Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 vísuorðin, 8 gufa, 9 hitann, 10 happ, 11 týna, 13 glymur, 15 skað- væna, 18 gæsarsteggur, 21 reyfi, 22 stíf, 23 ævi- skeiðið, 24 froðu- snakkanna. Lóðrétt | 2 stækja, 3 bak- tertía, 4 tákn, 5 eldstó, 6 klöpp, 7 vendir, 12 gerist oft, 14 dveljast, 15 sæti, 16 lífstímann, 17 hamingju, 18 lífga, 19 afbrotið, 20 vinna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 guldu, 4 gunga, 7 dauðu, 8 fótum, 9 mál, 11 senn, 13 anar, 14 iðnað, 15 blóð, 17 afls, 20 frá, 22 æruna, 23 skíra, 24 aldan, 25 róaði. Lóðrétt | 1 gadds, 2 lausn, 3 uxum, 4 gafl, 5 nýtin, 6 aumur, 10 árnar, 12 nið, 13 aða, 15 blæða, 16 ólund, 18 flíka, 19 skapi, 20 fann, 21 ásar. Tónlist Dillon | Lights on the highway kl. 22. Gaukur á Stöng | Rokkveisla með Jan Mayen. Jan Mayen, Drep, Vonbrigði, Future Future. Hefst kl. 22.30. 500 kr. inn. Efri hæð DJ Maggi á Kiss FM. Neskirkja | Tónleikar Hljómsveitar Tónlist- arskólans í Reykjavík í Neskirkju kl. 17. Á efnisskrá eru Marosszeki Tancok eftir Kod- ály, Zigeunerweisen op. 20 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir de Sarasate, Meditation úr Thais fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Mass- enet. Í þessum tveimur verkum er Geir- þrúður Ása Guðjónsdóttir einleikari á fiðlu. Lokaverkið á tónleikunum er Sinfónía nr. 3, Eroica, eftir Beethoven. Salurinn | Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari debúterar. Verk e. Mauro Giul- iani, Leo Brouwer, Agustin Barrios Mangoré, Johann S. Bach, Roberto Ger- hard og Alberto Ginastera. Ögmundur lauk burtfararprófi með láði frá Tónlistarskóla Kópavogs 2000. Nánari uppl. og miðasala á www.salurinn.is eða í s: 5700400. Salurinn | Myrkir músíkdagar: Kl. 20, 5 píanóverk frumflutt á tónleikum Tinnu Þor- steinsdóttur píanóleikara. Tónskáld: Mist Þorkelsdóttir, Þorsteinn Hauksson, Áskell Másson, Kolbeinn Einarsson og Stein- grímur Rohloff. Tvö verkanna eru með tölvuhljóðum. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Bob Justman leikur kl. 15. Skemmtanir Cafe Amsterdam | Rokkbandið OXFORD. Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar og syngur á Catalinu. Café Victor | Plötusnúðurinn Mr. Metro Classic Rock | Hljómsveitin Sex Volt Grand hótel Reykjavík | Þorrablót Kvæða- mannafélagsins Iðunnar hefst kl. 19.30. Heiðursgestur: frú Vigdís Finnbogadóttir. Meðal skemmtiatriða: Bára Grímsdóttir og Konstantín Hscherbak. Kveðskapur, hag- yrðingaþáttur o.fl. Miðapantanir í s. 8973766. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Kung Fú leikur í kvöld. Kringlukráin | Mannakorn bjóða til tónlist- arveislu. Lundinn | Tilþrif spila. Pakkhúsið Selfossi | Bermuda í kvöld. Ráin Keflavík | Rúnar Þór um helgina. Stúdentakjallarinn | Uppistand á ensku/ Snorri Hergill og Taffetta Wood frá kl. 22. Stand up comedy in English. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sixties í kvöld. Húsið opnað kl. 24. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra Píanó & Frú Haugur. Gallerí Dvergur | Efrat Zehavi – Fireland. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk. Gallerí I8 | Finnur Arnar – myndverk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og mynd- bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum, Gerðu- bergi til 13. mars. Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir vatnslita- og olíumálverk. Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og Haraldur Karlsson – „Skíramyrkur“. Opnun í dag kl. 15. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febrúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvarsson rafvirkjameistari sýnir útsaum og málaða dúka í Menningarsalnum. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang | Magnús Árnason Sjúkleiki Benedikts. Opnun kl. 17. Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir – Á skurðarborði Augans. Listasafn Einars Jónssonar | Opið laugar- og sunnudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar starfsstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíuljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð- ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Aðföng, gjafir og önnur verk. Safn | Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneign- inni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Slunkaríki | Ívar Brynjólfsson – Bardaga- vellir. Sólon | Óli G sýnir abstraktverk. Thorvaldsenbar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í samstarfi Þjóðmenningarhússins og Skólavefjarins. Sýning á verkum Braga í veitingastofu og í kjallara. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Fyrir og eft- ir lýkur um helgina. www.ljosmyndasafn- reykjavikur.is. Söfn Veiðisafnið – Stokkseyri | Veiðisafnið á Stokkseyri í samvinnu við versl. Vesturröst í Reykjavík heldur byssusýningu kl. 11–18. Til sýnis verða skotvopn, m.a. byssur sem ekki tilheyra grunnsýningu safnsins og byssur úr safni Sverris Sch. Thorsteins- sonar. Opið alla daga 11–18 uppl. á www.hunting.is. Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón- listararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisladiskum. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1200 ár. Opið frá kl 11–17. Fundir Félag einhleypra | Fundur í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 21. Heitt á könnunni. Höllubúð | Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heldur aðalfund fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20 í Höllubúð, Sóltúni 20. Að aðalfundastörfum loknum verður boðið upp á þorramat. Knattspyrnufélag Rangæinga | Aðal- fundur Knattspyrnufélags Rangæinga verður haldinn í íþróttahúsinu á Hellu kl. 14. Sjálfstæðishúsið | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund í Hlíðarsmára 19 kl. 10.30. Yfirskrift fundarins er: Með hækk- andi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og varaformaður og alþing- ismennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Bjarni Benediktsson. JCI | Félagar í JCI-hreyfingunni etja kappi í tveimur ræðukeppnum. Fyrri keppnin hefst kl. 14 og munu keppendur rökræða hvort íslensk fyrirtæki séu illa rekin. Seinni keppnin hefst kl. 15 og munu JCI-félagar frá Vestfjörðum leggja til að Vestfirðir verði aftengdir. Keppnin er haldin á Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, Galleríi. Allir áhugasamir eru velkomnir á meðan húsrými leyfir. Fyrirlestrar Verkfræðideild Háskóla Íslands | María J. Gunnarsdóttir heldur fyrirlestur um verk- efni sitt til meistaraprófs í umhverf- isfræðum frá umhverfis- og bygging- arverkfræðiskor Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið: Neysluvatnsgæði og vatns- vernd. Fyrirlesturinn fer fram mánudaginn 7. febrúar kl. 16.15 í stofu 157 í VR–II við Hjarðarhaga. Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Laugardagsfundur VGR er helgaður óvenjulegu málefni: ljósmengun. Fram- sögumenn verða þeir Sverrir Guðmunds- son og Sævar Helgi Bragason, áhugamenn um stjörnufræði. Fundurinn verður á Suð- urgötu 3, Reykjavík og hefst kl. 14. Allir velkomnir. Námskeið Mímir – símenntun ehf. | Námskeið um Vesturfarana er haldið á vegum Mímis – sí- menntunar og Borgarleikhússins og stend- ur í fjórar vikur. Fyrirlesarar verða: Viðar Hreinsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ög- mundardóttir og Böðvar Guðmundsson. Skráning hjá Mími – símenntun í síma 5801800 og á www.mimir.is. www.ljosmyndari.is | Fjarnámskeið í ljós- myndun. Nemandinn fær aðgang að ít- arlegu námsefni og fróðleik um ljós- myndun á íslensku auk um 150 skýringarljósmynda í 90 daga. Námskeiðið er í gangi allt árið og hægt að skrá sig hve- nær sem er. Skráning á www.ljosmynd- ari.is. Ráðstefnur Kvenréttindafélag Íslands Hallveig- arstöðum | Kvenréttindafélag Íslands boð- ar til ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 11– 14. Efni ráðstefnunnar er: Hvað hefur áunnist síðan 1975, þegar konur tóku sér frí frá störfum 24. október, og hvað er eft- ir? Börn Greiningarstöð ríkisins | Öskudagsgleði verður á Greiningarstöð ríkisins miðviku- daginn 9. febrúar kl. 15.30–17. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni. Allir velunn- arar stofnunarinnar, bæði börn og full- orðnir, velkomnir. Mætum öll í búningum. Gleðin er á vegum stjórnar Foreldra- og styrktarfélags Greiningarstöðvar. Útivist Ferðafélagið Útivist | Myndakvöld Útivist- ar verður í Húnabúð, Skeifunni 11, 7. febr- úar kl. 20. Trausti Tómasson sýnir myndir úr göngu sem farin var frá Siglufirði yfir í Héðinsfjörð. Reynir Þór Sigurðsson kynnir ferð sem farin verður á þessar slóðir í sum- ar. Kaffinefnd verður með kökuhlaðborð. Aðgangseyrir er 700 kr. Mýrdalshreppur | Til stendur að merkja gönguleiðir á kort af Mýrdalshreppi, því er gönguáhugafólk í Vík í Mýrdal sem á GPS- staðsetningar af gönguleiðum beðið að koma þeim til sveitarstjóra Mýrdalshrepps. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú vekur líklega á þér athygli í dag með einhverjum hætti. Samræður við yfirboðara af einhverju tagi gætu skipt máli. Sýndu þínar bestu hliðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að finna upp á einhverju óvenjulegu í dag. Þú gætir til að mynda farið á stað sem þú hefur ekki heimsótt áður; nýja verslun eða nýjan veitingastað. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu opinn fyrir málamiðlunum í dag. Gildismat annarra er vissulega ekki hið sama og þitt, en það þýðir ekki að þú getir vísað því alfarið á bug. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið er beint á móti krabbanum í dag. Það þýðir að þér finnst aðrir á móti því sem þú segir eða gerir. Það er ekki þannig í alvörunni, sýndu þolinmæði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tíma sem þú eyðir til þess að bæta skipulagið í kringum þig er sann- arlega vel varið. Þú vilt hafa fulla stjórn á aðstæðum, og gerir það reyndar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einbeittu þér að smáfólkinu í dag, ef það á við í þínu tilfelli. Þú laðast ennfremur að afþreyingar- og skemmtanaiðnaðinum. Þá ertu til í léttleika og daður þessa dagana. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leggðu sérstaklega mikið á þig í verkefnum sem tengjast heimili og fjölskyldu í dag. Einhverjar vogir eru að bollaleggja endurbætur og breytingar á heimilinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður við ættingja, systkini og nágranna fá aukið vægi í dag. Ekki taka neitt sem fram fer persónu- lega. Þér hættir til að samsama þig skoðunum þínum núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef þú leggur í verslunarleiðangur í dag eru líkur á því að þú viljir kaupa eitthvað sem endist til frambúðar. Þú vilt ekki kasta neinu á glæ, en ert samt ginnkeyptur fyrir merkja- vöru. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið er í þínu merki í dag, sem gefur þér eilítið forskot á önnur merki. Notaðu það þér til fram- dráttar. Kannski færðu allt sem þú biður um, hver veit? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einvera og þægilegt umhverfi veitir þér gleði í dag. Reyndu að draga þig í hlé í smástund og njóta þess að vera í einrúmi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vinkona gæti verið þér innan hand- ar í dag. Eða þá að þú kynnist nýrri manneskju gegnum sameiginlegan kunningsskap. Deildu vonum þínum og draumum með öðrum. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Fólk kann að meta þinn einstaka stíl, það er ekki laust við að þú sért eftir- minnileg manneskja. Þú hefur góð tök á tungumálum og reyndar alls kyns sam- skiptamáta ef út í það er farið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ÞAÐ má með sanni segja að það verði innileg stemmning á Grand rokki þegar sveitirnar Ampop og Hjálmar leika þar á tónleikum í kvöld kl. 23. Sveitirnar eru báðar í fremstu röð í íslensku tónlistarlífi og þykir hljómur beggja sveita afar hlýr. Hjálmar hlutu nýlega Ís- lensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu rokkplötu og sem bjartasta vonin, en Ampop eru á leiðinni til Texas í vor að leika á South-by- Southwest tónlistarhátíðinni. Ampop-liðar hafa einmitt verið mjög iðnir við að kynna tónlist sína erlendis og vinna nú að út- gáfu þriðju hljómplötu sinnar. Í kvöld munu sveitirnar kynna efni sitt og leika Hjálmar þá lög af hljómplötu sinni Hljóðlega af stað, en Ampop flytja efni af vænt- anlegri breiðskífu, sem gengur undir vinnuheitinu Weather report. Morgunblaðið/Þorkell Hjálmar og Ampop halda tónleika á Grand rokki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.