirri vissu var
mikil lífshamingja fólgin.
Hjalta voru fljótlega falin ýmis fé-
lagsstörf sem hann leysti af hendi
með trúmennsku og dugnaði. Þannig
sat hann í hreppsnefnd og var for-
maður bæði búnaðarfélagsins og
skólanefndarinnar. Það voru jafnan
mikil og góð samskipti milli okkar í
Heimavistarskólanum á Finnboga-
stöðum og fólksins í Bæ. Einkum var
oft leitað til Jensínu Óladóttur ljós-
móður og hún kvödd á vettvang til
stærri eða smærri aðgerða. En ef
senda þurfti í kaupstað eftir matvöru
eða þegar ljósavélin bilaði eða var
treg í gang í frosthörkum vetrarins
þá var oftast leitað eftir aðstoð skóla-
nefndarformannsins, sem leysti
vandamálin jafnan fljótt og vel. Allar
eru minningarnar góðar frá okkar
samskiptum. Hjalti fóðraði lengi fá-
einar kindur fyrir fjölskyldu mína.
Mér er enn í minni gleðin á andlitum
barnanna þegar Hjalti kom niðureft-
ir til okkar á vorin með hverja tví-
lembuna á fætur annarri og renndi
þeim inn á skrúðgrænt skólatúnið.
Það voru dýrðardagar.
Hjalti Guðmundsson var glaðvær
og geðprúður maður. Eins og fleiri
Árneshreppsbúar var hann gæddur
mikilli kímnigáfu og gerði óspart grín
að sjálfum sér. Hann tók veikindum
sínum með mikilli karlmennsku og
bar sig hetjulega til hinstu stundar,
þótt hann vissi að maðurinn með ljá-
inn væri á næstu grösum. Hann þráði
heitt að komast norður á Strandir til
að halda síðustu jól með fjölskyldu
sinni. Hann náði því að vísu ekki
vegna veikindanna. En á milli hátíð-
anna bráði af honum þannig að hann
klæddist og fékk fararleyfi norður.
Dvaldi hann í Bæ framyfir áramótin.
Taldi hann ferðinni m.a. til gildis að
hann komst í fjárhúsin og sá kind-
urnar úða í sig heyinu. Þrátt fyrir
veikindin virtist hann njóta norður-
ferðarinnar framar öllum vonum og
var þakklátur fyrir að hún heppnaðist
vel. En þrekið var á þrotum. Skömmu
síðar elnaði honum sóttin og 26. jan-
úar var veikindastríðinu lokið. Við
hjónin sendum ekkjunni, Guðbjörgu
Þorsteinsdóttur, börnum þeirra og
öðrum aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Torfi Guðbrandsson og
Aðalbjörg Albertsdóttir.
HJALTI
GUÐMUNDSSON
✝ Hákon Jónssonfæddist í Víðum í
Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu 6.
ágúst 1918. Hann
varð bráðkvaddur á
Húsavík 25 janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru þau Jón
Sigurgeirsson, f. 25.
okt. 1875, d. 20. okt.
1967, og kona hans
Guðrún Erlendsdótt-
ur, f. 23. feb. 1878, d.
1. mars 1955. Hálf-
systir Hákonar sam-
mæðra var Sigríður Stefánsdóttir,
f. 6. ágúst 1900, d. 23. des. 1974.
Eiginkona Hákonar var Sigrún
Kristbjörg Hólmgeirsdóttir, f. 13.
maí 1914, d. 6. apríl 1973. Foreldrar
Bergs Viktorssonar er Lea, f. 6. maí
1993. Hólmgeir Helgi Hákonarson,
f. 23. feb. 1951, sambýliskona hans
er Anna Kristín Ólafsdóttir.
Hákon var í farskóla, m.a. á
Stórulaugum og Einarsstöðum í
Reykjadal. Hann nam orgelleik hjá
Guðfinnu á Hömrum í Reykjadal og
hjá Páli Ísólfssyni í Reykjavík vet-
urna 1935 og 1936.
Hákon ólst upp á Brettingsstöð-
um í Laxárdal og var þar bóndi til
ársins 1945. Síðan bóndi í Tungu-
gerði á Tjörnesi til ársins 1958.
Hann flutti þá með fjölskylduna til
Húsavíkur og settust þau að í Þórs-
hamri. Hákon vann þar ýmsa dag-
launavinnu, s.s. við hafnargerð og
fleira. Lengst af vann hann þó hjá
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Seinna
vann hann lítillega í Reykjavík. Síð-
ustu starfsárin vann hann hjá
Stokkfiski, seinna Laugafiski, í
Reykjadal.
Útför Hákonar verður gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Sigrúnar voru Hólm-
geir Björnsson, f. 24.8.
1880, d. 20.3. 1966, og
Guðfinna Sigurjóns-
dóttir, f. 14.1. 1885, d.
25.3. 1937. Börn Há-
konar og Sigrúnar eru
Jón Hákonarson, f. 26.
júlí 1944, fyrrverandi
sambýliskona hans er
Jónína Guðrún Árna-
dóttir. Dætur þeirra
eru: Kristín Sif, f. 24.
ágúst 1968, sonur
hennar og Jóns Jó-
hannessonar er Bjartur
Örn, f. 17. 9. 1992. Sambýlismaður
Kristínar Sifjar er Þorgeir Smári
Einarsson og dóttir þeirra er Bryn-
dís Birta, f. 28.8. 2001; Sigrún, f.
6.apríl 1971, dóttir hennar og Helga
Sjá dagar koma ár og aldir líða
og enginn stöðvar tímans þunga nið …
Ég heyri fyrir mér fallega tenór-
rödd Hákonar frænda míns sem nú
hefur lokið lífsgöngu sinni og er horf-
inn frá okkur. Mér finnst sem hann
hafi verið til um „ár og aldir“ enda var
hann orðinn fullorðinn þegar ég fædd-
ist fyrir 47 árum og þegar maður kveð-
ur hann þá kemur svo ótalmargt upp í
hugann, svo margar góðar stundir sem
vert er að þakka og minnast, að ekki er
hægt að skrifa það allt.
Þú, kæri frændi, áttir m.a.s. þinn
þátt í tilvist minni, því hjá þér í
Tungugerði munu foreldrar mínir
hafa kynnst og stigið sín fyrstu skref
í tilhugalífi sínu, á þeim sama bæ átti
ég einnig fyrstu bernskusporin eftir
að þið Rúna fluttuð í Þórshamar á
Húsavík og foreldrar mínir í Tungu-
gerði og hófu þar sinn búskap.
Ég man því aldrei eftir þér í sveit-
inni, sem þér var alltaf svo kær nema
sem gesti en þú heimsóttir sveitirnar
þínar ætíð er því var við komið og
naust þín best þar. Vel man ég hve
hlýjum orðum þú fórst um þitt
bernskuheimili á Brettingsstöðum í
Laxárdal. Sárt mun það hafa verið að
kveðja Laxárdalinn, hlýju hans og
gróður og flytja í svo ólíka sveit sem
Tjörnesið er. Það átti þó oftar fyrir þér
að liggja að slíta upp rætur þínar og
umturna lífinu, flutningurinn til Húsa-
víkur hefur líka verið stór ákvörðun,
fara úr sveitinni og búskapnum og
flytja á mölina til að stunda daglauna-
vinnu. Það voru miklar breytingar fyr-
ir náttúrubarnið Hákon Jónsson. Síð-
an koma enn meiri sviptingar í lífinu,
þú missir konuna þína elskulegu langt
fyrir aldur fram og búsetunni í Þórs-
hamri er lokið að sinni. Þú ert á ýms-
um stöðum eftir það m.a. varstu í
nokkur ár að miklu leyti hjá okkur í
Steindal og svo á Narfastöðum hjá
Njáli og Öbbu og ykkar leiðir lágu
saman uns þau létust bæði.
Fyrir mér var Hákon glaðsinna tón-
elskt náttúrubarn, með öra og ríka
lund sem svo oft sýndi sig í þvílíkri fá-
dæma fljótfærni að af því eru sagðar
margar skemmtisögur milli okkar
frændsystkinanna. Það er þó ætíð á
léttum nótum og sannarlega ekki gert
til að minnka hans persónu eða særa
neinn. Heldur vegna þess að Hákon
gat verið svo skínandi skemmtilegur
og óskaplega sérstakur að ekki var
hægt annað en njóta nærveru hans og
hafa gaman af hans mörgu og á stund-
um einkennilegu uppátækjum í lífinu.
Mér er í fersku minni síðasta ætt-
armótið okkar Fossselsfólksins. Hve
þú naust þess að spila og syngja með
okkur, staðráðinn í því að missa ekki
af neinu, sast líka fram á rauða morg-
un hjá okkur í forstofunni á Breiðu-
mýri, hrókur alls fagnaðar með
Tuborginn í plastflöskunni, sem þú
sagðir að væri „svo létt“ og færi „svo
vel í hendi á gömlum manni“. Engin
ástæða til að burðast með gler þegar
slíkar framfarir verða á umbúðum.
Þú sagðist ætla að njóta þessa alls til
fulls því þú yrðir ekki með okkur á
næsta ættarmóti.
Margar bjartar bernskuminningar
eru frá heimsóknunum í Þórshamar
þar var alltaf gaman að koma. Þar
fékk maður líka ýmislegt gott að
borða sem ekki var á borðum í sveit-
inni, fyrstu smjörkökusneiðina fékk
ég þar og einnig bæði vínarpylsur og
kjötfars. Eru þessir réttir einhvern
veginn alltaf hálf „Þórshamarslegir“
í minningunni.
Tónlistin var Hákoni í blóð borin
og tók hann virkan þátt í tónlistarlífi
á Húsavík og Þingeyjarsýslu, sér og
öðrum til mikillar ánægju. Ég man
hve ég gat verið hugfangin þegar
frændi settist við stofuorgelið og spil-
aði og söng af hjartans lyst, ég óskaði
oft að það tæki engan enda ég mætti
bara sitja til eilífðarnóns hlusta á
hans fallega tónlistarflutning.
En nú er orgelið þagnað, þú horf-
inn yfir móðuna miklu og er ég þess
fullviss að þar bíður þín fagnandi
frændgarður og svo konan þín elsku-
leg og nú tekur þú þar lagið með fal-
legu röddinni þinni sem svo oft áður
gladdi mig.
Elsku frændi minn, þakka þér fyr-
ir allt, af þér hef ég lært að það er
hægt að aðlaga sig breyttum aðstæð-
um og finna gleði í lífinu þó stundum
syrti að um stundarsakir. Farðu vel,
vinur minn.
Ingibjörg Sigtryggsdóttir
frá Steindal.
Kær frændi minn er látinn. Ótal
minningar koma upp í hugann þegar
kemur að kveðjustund sem þessari.
Mínar fyrstu minningar um
frænda minn eru flestar tengdar
Þórshamri, heimili Hákonar og
Rúnu, ég er svona þriggja til fjögurra
ára með mömmu og pabba í heim-
sókn.
Í Þórshamar var alltaf skemmti-
legt að koma fyrir litla stelpu sem átti
þar góðan frænda og frænku ég var
svo heppin að kona Hákonar Sigrún
(Rúna) var ömmusystir mín og fékk
ég að heita í höfuðið á henni, maður
nýtur góðs af ýmsu.
Ég sit við eldhúsborðið í Þórshamri,
það er kaffitími, það heyrist umgang-
ur niðri í kjallara og upp kemur Hákon
með bakaríspoka, í honum leynist
hunangskaka sem ég fæ af með mjólk-
inni minni og þvílíkt bragð, ég hugsa
að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég
bragðaði á svona köku en ekki í það
síðasta og enn þann dag í dag hugsa ég
til kaffitímans í Þórshamri fyrir u.þ.b.
40 árum þegar ég kaupi mér hunangs-
köku í bakaríi.
Inni í stofu í Þórshamri stendur
orgelið sem frændi getur spilað á,
galdrað fram alls konar lög sem mað-
ur hefur aldrei heyrt áður og ekki
nóg með það, hann situr á galdrastóli,
stóli sem hægt er að snúa bara set-
unni á og þá hækkar hann og snúi
HÁKON
JÓNSSON