Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Feðgakvöld
í Grafarvogskirkju
MIÐVIKUDAGINN 9. febrúar kl.
20:00 (öskudag) verður haldinn
sérstakur „strákafundur“ í Graf-
arvogskirkju. Öllum ferming-
arstrákum í Grafarvogi er boðið að
koma með pabba sínum, fóst-
urpabba, afa, bræðrum eða frænd-
um á þennan fund.
Fundarefni kvöldsins verður
„Fótboltinn.“ Hemmi Gunn og
Guðni Bergsson koma og ræða um
atvinnumennskuna. Við sjáum fal-
leg mörk í vídeóinu og hlustum á
hressa og skemmtilega menn tala
um fótboltann. Stutt helgistund
verður í upphafi fundar.
Í lokin er öllum boðið upp á veit-
ingar. Sjáumst hressir!
Aðalfundur
Safnaðarfélags
Grafarvogskirkju
AÐALFUNDUR Safnaðarfélags
Grafarvogskirkju verður haldinn í
safnaðarsal kirkjunnar mánudag-
inn 7. febrúar kl. 20:00. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf: Skýrsla
stjórnar. Reikningar. Kosning
stjórnar. Önnur mál. Fundarefni:
Kristniboðar segja frá starfi sínu í
Eþíópíu. Kaffiveitingar og fyr-
irspurnir. „Bollukaffi“. Allir vel-
komnir. Stjórnin.
Fjármálaráðherra
hefur lestur úr
Passíusálmunum
9. FEBRÚAR nk., á öskudag, kl.
18:00 hefjast stuttar helgistundir í
Grafarvogskirkju sem verða alla
virka daga föstunnar, í 31 skipti
alls. Síðasta stundin mun verða 23.
mars nk.
Hver helgistund stendur yfir í
fimmtán mínútur. Þessar helgi-
stundir bera yfirskriftina „Á leið-
inni heim.“ Fólk getur komið við í
Grafarvogskirkju að loknum
vinnudegi og hlustað á lestur úr
einum passíusálmi í hvert sinn. Að
þessu sinni munu ráðherrrar og al-
þingismenn lesa úr Passíusálm-
unum. Fjármálaráðherra, Geir H.
Haarde, mun verða fyrstur til að
lesa.
Þrenna
í Hallgrímskirkju
SUNNUDAGINN 6. febrúar verður
fjölbreytt dagskrá í Hallgríms-
kirkju, en hún hefst á fræðslu-
morgni kl. 10.00, þar sem dr. theol
Kristinn Ólason fjallar um Gamla
Nóa og flóðið. Messa og barnastarf
hefst kl. 11.00, en börnin eru með í
messunni fram að prédikun. Þá fá
þau stund fyrir sig með fræðslu,
söng og leik. Barnastarfið er undir
stjórn Magneu Sverrisdóttur
djákna, en í messunni þjóna prest-
ar Hallgrímskirkju, sr. Sigurður
Pálsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjarts-
syni. Organisti verður Hörður Ás-
kelsson og forsöngvari Guðrún
Finnbjarnardóttir. Samskot dags-
ins renna til Hallgrímskirkju.
Kvöldmessa verður kl. 20.00 í
umsjá sr. Jóns Dalbú Hróbjarts-
sonar. Hópur úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur undir stjórn
Harðar Áskelssonar, kantors.
Kvöldmessurnar eru með ein-
földu formi en gefa fólki gott rými
fyrir íhugun, bænir og þátttöku í
heilagri kvöldmáltíð. Öllum er gef-
inn kostur á að tendra bænaljós.
Gamli Nói
og flóðið
Á MORGUN; sunnudaginn 6. febr-
úar, kl. 10.00, hefjast að nýju
fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju.
Þá mun dr. theol. Kristinn Ólason
ræða um efnið: Gamli Nói, hvernig
á að skilja sögu þína? Flóð og nátt-
úruhamfarir eru okkur ofarlega í
huga. Hver er boðskapur sögunnar
um Nóa?
Sunnudaginn 13. febrúar verður
fræðslumorgunninn helgaður
kynningu á starfi djákna innan
kirkjunnar, en um þessar mundir
eru tíu ár síðan fyrstu djáknarnir
sem útskrifast hafa frá guð-
fræðideild Háskóla Íslands voru
vígðir til þjónustu.
Þá mun sr. Þórhallur Heimisson
ræða hinn 20. febrúar um efnið:
Hvað veldur forvitninni um Da
Vinci-lykilinn. Síðar í febrúar og í
byrjun mars mun dr. theol.
Clarence Glad ræða á tveimur
fræðslumorgnum um efnið: Átökin
um textann, þar sem hann ræðir
um hvaða rit rötuðu í Nýja testa-
mentið, hverjum var hafnað og
hvers vegna.
Á síðasta fræðslumorgninum að
þessu sinni, hinn 13. mars mun
Þórir Guðbergsson félagsráðgjafi
ræða um efnið: Hjálp, ég er að eld-
ast. Fræðslumorgnarnir eru öllum
opnir.
Sameiginleg guðs-
þjónusta Ástjarnar-
sóknar og Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði
Á MORGUN sunnudaginn 6. febr-
úar verður haldin sameiginleg
guðsþjónusta safnaða Ástjarn-
arsóknar og Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði og verður hún í Fríkirkj-
unni kl.13.
Sóknarprestur Ástjarnarsóknar
Carlos Ferrer mun predika en frí-
kirkjuprestarnir, Sigríður Kristín
Helgadóttir og Einar Eyjólfsson
munu þjóna fyrir altari. Þá munu
tónlistarstjórar safnaðanna, þau
Örn Arnarson í Fríkirkjunni og
Aðalheiður Þorsteinsdóttir í
Ástjarnarsókn leiða tónlist og söng
ásamt kórum safnaðanna. Náið
samstarf hefur verið á milli þess-
ara safnaða allt frá stofnun
Ástjarnarsóknar en sóknin er
yngsta sókn Hafnarfjarðar og Frí-
kirkjan elsta kirkjan í bænum og
fer því vel á nánu samstarfi.
Safnaðarfólk beggja þessara
safnaða er hvatt til þess að taka
þátt í þessari guðsþjónustu en boð-
ið verður upp á kaffi í safn-
aðarheimili Fríkirkjunnar að henni
lokinni.
Leikhús
í Neskirkju
SUNNUDAGINN 6. febrúar koma
góðir gestir í heimsókn í sunnu-
dagaskólann í Neskirkju. Stopp-
leikhópinn mun sýna okkur leik-
ritið Palli var einn í heiminum.
Þegar Palli litli vaknar einn dag-
inn er hann aleinn. Hann fer að
leita að mömmu og pabba og leik-
félögunum en allir eru horfnir.
Skyndilega getur hann gert allt
það sem honum sýnist og enginn
getur bannað honum það. Gamanið
tekur þó fljótlega að kárna því
enginn er til að leika og tala við í
öllum heiminum. Leikari er Eggert
Kaaber. Leiksýningin er ókeypis
og eru allir velkomnir.
Börnin byrja í messunni, sem
hefst kl. 11 en fara svo í safn-
aðarsal. Prestur er dr. Sigurður
Árni Þórðarson og til aðstoðar sr.
Ragnar Gunnarsson. Kór Nes-
kirkju, undir stjórn Steingríms
Þórhallssonar, leiðir söng. Kaffi-
húsið opið eftir messu. Í Neskirkju
er enginn einn heiminum og allir
velkomnir.
Trúfræðsla
Laugarneskirkju
ÖLL þriðjudagskvöld kl. 19:45
kemur trúfræðsluhópur Laug-
arneskirkju saman í gamla safn-
aðarheimilinu í kirkjunni. Þar
íhugum við og lesum saman guð-
spjallstexta næsta sunnudags, áður
en boðið er til kvöldsöngs í kirkj-
unni kl. 20:30.
Trúfræðslan og kvöldsöngurinn í
Laugarneskirkju er skapandi og
gefandi umhverfi þar sem gott er
að endurskoða líf sitt og fá nýjar
hugmyndir að uppskrift hamingj-
unnar. Verið velkomin í Laug-
arneskirkju.
Námskeið í kristnu
lífsviðhorfi
MIÐVIKUDAGINN 9. febrúar
hefst í Hallgrímskirkju, suðursal,
námskeiðið Lifandi steinar sem er
nokkurskonar tilsögn í kristnu lífs-
viðhorfi. Námskeiðið er samstarfs-
verkefni Hallgrímssafnaðar og
Leikmannaskóla kirkjunnar.
Það fjallar um messuna, upp-
byggingu hennar og leyndardóma
og eykur skilning á gildi trú-
arinnar í hinu daglega lífi.
Leitast verður svara við spurn-
ingum eins og hvaða sviðum trúar-
lífsins svala hinir ýmsu þættir
messunnar og hvernig geta sunnu-
dagurinn og guðsþjónustan gætt
hvunndaginn lífi?
Leiðbeinendur á námskeiðinu
eru sr. Bára Friðriksdóttir héraðs-
prestur og Jónanna Björnsdóttir
skrifstofustjóri.
Námskeiðið hefst kl. 20 og er
kennt í fimm skipti, tvo tíma í senn
en einnig er kennt laugardaginn
26. febrúar kl. 10-15
Skráning fer fram hjá Leik-
mannaskólanum í síma 535 1500
eða á vef skólans, www.kirkjan.is/
leikmannaskoli
Páll Rósinkrans
og Gospelkórinn
í Árbæjarkirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 6. febr-
úar kl. 20:00 kemur Páll Rósin-
krans, nýkrýndur „Söngvari árs-
ins“ á íslensku tónlistarverð-
laununum, í Árbæjarkirkju og
syngur ásamt Gospelkór kirkj-
unnar. Lögð verður sérstök
áhersla á léttleika og gleði gosp-
elsins í lagavali. Krisztina Kalló
Szklenár stýrir kórnum og Egill
Antonsson leikur undir á flygil. Sr.
Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir
altari og Erna Björk Harðardóttir
flytur hugvekju
Eftir messu verður hægt að
kaupa rjúkandi vöfflur og súkku-
laðiköku til styrkjar unglingahóps
kirkjunnar.
Ekki vanrækja andlegu hliðina
láttu sjá þig í Léttmessu.
Árbæjarkirkja.
Grafarvogskirkja
KIRKJUSTARF
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
STEINGRÍMUR Þormóðsson
hæstaréttarlögmaður ritar frábæra
grein um tryggingamál í Morg-
unblaðið 31. janúar: Lömbin þagna.
Greinin fjallar um skaðabótalögin
sem upphaflega voru samþykkt á
Alþingi fyrir rúmum áratug og ollu
miklum deilum á sínum tíma.
Steingrímur miðlar af reynslu
sinni og annarra lögmanna af
framkvæmd laga um skaðabætur
nr. 50/1993 en þau voru nánast
þýðing á dönskum lögum um þessi
mikilsverðu mál. Því miður tókst
illa til við lagasetningu íslenskrar
útgáfu laganna. Sú stefna var tekin
að veita tryggingafélögunum meiri
rétt á kostnað fórnarlamba um-
ferðar- og vinnuslysa sem urðu að
leita réttar síns. Komið var á fót
sérstakri örorkunefnd sem Stein-
grímur kveður hafa verið skipaða
miklum naumhyggjumönnum sem
úrskurðuðu örorku og tjón yfirleitt
mjög lágt. Síðar hafi trygginga-
félög, vegna aukins kostnaðar sem
féll á þau, komið á fót sérstöku
kerfi þar sem mat tveggja lækna
var lagt til grundvallar mati á ör-
orku. Rekur greinarhöfundur at-
hafnir tryggingafélaganna sem
hæstaréttarlögmaðurinn kveður
minna vægast sagt mjög á sam-
ráðsaðgerðir olíufélaganna.
Steingrímur segir frá hvernig
hin dönsku lög virka en með þeim
eru sérstakar töflur hvernig meta
skuli örorku. Þá segir hann frá
mismuninum á dönsku og íslensku
leiðunum: „Dönsku miskatöflurnar
eru skýrar og auðskildar og svara
flestum áverkum umferðar- og
vinnuslysa, þegar aftur á móti hin-
ar íslensku svara tiltölulega fáum,
sem gerir það að verkum, að vald
þeirra sem styðjast við íslensku
miskatöflurnar er algert og við-
komandi fórnarlambi er fyr-
irmunað að skilja matið. Auk þess,
að dönsku miskatöflurnar séu
greinargóðar, hafa verið gefnar út
sérstakar leiðbeiningar með töfl-
unum, til að auðvelda almenningi
skilning á þeim. Þá eru dönsku
miskatöflurnar endurskoðaðar með
jöfnu millibili til hagsbóta fyrir
danska tjónþola, nánast einu sinni
á ári.
Þegar skaðabótalögin voru sam-
þykkt á Alþingi Íslendinga hafa
greinilega orðið mjög alvarleg mis-
tök við lagasetningu. Þessi lög
hafa verið tryggingafélögunum
mikil auðsuppspretta á kostnað
þeirra sem minna mega sín í sam-
félaginu. Grein Steingríms á að
vera skyldulesning ekki aðeins
stjórnmálamanna, trygging-
armanna og lögfræðinga heldur
ekki síður allra þeirra sem vinna
að hagsmunamálum þjóðarinnar.
Hafi Steingrímur miklar þakkir
fyrir grein sína.
Á undanförnum árum hafa ís-
lenskir stjórnmálamenn gert mjög
afdrifarík mistök á ýmsum sviðum.
Hæst ber stuðningsyfirlýsingu
vegna Íraksstríðsins og mjög um-
deildar framkvæmdir á Austur-
landi sem hafa dregið dilk á eftir
sér: ekki er aðeins verið að eyði-
leggja íslenska náttúrufegurð held-
ur einnig að grafa undan íslensku
velferðarkerfi með því að innleiða
þrælahald að nýju á Íslandi. Mjög
flóknar samningagerðir við erlenda
aðila gengu ótrúlega fljótt fyrir sig
og virtist vera mun einfaldara að
semja við þessi erlendu stórfyr-
irtæki en t.d. grunnskólakennara á
liðnu hausti! Þeir samningar eru
öllum opnir meðan samningar við
útlendu aðilana eru meðhöndlaðir
sem mannsmorð!
Og nú er endurskoðun stjórn-
arskrárinnar á dagskrá á Alþingi.
Í ljós hefur komið, að nú á aðeins
að endurskoða þá hluta hennar
sem kæmu ríkisstjórninni hugs-
anlega að gagni í einhverju valda-
karpi um undirskrift forseta lýð-
veldisins! Raunverulega þarf að
taka alla stjórnarskrána til endur-
skoðunar og byggja hana al-
gjörlega upp á nýjum grunni. Við
þurfum að nýta okkur reynslu ann-
arra þjóða, t.d. Þjóðverja og Suð-
ur-Afríkumanna við setningu nýrr-
ar stjórnarskrár. Þar er byggt á
mannréttindum og lýðræði sem
upphafspunkti stjórnarskrár en
ekki hvaða aðilar fari með valdið í
samfélaginu! Meira um þau mál
síðar.
GUÐJÓN JENSSON,
Arnartanga 43,
Mosfellsbæ.
Lömbin þagna –
frábær grein
Frá Guðjóni Jenssyni
MIG LANGAR að biðja Morg-
unblaðið að koma á framfæri fyrir
mig þökkum til vina, vandamanna
og allra annarra Íslendinga vegna
hugulsemi í sambandi við leit að
mér og fjölskyldu minni. Ég hef
búið í Svíþjóð í 30 ár og hélt að
flestir, nema hinir allra nánustu,
væru búnir að gleyma mér fyrir
löngu.
Ég vil líka þakka utanríkisráðu-
neytinu og sendiherra Íslands í
Stokkhólmi fyrir allt sem hefur
verið gert til að reyna að hafa uppi
á okkur. Ég og mín fjölskylda vor-
um í smábæjum á norðurströnd
Bali og köfuðum, og vissum ekkert
hvað hafði gerst fyrr en 2. janúar
þegar við hittum Englending og
Ástrala sem sögðu okkur frá að
margir Svíar hefðu dáið í Taílandi.
Þá fyrst las ég tölvupóst minn og
fékk að vita að verið væri að leita
að okkur.
Mér finnst leiðinlegt að hafa
valdið allri þessari óró en ég er líka
mjög ánægð með að vera Íslend-
ingur, því það virðist sem hvert ís-
lenskt líf sé meira virði en líf ann-
ars staðar í heiminum.
Ástarþakkir til allra.
STEINA ARADÓTTIR
frá Neskaupstað.
Þakkir til Íslendinga
Frá Steinu Aradóttur
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni