Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 17
MIKIL skerðing hefur orðið á afla-
hlutdeild til skipa á Eyjafjarðar-
svæðinu frá því að aflamark var
tekið upp og til þessa dags og hefur
hún haft mikil áhrif á atvinnulífið.
Skerðingin í bolfiskinum er á bilinu
7 til 19%, en rækjuafli er nú aðeins
einn tíundi hluti þess sem hann var
árið 1996. Samdrátturinn í rækj-
unni einn og sér hefur kostað um
300 störf bæði á sjó og í landi-
vinnslu.
Þetta kom fram á fundi stjórn-
enda Samherja með sveitarstjórn-
armönnum við Eyjafjörð nýlega.
Frá þessu er greint á heimasíðu
Samherja og segir þar meðal ann-
ars svo:
„Til marks um þá miklu skerð-
ingu sem orðið hefur má nefna að
árið 1991 voru úthlutaðar aflaheim-
ildir til skipa á Eyjafjarðarsvæðinu
rúm 24.500 tonn í þorski. Miðað við
fiskveiðiárið 2004–2005 hafa þessar
heimildir skerst um rúm 19%, eða
um 4.700 tonn. Á þessum árum var
ýsan 6.500 tonn og hún hefur skerst
um tæp 16% á sama tímabili. Í ufsa
var úthlutunin 5.000 tonn og hefur
skerst um 7%. Skerðingin hefur til
dæmis verið vegna tilfærslu stjórn-
valda á aflaheimildum yfir á smá-
fiskibáta og í línuívilnun, einnig
bóta til sérvalinna vegna minnkunar
á rækjuafla. Sambærileg skerðing á
aflaheimildum í steinbít frá árinu
1996 til þessa dags er rúm 26%.“
Nefnt var dæmi um breytingar á
aflahlutdeild hjá tilteknu skipi á
Eyjafjarðarsvæðinu, sem hefur ver-
ið á aflamarki frá árinu 1984. Það
skip hefur nú einungis 57,8% af
þeirri aflahlutdeild í þorski sem það
hafði fyrir tveimur áratugum. Sam-
dráttur í rækjuafla skipa, sem
leggja upp á Eyjafjarðarsvæðinu,
er enn meira sláandi. Aflinn nam
rúmlega 20.000 tonnum árið 1996
en fiskveiðiárið 2003–2004 var hann
einungis um 2.000 tonn, eða ein-
ungis 1⁄10 af því sem hann var. Það
þýðir að nánast allt hráefni til
rækjuvinnslu á svæðinu er nú keypt
að.
300 störf hafa glatazt vegna
samdráttar í rækjuveiðum
Málin rædd Talið frá vinstri: Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkur-
byggð, Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, Kristján Vil-
helmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja, Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í
Ólafsfirði, Bjarni Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, og Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 17
ÚR VERINU
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
L
BI
2
71
14
0
1/
20
05
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
L
BI
2
71
14
0
1/
20
05
Aðalfundur
Landsbanka Íslands hf.
Dagskrá:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram
til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári.
4. Tillögur til breytinga á samþykktum.
5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum.
6. Kosning bankaráðs.
7. Kosning endurskoðenda.
8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
9. Önnur mál.
Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fela í sér hækkun á heimild bankaráðs
til hækkunar hlutafjár. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu
liggja frammi, hluthöfum til sýnis. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á
www.landsbanki.is
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins.
Bankaráð Landsbanka Íslands hf.
Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn
á Nordica hótel, í dag, laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00.
410 4000 | landsbanki.is
ÁHÖFN frystitogarans Sléttbaks
hefur verið sagt upp störfum, alls 38
manns. Er það gert þar sem tekið
hefur verið tilboði frá Kanada í skip-
ið.
Ekki er fyllilega ljóst hvenær
skipið verður afhent, en það er ný-
farið í veiðiferð sem stendur í allt að
tæpan mánuð. Sléttbakur var keypt-
ur til landsins árið 2002. Skipið var
upphaflega smíðað 1998 í Danmörku
fyrir rússneska aðila, en alls voru
skipin fimm. Skyndilega voru afla-
heimildirnar teknar af skipunum, en
þá höfðu tvö þeirra hafið veiðarnar,
og var Sléttbakur annað þeirra.
Ekki er ljóst hvað gert verður í
framhaldinu, hvort keypt verður
annað skip í stað Sléttbaks, en við
söluna verða aflaheimildir skipsins,
ígildi tæplega 2.400 tonna, fluttar yf-
ir á önnur skip í eigu Brims.
Sléttbakur
EA 4 seldur
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
RÚMLEGA 200 þúsund tonn af
loðnu voru komin á land í hádeginu
í gær og hefur veiðin því verið afar
góð það sem af er árinu. Reyndar
hefur veiðin gengið rólega það sem
af er febrúarmánuði en að sögn
Gunnþórs Ingasonar, hjá Síldar-
vinnslunni í Neskaupstað, telja
menn að það sé millibilsástand.
„Janúar var mjög góður. Það
voru komin 190 þúsund tonn eftir
mánuðinn en á sama tíma í fyrra
voru þau 60 þúsund og árið þar áð-
ur 150 þúsund. Hún er líka stærri
og betri en hún var í fyrra og hent-
ar betur til frystingar.“
Af þessum 200 þúsund tonnum
hafa 182 þúsund tonn komið frá ís-
lenskum skipum en afgangurinn
frá erlendum, samkvæmt upplýs-
ingum frá Samtökum fiskvinnslu-
stöðva.
Bíða eftir að loðnan
fari í torfur
Sveinn Ísaksson, skipstjóri á
Víkingi AK frá Akranesi, sem var á
veiðum úti fyrir Hornafirði í gær,
segir að veiðin hafi gengið rólega
síðustu daga, komin séu 400 tonn í
túrnum sem hófst fyrir tveimur
dögum. „Þetta er tregt núna.
Loðnan er voðalega dreifð, svo það
er erfitt að ná henni. Hún er komin
suður fyrir land núna og er ekki
komin í þéttar torfur enn. Það er
erfitt að segja hvenær það gerist,
það gæti gerst í kvöld eða eftir
nokkra daga,“ segir hann og bætir
við að það gerist mjög snögglega,
taki bara nokkrar mínútur.
Um tíu skip voru á veiðum á
þessum slóðum, að sögn Sveins, og
segist hann búast við að mörg
hinna hafi farið í land til að sækja
minni nætur, aðeins sé hægt að
nota litlar nætur uppi á grunninu.
Segir hann að byrjað sé að frysta
loðnu sem fari til Japans en hærra
verð fáist fyrir hana en Rússa-
loðnuna svokölluðu sem frysta má
fyrr. „Japanirnir borga betur enda
vilja þeir betri fisk. Það þarf að
vera komið vel af hrognum í hann.“
Mestum afla hefur verið landað
hjá Síldarvinnslunni í Neskaup-
stað, 35.500 tonnum. 32.000 tonn
hafa borizt til Síldarvinnslunnar á
Seyðisfirði og 31.600 til Eskju á
Eskifirði, en aðrar verksmiðjur
hafa tekið á móti mun minna af
loðnu.
Eiga 10.000 tonn eftir
Afli Norðmanna frá upphafi ver-
tíðar í sumar er um 68.000 tonn og
eiga þeir því ríflega 10.000 tonn
eftir af kvóta sínum. Þeir voru í
gær á veiðum 45 mílur austur úr
Skrúð, frekar fá skip, ásamt nokkr-
um Íslenzkum. Norsku skipin
mega ekki fara sunnar en að Papey
við veiðarnar og því er óvíst að
þeir nái að klára kvótann, þar sem
aðal loðnuganga er komin suður og
vestur fyrir Hornafjörð.
Janúar gjöfull í
loðnuveiðunum