Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 8
Sjálfstæ›isflokkurinn sími 515 1700 www.xd.is Með hækkandi sól Lægri skattar - aukin hagsæld Opinn stjórnmálafundur í Sjálfstæðishúsinu, Hlíðasmára 19, Kópavogi, í dag 5. febrúar kl. 10.30. Frummælendur: Geir H. Haarde fjármálaráðherra og þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Arnbjörg Sveinsdóttir. Fundarstjóri: Sigurður Borgar Guðmundsson, formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Allir velkomnir. 8 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krimmaútsala aldarinnar? Skíðasvæðið í Hlíðar-fjalli ofan Akureyr-ar hefur verið lokað síðustu daga, bæði vegna snjóleysis og veðurs en snjóalög eru þar með allra minnsta móti miðað við árstíma eftir hlýindi að undanförnu. Umræða um snjóframleiðslu hefur því skotið upp kollinum enn einu sinni og þeir aðilar sem rætt var við eru sam- mála um að nauðsynlegt sé að hefja snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli og það sem fyrst. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, sagði að stofn- kostnaður við snjóframleiðslu væri 80–100 milljónir króna og rekstr- arkostnaður 2–3 milljónir króna á ári. „Ástandið er skelfilegt og við getum varla kallað okkur skíðabæ ef þetta heldur svona áfram. Það eru aðeins tveir möguleikar í stöð- unni, annaðhvort að fá meira frost, þannig að úrkoman verði í formi snjókomu en ekki rigningar, eða þá að búa til snjóinn sjálf. En veturinn er ekki búinn og maður missir ekki vonina fyrr en eftir fyrstu vikuna í apríl,“ sagði Guðmundur Karl. 300 milljóna uppbygging Vetraríþróttamiðstöð Íslands, VMÍ, var stofnuð á Akureyri fyrir tæpum 10 árum, 18. mars 1995, og er sameign Akureyrarbæjar og ríkisins. Akureyrarbær rekur öll mannvirki í fjallinu en starfsemi og uppbygging er samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins, Akur- eyrarbæjar, Íþróttasambands Ís- lands og Íþróttabandalags Akur- eyrar. Meginhlutverk hennar er að efla vetraríþróttir og útivist, stuðla að heilbrigðu lífi og heilsurækt landsmanna allra, jafnt almenn- ings, skólafólks og fatlaðra, sem keppnis- og afreksfólks í íþróttum. Lögð er áhersla á góða aðstöðu til æfinga og keppni, auk þess sem miðstöðin hefur sérstöku hlutverki að gegna í sambandi við fé- lagsstarfsemi, fræðslu og nám- skeiða- og ráðstefnuhald. Gríðar- leg uppbygging hefur átt sér stað í Hlíðarfjalli undanfarin ár og nem- ur kostnaðurinn við þær fram- kvæmdir frá 1998 um 300 milljón- um króna. Má þar nefna nýja stólalyftu, nýtt hús í Strýtu, bíla- stæði, uppbyggingu vegarins upp að Skíðastöðum, nýjan snjótroðara og búnað, vinnu í brekkum og end- urbætur á lýsingu. Þá eru fyrir- hugaðar enn frekari framkvæmdir. Þórarinn B. Jónsson, bæjar- fulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar VMÍ, sagði ekkert annað til ráða en að hefja snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli og hann ætlar að leggja það til á næsta fundi með bæjarstjóra og formanni bæjar- ráðs. Þórarinn, Guðmundur Karl, Björn Snæbjörnsson, formaður ÍTA, og Kristinn Svanbergsson, deildarstjóri íþrótta- og tóm- stundadeildar, fóru til Austurríkis í síðasta mánuði og kynntu sér snjó- framleiðslu þar. Þórarinn sagði að þar gengju snjóframleiðsluvélar alla daga þegar frost er, frá byrjun nóvember og út vertíðina, hvort sem snjóaði eða ekki. Hann sagði stöðugleikann skipta öllu máli gagnvart ferðaþjónustunni. „Við erum með fleiri hundruð milljónir króna undir uppi í fjalli og ef við þurfum að bæta við 80–100 millj- ónum til að hefja þar snjófram- leiðslu, verður það bara að hafa sinn gang. Ég trúði því varla að við þyrftum að vera með snjófram- leiðslu nánast á Norðurpólnum en þetta er þriðja árið í röð sem þetta klikkar hjá okkur.“ Guðmundur Karl sagði ástandið sjaldan hafa verið jafnt slæmt og nú en þar hefur þó verið opið í 24 daga í vetur, þar af í tvo daga milli jóla- og nýárs. „Þetta var mjög gott fram að hlákunni og nú er nær all- ur snjór farinn. Þetta lofaði mjög góðu, líkt og í fyrravetur, sala á árskortum gekk vel og aðsóknin var góð.“ Guðmundur Karl sagði að þessar janúarhlákur kæmu allt- af en áður fyrr hefði verið mun meiri snjór í fjallinu og því minna gert til þótt kæmi hláka í 5–10 daga. „Þegar er einhver snjór fyrir þarf svo lítinn snjó til viðbótar til að gera ömurlegar aðstæður góðar.“ Fara annað til æfinga Hluti af keppnisfólki Skíðafélags Akureyrar hefur stundað æfingar í Böggvisstaðafjalli á Dalvík að und- anförnu. Þá eru uppi hugmyndir um að fara með krakka í æfinga- ferð til Siglufjarðar nú um helgina ef aðstæður leyfa, að sögn Tómas- ar Inga Jónssonar, formanns Skíðafélags Akureyrar. „Við reyn- um að spila úr þeim spilum sem við höfum, því við þurfum að halda úti starfinu í félaginu.“ Tómas Ingi sagði að snjóframleiðsla væri fram- tíðin og myndi auka stöðugleikann, ekki síst gagnvart ferðafólki en einnig þyrfti að halda áfram með snjógirðingar í fjallinu. Hann sagði að allur snjór sem verið væri að keppa á erlendis væri meira og minna framleiddur snjór. Björn Snæbjörnsson, formaður ÍTA, sagði ekkert skíðasvæði í Austur- ríki svo lítið að ekki fari þar fram framleiðsla á snjó. „Miðað við það sem við höfum heyrt og séð hjá þeim sem hafa framleitt snjó lengi, get ég ekki séð annað en að við þurfum að gera það líka.“ Fréttaskýring | Ástandið í Hlíðarfjalli sjaldan verið eins slæmt og nú Framleiða þarf snjóinn Áætlaður stofnkostnaður vegna snjóframleiðslu 80–100 milljónir króna Lokað er í Hlíðarfjalli vegna snjóleysis. Selja árskort fyrir 8—9 milljónir króna á ári  Síðastliðin þrjú ár hafa verið seld árskort í Hlíðarfjalli fyrir 8–9 milljónir króna á ári að með- altali, eða samtals fyrir 24–25 milljónir króna. Sala á lyftu- miðum hefur verið frá rúmlega 5.000 á vetri og upp í 30.000 miða. Skíðasvæðið var opið í 100 daga í fyrravetur, 51 dag árið áð- ur en meðaltalið síðustu ár eru 85 dagar. Árið 2003 þurfti að fella niður Andrésar Andar- leikana, stærsta skíðamót lands- ins ár hvert, vegna snjóleysis. krkr@mbl.is smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.