Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 32
HJÁ Lýðheilsustöð fengust eftir-
farandi upplýsingar um næring-
argildi bollunnar góðu:
Vatnsdeigsrjómabolla úr bakaríi
er rúm 100 g að þyngd.
Orkan úr einni bollu er um 320
kkal (hitaeiningar), fita um 25 g og
þar af er rúmur helmingur mettuð
fita. Prótein í einni slíkri bollu er 5
g og kolvetni tæp 20 g þar af við-
bættur sykur um 8 g.
Vatnsdeigsbollur sem bakaðar
eru heima eru gjarnan minni en
100 g og þá getur fólk líka stjórnað
rjómamagninu sjálft.
Vatnsdeigsbollur eru engin holl-
ustuvara en skemmtileg hefð sem
full ástæða er að halda í heiðri. Það
skiptir meira máli hvað við borðum
dagsdaglega heldur en hvað við
látum ofan í okkur þegar við ger-
um okkur einstaka sinnum daga-
mun. Vissulega gildir að stilla
magninu í hóf og hugsa svo um
hollustuna aðra daga.
Rjóma-
bollan
Morgunblaðið/Jim Smart
Ummmm … rosalega gott.
32 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Bolludagurinn hefur löngumverið vinsæll hjá sælkerum,sem margir nota tækifærið
og úða í sig bollum af öllum stærðum
og gerðum. Fastlega má búast við því
að margir standi nú sveittir við bollu-
baksturinn enda ber bolludaginn upp
á næsta mánudag. Margir taka for-
skot á sæluna og nota tækifærið til að
bjóða í bolludagskaffi, en þá er eins
gott að hafa góðar uppskriftir við
hendina. Ef ekki, má alltaf heim-
sækja næstu bakara, sem hefja bollu-
baksturinn gjarnan hálfri viku fyrir
áætlaðan bolludag.
Daglegt líf sló á þráðinn til Reynis
Þorleifssonar, formanns Lands-
sambands bakarameistara, sem rek-
ur bakarí bæði á Dalvegi og í Hamra-
borg í Kópavogi. Hann sagðist
auðvitað vera kominn í bollubakst-
urshaminn og brást vel við þegar fal-
ast var eftir uppskriftum hjá honum.
Uppistaðan í bollubakstrinum hjá
Reyni bakara eru annars vegar ger-
deigsbollur og hins vegar vatnsdeigs-
bollur, sem njóta nú sívaxandi vin-
sælda, að hans sögn.
Þrjár bollur á mann
Reynir kvaðst svo sann-
arlega ekki geta gerst
spámaður um það
hversu margar bollur sé
líklegt að hverfi ofan í
landann að þessu
sinni. „Við höfum þó
oft notað þá ágiskun
að reikna megi með
tveimur bollum á mann að jafnaði
sem þýddi þá væntanlega að 600
þúsund bollur hyrfu ofan í mann-
skapinn. Þetta er hins vegar al-
gjörlega út í bláinn og alveg án
ábyrgðar enda er mjög erfitt að
segja til um þetta. Í þessu sambandi
má vitna til könnunar, sem Price-
waterhouseCoopers gerði fyrir fimm
árum, en hún leiddi í ljós að Íslend-
ingar borðuðu að meðaltali rúmar
þrjár bollur hver sem þýðir að baka
þarf hátt í milljón bollur ofan í þjóð-
ina. Karlar reyndust talsvert drýgri
við bolluátið en konurnar því um 10%
karla fengu sér tíu eða fleiri bollur á
meðan um 4% kvenna innbyrtu sama
magn og þeir yngri virtust almennt
borða fleiri bollur en hinir eldri.
Vatnsdeigsbollur
250 g smjörlíki
½ lítri vatn
250 g hveiti
6 egg
Smjörlíki og vatn sett saman í pott
og soðið saman. Hveitinu hrært út í
þangað til deigið er samfellt og slepp-
ir potttinum. Takið pottinn af plöt-
unni og setjið deigið í hrærivélarskál
ásamt einu og einu eggi. Síðan er
deigið sett á plötu með skeið eða
sprautupoka og gott bil haft á
milli. Bollurnar eru bakaðar í
miðjum ofni við 180°C í um það
bil 30–35 mínútur, fer eftir
stærð bollanna. Munið að opna
ekki ofninn meðan á bakstri
stendur því þá falla bollurnar
saman.
Gerdeigsbollur
½ lítri vatn
4 egg
150 g ger (pressuger)
125 g sykur
450 g smjörlíki
1.350 g hveiti
5 g salt
kardimommuduft eftir smekk
Öllu blandað saman en þó aðeins
með ¼ hluta smjörlíkisins og deigið
hnoðað í nokkrar mínútur og þá er
afgangnum af smjörlíkinu blandað
saman við. Vel hnoðað deigið er síðan
látið standa í 30–40 mín. Þá má skipta
deiginu upp, t.d. með því að vigta um
það bil 50 grömm í bollu og bollurnar
síðan látnar hefast vel undir þvotta-
stykki eða plasti. Bakað í ofni við
220°C í 10 mín.
Fyllingar í bollurnar ráðast af hug-
myndaríki og smekk hvers og eins en
hefðin er að fylla þær með þeyttum
rjóma og má bragðbæta rjómann á
hinn ýmsa hátt, til dæmis með sultu,
bláberjum, jarðarberjum, ananas-
kurli, ávaxtamauki, líkjörum, súkku-
laðibitum, búðingum og fleiru.
Bolla, bolla
MATARKISTAN
Morgunblaðið/Jim Smart
Bakarinn Reynir Þorleifsson bakar
fullt af bollum fyrir bolludaginn,
bæði ger- og vatnsdeigsbollur.
MEISTARAKOKKURINN Guðmundur Fannar Guðjónsson á veitinga-
staðnum Heitt og kalt við Grensásveg, sagði að reynslan hefði kennt hon-
um að viðskiptavinirnir væru frekar íhaldssamir þegar kemur að bauna-
súpunni sem á að vera með saltkjötinu á sprengidag. „Ég verð ekki vinsæll
ef ég bregð mikið út af vananum í súpunni þann daginn, en ég hvet fólk ein-
dregið til að gera tilraunir með súpuna heima hjá sér. Það er til dæmis ekk-
ert því til fyrirstöðu að nota reykt kjöt í staðinn fyrir saltkjötið fyrir þá
sem eru lítið fyrir saltkjöt. En það gengur aftur á móti ekki að setja nýtt
soðið lambakjöt út í baunasúpu.“ Guðmundur Fannar segir að það sé um að
gera að fólk prófi sig áfram í kryddum og jurtum til að setja út í baunasúp-
una. „Ég mæli með hvítlauk og timian og öðrum ferskum kryddum. En í
baunasúpu skal forðast að nota basil, tómata eða tómatkrydd. Annars er
hægt að leika sér með hvað maður setur í svona súpu og í Frakklandi og á
Spáni eru til dæmis til mörg afbrigði af baunasúpum.“
Morgunblaðið/Þorkell
Guðmundur Fannar Guðjónsson á veitingastaðnum Heitt og kalt segir að
viðskiptavinirnir séu frekar íhaldssamir þegar kemur að baunasúpunni.
Alls ekki basil
og tómata
í baunasúpuna
SALTKJÖT OG BAUNIR
Baunasúpa og saltkjöt
Fyrir 4–5 manns
2 l vatn
250 g baunir (láta í bleyti kvöldið
áður)
2 laukar saxaðir
1 meðalstór rófa (skera í teninga)
2 stórar gulrætur (skera í teninga 1
cm)
6–8 kartöflur (meðalstórar) skera í
teninga og sjóða
½ blaðlaukur (Skera í teninga)
2 sellerístönglar (skera í teninga)
100 g beikon
2 kg saltkjöt á beini
Setjið saltkjötið yfir til suðu í
köldu vatni. Sjóðið í um 60 mínútur
frá því að suðan kemur upp. Passið
að láta aldrei bullsjóða. (Annars á
það að byrja að losna utan af bein-
unum þegar það er soðið.)
Hægt er skera kjötið í teninga út
í súpuna og grænmetið eða bera það
fram hvort í sínu lagi.
Skolið baunirnar vel, setjið í pott,
vatnið yfir, 2 tsk. salt og sjóðið ró-
lega. Setja beikonið og laukinn út í.
Muna að hræra reglulega.
Þegar baunirnar eru vel soðnar
og byrjaðar að þykkja súpuna, þá
setja grænmetið út í og láta það
sjóða, hrærið varlega í á eftir til að
mauka ekki grænmetið. Ef súpan er
orðin of þykk þarf að þynna hana
með soðinu af saltkjötinu, en passa
að hún verði ekki of sölt. Ef þarf að
þynna hana meira þá notið bara
vatn.
Á uppskriftavefnum www.upp-
skriftir.is er hægt að fá upplýsingar
um næstum hvaða rétti sem upp í
hugann koma. Þar er uppskrift að
saltkjöti og baunasúpu eins og
amma gerði.
Saltkjöt og baunir
Fyrir fjóra
1½ l vatn
1 kg saltkjöt
750 g gulrófur
200 g gular baunir, þurrkaðar
50 g hvítkál (má sleppa)
2 gulrætur
1 laukur
Sjóðið baunirnar í 1½ til 2 tíma.
Saxið laukinn og sjóðið hann með
(sumar baunir eru fyrst lagðar í
bleyti í 2–3 klst). Sjóðið 1–2 salt-
kjötsbita í súpunni síðasta klukku-
tímann. Sjóðið restina af kjötinu í
sér potti í u.þ.b. 1 klst.
Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið
með súpunni síðustu 30–45 mín.
Skerið gulræturnar í sneiðar og
hvítkálið í ræmur og sjóðið hvort
tveggja í súpunni síðustu 15–20 mín.
Þynnið baunirnar með soðinu af
saltkjötinu eða með vatni, sé soðið
of salt. Berið fram og njótið.