Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 49
DAGBÓK
80 ÁRA afmæli. Hinn 9. febrúarnk. verður áttræður Hörður
Valdimarsson. Í tilefni af því verður
móttaka í Íþróttahúsinu á Hellu sunnu-
daginn 6. febrúar milli kl. 15 og 18.
Vinir og velunnarar eru hjartanlega
velkomnir.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Ritið, Tímarit Hugvísindastofnunar,gengst í dag kl. 13.30 fyrir málþingi ístofu 101 í Odda undir yfirskriftinniOrð og mynd. Þingið er haldið til und-
irbúnings fyrsta heftis Ritsins á þessu nýbyrjaða
ári en það verður helgað myndlist og sjónmenn-
ingu; með sérstakri áherslu á samband mynd-
verka og texta. Þar verða flutt erindi um ýmsar
hliðar viðfangsefnisins, allt frá vangaveltum um
samband myndmáls og tungumáls í ljósi túlkunar-
aðferða listfræðinnar yfir í samspil mynda og
texta í bókunum um Snúð og Snældu.
„Þar sem ég hef verið að ígrunda ýmsar hliðar á
verkum Dieters Roth, einkum og sér í lagi það
sem hann áorkaði hér á Íslandi, sl. 20 ár, var ég
fenginn til að flytja erindi um það hvernig texta-
gerð hans var háttað og hvernig hún tengist því
„myndræna“ í lífsstarfi hans,“ segir Aðalsteinn
Ingólfsson, sem fjallar um mál í myndum Dieters
Roth. „Þar er af býsna miklu að taka, því Dieter
var mikill bókabéus allt sitt líf og eftir hann liggur
reiðinnar býsn af rituðu máli sem spannnar flest-
ar greinar bókmennta, frá konkret-ljóðagerð til
væminna rómantískra ástarsagna og ærslafeng-
inna reyfara. Mér telst til að útgefnir prentgripir
eftir hann séu um 330 talsins og af þeim eru rúm-
lega 100 bækur þar sem ritaður texti er fyrirferð-
armikill. Raunar er líka erfitt að greina textagerð
Dieters frá hinu myndræna; sjálfur fann hann upp
listform sem byggist á nánu sampili myndlistar,
ritlistar, heimspeki og jafnvel tónlistar og kallast
bókverk. Það varð til í framhaldi af þeirri upp-
götvun hans að bókin væri sérstakt tjáningarform
sem þyrfti ekki á textum að halda, hún hefði til að
bera eigin þyngd og áferð, óendanlegt rými væri
að finna á síðum hennar, auk þess sem hún er með
innbyggðan „tíma“, þ.e. höfundurinn gæti stjórn-
að því hvernig notandinn les eða flettir henni.“
Aðalsteinn segir listformið ekki skipta höfuð-
máli í listsköpun Dieters, heldur hringrás bygg-
ingar og afbyggingar. „Hann sýnir okkur fram á
forgengileika alls sem er, stundum með ágengum
hætti, og það er þessi linnulausa víxlverkan sköp-
unar og eyðileggingar sem gæðir verk hans sér-
stakri orku, lífsfjöri og mannlegri reisn.“
Skarast mörk mynda og texta víða?
„Ritlistin og myndlistin hafa raunar átt samleið,
eða a.m.k. kallast á býsna lengi. Sjálfsagt má
rekja samspil þeirra aftur í aldir, til handritalýs-
inga eða áletrana á máluðum helgimyndum, en
ritlistin verður sérstaklega áberandi í myndlist
20. aldar með Dada-hreyfingunni, og þá ekki síður
með súrrealisma, enda var síðari hreyfingin bein-
línis sprottin upp úr bókmenntum og sálarfræði.
Ritlistin er líka mikilvæg í listblöndunarhreyfingu
Flúxus-manna, sem Dieter var í lauslegum
tengslum við, að ógleymdum konseptlistamönnum
á 8. áratugnum, sem beinlínis gerðu út á marg-
háttaða huglæga merkingu orða.
Á þessari öld hafa verið haldnar ótal sýningar
með nöfnum eins og „Orðin í myndunum“ og öf-
ugt, þannig að ég hugsa að ritlist og myndlist
verði ekki aðskilin úr þessu.“
Myndlist | Málþing Ritsins í HÍ um samspil mynda og ritaðra texta
Aðalsteinn Ingólfs-
son er fæddur á Ak-
ureyri 1948. Hann
stundaði nám í bók-
menntum og listasögu í
Skotlandi, Englandi,
Ítalíu og Svíþjóð á ár-
unum 1967–1982. Að-
alsteinn hefur kennt
listasögu og bók-
menntir við ýmsar
menntastofnanir auk
þess að stunda ritstörf, blaðamennsku og rit-
stjórnarstörf. Hann var fyrsti framkvæmda-
stjóri Kjarvalsstaða og starfaði við Listasafn
Íslands og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Þá
hefur hann gegnt starfi forstöðumanns Hönn-
unarsafns Íslands frá 1999. Aðalsteinn er
kvæntur Janet S. Ingólfsson ritara og á þrjár
uppkomnar dætur.
Rit- og myndlist víða samtengdar
Bílstjóri í Skerjafirði!
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 27. jan-
úar áttir þú leið um Skerjafjörðinn,
líklega Bauganes eða Skildinganes.
Fyrir bílinn þinn hljóp kisa, loðin
og dökkleit sem sennilega skaust út
úr myrkrinu og beint fyrir bílinn
þinn. Þú virðist hafa brugðist
ósjálfrátt við og stoppað bílinn en
þá var skaðinn skeður því þú
keyrðir á kisuna mína og talið er að
fóturinn hafi orðið undir dekkinu
þegar þú bremsaðir.
Rétt eftir að þú ákvaðst að keyra
í burtu, án þess að gæta nánar að
því hversu mikið þú hefðir slasað
köttinn, hökti hún á þremur fótum,
með dinglandi afturfótinn í eft-
irdragi heim til sín.
Slysin geta gerst, þau geta gerst
hjá mér eins og þér. Mér hefði þó
þótt vænt um að þú hefðir fylgt kis-
unni minni eftir, séð um að hún
kæmist strax í öruggar hendur,
jafnvel boðið fram aðstoð þína við
að hlúa að henni. Ef maður slasar
mann keyrir maður ekki í burtu, er
það? – Köttur á eiganda heima sem
bíður hans og þykir vænt um hann
eins og barnið sitt.
Afleiðingar slyssins urðu þær að
kisa missti afturfótinn sem þú
keyrðir yfir. Kannski þykir þér
ekki mikið til þess koma að keyra á
eitt kattargrey, allavega þótti þér
ekki taka því að fara út úr bílnum
og taka ábyrgð á slysinu. Mér hefði
þótt vænt um að þú hefðir gefið þig
fram, sagt mér hvernig slysið varð
og sýnt þar með fram á að þú værir
ekki einn af þessum bílstjórum sem
stendur nákvæmlega á sama um
hvaða skaða þeir valda.
Með þessu bréfi til þín vil ég
gefa þér færi á að gefa þig fram við
mig. Slysin gerast – við ætlum okk-
ur þau ekki endilega viljandi.
Ábyrgð mín er að sjálfsögðu að
kisa var úti og sást illa í myrkrinu
þegar hún hefði átt að vera lokuð
inni.
Í rólegu íbúðarhverfi eins og hér
í Skerjafirðinum þar sem umferð er
lítil gleymir maður að það þarf ekki
nema einn bíl til að valda slysi. En
sá sem svo óheppinn er að keyra
þennan eina bíl sem þarna olli slysi
er ábyrgur fyrir því. Hver sem þú
ert og hvar sem þú ert vildi ég
gjarnan að þú settir þig í samband
við mig.
Margrét Birna Garðarsdóttir,
Bauganesi 32, Rvík.
Kettlingar fást gefins
TVÆR 10 vikna læður fást gefins á
kærleiksrík heimili. Svartar með
smá hvítu, blíðar og fjölhæfir per-
sónuleikar. Upplýsingar í síma
865 5178 og 564 5178.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Upplýsandi sagnir.
Norður
♠7642
♥98764 V/AV
♦--
♣ÁG62
Vestur Austur
♠KDG98 ♠103
♥KD532 ♥G
♦2 ♦G109754
♣D3 ♣10954
Suður
♠Á5
♥Á10
♦ÁKD863
♣K87
Suður verður sagnhafi í þremur
gröndum eftir mjög upplýsandi sagn-
ir mótherjanna:
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði Pass Pass Dobl
2 hjörtu Dobl 2 spaðar 3 grönd
Pass Pass Pass
Vestur opnar á spaða og velur síð-
an að koma hjartalitunum inn í
myndina yfir opnunardobli suðurs.
Sem er vafasöm ákvörðun, því AV
eiga varla erindi í sókn eftir upp-
runalegt pass austurs.
En hvað um það. Vestur spilar út
með spaðakóng, sem suður dúkkar.
Áfram kemur spaði og suður á þann
slag og tekur ÁK í tígli. Þegar vestur
hendir hjarta í síðari tígulinn er
ástæða til að staldra við og hugsa til
framtíðar. Hver er áætlun lesand-
ans?
Það er nokkuð ljóst að vestur er
með 5-5 í hálitunum og því tvíspil í
laufi. Eigi hann drottninguna (sem er
líklegt), eru átta slagir komnir, en sá
níundi blasir ekki alveg við. Og þó –
tíguláttan er notadrjúgt spil. Ef aust-
ur neyðist til að spila tígli nógu oft,
má kannski fá slag á áttuna.
Áætlunin er að senda austur inn á
fjórða laufið. Til að byrja með leggur
suður niður hjartaás, spilar svo lauf-
kóng (og hendir sexunni úr borði til
að sýna fram á snilli sína), spilar laufi
áfram og tekur á ÁG. Spilar svo
lauftvistinum til austurs.
Austur á ekkert eftir nema tígul og
spilar gosanum og tíunni, en suður
dúkkar tvisvar og fær síðustu slagina
á D8.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Sæviðarsund OPIÐ HÚS!
Sími 595 9000
Nánari upplýsingar hjá
Margréti í síma 693 4490
Við bjóðum alla velkomna í
opið hús í Sæviðarsundi 90
milli kl. 13 til 16 á laugardag-
inn 5. febrúar. Við sýnum
171,1 fm einbýli með 30 fm
bílskúr og stórri sólstofu með
heitum potti. Arinn í stofu. 4-
5 svefnh. Hjónaherb. með
fataherb. Ræktaður og skjól-
góður garður, algjör suð-
upottur að sumri.
Leikmannaskóli kirkjunnar
Námskeið sem fjallar um messuna og hjálpar
við að auka skilning á gildi trúarinnar í hinu
daglega lífi.
Leiðbeinendur: Sr. Bára Friðriksdóttir héraðsprestur
og Jónanna Björnsdóttir skrifstofustjóri.
Hefst miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20.00 í
Hallgrímskirkju, suðursal.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 535 1500 eða á vef skólans:
www.kirkjan.is/leikmannaskoli
Lifandi steinar
Meðvirkninámskeið
verður haldið helgina
12.-13. febrúar
skráning og nánari upplýsingar
í síma 867 2710.
BIRTA ráðgjafastofa
Valdís Larsdóttir ráðgjafi
Ráðgjöf fyrir fólk í áfengis og vímuefnavanda.
valdisla@simnet.is
VEGNA óviðráðanlegra aðstæðna
mun hljómsveitin Mínus ekki leika á
tónleikum á Gauknum í kvöld eins
og gert hafði verið ráð fyrir. Hennar
í stað koma drengirnir í Jan Mayen,
en að öðru leyti verða tónleikarnir
óbreyttir og leika sveitirnar Von-
brigði, Drep og Future Future
ásamt Jan Mayen.
Aðgangseyrir verður 500 kr.
Jan Mayen í
stað Mínuss
á Gauknum
SÝNINGIN Sjúkleiki Benedikts eft-
ir Magnús Árnason verður opnuð í
dag kl. 17 í Kling & Bang galleríi.
Magnús Árnason leitar þar
lausnar ráðgátunnar um sjúkleika
Benedikts, sem felur í sér lykt,
hljóð, ævintýri æskunnar og mar-
tröð ellinnar eða eins og Benedikt
sjálfur sagði; „Hryllingur með
nautn“. „Hér er kominn upp
óhugnanlegur draumaskógur,“
segir Magnús, sem kveðst vera að
reyna að skapa drunga. „Þetta er
myrk sýning og óhugnanlegar ver-
ur á sveimi. Það er mikil sýki í
gangi, hér eru veikir fuglar og
smitpest, en þetta er samt fallegt
og kannski svolítið rómantískt á
sinn hátt.“
Að sögn Magnúsar er hinn sjúki
Benedikt fjarskyldur ættingi Svein-
björns Jónssonar, sem „varð úti á
Skólavörðustígnum hér um árið“.
Rétt er að taka fram að sýningin
er ekki fyrir viðkvæma og börn
skulu vera í fylgd með fullorðnum.
Sjúkleiki Benedikts í Kling & Bang
Morgunblaðið/Golli
Sýningin stendur til og með 27.
febrúar. Kling & Bang gallerí er
opið fimmtudaga–sunnudaga frá
kl. 14–18.