Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING AÐ FRAMSÆKIN nútíma- hljómsveitarverk skuli ná að „hala inn“ ríflega 400 hlustendur á eina tónleika, eins og gerðist á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöld, þætti ábyggilega fréttnæmt í jafnvel stærstu borgum erlendis. Myrkir músíkdagar hafa eftir því að dæma fest betur í sessi en nokkurn óraði fyrir þegar ýtt var úr vör fyrir ald- arfjórðungi. Venite ad me (18’) eftir Jón Nor- dal fyrir barnakór og sinfóníu- hljómsveit án tréblásturs var fyrst á dagskrá; samið 2004 í minningu Halldórs Hansen barnalæknis og frumflutt í Frakklandi fyrir ári. Latneskur kórtextinn var fenginn úr orðum Jesú í Lúkasarguðspjalli 18: 16-17, „leyfið börnunum að koma til mín“. Andrúmið var framan af í mildu samræmi við þann boðskap þar sem hægferðug heiðríkja sveif yfir afbragðsgóðum söng kórsins, studdum af þýðum strengjahljómum í hugfengri raddfærslu. Edensblíðan var hins vegar brotin hressilega upp í seinni hluta með svæsnum lúðra- blæstri, svo engu var líkara en tón- skáldið hefði lagt framhaldsorð Frelsarans „hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma“ út á versta veg með eldi og brennisteini, unz fjaraði út á sælunótum upphafsins. Sannkallað tímalaust verk, og að mínu viti inn- takslegur hápunktur kvöldsins. Næst flutti Una Sveinbjarn- ardóttir, 16 strengjaleikarar úr SÍ og semball fiðlukonsertinn Draum- nökkva (24’) eftir Atla Heimi Sveins- son, saminn fyrir Kammersveit Austurbotna 1987. Draumsvipurinn hélzt órofinn alla leið, enda mest leikið á neðsta hluta styrkleikastig- ans og á efsta flaututónatístandi tíðnisviði. Áferðin var víðast hvar gegnsæ, að maður segi ekki gisin, og bar keim af hvíslandi en þó stundum örum samræðum á óræðu vitund- arflæði. Skondið var að sjá ýmsa hálfrar aldar gamla strokeffekta úr Híróshíma-þrenódíu Pendereckis ganga í endurnýjun lífdaga. Annars var heildarsvipurinn í langdregnara lagi, nema kannski fyrir dáleiðitöm- ustu áheyrendum. Túlkunin var engu að síður frábær, og hnitmiðuð en áreynslulaus einbeitni sólistans tryggði veglega fjöður í hatt Unu Sveinbjarnardóttur. Fyrstu verkin eftir hlé mynduðu vaska andstæðu við deigföla draum- siglingu Atla. Gildran, stutt (3’) brot úr 4. söng Guðrúnar eftir Hauk Tómasson, sló mann sem snörp hlið- stæða við skylmingar Montagúa og Capúletta í kunnum forleik Tjækovskíjs. Ardente (11’), pönt- unarverk Hauks fyrir Orkester Norden frá 2004, merkir „ástríðu- fullt“ og bar nafn með rentu. Verkið var óhemju litríkt og þétt skrifað með ævintýralegum jólamark- aðsblæ, er snerist upp í grenjandi örtröð þar til allt hjaðnaði snögg- lega, líkt og töfrasprota hefði verið veifað. Vísi oftast merkingarsnauð klissjan „vel skrifað“ til upplifunar óbreytts hlustanda, var þetta trú- lega næstbezt skrifaða verk kvöld- ins, og naut sín með miklum ágætum í háglampandi túlkun SÍ. Síðast á dagskrá var frumflutt Sólófónía (12’) eftir Kjartan Ólafs- son, þar sem skiptust stöðugt á stuttir andstæðir kaflar kakafón- ískrar þvögu og nærri rómantískrar ögurstundar með ígrip úr íslenzkum þjóðlagabrotum. Framan af áheyri- legt verk, en smám saman æ fyr- irsjáanlegra, fyrir utan hvað vél- rænn áttundapartahrynur reyndi á þolrif áheyrandans í seinni hluta. Sannfærandi niðurlag hefði hugs- anlega bjargað þónokkru, en því var ekki að heilsa með heldur enda- sleppum kóda verksins. Við frammi- stöðu SÍ var þó ekki að sakast, því hljómsveitin lagði varla minni alúð í þetta verk en hin fyrri undir natinni stjórn Esa Heikkilä. TÓNLIST Háskólabíó Jón Nordal: Venite ad me (2004; frumfl. á Ísl.). Atli Heimir Sveinsson: Draumnökkvi (1987). Haukur Tómasson: Gildran (1996/2004); Ardente (2004; frumfl á Ísl.). Kjartan Ólafsson: Sólófónía (2004; frumfl.). Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Skólakór Kársness (kórstjóri: Þórunn Björnsdóttir) og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands u. stj. Esa Heikkilä. Fimmtudaginn 3. febrúar kl. 19:30. Myrkir músíkdagar Himinn og helvíti Kjartan Ólafsson Haukur Tómasson Atli Heimir Sveinsson Jón Nordal Ríkarður Ö. Pálsson ÓLAFUR Elíasson hlýtur Henrik Steffens-verðlaunin árið 2005 en það er Alfred Toepfer-stofnunin í Ham- borg sem hefur umsjón með verð- laununum. Verð- launaféð nemur rúmum 1,6 millj- ónum króna. Í rökstuðningi alþjóðlegrar dómnefndar kem- ur fram að Ólafur hljóti verðlaunin fyrir framsækna listsköpun sína og einlægan vilja til að efna til samræðna við almenning í verkum sínum. Markmið hans sé að reyna á þanþol náttúru og menning- ar og vekja athygli fólks á aðstæðum og eðli skynjunar. Er sýning hans í túrbínusal Tate Modern í Lund- únum, Verkefni um veðrið, nefnd sem gott dæmi um þetta. Hún hafi vakið heimsathygli og Ólafi tekist að auðga innsetningarformið með frumlegum hætti og gert það að- gengilegt fjöldanum. Henrik Steffens var norskur nátt- úrufræðingur, heimspekingur og rit- höfundur, fæddur í Stafangri 1773. Hann lést 1845. Steffens starfaði um árabil við þýska háskóla og var ötull talsmaður norræna gilda og menn- ingar þar í landi. Verðlaunum þess- um var komið á fót 1935 og eru þau veitt Norðurlandabúa sem náð hefur framúrskarandi árangri í Evrópu á sviði lista, skipulagsmála, landslags- arkitektúrs, þjóðfræði eða mann- úðarmála. Sigurður Guðmundsson myndlist- armaður hreppti verðlaunin 1989. Ólafur hlýt- ur Steffens- verðlaunin Ólafur Elíasson Það er langur og viðburða-ríkur dagur fram undan áMyrkum músíkdögum. Fimm dagskrárliðir eru í boði frá því laust eftir hádegi og fram undir miðnætti, með stuttum hléum. Dagurinn byrjar í Norræna hús- inu kl. 13, þar sem efnt verður til pallborðsumræðna undir yfir- skriftinni Skökk staða nútíma- tónlistar í dag. Þátt taka Sten Mel- in, formaður Sænska tónskálda- félagsins, Anders Beyer frá Danmörku, ritstjóri tónlist- artímaritsins Nordic Sounds, finnska tónskáldið Patrick Kosk og Kolbeinn Bjarna- son, flautuleikari úr Caput- hópnum. Fundarstjóri verður Bjarki Sveinbjörnsson tónlistar- fræðingur. Meðal útgangspunkta í umræð- unum eru: Tónlist á hátíðum – ein- litt efnisval út frá forneskjulegum fagurfræðilegum forsendum; Áhrif menntunar á tónsköpun í dag – eru úreltar tónsmíðakennsluaðferðir í skólum að takmarka tónsköpun? Tónlist á geisladiskum og í útvarpi – eru markaðsþenkjandi útsending- arstjórar og útgáfustjórar að út- hýsa framsækinni nútímatónlist? Umræðurnar fara fram á skand- inavísku og verða hljóðritaðar af RÚV til flutnings á norrænum vett- vangi.    Dagskránni verður fram haldið íNorræna húsinu kl. 15 með tónleikum norska harmónikuleik- arans Geirs Draugsvoll. Hann býr og starfar í Kaupmannahöfn, þar sem hann er aðstoðarprófessor við Konunglega tónlistarháskólann, og hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn víða um Evrópu og Asíu. Á efnisskrá Draugsvolls eru verk eft- ir Henrik Hellstenius, Klaus Ib Jørgensen, Arne Norheim, Bent Lorentzen og Staffan Mossenmark. Kl. 17 berst leikurinn í Klink & Bank. Þar mun Atón-hópurinn flytja verk eftir Þorkel Atlason, Steingrím Rohloff, Atón/Egil Sig- urbjörnsson, Magnús Jensson, Áka Ásgeirsson og tvö verk eftir Kol- bein Einarsson. Verkin eru, utan eitt, samin á þessu ári og því síð- asta.    Salurinn hýsir Myrka músíkdagaí kvöld. Það er Tinna Þor- steinsdóttir píanóleikari sem ríður á vaðið kl. 20 og frumflytur hvorki fleiri né færri en fimm íslensk verk: Granit Games eftir Misti Þorkels- dóttur, Dínamít eftir Kolbein Ein- arsson, Fantasiestück eftir Áskel Másson, Tvær tokkötur eftir Þor- stein Hauksson og Ikarus eftir Steingrím Rohloff. Verkin eru öll samin fyrir Tinnu. Það er ekki á hverjum degi að sami listamaður frumflytur fimm verk á einum og sömu tónleik- unum. Tinna veit raunar ekki til þess að það hafi gerst áður hér á landi í píanóheiminum. „Þetta er auðvitað nett brjálæði,“ segir hún og hlær. Tinna fékk þessa hugmynd fyrir fimm árum og árið 2002 fékk hún styrk úr Tónskáldasjóði Ríkis- útvarpsins til að hrinda henni í framkvæmd. „Ég vildi hafa hópinn fjölbreyttan og því leitaði ég til þessara ólíku tónskálda. Þarna eru tvö tónskáld af minni kynslóð, Steingrímur og Kolbeinn, en mér þótti einmitt spennandi að sjá hvað þeir eru að gera, samanborið við eldri tónskáld á borð við Misti, Ás- kel og Þorstein.“ Og útkoman olli ekki von- brigðum. „Þetta eru mjög fjöl- breytt og skemmtileg verk. Það má í raun segja að öll hafi þau komið mér á óvart að einhverju leyti.“ Í þremur verkunum er Tinna ein á ferð en í verkum Steingríms og Kolbeins leikur hún tvíleik með tölvu. „Píanóleikarinn er svo oft einn að tölvan er kærkominn sam- starfsfélagi. Ég hef aldrei leikið með tölvu áður, þannig að þetta er mjög skemmtileg reynsla. Ég gæti vel hugsað mér að gera meira af þessu.“ Meðgangan hefur verið löng og Tinna neitar því ekki að tónleikarn- ir verði tilfinningum þrungnir. „Þetta er mikil ábyrgð. Það má eig- inlega segja að ég sé í hlutverki ljósmóðurinnar – ber ábyrgð á því að koma þessum yndislegu tón- verkum í heiminn.“ Tinna lýkur lofsorði á Myrka músíkdaga. Það sé stórkostleg há- tíð. „Það er mjög mikilvægt að leggja áherslu á nýja íslenska tón- list með þessum hætti og svo er bara alltaf svo góð stemning í kringum Myrka músíkdaga.“ Tinna býr og starfar í Kaup- mannahöfn um þessar mundir en það líður ekki nema rúmur mán- uður þangað til við Íslendingar fáum að sjá hana við slaghörpuna á ný, nánar tiltekið 19. mars á 15:15- tónleikum í Borgarleikhúsinu. „Þar verð ég líka að spila nýja tónlist, ég er á kafi í henni núna. Þannig fer ég með þessi verk sem ég er að frumflytja núna á tónlistarhátíð í Þýskalandi í maí. Þetta er samt ekki það eina sem ég geri. Ég gef mér líka tíma fyrir klassíkina.“    Lokatónleikar dagsins hefjast íSalnum kl. 22. Um er að ræða raftónleika, fjölvíða og fjölbreytta, eins og þar stendur, en flutt verða verk eftir Hilmar Þórðarson, Rík- harð H. Friðriksson, Camillu Söd- erberg, Harald Sveinbjörnsson og Úlfar Inga Haraldsson. Karlarnir í þessum hópi eru góð- kunningjar áhugafólks um raf- tónlist en mörgum kann að koma nafn Camillu spánskt fyrir sjónir í þessu samhengi. „Þetta er í annað sinn að tónverk eftir mig er flutt. Ég samdi verk fyrir meira en þrjátíu árum sem var frumflutt árið 1973 og end- urflutt á Myrkum músíkdögum fyr- ir tveimur árum, annað hef ég ekki samið,“ segir Camilla sem betur er þekkt sem blokkflautuleikari. „Ég er auðvitað fyrst og fremst flytjandi og hef ekki í hyggju að breyta því. Það er hins vegar alltaf gaman að bæta við sig og þegar ég fékk listamannalaun fyrir einu og hálfu ári ákvað ég að fara utan til Svíþjóðar og dveljast um tíma í Malmö. Það er mjög skemmtilegt svæði og mikið að gerast í menn- ingarlífinu. Þegar ég kom út var einmitt að hefjast nám í raf- tónsmíðum og það hentaði mér vel.“ Camilla lýkur tveggja ára námi í vor og getur vel hugsað sér að mennta sig frekar á þessu sviði. „Þetta er afskaplega skemmtilegt nám og það er endalaust hægt að bæta við sig í þessari tækni, mér finnst ég eiginlega ekki kunna neitt enn þá,“ segir hún og hlær. Að öllu gríni slepptu segir hún það hafa hjálpað sér heilmikið í náminu að hafa verið virkur flytjandi tónlistar í öll þessi ár. Og Camilla bíður spennt eftir viðtökum í kvöld. „Ég er auðvitað bara nemandi enn þá en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég á vonandi eftir að fá góðar ábend- ingar eftir flutninginn í kvöld.“ Músíkdagurinn langi ’Það má eiginlega segjaað ég sé í hlutverki ljós- móðurinnar – ber ábyrgð á því að koma þessum yndislegu tón- verkum í heiminn.‘ AF LISTUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Tinna Þorsteinsdóttir frumflytur fimm íslensk verk í Salnum í kvöld. SÍÐUSTU hádegistónleikar TG í bili, að manni skilst, fóru fram á fimmtudag við góða aðsókn. Flytj- endur voru hinn góðkunni nikkari og fyrrum organisti Neskirkju, Reynir Jónasson, og hinn bíldælski Pétur Valgarð Pétursson er lauk einleik- araprófi á klassískan gítar frá Nýja tónlistarskólanum 2003. Léku þeir nokkur sígræn dægurlög í léttdjöss- uðum útfærslum við góðar und- irtektir. Nánar til tekið Sveitina milli sanda eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, Fly Me to the Moon (B. Howard), Vikivaka (Jón Múli Árna- son), Tico Tico (Z. Abreu), Lullaby of Birdland (G. Shearing), The Girl from Ipanema (A. C. Jobim) og Samba de Orpheo (L. Bonfa), en Sweet Georgia Brown sem aukalag. Þó að stundum vottaði fyrir svo- litlum stirðleika í spunaköflum drag- spilarans – ef til vill afleiðing tak- markaðrar dansspilamennsku seinni ára – kviknaði samt víða í fornum glæðum, og sóló gítaristans voru mörg lunkin og lipur. Spænski gít- arinn hefði þó nauðsynlega þurft að vera ofurlítið uppmagnaður, því undirleikshljómar dragspilsins í gít- arsólóunum reyndust þrátt fyrir auðsýnda aðgæzlu iðulega of sterkir. Kontrabassi hefði sömuleiðis ugg- laust komið í góðar þarfir, eins og raunar mátti gruna af bassalínum nikkunnar í stöku lagi er tókust ekki allar jafnvel, auk þess sem þær juku enn frekar á styrkmisvægið milli hljóðfæranna. Samt var gaman að þessum gömlu dans- og raulvænu standörðum, er enn koma a.m.k. full- veðja fólki í gott skap. Virtist engin spurning að með aukinni samspilsreynslu (og jafnari dýnamískum balans) mætti gera áheyrilegt konsertatriði úr frekar sjaldheyrðri áhöfn þeirra tvímenn- inga, jafnvel þótt árangurinn ætti að sinni betur við í litlum danssal. TÓNLIST Tónlistarskóli Garðabæjar Sígræn íslenzk og erlend dægurlög. Reynir Jónasson harmónika, Pétur Val- garð Pétursson gítar. Fimmtudaginn 3. febrúar kl. 12.15. Hádegistónleikar Ríkarður Ö. Pálsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.