Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirtækið heitir Reykjavík Music Productions segirÞorvaldur aðaðalviðfangsefni þess sé „framleiðsla“tónlistar. „Þarna sameinast lagasmiðir og upp-
tökustjórar um verkefnin, sem felast oftast í því að semja
lög, útsetja þau og taka þau upp. Við höfum sett upp
myndarlegt hljóðver, þar sem aðstaða er fyrir 3–4 „pród-
úsera“ að vinna í einu, með fullkomnum upptökukerfum og
öllu tilheyrandi,“ segir Þorvaldur Bjarni. Á ensku er fyr-
irtæki af þessu tagi kallað „music production house“.
Þessari starfsemi fylgir óhjákvæmilega, að sögn Þor-
valdar, umsýsla með höfundarrétt á lögunum. „Við erum
því með svokallaðan „publishing“ hluta, sem heldur utan
um lagasafn lagahöfunda og vinnur að því að koma lögum
þeirra á framfæri, hvort sem það er hér á landi eða erlend-
is. Þessu hefur ekki verið sinnt af miklum krafti hér, en þó
er þetta einn stærsti hluti tónlistarbransans í heiminum.“
Hann bætir við að RMP sé fyrsta forlagið sem gert hafi
samning við STEF (Samband tónskálda og eigenda flutn-
ingsréttar) um svona umsýslu.
Þorvaldur er ekki eini lagasmiðurinn og „pródúsentinn“
sem fyrirtækið hefur á sínum snærum. Þar má nefna með-
eiganda Þorvaldar að fyrirtækinu, Vigni Snæ Vigfússon úr
hljómsveitinni Írafári, auk manna á borð við Roland Hart-
well, Hrannar Ingimarsson og fleiri. „Við erum líka mjög
opnir fyrir samvinnu við fleiri, enda gengur fyrirtækið að
miklu leyti út á samvinnu,“ segir Þorvaldur.
Aðstandendur fyrirtækisins hafa komið víða við og hafa
fjölbreytta reynslu í poppbransanum. „Ég hugsa þó að við
munum einbeita okkur að nútímalegri dægurlagatónlist,“
segir Þorvaldur, en á meðal helstu verkefna fyrirtækisins
að undanförnu má nefna hljómplötur með Margréti Eiri,
hljómsveitinni Í svörtum fötum og söngleiknum Hárinu.
Spurður um væntanleg verkefni segir Þorvaldur ým-
islegt vera í farvatninu. „Nú er von á nýrri plötu með Íra-
fári, sem er náttúrulega innanhússverkefni hjá okkur. Svo
ætlum við að gera nýja barnaplötu í röðinni Stóra stundin
okkar. Þar ætlum við að fá tiltölulega óþekkta lagahöfunda
til liðs við okkur, sem er mjög spennandi hugmynd,“ segir
Þorvaldur, en bætir við að aðalverkefnið sé núna að und-
irbúa lagasafn fyrirtækisins, sem í muni vera 30–40 bestu
lög þeirra höfunda sem það hafi á sínum snærum.
Tónvinnsluskóli
Út frá þessari starfsemi óx svo Tónvinnsluskóli Þorvald-
ar Bjarna. „Við vorum komin með þessa góðu aðstöðu og
mannauð, þannig að ekkert var því til fyrirstöðu að stofna
svona skóla. Mig hefur lengi dreymt um að geta farið í
gegnum allt ferlið með nemendum; frá hugmynd að lagi
þangað til það er tilbúið í spilun. Við tengjum saman aka-
demískt nám, í hljómfræði og þess háttar, og praktískt.
Nemendur semja sitt eigið lag og svo förum við í gegnum
ferlið; byrjum til dæmis á tölvuvinnslu, færum okkur svo
meira yfir í hljóðverið. Á endanum er komið útfært lag og
þá er hægt að byrja á því að kynna það og reyna að fá það
spilað einhvers staðar. Loks eru nemendur vonandi komn-
ir með þokkalega „vöru“ í hendurnar og það sem meira er;
eru orðnir færir um að bjarga sér sjálfir í bransanum,“
segir hann.
Þorvaldur segir að þessa kennslu hafi tilfinnanlega vant-
að hérna hingað til. „Ég finn það bara á ásókninni. Þetta
verður líka hálfgerð hæfileikaleit í leiðinni; leit að laga-
smiðum og hljóðvinnslumönnum framtíðarinnar.“
Tónlist | Þorvaldur Bjarni og Reykjavík Music Productions
Leit að hæfileikafólki
framtíðarinnar
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er
einn reyndasti tónlistarmaður
landsins. Hann starfrækir nú fyr-
irtæki á sviði tónlistarframleiðslu
þar sem reynsla hans nýtist vel.
Morgunblaðið/Þorkell
Þorvaldur Bjarni hefur nóg að gera við tónvinnslu og
tónvinnslukennslu í fyrirtæki sínu.
ivarpall@mbl.is
reykjavikmp.com
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 1.30, 4, 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 10.30.
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
Sýnd kl. 5.30 og 10.05.
Sýnd kl. 2.45, 6 og 9.10.
tilnefningar til óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-
Cate Blanchett og Alan Alda.
11
VINSÆLUSTU MYNDIRNAR
Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTIÐINNI
V.G. DV.
Langa trúlofunin
- Un Long dimanche.
Sýnd kl. 3, 5.30 og 8.
Grjóthaltu kjafti
- Tais toi.
Sýnd kl. 8.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.30.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.
KRINGLAN
Sýnd kl. 9 og 11.
KRINGLAN
Sýnd kl. 12 og 2.15.
Nýjasta snilldarverkið frá
Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
KRINGLAN
Sýnd kl. 4.30, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Ó.H.T. Rás 2. .T. ás 2
H.L. Mbl.
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
LEONARDO DiCAPRIO
H.L. Mbl. Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.Sýnd kl. 3.
H.L. Mbl.OCEAN´S
TWELVE
Ó.H.T Rás 2
Tvær tilnefningar til óskarsverðlauna
Kiefer Sutherland hefur rekiðdóttur sína úr tökuliði þátt-
anna 24. Dóttir hans, hin 16 ára
gamla Sarah Sutherland, vann sem
aðstoðarmaður tökustjóra en hefur
nú verið sparkað af pabba vegna
þess að honum fannst hún blaðra
alltof mikið og trufla hann og aðra í
tökum. Hann seg-
ist leggja mikið
upp úr því að al-
gjör þögn ríki
þegar tökur séu í
gangi, en dóttir
hans – af öllum –
hafi sífellt verið
gasprandi og
kallandi fram
óæskilegar skipanir. Kiefer sá sig
því knúinn til að reka dóttur sína, en
er búinn að finna henni annað starf.
Fólk folk@mbl.is