Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 21
ERLENT
ALBERTO Gonzales sór á fimmtudagskvöld emb-
ættiseið dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Skömmu áður hafði öldungadeild Bandaríkja-
þings staðfest skipun hans.
Atkvæðu féllu þannig að 60 öldungadeildarþing-
menn lögðu blessun sína yfir þá ákvörðun George
W. Bush Bandaríkjaforseta að skipa Gonzales, en
36 þingmenn lýstu sig andvíga henni. Þetta er
næstmesti fjöldi atkvæða gegn útnefningu verð-
andi ráðherra sem greiddur hefur verið í þinginu.
Repúblikanar, sem hafa meirihluta í báðum
deildum Bandaríkjaþings, tóku ekki tillit til full-
yrðinga demókrata þess efnis að Gonzales hefði
átt þátt í að móta stefnu sem síðar leiddi til mis-
þyrmingar á erlendum föngum í fangelsum
Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu og í Írak.
Gonzales hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir
svonefnd „pyntinga-minnisblöð“ en þar var fjallað
um lögfræðilegar álitsgerðir hans þess efnis að
ekki bæri að meðhöndla erlenda menn sem teknir
hefðu verið höndum í Afganistan og víðar sem
stríðsfanga. Alþjóðleg lög í þá veru tækju ekki til
þessara manna. Er því haldið fram að álitsgerðir
þessar hafi getið af sér pyntingar á föngum í Abu
Ghraib-fangelsinu í Írak og á Kúbu.
Atkvæði um skipan hans í embætti voru að
mestu leyti í samræmi við flokkslínur. Af þeim
sem greiddu atkvæði gegn honum voru 35 demó-
kratar og hið sama gerði einn óháður þingmaður.
Demókratinn Ted Kennedy sagði að ferill
Gonzales væri um margt glæstur. Hins vegar
snerist atkvæðagreiðslan ekki um hug manna til
hans heldur hvort hann hefði sýnt þá framgöngu
sem verðskuldaði að honum yrði treyst fyrir emb-
ætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Gonzales, sem er 49 ára, er fyrrverandi dómari
við alríkisdómstólinn í Texas-ríki og hefur verið
helsti lögfræðiráðgjafi Bush undanfarin fjögur ár.
Gonzales er fyrsti maðurinn af rómönskum ætt-
um sem gegnir þessu embætti vestra.
Gonzales sver embættiseið
Washington. AFP.
Reuters
Alberto Gonzales sver embættiseið dóms-
málaráðherra. Hart var deilt um tilnefningu
hans en atkvæði féllu eftir flokkslínum.
FLAK afganskrar farþegaflugvélar
sem hvarf af ratsjám á fimmtudag
fannst í gær austur af höfuðborg-
inni, Kabúl. 104 týndu lífi í slysinu.
Þotan sem var af gerðinni Boeing
737 tilheyrði afganska Kam Air-
flugfélaginu. Hún var í innanlands-
flugi, á leið frá borginni Herat í
vesturhluta landsins til Kabúl.
Flugvélin hvarf af ratsjám síðdegis
á fimmtudag að staðartíma (kl.
10.45 að íslenskum tíma) en flug-
stjórinn hafði þá beðið um leyfi til
að breyta flugleiðinni vegna illviðr-
is. Hugðist hann lenda í borginni
Peshawar í Pakistan sem er við
afgönsku landamærin. Flak flugvél-
arinnar fannst síðan í gær skammt
austur af Kabúl.
Um borð voru 104 og er þá talin
með átta manna áhöfn. Talið er að
flestir þeirra sem fórust hafi verið
innfæddir. Fregnir hermdu að níu
Tyrkir og þrír Bandaríkjamenn
hefðu verið um borð. Sex af átta
manna áhöfn voru Rússar.
104 létu lífið
í flugslysi
Kabúl. AFP.
*
# %
!
! !+ ,
!#
)
("-
'!
.
#
!
A5&'
*
,;A0
J;G%/%01&%
ÍTALSKRI blaðakonu var rænt í
gærmorgun í miðbæ Bagdad, höfuð-
borgar Íraks. Konan, sem heitir
Giuliana Sgrena,
var í al-Jadriya-
hverfi, nærri
helsta háskóla
Bagdad, er mann-
ræningjar óku í
veg fyrir bíl henn-
ar og höfðu hana
með sér, en skildu
eftir bílstjóra
hennar og íraskan
blaðamann.
Giuliana Sgrena, sem er 54 ára,
starfar við dagblaðið Il Manifesto.
Að sögn Gabriele Polo, eins af
stjórnendum blaðsins, hafði Sgrena
hringt 15 mínútum áður til að láta
vita að ekkert amaði að sér. „Fimm
mínútum síðar hringdi túlkur henn-
ar og sagði okkur að henni hefði ver-
ið rænt nærri mosku í Bagdad,“
sagði Polo.
Ítölskum blaðamanni, Enzo Bald-
oni, var rænt 20. ágúst í fyrra. Ísl-
amski herinn í Írak var þar að verki.
Baldoni var tekinn af lífi. Aftakan
var tekin upp á myndband og sýnd
um Netið. Í septembermánuði var
tveimur ítölskum konum sem sinntu
hjálparstörfum í Írak rænt. Þeim var
sleppt þremur vikum síðar.
Ítalskri
blaðakonu
rænt í
Bagdad
Róm. AFP.
Giuliana Sgrena
DONALD Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, hefur gert op-
inskátt að hann hafi tvisvar sinnum
boðist til þess að
segja af sér þegar
umræða um mis-
þyrmingar banda-
rískra hermanna á
íröskum föngum í
Abu Ghraib fang-
elsinu í Írak stóð
sem hæst í fyrra.
Í viðtali við
CNN sjónvarps-
stöðina á fimmtu-
dagskvöld sagðist Rumsfeld hafa ver-
ið reiðubúinn að taka á sig ábyrgð í
málinu.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hefði hins vegar í bæði skiptin beðið
hann um að sitja áfram í embætti.
Fréttaritari BBC í Bandaríkjunum
segir að nú virðist staða Rumsfelds
tryggari en fyrr, en árið í fyrra hafi
reynst honum erfitt.
Rumsfeld tilgreindi ekki í viðtalinu
við CNN hvenær hann hefði boðist til
þess að segja af sér embætti. „Ég
lagði tvisvar sinnum fram afsögn á
þessu tímabili og sagði forsetanum að
… mér þætti að hann ætti að taka
ákvörðun um hvort ég ætti að halda
áfram eða ekki. Og hann tók þá
ákvörðun og sagði að hann vildi að ég
yrði áfram við störf.“
Rumsfeld sagði samvisku sína
hreina. „Maður sem er í Washington
getur augljóslega ekki stjórnað eða
brugðist við því sem er að gerast á
næturvaktinni í Abu Ghraib, hinum
megin á hnettinum. Ég iðrast því
einskis.“
Rumsfeld
bauð
afsögn
Donald Rumsfeld
UM 15.000 tonn af brenni-
steinssýru fóru snemma í gær-
morgun úr geymi í Helsingja-
borg í Svíþjóð. Hluti sýrunnar
varð að gasi. Heilsu almennings
er ekki ógnað. Að sögn Svenska
Dagbladet varð lekinn með
þeim hætti að gat kom á 20.000
tonna tank sem innihélt brenni-
steinssýru á svæði Kemira-fyr-
irtækisins í suðurhluta borgar-
innar.
Yfirvöld í borginni brugðust
skjótt við. Hluti sýrunnar rann
út í höfnina. Sýran breytist í
gas þegar hún blandast vatni
og óttuðust því margir að eit-
urský myndi leggjast yfir borg-
ina. Almenningur var hvattur
til að halda sig heima við og
loka gluggum og öðrum loftinn-
tökum. Um klukkan átta að
staðartíma í gærmorgun var
því síðan lýst yfir að hættan
væri liðin hjá. Sex menn voru
fluttir í sjúkrahús en þeir voru í
gær ekki sagðir í lífshættu.
Mengunar-
slys í Hels-
ingjaborg