Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 vísuorðin, 8
gufa, 9 hitann, 10 happ, 11
týna, 13 glymur, 15 skað-
væna, 18 gæsarsteggur,
21 reyfi, 22 stíf, 23 ævi-
skeiðið, 24 froðu-
snakkanna.
Lóðrétt | 2 stækja, 3 bak-
tertía, 4 tákn, 5 eldstó, 6
klöpp, 7 vendir, 12 gerist
oft, 14 dveljast, 15 sæti, 16
lífstímann, 17 hamingju,
18 lífga, 19 afbrotið, 20
vinna.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 guldu, 4 gunga, 7 dauðu, 8 fótum, 9 mál, 11 senn,
13 anar, 14 iðnað, 15 blóð, 17 afls, 20 frá, 22 æruna, 23
skíra, 24 aldan, 25 róaði.
Lóðrétt | 1 gadds, 2 lausn, 3 uxum, 4 gafl, 5 nýtin, 6 aumur,
10 árnar, 12 nið, 13 aða, 15 blæða, 16 ólund, 18 flíka, 19
skapi, 20 fann, 21 ásar.
Tónlist
Dillon | Lights on the highway kl. 22.
Gaukur á Stöng | Rokkveisla með Jan
Mayen. Jan Mayen, Drep, Vonbrigði, Future
Future. Hefst kl. 22.30. 500 kr. inn. Efri
hæð DJ Maggi á Kiss FM.
Neskirkja | Tónleikar Hljómsveitar Tónlist-
arskólans í Reykjavík í Neskirkju kl. 17. Á
efnisskrá eru Marosszeki Tancok eftir Kod-
ály, Zigeunerweisen op. 20 fyrir fiðlu og
hljómsveit eftir de Sarasate, Meditation úr
Thais fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Mass-
enet. Í þessum tveimur verkum er Geir-
þrúður Ása Guðjónsdóttir einleikari á fiðlu.
Lokaverkið á tónleikunum er Sinfónía nr. 3,
Eroica, eftir Beethoven.
Salurinn | Ögmundur Þór Jóhannesson
gítarleikari debúterar. Verk e. Mauro Giul-
iani, Leo Brouwer, Agustin Barrios
Mangoré, Johann S. Bach, Roberto Ger-
hard og Alberto Ginastera. Ögmundur lauk
burtfararprófi með láði frá Tónlistarskóla
Kópavogs 2000. Nánari uppl. og miðasala
á www.salurinn.is eða í s: 5700400.
Salurinn | Myrkir músíkdagar: Kl. 20, 5
píanóverk frumflutt á tónleikum Tinnu Þor-
steinsdóttur píanóleikara. Tónskáld: Mist
Þorkelsdóttir, Þorsteinn Hauksson, Áskell
Másson, Kolbeinn Einarsson og Stein-
grímur Rohloff. Tvö verkanna eru með
tölvuhljóðum.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð
| Bob Justman leikur kl. 15.
Skemmtanir
Cafe Amsterdam | Rokkbandið OXFORD.
Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar og
syngur á Catalinu.
Café Victor | Plötusnúðurinn Mr. Metro
Classic Rock | Hljómsveitin Sex Volt
Grand hótel Reykjavík | Þorrablót Kvæða-
mannafélagsins Iðunnar hefst kl. 19.30.
Heiðursgestur: frú Vigdís Finnbogadóttir.
Meðal skemmtiatriða: Bára Grímsdóttir og
Konstantín Hscherbak. Kveðskapur, hag-
yrðingaþáttur o.fl. Miðapantanir í s.
8973766.
Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin
Kung Fú leikur í kvöld.
Kringlukráin | Mannakorn bjóða til tónlist-
arveislu.
Lundinn | Tilþrif spila.
Pakkhúsið Selfossi | Bermuda í kvöld.
Ráin Keflavík | Rúnar Þór um helgina.
Stúdentakjallarinn | Uppistand á ensku/
Snorri Hergill og Taffetta Wood frá kl. 22.
Stand up comedy in English.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sixties
í kvöld. Húsið opnað kl. 24.
Myndlist
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót
lista og minja.
Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra
Píanó & Frú Haugur.
Gallerí Dvergur | Efrat Zehavi – Fireland.
Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif
Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk.
Gallerí I8 | Finnur Arnar – myndverk.
Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós-
myndir, skúlptúra, teikningar og mynd-
bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir
listaverk úr mannshári í Boganum, Gerðu-
bergi til 13. mars.
Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir
vatnslita- og olíumálverk.
Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og
Haraldur Karlsson – „Skíramyrkur“. Opnun
í dag kl. 15. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er
myndhöggvari febrúarmánaðar.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk í forkirkju.
Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvarsson
rafvirkjameistari sýnir útsaum og málaða
dúka í Menningarsalnum.
Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir –
Snjókorn.
Kling og Bang | Magnús Árnason Sjúkleiki
Benedikts. Opnun kl. 17.
Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir –
Á skurðarborði Augans.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið laugar-
og sunnudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð-
urinn við Freyjugötu er alltaf opinn.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir
Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur
myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar
starfsstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíuljós.
Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á
neðri hæð.
Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn-
laugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að eilífu.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum
Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð-
ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar.
Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit
mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian
Griffin – Áhrifavaldar.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest-
ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu-
verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum
Kjarvals í austursal.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Aðföng,
gjafir og önnur verk.
Safn | Stephan Stephensen – AirCondition.
Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd
tónverkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum
þremur eru að auki ýmis verk úr safneign-
inni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti
Rist og Karin Sander.
Slunkaríki | Ívar Brynjólfsson – Bardaga-
vellir.
Sólon | Óli G sýnir abstraktverk.
Thorvaldsenbar | Kristín Tryggvadóttir
sýnir samspil steina, ljóss og skugga.
Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er
myndlistarmaður mánaðarins í samstarfi
Þjóðmenningarhússins og Skólavefjarins.
Sýning á verkum Braga í veitingastofu og í
kjallara.
Listasýning
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Fyrir og eft-
ir lýkur um helgina. www.ljosmyndasafn-
reykjavikur.is.
Söfn
Veiðisafnið – Stokkseyri | Veiðisafnið á
Stokkseyri í samvinnu við versl. Vesturröst
í Reykjavík heldur byssusýningu kl. 11–18.
Til sýnis verða skotvopn, m.a. byssur sem
ekki tilheyra grunnsýningu safnsins og
byssur úr safni Sverris Sch. Thorsteins-
sonar. Opið alla daga 11–18 uppl. á
www.hunting.is.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón-
listararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar
rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa
efnis á geisladiskum.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn-
ing og samfélag í 1200 ár. Opið frá kl 11–17.
Fundir
Félag einhleypra | Fundur í Konnakoti,
Hverfisgötu 105, kl. 21. Heitt á könnunni.
Höllubúð | Slysavarnadeild kvenna í
Reykjavík heldur aðalfund fimmtudaginn
10. febrúar kl. 20 í Höllubúð, Sóltúni 20. Að
aðalfundastörfum loknum verður boðið
upp á þorramat.
Knattspyrnufélag Rangæinga | Aðal-
fundur Knattspyrnufélags Rangæinga
verður haldinn í íþróttahúsinu á Hellu kl. 14.
Sjálfstæðishúsið | Sjálfstæðisflokkurinn
heldur stjórnmálafund í Hlíðarsmára 19 kl.
10.30. Yfirskrift fundarins er: Með hækk-
andi sól – lægri skattar – aukin hagsæld.
Framsögumenn: Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra og varaformaður og alþing-
ismennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og
Bjarni Benediktsson.
JCI | Félagar í JCI-hreyfingunni etja kappi í
tveimur ræðukeppnum. Fyrri keppnin hefst
kl. 14 og munu keppendur rökræða hvort
íslensk fyrirtæki séu illa rekin. Seinni
keppnin hefst kl. 15 og munu JCI-félagar
frá Vestfjörðum leggja til að Vestfirðir
verði aftengdir.
Keppnin er haldin á Grand hóteli Reykjavík,
Sigtúni 38, Galleríi. Allir áhugasamir eru
velkomnir á meðan húsrými leyfir.
Fyrirlestrar
Verkfræðideild Háskóla Íslands | María J.
Gunnarsdóttir heldur fyrirlestur um verk-
efni sitt til meistaraprófs í umhverf-
isfræðum frá umhverfis- og bygging-
arverkfræðiskor Háskóla Íslands. Verkefnið
ber heitið: Neysluvatnsgæði og vatns-
vernd. Fyrirlesturinn fer fram mánudaginn
7. febrúar kl. 16.15 í stofu 157 í VR–II við
Hjarðarhaga.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð |
Laugardagsfundur VGR er helgaður
óvenjulegu málefni: ljósmengun. Fram-
sögumenn verða þeir Sverrir Guðmunds-
son og Sævar Helgi Bragason, áhugamenn
um stjörnufræði. Fundurinn verður á Suð-
urgötu 3, Reykjavík og hefst kl. 14. Allir
velkomnir.
Námskeið
Mímir – símenntun ehf. | Námskeið um
Vesturfarana er haldið á vegum Mímis – sí-
menntunar og Borgarleikhússins og stend-
ur í fjórar vikur. Fyrirlesarar verða: Viðar
Hreinsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ög-
mundardóttir og Böðvar Guðmundsson.
Skráning hjá Mími – símenntun í síma
5801800 og á www.mimir.is.
www.ljosmyndari.is | Fjarnámskeið í ljós-
myndun. Nemandinn fær aðgang að ít-
arlegu námsefni og fróðleik um ljós-
myndun á íslensku auk um 150
skýringarljósmynda í 90 daga. Námskeiðið
er í gangi allt árið og hægt að skrá sig hve-
nær sem er. Skráning á www.ljosmynd-
ari.is.
Ráðstefnur
Kvenréttindafélag Íslands Hallveig-
arstöðum | Kvenréttindafélag Íslands boð-
ar til ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 11–
14. Efni ráðstefnunnar er: Hvað hefur
áunnist síðan 1975, þegar konur tóku sér
frí frá störfum 24. október, og hvað er eft-
ir?
Börn
Greiningarstöð ríkisins | Öskudagsgleði
verður á Greiningarstöð ríkisins miðviku-
daginn 9. febrúar kl. 15.30–17. Kötturinn
verður sleginn úr tunnunni. Allir velunn-
arar stofnunarinnar, bæði börn og full-
orðnir, velkomnir. Mætum öll í búningum.
Gleðin er á vegum stjórnar Foreldra- og
styrktarfélags Greiningarstöðvar.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Myndakvöld Útivist-
ar verður í Húnabúð, Skeifunni 11, 7. febr-
úar kl. 20. Trausti Tómasson sýnir myndir
úr göngu sem farin var frá Siglufirði yfir í
Héðinsfjörð. Reynir Þór Sigurðsson kynnir
ferð sem farin verður á þessar slóðir í sum-
ar. Kaffinefnd verður með kökuhlaðborð.
Aðgangseyrir er 700 kr.
Mýrdalshreppur | Til stendur að merkja
gönguleiðir á kort af Mýrdalshreppi, því er
gönguáhugafólk í Vík í Mýrdal sem á GPS-
staðsetningar af gönguleiðum beðið að
koma þeim til sveitarstjóra Mýrdalshrepps.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú vekur líklega á þér athygli í dag
með einhverjum hætti. Samræður
við yfirboðara af einhverju tagi
gætu skipt máli. Sýndu þínar bestu
hliðar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að finna upp á einhverju
óvenjulegu í dag. Þú gætir til að
mynda farið á stað sem þú hefur
ekki heimsótt áður; nýja verslun eða
nýjan veitingastað.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Vertu opinn fyrir málamiðlunum í
dag. Gildismat annarra er vissulega
ekki hið sama og þitt, en það þýðir
ekki að þú getir vísað því alfarið á
bug.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tunglið er beint á móti krabbanum í
dag. Það þýðir að þér finnst aðrir á
móti því sem þú segir eða gerir. Það
er ekki þannig í alvörunni, sýndu
þolinmæði.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Tíma sem þú eyðir til þess að bæta
skipulagið í kringum þig er sann-
arlega vel varið. Þú vilt hafa fulla
stjórn á aðstæðum, og gerir það
reyndar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einbeittu þér að smáfólkinu í dag,
ef það á við í þínu tilfelli. Þú laðast
ennfremur að afþreyingar- og
skemmtanaiðnaðinum. Þá ertu til í
léttleika og daður þessa dagana.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Leggðu sérstaklega mikið á þig í
verkefnum sem tengjast heimili og
fjölskyldu í dag. Einhverjar vogir
eru að bollaleggja endurbætur og
breytingar á heimilinu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samræður við ættingja, systkini og
nágranna fá aukið vægi í dag. Ekki
taka neitt sem fram fer persónu-
lega. Þér hættir til að samsama þig
skoðunum þínum núna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ef þú leggur í verslunarleiðangur í
dag eru líkur á því að þú viljir kaupa
eitthvað sem endist til frambúðar.
Þú vilt ekki kasta neinu á glæ, en
ert samt ginnkeyptur fyrir merkja-
vöru.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tunglið er í þínu merki í dag, sem
gefur þér eilítið forskot á önnur
merki. Notaðu það þér til fram-
dráttar. Kannski færðu allt sem þú
biður um, hver veit?
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Einvera og þægilegt umhverfi veitir
þér gleði í dag. Reyndu að draga þig
í hlé í smástund og njóta þess að
vera í einrúmi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Vinkona gæti verið þér innan hand-
ar í dag. Eða þá að þú kynnist nýrri
manneskju gegnum sameiginlegan
kunningsskap. Deildu vonum þínum
og draumum með öðrum.
Stjörnuspá
Frances Drake
Vatnsberi
Afmælisbarn dagsins:
Fólk kann að meta þinn einstaka stíl,
það er ekki laust við að þú sért eftir-
minnileg manneskja. Þú hefur góð tök á
tungumálum og reyndar alls kyns sam-
skiptamáta ef út í það er farið.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
ÞAÐ má með sanni segja að það
verði innileg stemmning á Grand
rokki þegar sveitirnar Ampop og
Hjálmar leika þar á tónleikum í
kvöld kl. 23. Sveitirnar eru báðar í
fremstu röð í íslensku tónlistarlífi
og þykir hljómur beggja sveita afar
hlýr. Hjálmar hlutu nýlega Ís-
lensku tónlistarverðlaunin fyrir
bestu rokkplötu og sem bjartasta
vonin, en Ampop eru á leiðinni til
Texas í vor að leika á South-by-
Southwest tónlistarhátíðinni.
Ampop-liðar hafa einmitt verið
mjög iðnir við að kynna tónlist
sína erlendis og vinna nú að út-
gáfu þriðju hljómplötu sinnar.
Í kvöld munu sveitirnar kynna
efni sitt og leika Hjálmar þá lög af
hljómplötu sinni Hljóðlega af stað,
en Ampop flytja efni af vænt-
anlegri breiðskífu, sem gengur
undir vinnuheitinu Weather
report. Morgunblaðið/Þorkell
Hjálmar og Ampop halda tónleika á Grand rokki